Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 14
Ný og glæsileg hljómtækjalína frá Alpine. Ný árge rð Réttu græjurnar! Fiat Stilo 1.6 Dynamic Vel búinn og rúmgóður fólksbíll.  ALFA Romeo 156 hefur fengið andlitslyftingu og mun meiri búnað. Auk þess er núna grunnvélin 1,8 lítra en ekki 1,6 lítra eins og áður og tveggja lítra vélin er nú aflmeiri. Allar gerðir bílsins hafa nú tölvustýrða miðstöð og í Lusso 2,0 l eru Bose- hljómtæki. Þá er í bílnum ný kynslóð af Selespeed- gírskiptingunni sem felur í sér venjulega sjálfskipt- ingu eða takkaskiptingu í stýri líkt og í Formula 1- bílum. Verðið á 156 er frá 2.390.000 kr. Alfa Romeo 156 breytt  JOHN Dingell öldungadeildarþingmaður hyggst leggja fram frumvarp á Bandaríkjaþingi sem myndi auðvelda sölu á dísilknúnum bílum í landinu. Bíla- iðnaðurinn þar í landi er því fylgjandi að dísilknúnir bílar verði fáanlegri í Bandaríkjunum en umhverf- isverndarsamtök hafa sett sig upp á móti því. Þótt dísilvélar mengi aðeins brot af því sem þær gerðu áður fyrr hefur salan á dísilbílum verið takmörkuð með reglugerðum við 1% af heildarsölunni í Banda- ríkjunum. Volkswagen er eina fyrirtækið sem selur fólks- bíla með dísilvélum í landinu. Bob Lutz, stjórn- arformaður GM, hefur sagt að fýsilegt væri að auka hlut dísilbíla því með því móti mætti draga úr eldsneytisnotkun um 10–15% á ári án þess að breyta stærðarsamsetningunni á bílaflotanum. Frumvarp um dísilnotkun í Bandaríkjunum NÝJASTI jeppinn frá Nissan heitir Murano og er enn sem komið er ekki til sölu í Evrópu. Í Bandaríkjunum fæst hann hins vegar og að- eins framhjóladrifinn. Þetta er laglegur sport- jeppi og vélin er sú sama og í Nissan Max- ima QX, þ.e. 3,5 lítra, V6, sem í Murano er látin skila 240 hestöflum. Bíllinn er með þreplausri cvt-skiptingu sem Nissan hefur nýlega framleitt sérstaklega fyrir Murano. Þetta er í fyrsta sinn sem Nissan býð- ur upp á reimskiptingu í bíl í Bandaríkjunum. Til að átta sig á stærð Murano má geta þess að hann er jafnlangur og Terrano II og hjólhafið hið sama. Hann er á hinn bóginn 10 cm breiðari enda virkar hann stöðugur á að líta. Í Bandaríkjunum eru keppinaut- arnir BMW X5 og Mercedes- Benz M. Af þeim sökum er vandað til innanrýmisins í Murano. Sæti er hægt að stilla á átta mismunandi vegu, í bílnum eru hágæðahljómtæki og pedala er hægt að stilla eftir hæð öku- manns með rafstýringu. Búnað- urinn man svo óskastillingu sér- hvers ökumanns. Murano er næstum 4,80 m á lengd og er í raun mitt á milli þess að vera fjölnotabíll og lang- bakur. Nissan áætlar að selja 55 þúsund bíla á fyrsta árinu. Murano – sá nýj- asti frá Nissan Óvíst er hvort Nissan Murano komi á markað í Evrópu. Línurnar í Murano eru ávalar. Murano er sportlegur að innan. 240 hestafla, V6 vélin ætti að duga vel í Murano. HYUNDAI XG350 var kynntur ný- verið en honum er ætlað að leysa Hyundai XG300 af hólmi. Með nýja bílnum hyggst Hyundai veita bílum á borð við Honda Accord, Toyota Camry og Nissan Altima harða keppni og leggur þar áherslu á gæði og ríkulegan búnað fyrir gott verð. Stærsti utanlandsmarkaður fyrir XG350 er Bandaríkin. Nýi XG350- bíllinn er búinn 3,5 lítra V6-vél sem er mun öflugri en sú vél sem var í gamla XG-bílnum. Vélin skilar um 194 hestöflum við 5.500 snúninga. Þá hefur innra rýmið verið tekið í gegn og ýmis þægindi aukin verulega. Lögð er áhersla á góðan öryggisbúnað og auk hefðbundinna líknarbelgja eru belgir í hliðum og sætisbeltin búin strekkjurum. Hyundai XG350  SALA hefst á tveggja sæta Smart-sportbíl næsta sumar í Evrópu. Þeir eiga fátt sameig- inlegt í útliti upprunalegi Smart-kubburinn og þessi rennilegi, opni sportbíll. Auk þess að líta vel út hafa hönnuðir líka hugað vel að öryggi þeirra sem ferðast í bílnum því eftir honum endilöngum er öryggisrammi sem ver farþega ef bíllinn skyldi velta. Yfirbyggingin er úr plasteiningum og auð- velt er að skipta þeim út til að breyta um lit á bílnum. Einnig verður sett á markað hlaðbaks- gerð sem kallast Roadster Coupe sem verður með meira farangursrými. Vélin er sú sama og í Smart, þ.e. 698 rsm, þriggja strokka vél sem skil- ar samt 80 hestöflum og hámarkshraðinn er 100 km á klst. Smart-sportbíll næsta sumar GENERAL Motors ætlar að kanna viðbrögð evrópskra við Hummer H2 á bílasýningunni í París í sept- ember. GM, sem ekki hafði í hyggju að flytja bílinn út til Evrópu, hefur áhyggjur af því að grái markaður- inn muni blómstra með þennan bíl. Af þeim sökum er hugsanlegt að útvöldum GM-umboðum í Evrópu verði leyft að flytja inn bílinn. Ef eftirspurnin verður næg gæti GM sóst eftir gerðarviðurkenningu fyrir hann í Evrópu, en ljóst þykir að með aðflutningsgjöldum mun H2 vart kosta undir 5,5 milljónum ÍSK. Wieck H2 sýndur í París Risafjárfesting Toyota í Kína TOYOTA hefur ákveðið að fjárfesta 2,5 milljarða dollara í Kína til að framleiða með First Auto, stærsta bílaframleið- anda landsins, 400 þúsund bíla á ári. Framleiðslan á að vera komin upp í þetta magn árið 2010. Um er að ræða smábíla, millistóra bíla og jeppa. Því er spáð að Kína verði stærsti bílamark- aður heims eftir 25 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.