Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 8
Hafi fólk hug á að nýta sér ferðaþjónustu bænda er vefslóðin www.sveit.is. ur einhvern tíma rekið á fjöru, uppi á ofninum er hægt að þurrka blauta skó og í efri bobb- ingnum má elda eða halda heit- um mat. Í hellinum eru einnig bekkir, borð og grill, en hann er lýstur upp með kertum sem hef- ur verið komið fyrir víðsvegar í hellinum. Þegar dimmt er á HÖFÐABREKKUAFRÉTTUR er ein af náttúruperlum Mýr- dalsins, þar er fallegt landslag og fjölbreyttar gönguleiðir. Lands- lagið er á köflum mjög hrikalegt og skorið af djúpum giljum sem gera afréttinn að miklu ævin- týralandi fyrir náttúruunnendur. Þetta er ósnortið svæði og fram að þessu hefur verið þarna frem- ur lítil umferð, aðallega bændur að líta eftir kindum. Bjarni Jón Finnsson og Helga Ólafsdóttir sem búa í Vík hafa nú komið upp tjaldstæði innst í Þakgili. Í sum- ar hefur verið tjaldað þar á grón- um grasbölum í botni gilsins en nú hafa þau sléttað stórt svæði á aurnum og sáð í það grasfræi. Þau hafa einnig sett upp salern- isaðstöðu og er gaman að sjá hvernig Bjarni hefur virkjað litla lækjarsprænu við hliðina á sal- erninu til að fá ljós á þau. Bjarni hefur einnig stækkað helli sem er nærri tjaldstæðunum með því að grafa út úr honum og vegna þess að bergið á þessum slóðum er mjög mjúkt, aðallega sand- steinn, hefur honum tekist að stækka hann töluvert. Þá mokaði hann út úr öðrum helli í gilinu sem var orðinn nánast lokaður. Inni í stærri hellinum hafa þau komið fyrir ofni sem Bjarni smíðaði, úr bobbingum, sem hef- kvöldin myndast mjög skemmti- leg stemmning í hellinum og er það þegar orðið töluvert vinsælt að hópar gisti þarna og grilli mat. Þegar fréttaritari var þarna á ferð var óskaplega fal- legt veður, sólskin og blíða, enda er nánast skjól fyrir öllum áttum þar sem tjaldstæðið er. Að sögn Bjarna og Helgu hyggjast þau ekki raska svæðinu umfram það sem nauðsynlegt er heldur láta það halda sérstöðu sinni að mestu, en vegurinn inn í gilið er fær fyrir fjórhjóladrifna bíla. Bjarni Jón býður einnig upp á jeppaferðir í afréttinum að ógleymdum óvissuferðunum sem alltaf er mikið fjör í. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Tjaldsvæðin í Þakgili. Ferðaþjónustan í Þakgili Grillað við kertaljós í helli Bjarni við túrbínuna sem framleiðir rafmagn fyrir sturtu og salerni. Tjaldstæðin Þakgili Bjarni Jón og Helga Sími: 8934889 og 8534889 Tölvupóstfang: bjarnijo@- mmedia.is Þegar húma tekur er notalegt að sitja í hellinum við kertaljós og grilla.  NÝ vefslóð, www.WhichBudget.com, hyggst hafa á einum stað öll ódýrustu flugfargjöldin í Evr- ópu. Þegar eru ellefu flugfélög komin inn á slóðina hjá þeim en þau fljúga samtals til 100 áfangastaða í Evrópu. Hægt er að velja um flugvelli og fá lista upp þar sem getið er um áfangastaði sem flugfélögin fljúga til frá tilteknum flugvelli eða velja ákvörðunarstað og sjá hverjir fljúga þangað og hvaðan. Forsvarsmenn vefslóðarinnar vilja ekki fá inn tímabundin tilboð heldur ódýr almenn flugfargjöld. Reuters Vefslóð með ódýrustu flugfargjöldin NORÐMENN þakka það að- haldssömum Svíum, góðviðri á Norðurlöndum í sumar og at- burðunum í New York 11. september að norskar ferða- skrifstofur auglýsa nú útsölur á sólarlandaferðum. Í norskum fjölmiðlum er sagt frá því að hægt sé að fá ferð til Krítar fyrir tíu þúsund íslenskar krónur, flug og hótel innifalið. Flug til og frá Malaga á Spáni kostar átta þúsund og fimm- hundruð íslenskar krónur. Lágu fargjöldin eiga sér nokkrar skýringar. Fádæma gott veður hefur verið í Noregi í sumar, um leið og miklar rigningar hafa verið á meg- inlandi Evrópu. Hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september hafa dregið úr ferðalögum fólks og sala á sólarlandaferð- um í Svíþjóð hefur gengið illa í sumar. Ferðaskrifstofur þar freista þess að selja laus sæti á norska markaðnum. Talsmenn ferðaskrifstofa segja að botn- inum hafi verið náð og þeir fari ekki neðar með verðið en það er í dag. Á hinn bóginn er líklegt að lágt verð bjóðist nokkuð fram á haustið þar eð eftirspurnin er ekki mikil. Sólarlandaferðir á útsölu í Noregi Morgunblaðið/Brynjar Gauti Íbúðir í Madrid  Nánari upplýsingar um íbúðaleigu í Madrid fæst í síma 0034 917 701 0662 eða á vefslóðinni www.flatma- drid.com  HAFI einhverjir lesendur hug á að skella sér í skemmri eða lengri tíma til Madrid á Spáni sér fyr- irtækið Flat um að aðstoða gesti borgarinnar við að finna séríbúð með allt að fimm svefnherbergjum. VIÐ Rín eru haldnar tilkomumiklar ljósahátíðir á sumrin og á haustin, oft um svipað leyti og vínbændur halda uppskeruhátíðir. Boðið er upp á skemmtisiglingar á Rín í tengslum við ljósahátíðirnar og gestum er boð- ið að horfa þaðan á flugeldasýningar og hallir og borgir lýstar upp. Oft eru haldnir dansleikir um borð, bragðað á uppskeruvínum og snæddur góður matur. Hátíðahöldin eru á mismunandi stöðum frá maí og fram í október. Til dæmis verða haldnar ljósahátíðir við Koblenz hinn 21. september, í St Go- ar/St. Goarshausen 24. september og við Oberwesel hinn 28. sept- ember . Rín í ljósum logum Þegar ljósahátíðir eru haldnar við Rín fer fólk gjarnan í skemmtisiglingu og nýtur flugeldasýningar þaðan.  Nánari upplýsingar um ljósahátíðir við Rín eru upp- gefnar á vefslóðinni www.rhein.feuerweerk- info.de  FERÐATÍMARITIÐ Condé Nast Traveller hefur gert lesendakönnun á hundrað bestu hótelum í heimi. Lesendum kom saman um að besta hótelið væri Datai í Langkawi í Malasíu. Hótelið Four Seasons í New York var valið besta viðskiptamannahótelið. Morgunblaðið/Ásdís Besta hótel í heimi Á góðum bíl innanlands með AVIS og VISA Hringdu til AVIS í síma 591-4000 AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 – Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is Pantaðu AVIS bílinn þinn áður en þú ferðast – Það borgar sig Minnum á VISA tilboð á bílum erlendis Vikuleiga / 7 dagar Flokkur A Opel Corsa kr. 21.999.- Flokkur B Opel Astra kr. 24.199.- Flokkur C Opel Astra St. kr. 29.999.- Flokkur E Suzuki Jimny kr. 29.999.- Flokkur F Suzuki Vitara kr. 33.000.- Flokkur P Nissan Terrano kr. 39.999.- Innifalið í verði er 7 dagar, 500 km, vsk. og trygging. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga.) Ekkert bókunargjald. Gildir til 1.12.2002 Helgarleiga / 3 dagar Flokkur A Opel Corsa kr. 9.999.- Flokkur B Opel Astra kr. 11.999.- Flokkur C Opel Astra St. kr. 13.999.- Flokkur E Suzuki Jimny kr. 15.999.- Flokkur F Suzuki Vitara kr. 18.999.- Flokkur P Nissan Terrano kr. 22.999.- Innifalið í verði er 3 dagar, 250 km, vsk. og trygging. (Verð miðast við lágmarksleigu 3 daga.) Ekkert bókunargjald. Gildir til 1.12.2002 www.avis.is Við gerum betur Haustglaðningur fyrir korthafa VISA Það er óþarfi að kaupa bíl fyrir fríið eða til að snúast í bænum AVIS GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.