Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 4
Í hópi jarðarkaupenda er hestafólk og fólk með skógræktaráhuga, en slík áhugamál eru þó ekki forsenda þess að höfuðborgarbúar kaupi sér heila jörð. Almennur útivistaráhugi nægir, að sögn sveitarstjórans. „Fólk sem byggir sér heilsárshús hér í sveit tekur oft miklu meiri þátt í félagslífi sveitarinnar en þeir sem eiga hér sumarbústað. Það kemur á þorrablót og rétt- ardag og verður því þátttakendur í daglegu lífi heimamanna.“ Opna augu heimamanna Útrás höfuðborgarbúanna hefur ekki í för með sér neinn ríg í sveitinni, að sögn sveitarstjórans. „Við tökum þeim fagnandi,“ segir Ragnar Sær. „Okk- ur er mikill styrkur í þessum ein- staklingum, sem sækja í kyrrðina í sveitinni okkar. Þetta fólk opnar stundum augu heimamanna fyrir því hvað hér er fallegt og gott að vera. Um leið skapar koma þeirra hingað störf við uppbyggingu og viðhald eigna.“ Fasteignaverð í Bláskógabyggð er hærra en víðast hvar til sveita, að sögn sveitarstjórans. „Fasteignaverð hér er hið sama og á Selfossi, ef ekki hærra og það er mikil bylting frá því sem áður var. Nú eiga bændur kost á að bregða búi, ef þeir vilja, og fá sanngjarnt verð fyrir eigur sínar. Hér tíðkast engin yfirboð, en fjölskyldur, sem vilja færa sig um set, geta nú gengið að því vísu að þær fái raunverð fyrir eignirnar sínar.“ Ragnar Sær segir að enn sé nægt landrými í Bláskógabyggð. Sveitarfélagið hafi t.d. skipu- lagt lóðir í Reykholti og Laugarási og vaxandi áhugi sé á uppbyggingu á Laugarvatni. „Þess- ari þróun verður ekki snúið við, enda engin ástæða til þess. Við viljum auðvitað að fleiri færi lögheimili sín hingað í Bláskógabyggð og ég býst við að sú verði þróunin. Þessar vönduðu eignir, sem fólkið úr Reykjavík byggir hér, munu svo hugsanlega færast í eigu fólks, sem býr hér áfram um ókomin ár. Núna standa fleiri að baki alls konar þjónustu, sem boðið er upp á, eins og hitaveitu og sorphirðu, og því hægt að halda kostnaði við slíka þjónustu í lágmarki. En auðvitað viljum við gjarnan fá útsvarstekjur, til viðbótar við fasteignagjöldin. Sú þróun er hafin og hingað hefur flust fólk sem greiðir mjög hátt útsvar. Í flestum tilvikum á þetta fólk hins veg- ar einnig stórar eignir í Reykjavík og heldur því í raun alveg tvö heimili.“ Í Bláskógabyggð eru um 1.600 sumarhús og í Grímsnesi og Grafningshreppi eru þau um 1.700. Þar hafa ekki verið byggð heilsárshús. Heilsárshúsin eru hrein viðbót við fasteigna- flóruna í Bláskógabyggð. „Þess eru auðvitað mörg dæmi að fólk dvelji langdvölum í sum- arhúsunum sínum, en þegar fólk byggir sér annað heimili er viðhorfið annað. Það vill helst vera í göngufæri við alla þjónustu og komist í kunningsskap við heimamenn. Sumarhúsin eru aðeins fjarlægari heimafólki.“ fólk veltir þessu oft fyrir sér í 2–3 ár áður en það lætur til skarar skríða.“ Heimamenn ekki ókátir Ágúst Ingi Ólafsson er sveitarstjóri Rang- árþings eystra, sveitarfélags sex hreppa sem sameinaðir voru sl. vor, en það voru Austur- og Vestur-Landeyjahreppar, Austur- og Vestur- Eyjafjallahreppar, Fljótshlíðarhreppur og Hvolhreppur. Sveitarfélagið nær frá Eystri- Rangá austur að Jökulsá á Sólheimasandi og innan vébanda þess hafa margir höfuðborg- arbúar fest sér jörð eða jarðarskika. „Á þessu svæði er mjög mikið um þetta,“ segir Ágúst Ingi. „Í Hvolhreppnum hefur til dæmis fjöl- breyttur hópur fólks fengið skika hér og þar. Hér eru mjög margir sumarbústaðir, til dæmis eru á annað hundrað bústaða í Fljótshlíðinni. En svo er einnig töluvert um að höfuðborgarbú- ar eigi jarðir, bæði í Landeyjum og undir Eyja- fjöllum. Flestir stunda skógrækt, en mismikla þó.“ Ágúst Ingi sagði að enn væri ekki mjög al- gengt að höfuðborgarbúar flyttu lögheimili sín í sveitarfélagið. „Við viljum nú gjarnan sjá meira af því. Hérna er fólk að byggja sér vönduð og stór heilsárshús, til dæmis í Fljótshlíðinni og spurning hvað sá hópur gerir þegar fram í sæk- ir.“ Heimamenn í Rangárþingi eystra eru ekkert ókátir með þróunina, að sögn sveitarstjórans. „Það er samdráttur í landbúnaði og því eðlilegt að jarðir séu nýttar á nýjan hátt. Þessi upp- bygging skapar atvinnu í sveitarfélaginu, því fólk þarf auðvitað alls konar þjónustu þegar það byggir sér hús hérna. Því fer líka fjarri að það sé svo þröngt um búin vegna þessarar þróunar að menn geti ekki haldið áfram að stunda sinn landbúnað, kjósi þeir að gera það. Og nú eiga menn kost á að selja jörðina sína, eða skika úr henni, á betra verði en áður bauðst. Ég hef ekki orðið var við neina árekstra milli aðfluttra og heimamanns. Þetta er friðsælt svæði, sem betur fer.“ Ágúst Ingi segir að útrás höfuðborgarbúanna hafi ekki endilega haft áhrif á söluverð íbúða og húsa í þéttbýliskjörnum, til dæmis á Hvolsvelli. „Atvinnuástandið hér er ágætt og verð á íbúð- um hefur hækkað töluvert. Kaupendur eru fólk sem starfar hérna og ásókn í leiguhúsnæði hef- ur verið mikil. Þróunin er sú, að fólk í leigu- húsnæði ákveður að setjast hér að og kaupir sér fasteign.“ Lögheimili kallar á aukna þjónustu Sveitarfélagið hefur ekki unnið áætlun um hverjar tekjur þess gætu orðið af nýjum íbúum af höf- uðborgarsvæðinu, eða hver út- gjöldin verða vegna aukinnar þjón- ustu. „Við fáum auðvitað fasteignagjöld af bústöðunum, en fáum ekki tekjur af fólki sem ekki er með lögheimili hér. Útgjöld sveitarfélagsins eru að sama skapi lítil, enda sér fólk sjálft um að leggja vegi heim að bústöð- um sínum. Það skapar auðvitað verktökum á svæðinu atvinnu, sem kemur sveitarfélaginu til góða. Ef fólk flytur lögheimili sitt í sveitarfélagið kallar það auðvitað á aukna þjón- ustu af hálfu sveitarfélagsins.“ Allt bendir til að höfuðborgarbúar haldi áfram að streyma til Rangárþings eystra. „Okk- ur berast sífellt fyrirspurnir um lóðir og upp- byggingin heldur ábyggilega áfram, hægt og bítandi. Sveitarfélagið hefur komið til móts við þetta með því að bjóða lóðir undir sumarbú- staði, til dæmis við Eystri-Rangá og á Hamra- garðaheiði, en að öðru leyti eru það helst bænd- ur, sem eru að selja skika eða heilu jarðirnar.“ 3–6 mánuði á ári í Bláskógabyggð Í sveitarfélaginu Bláskógabyggð hafa margir höfuðborgarbúar komið sér upp öðru heimili. Bláskógabyggð varð til við sameiningu Bisk- upstungna-, Laugardals- og Þingvallahreppa. Ragnar Sær Ragnarsson, sveitarstjóri, segir að þar í sveit sé töluvert um að efnameira fólk af höfuðborgarsvæðinu byggi sér heilsárshús, sem tekur aðeins um klukkustund að aka til. „Í mörgum tilvikum hefur þetta fólk ákveðin tengsl við landsbyggðina og hefur alltaf dreymt um að komast úr ys og þys borgarinnar og njóta náttúrufegurðar. Nær undantekningarlaust byggir fólk sér annað heimili hér og dvelur hér allt frá um þremur mánuðum á ári og upp í hálft árið, auk þess að koma hér allar helgar inn á milli. Nokkur dæmi eru um að fólk flytji lög- heimili sitt hingað.“ Ragnar Sær segir að í þessum hópi séu marg- ir stjórnendur fyrirtækja, sem þurfi ekki endi- lega að mæta á skrifstofu sína daglega, heldur geti stjórnað í gegnum síma- og tölvusamband. „Oftar en ekki er þetta fólk komið um og yfir fimmtugt, þótt dæmi séu um að yngra fólk leiti hingað, til dæmis á tæplega fertugur stjórnandi sitt annað heimili hér í Bláskógabyggð. En oft- ast er þetta fólk sem er búið að koma börnum sínum á legg. Það kaupir ýmist jarðir, eða kaup- ir stóra og góða lóð í litlum þéttbýliskjörnum, þar sem stutt er í alla þjónustu, en náttúran ekki langt undan. Í Reykholti og Laugarási hafa til dæmis risið 15–20 hús á skömmum tíma.“ 4 B SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „ÞARNA er ótrúleg ró og kyrrð og ég eyði löngum stundum í að njóta útsýnisins og fylgj- ast með dýralífinu. Núorðið þekki ég alla mófugla, sem ég gerði ekki áður,“ segir kona sem á heilsárshús á Suðurlandi. Konan og eiginmaður hennar dvelja þar löngum stund- um, en áður höfðu þau búið um áratuga skeið í Reykjavík. Þar búa þau reyndar enn, en hafa selt stórt einbýlishús í borginni og ætla að kaupa minna húsnæði þar. Fyrir nokkrum árum voru þau hjónin að velta fyrir sér að kaupa jörð í félagi við vina- hjón sín. Þau hættu hins vegar við það og ákváðu að kaupa skika úr bújörð á Suðurlandi og byggja þar einbýlishús. „Við ætluðum okkur alltaf að byggja hús sem við gætum verið í allt árið ef því væri að skipta. Börnin voru uppkomin og flutt að heiman, en í fyrstu vor- um við samt ekki viss um að við myndum dvelja eins mikið í sveitahúsinu og raunin hefur orðið.“ Þegar húsið var risið fóru hjónin að vera þar flestar helgar og nú aka þau þangað undir lok hverrar viku og til baka til vinnu á mánudagsmorgni. „Við eigum þess bæði kost að vinna fjarvinnu. Í sveitinni gefst oft meira næði til vinnu, svo okkur verður ekki minna úr verki þar.“ Húsið er fullbúið einbýlishús að öllu leyti. „Mín hugmynd um sveitarómantík er ekki vatnsburður og kertaljós, heldur þau þægindi sem felast í þvottavél og þurrkara. Við höf- um allt til alls í húsinu og getum farið þangað fyrirvaralaust, þurfum ekkert að taka með okkur sængurfatnað eða annað slíkt.“ Heimamenn í sveitinni sáu um alla vinnu við hús- bygginguna og lagningu vegar að húsinu. „Húsið var reist á fimm mánuðum og nú eigum við lögheimili þarna. Við kusum að vera skráð þarna til heimilis, því þetta er aðalbólið, þar sem börnin okkar eiga hvert sitt herbergi þótt flutt séu að heiman, og þarna höfum við eytt jólum og áramótum. Gestir setja ekki fyrir sig að aka til okkar, en greinilegt er að fólk lítur réttilega á húsið okkar sem heim- ili, því það gerir boð á undan sér en kíkir ekki bara inn eins og oft er raunin þegar fólk er í sum- arbústað. Eftir því sem við dveljum þarna lengur eigum við erfiðara með að átta okkur á hvers vegna í ósköp- unum við gerðum þetta ekki fyrr. Við njótum mann- lífsins í sveitinni, fáum bændur í nágrenninu í kaffi- sopa til að ræða nýjustu tíðindi, förum á þorrablót sveitunga okkar og finnst notalegt að vita til þess að nágrannar okkar fylgjast með húsinu þegar við erum ekki heima. Sumir líta á slíkt sem hnýsni, en ég fyllist öryggiskennd í þessu samfélagi.“ „Þekki alla mófugla“ STEINAR Berg Ísleifsson og fjölskylda hafa flutt lögheimili sitt á jörðina Fossa- tún í Borgarfirði. Þar ætlar fyrrverandi hljómplötuútgefandi og framkvæmda- stjóri tónlistarsviðs Norðurljósa að setjast að í framtíðinni og reka menning- artengda ferðaþjónustu. „Ég hef gengið með þennan draum í maganum í mörg ár, svo mörg raunar að hugtakið menningartengd ferðaþjónusta var ekki til þegar ég fór fyrst að velta þessu fyrir mér,“ segir Steinar. „Und- anfarin 5–6 ár skoðaði ég tugi jarða, allar á Suðurlandi. Svo ákvað ég að líta á jörð- ina Fossatún í Borgarfirði og hún var al- gjörlega í samræmi við þær hugmyndir sem ég hafði gert mér.“ Steinar er borgarbarn og hefur engin fyrri tengsl við Borgarfjörðinn. „Mig langaði til að eignast jörð í um klukku- stundarfjarlægð frá Reykjavík, en ég hef aldrei haft áhuga á að eignast sum- arbústað eða annað afdrep utan borg- arinnar. Ég var ákveðinn í að flytja alveg, fyndi ég réttu jörðina. Hins vegar vil ég líka nálægð við borg og ég vil fá fólk til mín, ég hef engan áhuga á að loka mig af í einhverjum afdal. Á síðasta ári reiknaði ég með að vinna út samningstímabil mitt hjá Norðurljósum, sem náði til næsta árs, en ég ákvað að hætta störfum þar fyrr. Við erum þegar komin með annan fótinn í Borgarfjörð, höfum tekið íbúðarhúsið í gegn og varið þar drjúgum tíma. Ég nýt þess að vera úti í náttúrunni í Borgarfirði og hafa um leið tækifæri til að hrinda hugmyndum mínum í framkvæmd.“ Steinar segir að það hafi komið mörg- um vinum hans á óvart þegar þau hjón keyptu jörðina, þrátt fyrir að hann hafi oft rætt þennan draum. Eiginkonan, Ingi- björg Pálsdóttir, hafi í fyrstu haft ýmsar efasemdir um ágæti flutninganna, en væri nú jafn hrifin af hugmyndinni og hann, ef ekki hrifnari. „Af börnum okkar er ein dóttir eftir heima og við ætlum ekki að flytja fyrr en hún lýkur grunn- skóla á næsta ári. Við höfum þegar minnkað við okkur húsnæði í borginni, en höfum ekki ákveðið hvort við ætlum að eiga eitthvert afdrep á höfuðborgarsvæð- inu eftir að við flytjum alveg upp í Borg- arfjörð.“ Steinar segir að hann hafi engan áhuga lengur á að kynna íslenskar stórstjörnur fyrir Íslendingum; hann vilji miklu frem- ur vinna áfram að því að koma íslensku tónlistarfólki á framfæri erlendis. Til þess þurfi hann tölvu og síma og þá skipti engu hvort hann sitji í Reykjavík eða í Borgarfirði. „Einu tæknilegu örðugleik- arnir eru þeir, að í Reykjavík get ég verið sítengdur Netinu, en í Borgarfirði verð ég að notast við ISDN-tengingu.“ „Margra ára aðdragandi“ Í hópi jarðarkaupenda er hestafólk og fólk með skógræktaráhuga, en slík áhugamál eru þó ekki forsenda þess að höf- uðborgarbúar kaupi sér heila jörð. Það er samdráttur í land- búnaði og því eðlilegt að jarðir séu nýttar á nýjan hátt. rsv@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.