Morgunblaðið - 04.09.2002, Page 6

Morgunblaðið - 04.09.2002, Page 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÍFELLT fleiri framhalds- og há- skólanemar aka í skólann en í fæst- um tilvikum hefur verið bætt við bílastæðum við skólana til að bregð- ast við þessari þróun. Afleiðingin er sú að víða má sjá yfirfull bílastæði við skólana og um áttaleytið, þegar kennsla hefst í flestum skólum, glíma nemendur og aðrir vegfarend- ur við þétta umferðarhnúta í ná- grenni skólanna. Leggja bílunum á ótrúlegustu stöðum Þorgrímur Guðmundsson, aðal- varðstjóri í umferðardeild lögregl- unnar í Reykjavík, segist fá fjöl- margar kvartanir um bílastæðamál skóla inn á sitt borð á hverju hausti. Greinilega hafi sumir skólar ekki bílastæði fyrir alla þá nemendur sem koma akandi og þeir bregði því sumir á það ráð að leggja á á ótrú- legustu stöðum, á gangstéttum, á grasbölum og á bílastæðum versl- unarmiðstöðva og fjölbýlishúsa í ná- grenninu. Sumir skilja bílana hreinlega eftir úti á götu. „Eftir því sem þeir eru seinni af stað í skólann, því verr leggja þeir,“ segir hann. Lögregla reyni eftir mætti að sjá til þess að farið sé eftir lögum og reglum og skólayfirvöld hvetji nemendur til að leggja löglega. Þorgrímur segir að þeir sem ger- ast brotlegir megi búast við því að bílar þeirra verði dregnir í burtu og minnir á að bílar sem lagt er þvers og kruss geti hindrað slökkvilið og sjúkralið við að komast að skólun- um. Páll Melsted, garðyrkjustjóri Há- skóla Íslands, segir mikinn skort á bílastæðum fyrir ofan Suðurgötu og sé bílum þar lagt upp á gangstéttum og grasi. „Þetta er allt sprungið,“ segir hann um bílastæðamál HÍ. Skorturinn er sérlega áberandi við Landsbókasafnið sem er helsta les- aðstaða stúdenta. Fyrir neðan Suð- urgötu er jafnan þröng á þingi og bílastæði við byggingar háskólans rúma alls ekki bílaflota stúdenta og starfsfólks. Á gamla malarvellinum fyrir neðan Sæmundargötu eru þó jafnan laus stæði en Páll segir að mörgum finnist bílastæðið heldur langt frá kennslustofunum. Rætt hefur verið um gjaldtöku á bifreiðastæðum en Páll segir að það sé aðeins ein hugmynd af mörgum sem varpað hafi verið fram til að slá á vandann. „En auðvitað þurfa ekki allir að hrúgast í skólann á bílum,“ segir Páll. Hluti af stærra vandamáli Bílastæðin við Kennaraháskóla Íslands voru „kjaftfull“ í gær eins og Steinþór Hlöðversson, umsjónar- maður fasteigna skólans, orðaði það. Hann segir að bílastæðin dugi alls ekki fyrir alla þá nemendur sem koma í skólann á bílum og margir leggi í nærliggjandi götum. Álagið á bílastæðunum sé þó mismikið. Guð- mundur Ragnarsson, framkvæmda- stjóri fjármála- og rekstrarsviðs skólans, segir vandamálið alvarlegt og unnið sé að því að bæta úr. Á síð- asta ári hafi 60 bílastæðum verið bætt við og á næsta ári bætist enn fleiri við, nógu mörg til að uppfylla þörf skólans skv. mati fagaðila í skipulagsmálum. Plássið sé þó tak- markað og Guðmundur minnir á að bílastæðaskortur sé ekki bara vandamál skólanna í borginni heldur sé þetta hluti af stærra vandamáli. „Almenningssamgöngur þurfa að koma inn í þetta en þær greinilega virka ekki í Reykjavík,“ segir hann. Enginn skortur við Verzlunarskólann Við Háskólann í Reykjavík og Verzlunarskóla Íslands eru um 500– 600 bílastæði sem nemendur skól- anna nýta í sameiningu en samtals stunda um 2.300 manns nám við skólana tvo. Að sögn Hjartar Gunn- arssonar, umsjónarmanns fasteigna Háskólans í Reykjavík, eru bílar í öllum stæðum við skólann frá um klukkan átta á morgnana til hádegis. Eftir það fækkar bílunum og þegar Morgunblaðið ræddi við hann skömmu eftir hádegi í gær var nóg af lausum stæðum. Hjörtur segir að þeir nemendur sem fái ekki stæði við skólann geti lagt við Kringluna. Það sé því alls ekki hægt að tala um bílastæðahallæri við skólann. „Það er alltaf einn og einn sem finnst þeir eigi að geta keyrt hér upp að dyrum og lagt í stæði. Það er bara ekki möguleiki á því,“ segir hann og bendir á að bílastæði við HR séu fleiri en krafist er í byggingareglu- gerð. Þegar þriðja byggingin rís á lóðinni þarf þó að bæta við stæðum og er þá ætlunin að reisa bílastæða- hús við lóðamörkin að Ofanleiti. „Það er enginn skortur á bíla- stæðum hér,“ sagði Þorvarður El- íasson, skólameistari Verzlunarskól- ans í samtali við Morgunblaðið. Séu ekki laus stæði við skólabygginguna sjálfa standi nemendum til boða að leggja við Kringluna en þaðan sé um einnar mínútu gangur yfir í skólann. Eina vandamálið sé að fá nemendur til að leggja í bílastæðin en margir vilji leggja sem næst skólanum og notist þá við gangstéttir og lóðir annarra. Margir koma á reiðhjólum í MR Sá skóli sem að öllum líkindum hefur fæst bílastæði fyrir nemendur sína er Menntaskólinn í Reykjavík en við skólann eru 30 stæði ætluð nemendum. Yngvi Pétursson rektor segir að nemendur búi við svipað ástand í þessum málum og aðrir sem vinna í miðbænum. Skortur á bílastæðum hafi verið leystur með því að nem- endafélögin hafa óskað eftir verð- tilboðum á stæðum í bílastæðahús- um í nágrenninu. Aðspurður hvort fá bílastæði hafi orðið til þess að nemendur í MR aki síður í skólann segist Yngvi ekki hafa upplýsingar um það. „Við erum í miðbænum og flestir af okkar nemendum koma úr vesturbænum. Það hefur aukist mjög að nemendur komi á reiðhjól- um.“ Sífellt fleiri nemar koma á bílum í skólann en stæðunum fjölgar ekki endilega um leið Morgunblaðið/Árni Sæberg Við Kennaraháskóla Íslands skortir talsvert á að bílastæði dugi og leggja því margir í nærliggjandi götum. „Þurfa ekki allir að hrúg- ast í skólann á bílum“ Heita mátti að bíll væri í hverju stæði á bílastæðunum við Háskólann í Reykjavík þegar ljósmyndari Morgunblaðsins flaug þar yfir í vikunni. BRESKA dagblaðið Guardian birti í gær afsökunarbeiðni til íslensku þjóðarinnar vegna umfjöllunar blaðsins um mengun í síðustu viku þar sem Bláa lónið var talið til staða í heiminum þar sem mikillar meng- unar gætir. Guardian sendi Sam Wollaston, aðstoðarritstjóra greinaskrifa, hing- að til lands um síðustu helgi og þá kynntist hann Bláa lóninu af eigin raun. Afrakstur heimsóknar hans er rakinn í umfjöllun í blaðinu í gær undir fyrirsögninni: „Fyrirgefðu, Ís- land“. Wollaston segir í greininni að ásetningur blaðsins hafi verið annar en greinin hafi gefið til kynna, það er, að minna þjóðarleiðtoga heims- ins á þau vandamál sem þeir stæðu frammi fyrir vegna mengunar í heiminum. Tilefnið var leiðtoga- fundur Sameinuðu þjóðanna í Jó- hannesarborg um sjálfbæra þróun. Fyrir misskilning var birt mynd af Bláa lóninu ásamt nokkrum af menguðustu stöðum á jarðríki. „Ef til vill hefðum við átt að finna vísbendinguna í nafninu: Ekki Svarta lónið eða Gulbrúna lónið heldur Bláa lónið,“ segir Wollaston. Hann rekur atburðarásina: símtöl og faxsendingar tóku að berast inn á ritstjórn blaðsins strax næsta morg- un, meðal annars frá íslenska sendi- ráðinu í Bretlandi og Flugleiðum, sem endaði með því að ákveðið var að Wollaston skyldi kynna sér málin af eigin raun á Íslandi. Vildi koma í veg fyrir þorska- stríðssamskipti við Ísland „Það var aðeins eitt að gera til að koma í veg fyrir að samskipti Ís- lands og Bretlands færu á það stig sem þau voru á í þorskastríðinu, ég yrði að heimsækja landið sem ferða- maður, sannreyna vatnið í Bláa lón- inu og annað hvort sjá með eigin augum skinnið á mér leysast upp eða lýsa því yfir að það væri óhætt að baða sig í vatninu.“ Í grein sinni gerir Wollaston ferðalagi sínu skil frá því hann sest upp í vélina á leið til Íslands, ásamt persónulegum vangaveltum og at- hugasemdum um nokkur sérkenni Íslendinga, þar á meðal um notkun föðurnafna. Í heimsókninni ræðir hann við forsvarsmenn Bláa lónsins og Hita- veitu Suðurnesja, auk þess sem hann bregður sér í lónið. Í lok greinarinnar, sem er alllöng og á léttum nótum, segir Wollaston að nú sé bara að bíða eftir símbréfi með leiðréttingu frá brasilíska sendiráðinu um að fuglar í olíubrák sem sýndir voru í opnugreininni í síðustu viku hafi alls ekki verið bað- aðir í olíu. „Næsta helgi er það Ríó. Það er erfitt að gera vitleysur,“ segir Wollaston og að lokum. Aðstoðarritstjóri Guardian í sundferð í Bláa lónið Íslenska þjóðin beðin af- sökunar Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Sam Wollaston slakar á í Bláa lóninu um helgina. Myndina tók ljósmynd- ari Morgunblaðsins fyrir Guardian og var hún birt í blaðinu í gær. VERÐ á hassi er með hærra móti um þessar mundir en grammið kost- ar nú 2.060 krónur samkvæmt verð- könnun SÁÁ. Í lok júní kostaði grammið 2.470 kr. sem er hæsta verð sem um getur í tvö og hálft ár. Verð á hassi hefur níu sinnum farið upp fyr- ir 2.000 krónur grammið á þessu tímabili í 32 mælingum, en lægst fór verðið í 1.410 krónur í lok apríl 2000. Verð á e-töflum er hins vegar áberandi lágt um þessar mundir og kostar ein e-tafla 2.240 kr. Verðið hefur ekki verið lægra í tvö og hálft ár, en dýrust var e-taflan í júlí 2000 þegar hún kostaði 3.150 kr. Verðfall er á kókaíni, en grammið kostar nú 9.300 kr. Frá því í vor hef- ur grammið verið á um 12.000 kr. Á heimasíðu SÁÁ kemur fram að áhugi unglinga á fíkniefnum hafi aldrei verið meiri en um þessar mundir og birtist áhugi þeirra í já- kvæðum viðhorfum þeirra gagnvart neyslunni. Framboð á fíkniefnum hefur vaxið stöðugt og úrvalið orðið fjölskúðugra. „Þegar þetta tvennt fer saman, aukið framboð og aukinn áhugi unglinga á vímuefnum, láta af- leiðingarnar ekki á sér standa. Vímuefnaneysla unglinga hefur aldr- ei verið meiri og aldrei hafa jafn- margir unglingar komið til meðferð- ar vegna vímuefnavanda,“ segir á heimasíðunni. Þar segir einnig að vandinn sé svipaður í nágrannalönd- unum, einkum í Bretlandi og á Norð- urlöndunum. Samfara auknum fíkni- efnaviðskiptum virðist sú umræða, sem vekur áhuga unglinganna á að nota fíkniefni – einkum kannabisefni – eiga greiðan aðgang að flestum fjölmiðlum auk þess sem hún blómstrar á Netinu. Við þetta bætist skemmtanaiðnaður sem er hliðhollur fíkniefnum, segir á heimasíðu SÁÁ. Hass með dýrara móti en e-taflan aldrei verið ódýrari INNTÖKUPRÓFUM í Lög- regluskólann fyrir skólaárið 2003 er nú lokið og verða 87 umsækjendur boðaðir í viðtal hjá valnefnd skólans á næstu dögum. Á heimasíðu Lögregluskól- ans kemur fram að 163 nýnem- ar sóttu um, 29 þeirra stóðust ekki almenn inntökuskilyrði og því voru 134 boðaðir í inntöku- próf. Af þeim féllu 23 í þrek- prófum og þrír í bóklegum prófum en 21 umsækjandi mætti ekki prófin og tilkynntu ekki forföll. Eftir eru 87 mun valnefndin velja 40 hæfustu einstaklingana úr þeim hópi. 23 féllu í þrekprófum Lögreglu- skólans

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.