Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 B 9 ferðalög Ísland Ingólfur nú Fosshótel Í byrjun sumars tóku forsvars- menn Fosshótelanna alfarið við rekstri hótelsins og veitingahúss- ins Ingólfs á Ingólfshvoli í Ölfusi. Á hótelinu eru 16 herbergi með ver- önd og heitum potti auk þess sem herbergin eru með baðherbergi og sjónvarpi en níu herbergi eru án baðherbergis. Í fréttatilkynningu frá Fosshótelunum kemur fram að veitingahúsið sé opið fyrir hópa á veturna. Í sumar hefur veirð boðið upp á hestasýningar á Ingólfshvoli alla miðvikudaga, laugardaga og sunnudaga. Sýningin fer fram á ís- lensku og ensku og þar eru sýndar gangtegundir íslenska hestsins. Þá er hægt að fá þriggja rétta kvöldverð og hestasýningu á sér- stöku tilboðsverði eða á 3.600 krónur ef pantað er fyrirfram. Fólk getureinnig fengið leiðsögn og hesta leigða í útreiðartúra á staðnum og gestir hótelsins geta nýtt sér sauna sem er á staðnum og stóran heitan pott. Fosshótel úti á landi veita hand- höfum Scan+ kortsins frá sept- ember og fram til maí 40% afslátt og í Reykjavík er gefinn 25% af- sláttur og fimmta hver nótt er allt- afókeypis. Fríkortspunktar með tvöfalt verðgildi Fríkortið verður lagt niður eftir næstu áramót. Þeir sem eiga enn frípunkta geta meðal annars nýtt þá upp í ferð í leiguflugi með Plúsferðum. Í fréttatilkynningu frá Plúsferðum segir að margir notfæri sér þann möguleika að láta punktana ganga upp í utanlandsferð. Upp á síð- kastið hafa Plúsferðir verið að bjóða fríkortshöfum sértilboð þar sem punktarnir hafa tvöfalt verð- gildi. Aðventuferð til London Dagana12.–15. desember efnir ferðaskrifstofan Embla til „öðru- vísi“ ferðar til London Í frétta- tilkynningu frá Emblu kemur fram að London hafi verið einn vinsæl- asti áfangastaður Íslendinga um áraraðir en í þessari ferð gefist kostur á að kynnast nýjum hliðum heimsborgarinnar ásamt því að njóta þeirrar jólagleði sem ríkir í London á þessum tíma. Ferðast verður með neðanjarðarlestunum og haldið í gönguferðir um sögu- slóðir m.a. Charles Dickens, Osc- ars Wilde, Bítlanna og Jacks the Ripper. Jafnframt verður fræðst um byggingarlist og líf borgaranna fyrr og nú. Leiðsögn er í höndum Jakobs Frímanns Magnússonar sem gjörþekkir borgina. Gist verður á Hótel Berners sem er 4 stjörnu hótel rétt við Oxford- stræti. Farið verður á sérvalda veitingastaði, bari og næturklúbba og í eftirmiðdagste og dans. Boðið verður upp á jólakonsert í St. Martin in the Fields kirkjunni fimmtudagskvöldið 12. desember þar sem Sir Neville Marriner stjórnar hljómsveit og kór St. Martin in the Fields Akademíunnar ásamt einvala liði einsöngvara í Magnificat Bachs og Lauda per la Nativ eftir Respichi. Boðið verður m.a. upp á miða á nýjasta söngleik Andrews Loyds Webbers, Bombay Dreams, og djasskonsert á Ronnie Scott með George Melly og John Chiltons Feetwarmers ásamt ýmsu öðru. Ferðin kostar 64.500 kr. á mann og innifelur flug með Flugleiðum, gistingu í 3 nætur á Hótel Berners með morgunverði og dagskrá und- ir leiðsögn Jakobs Frímanns Magn- ússonar meðan á dvöl stendur. Flugvallarskattur er 4.540 kr. Morgunblaðið/Sverrir  Ferðaskrifstofan Plúsferðir Hlíðarsmára 15 Kópavogi Sími: 5352100 Vefsíða: www.plusferdir.is  Fosshótel Ingólfur Ingólfshvoli 801 Selfoss. Sími 483 5222. Tölvupóstfang: bokun@ fosshotel.is Vefslóð Fosshótelanna er www.fosshotel.is  Ferðaskrifstofan Embla Skólavörðustíg 21A Sími 5114080 Vefsíða: www.embla.is Margrómuð ferð Emblu til Kaupmannahafnar verður nú endurtekin í fylgd Þorleifs Friðrikssonar sem leiðir okkur um slóðir Íslendinga í gamla bænum og miðlar á lifandi hátt sögu, menningu, byggingarlist og mannlífi í þessari heillandi nágrannaborg. Farið í jólahlaðborð í Tívolí og sérvaldir veitingastaðir og barir heimsóttir. Verð: 61.900 kr. Flugvallaskattur: 4.290,- aukagjald fyrir einbýli: 12.500.- Innifalið: flug með Flugleiðum, gisting í 3 nætur á hótel Óperu m. morgunv., gönguferðir og leiðsögn. 28. nóv. - 1. des. með Þorleifi Friðrikssyni sagnfræðingi * * * * * * * * ** * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * **KONUNGLEGA KAUPMANNHÖFN * 13.-16. des. Tallin er heillandi miðaldaborg og einstök menningarperla. Borgin er veisla fyrir skilningarvitin hvort er snýr að byggingarlist, myndlist, handverki eða matargerðalist. Ferðaskrifstofan Embla býður einstakt tilboð til Tallin um aðventuna þegar borgin tekur á sig töfrandi blæ jólanna. Tilboð miðast við lágmark 10 manns. VERÐ: 59.800 kr. Flugvallaskattur: 4.200,- aukagjald fyrir einbýli: 9.500,- Innifalið: flug með Flugleiðum og Sas um Kaupmannahöfn til Tallin, gisting í þrjár nætur á Grand Hotel Tallin , 4 stjörnu hóteli á business klassa herbergjum m. morgunv., flutningur til og frá flugvelli og aðstoð staðarleiðsögumanns. TÖFRANDI TALLIN Vistvænar Veraldarferðir Skólavörðustígur 21 a • 101 Reykjavík • www.embla.is Sími: 511 40 80 • Póstfang: embla@embla.is Embluferð - Öðruvísi ferð 12.-15. des. með Jakobi Frímanni Magnússyni Njótum lífsins á aðventunni og kynnumst nýjum hliðum þessarar stórkostlegu borgar í fylgd Jakobs Frímanns sem leiðir okkur um söguslóðir Charles Dickens, Oscar Wilde, Bítlanna og Jack the Ripper. Kertaljósakonsert, eftirmiðdagste og dans, sérvaldir veitingastaðir, næturklúbbar og barir er meðal þess sem stendur til boða en þar að auki býðst eftirfarandi: Jólakonsert í St. Martin in the Fields kirkjunni þann 12. desember undir stjórn Sir. Neville Marriner: Respighi Lauda per la Nativ og Magnificat Bachs, Bombay Dreams nýjasti söngleikur Andrew Loyd Webbers, jazzkonsert og fleira. VERÐ: 64. 900 kr. Flugvallaskattur: 4.540,- aukagjald fyrir einbýli: 14.900,- Innifalið: flug með Flugleiðum, gisting í 3 nætur á 4 stjörnu Hótel Berners m. morgunv. í miðborg Lundúna og leiðsögn. LITRÍKA LONDON Hátíð í heim sborgu m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.