Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 B 15 bílar Í NÝRRI skýrslu sérfræðinga við Michigan háskóla og Lawrence Berkeley stofnunina í Bandaríkj- unum er því haldið fram að jeppar séu engu hættuminni og jafnvel hættulegri í notkun en fólksbílar. Því er einnig haldið fram að margir jeppaeigendur standi í þeirri trú að þeir séu óhultari í sínum þungu bíl- um en ökumenn í minni bílum. Meg- inniðurstaða skýrslunnar er sú að jeppar veita ökumönnum ekki endi- lega meira öryggi en fólksbílar. Jepp- ar eru álíka hættulegir og millistórir og stórir fólksbílar og ekki öruggari en margir af mest seldu smábíl- unum. Fram kemur að sportbílar eru afar hættulegir ökumönnum, sem oftast eru ungir og „með þungan bensínfót“. Á hinn bóginn eru örugg- ustu bílarnir fjölnotabílar og rann- sakendur segja að dæmigerð notkun þeirra sé flutningur á börnum. Ekkert bendi hins vegar til þess að samhengi sé á milli kyns og ald- urs og þess hve jeppar reyndust hættulegir í rannsókninni. Rannsak- endur leiða líkum að því að jeppar séu hættulegri en fólksbílar þar sem þeir eru þyngri og láta verr að stjórn auk þess sem þyngdarpunktur þeirra er hærri með tilheyrandi hættu á veltu. Skýrslan og mótmæli í Bandaríkj- unum gegn jeppaeign hafa vakið upp hörð viðbrögð samtaka bílaframleið- enda í Bandaríkjunum, AAM. Nýlega var t.a.m. greint frá því í dagblöðum vestra að umhverfisverndarsamtök hefðu tekið sig til og límt miða á bíla í New York sem líktust stöðumæla- sektum. Á miðunum var harður áróður gegn jeppum og jeppaeign. AAM bendir á hinn bóginn á að jepp- ar séu orðnir heimilisbíll Bandaríkja- manna, rétt eins og langbakar hafi verið á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og fjölnotabílar á þeim tíunda. Selst hafi 600 þúsund fleiri jeppar, fjölnotabílar og pallbílar en fólksbílar á síðasta ári. Jeppar séu afar eftirsóttur kostur vegna öryggis þeirra í misjöfnum veðrum og við margbreytilegar aðstæður. Jeppar engu hættu- minni en fólksbílar CHRYSLER ætlar að kynna tveggja dyra hugmyndabíl á bíla- sýningunni í París seinna í mánuðinum sem kallast California Cruiser. Þetta er fjög- urra manna bíll og gefur vísbendingar um hvernig næsta kynslóð PT Cruiser gæti litið út þegar hún kemur á markað eftir fáein ár. Í hugmyndabílnum eru sæti fyrir fjóra sem hægt er að leggja niður þannig að úr verði rúm fyrir tvo. Kalifornísk rennireið Leitað er aftur til miðbiks síðustu aldar eftir inn- blæstri við hönnun bílsins. Haustútsala Okkar árlega haustútsala hefst 1. september Enn eru 50 dagar eftir af stangaveiðitímabilinu og rétti tíminn til að fjárfesta í veiðigræjum á frábæru verði Sjáðu hér: Kaststangir ............................................. frá 1.995 Flugustangir ........................................... frá 4.995 Kasthjól................................................... frá 1.995 Fluguhjól ................................................. frá 2.595 Neophrene-vöðlur.................................. frá 10.995 Veiðivesti ................................................ frá 3.995 Gúmmívöðlur.......................................... kr. 3.995 Tobie-spúnar.......................................... kr. 285 20 silungaflugur að eigin vali í boxi .... kr. 2.750 10 straumflugur að eigin vali í boxi ..... kr. 2.250 20 laxaflugur að eigin vali í boxi........... kr. 4.595 10 stk. laxatúpur í boxi ......................... kr. 3.495 Leiguvöðlur sumarsins á slikk (aðeins í Hafnarstræti) Allt kastgirni á hálfvirði Spúna- og ormabox á hálfvirði Sumartilboðin eru enn í fullu gildi Öndunarvöðlur og skór frá kr. 21.590 Neophrene-vöðlur og vatnsheldur jakki kr. 19.995 Tvíhenda með hjóli og uppsettri línu kr. 25.690 Fluguveiðisett frá kr. 9.995 Munið að skila inn ljósmyndum, teikningum (börn) og veiðisögum í sumarleik Veiðihornsins fyrir 15 september. Glæsileg verðlaun í boði. Upplýsingar í verslunum Veiðihornsins og á netinu. www.veidihornid.is Veiðihornið, Hafnarstræti 5 - opið alla daga Veiðihornið, Síðumúla 8 - opið alla daga nema sunnudaga Veiðihornið, Kringlunni - opið alla daga www.veidihornid.is - opið alla daga og nætur www.veidihornid.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.