Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög G UÐRÚN Ásmundsdóttir leik- kona stendur fyrir þessum dagsferðum um slóðir Ein- ars Ben. og hefur hún ásamt Eyvindi Erlendssyni leikara verið að undirbúa dagskrána í allt sumar. Hugmyndin að ferðunum á rætur sín- ar að rekja fimmtíu ár aftur í tímann, þegar Guðrún á unglingsaldri stóð inni í stofu hjá Hlín í Herdísarvík og fór með fyrir hana ljóð Einars, Hvarf séra Odds frá Miklabæ. „Engum tog- um skipti að Hlín tók ástfóstri við mig og fór með mig út í fjós, sýndi mér skepnurnar og sagði mér frá Einari sem þá var fallinn frá. Þetta var mikill heiður fyrir mig og síðan hefur blund- að í mér að sýna minningu Hlínar og Einars einhvern virðingarvott og þessar fróðleiks- og skemmtiferðir eru viðleitni til þess.“ Ferðin hefst í Höfða þar sem Einar bjó á sínum velmektarárum og eng- um dylst sem gengur um þau híbýli að einungis stórhuga maður hefur keypt slíkt slot árið 1914. Auðvelt er að sjá Einar fyrir sér rísa úr rekkju og ganga að stórum gluggum sem ramma inn haf og fjöll. Guðrún og Eyvindur segja okkur frá þessu bjarta tímabili í lífi Einars, m.a. heyr- um við af franska konsúlnum sem seldi honum þetta reisulega hús sem þá stóð nokkuð utan við sjálfan höf- uðstaðinn. Einar nefndi húsið Héð- inshöfða eftir bænum þar sem Bene- dikt faðir hans sat sem sýslumaður. Einar ferðaðist á léttavagni sínum frá Höfða til Reykjavíkur og kom þá gjarnan við í Svínastíunni, fremur sóðalegri krá, og bauð þar öllum upp á glas eins og hans var von og vísa. Á þessum árum drakk Einar kampavín og Guðrún býður okkur upp á slíkar veigar áður en við höldum ferðinni áfram. Tröllskessur sem stálu smábændum Hún segist ekki ætla að þreyta mannskapinn á sögum í rútunni þó að af nægu sé að taka. Stefnan er á Krýsuvík og Herdísarvík, einu jarð- irnar sem Einar átti síðari hluta ævi sinnar, en hann átti þær ófáar um dagana. Við förum um Kleifarvatn og Guðrún getur ekki látið hjá líða að segja okkur frá tröllskessunum Her- dísi og Krýsu, systrunum sem kom svo illa saman og stálu smábændum. Næsti viðkomustaður er Krýsuvík- urkirkja, lítið og lágreist Guðshús sem stendur uppi á hól mitt í allri auðninni. Þarna er kyrrðin slík að ef drottinn býr einhvers staðar þá er það væntanlega í þessari íburðar- lausu timburkirkju. Við setjumst inn og sagan heldur áfram. Guðrún segir okkur m.a. frá Kristínu systur Einars og nánu sambandi skáldsins við móð- ur sína sem hann var skilinn frá á unga aldri. Eyvindur flytur ljóð Ein- ars, Móðir mín, af slíkri snilld að hreyfir við þeim sem á hlýða. Engin höll við hafið Næsti áfangastaður er Herdísar- vík þar sem Einar bjó síðustu æviár- in. Engin höll er húsið við hafið sem Hlín lét byggja yfir skáldið sitt og sjálfa sig en þangað inn er notalegt að koma. Okkar bíður eftirmiðdagskaffi í anda Hlínar og Einars, heimabakað brauð, pönnukökur, kleinur og að sjálfsögðu íslenskt brennivín. Dag- skráin heldur áfram og rís hæst þeg- ar Guðrún flytur Hvarf séra Odds frá Miklabæ í þeirri sömu stofu og hún gerði fyrir hálfri öld. Örlagaþrungið ljóðið nær inn að hjartarótum í flutn- ingi leikkonunnar og tár blikar á vanga. Strandarkirkja er skammt undan og þangað höldum við og látum haf- goluna leika um okkur í Engilsvík og hlustum á söguna af englinum sem vísaði sjómönnum í land fyrir mörg hundruð árum. Við leitum skjóls inni í kirkju þar sem Guðrún og Eyvindur halda áfram að varpa fram svipmynd- um úr lífi skáldsins. Þau flytja saman Á slóðum Einars Ben. Morgunblaðið/Kristín Heiða Hús þeirra Einars og Hlínar í Herdísarvík er lágreist þar sem það stendur milli hafs og hamars. Maður verður ekki samur Eyvindur og Guðrún halda tölu fyrir utan Húsið á Eyrarbakka. Guðrún býður upp á brennivín í stofunni í Herdísarvík. Einar Ben. að baki. Dagsferð á slóðir Einars Ben. kostar 10.000 krónur. Þar er allt innifalið: Fargjald með rútu, kampavín við Höfða, kaffi og meðlæti í Herdísarvík, íslenskt brennivín, matur í Rauða hús- inu og eftirréttur á Byggðasafn- inu. Áhugasamir geta hringt í Ferð og sögu: 551-4715 og 898- 4385 Skáldið hugumstóra Einar Benediktsson kom víða við um dagana. Kristín Heiða Krist- insdóttir slóst í för með Ferð og sögu um slóðir skáldsins, þar sem fullir prestar lifnuðu við úr fortíðinni ásamt öðrum óvæntum uppákomum. Eftirminnilegt frí Með hverjum fórstu til Ítalíu? „Ég fór með eiginkonunni Sigríði Halldórsdóttur og hjónunum Arnóri Ragnarssyni og Dagnýju Hildisdóttur.“ Hvers vegna varð Ítalía fyrir valinu? „Eiginkonan fór með kvenfélaginu í Garðinum í vikuferð þangað og við ákváðum að framlengja ferðina um hálfan mánuð og skreppa að Gardavatninu á Ítalíu með vinahjónum okkar.“ Hvernig skipulögðuð þið ferðina að Gardavatninu? „Við flugum til Mílanó og skoðuðum síðan á Netinu möguleikana á því hvar við vatnið við ættum að vera. Þegar við vorum búin að finna ákjós- anlegan stað komumst við í samband við danska konu sem rekur gisti- og veitingahús í þorpinu Lazise við Gardavatnið.“ Jón segir að gisti- möguleikarnir hafi verið margir en þeim hafi litist vel á þessa dönsku konu. Því miður var allt uppbókað hjá henni en engu að síður útvegaði hún þeim íbúðir sem voru á þægilegum stað. „Það var stutt að ganga niður í bæ og að vatninu en annars var þetta mjög rólegur staður. Verðið fannst okkur einnig mjög sanngjarnt en við borguðum um 30.000 krónur fyrir vikuleigu á hvorri íbúð.“ Jón segir að íbúðirnar hafi verið fínar, með sundlaugargarði og um- hverfið fallegt. „Lazise er 5.500 manna bær suðaustan Gardavatns, mitt á milli Pesch- iera og Garda. Hann er frá sögulegum tíma, nýlenda Rómverja, með miðaldakastala og markaðstorg. Lazise er umkringdur mjög vel vernd- uðu kastalavirki sem er einkennandi fyrir bæinn. Það er mjög skemmti- legt að ganga um þennan litla bæ og á kvöldin er notalegt að sitja á veitingahúsi við vatnsbakkann og fylgjast með mannlífinu.“ Þau flugu til Mílanó og leigðu sér bíl en tala um að eflaust væri betra að fljúga beint til Veróna ef ferðinni sé heitið á þessar slóðir því flugvöll- urinn sé einungis í um 20 kílómetra fjarlægð frá þessu þorpi. Munuð þið aftur panta á Netinu gistingu og afla ykkur upplýsinga um staði? „Örugglega, því það voru engin vandamál samfara þessu og allt stóð eins og stafur á bók.“ Einhverjir staðir sem þú mælir með að fólk skoði ef það fer á þessar slóðir? „Það er áhugavert að aka meðfram Gardavatni og fara síðan upp í fjöll- in. Það er mikil náttúrufegurð á þessum slóðum og útsýnið stórkostlegt þegar komið er upp í fjöllin. Það er líka visst ævintýri að aka fjallvegina, það er varla pláss fyrir einn bíl, hvað þá heldur að mæta öðrum.“ Lazise er notalegur 5.500 manna bær við Gardavatn- ið á Ítalíu. Jón Hjálm- arsson eyddi þar sum- arfríinu. Mannlífið við vatnið er oft litskrúðugt á kvöldin og þar er hægt að sitja á útiveitingahúsum og fylgjast með fólkinu. Hér eru hjónin Jón Hjálmarsson, Sigríður Halldórsdóttir og Arnór Ragn- arsson og Dagný Hildisdóttir á Alla Grotta veitingahúsinu en til að kom- ast þar að þarf að panta með 3–4 daga fyrirvara.  Danska konan sem útvegar gistingu í Lazise er með vefslóðina http://home18.inet.tele.dk/torpet Önnur vefslóð sem býður gistingu á þessum slóðum er: www.int- erlingualazise.com. Frábærir matsölustaðir: Alla Grotta: Fiskréttastaður. Kambusa: Bæði kjöt og fiskur. Alle Pergola: Fínn staður uppi í sveit. Tropical: Pítsustaður sem rekinn er af dönsku fólki. Fallegt við Gardavatnið Þegar gengið er í bæinn situr oft fólk við götuna og selur minjagripi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.