Morgunblaðið - 04.09.2002, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.09.2002, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, segir að ný- gerð skoðanakönnun hafi ekki breytt afstöðu sinni varðandi framboð í al- þingiskosningunum næsta vor, en Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, telur einboðið að Ingibjörg Sólrún fari fram og það yrði farsælt fyrir þjóðina. Í könnun sem Gallup gerði fyrir þjóðmálaritið Kreml.is kom fram að fari Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrir lista Samfylkingarinnar í næstu al- þingiskosningum auki flokkurinn fylgi sitt um tæplega þriðjung og fái 34,2% atkvæða í stað 25,9%. Tæplega 19% þeirra kjósenda sem kváðust ekki ætla að styðja Samfylkinguna eru tilbúin að breyta afstöðu sinni verði Ingibjörg Sólrún í fararbroddi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að hún hafi ekki almennilega haft tíma til að hugsa um niðurstöður könnunarinnar, en hún sýni að Sam- fylkingin eigi talsverð sóknarfæri og hún geti nýtt sér þau án tillits til sinn- ar persónu. Mikill stuðningur við sig í könnuninni skýrist af því hvernig hafi verið spurt. „Þótt mönnum þyki alltaf vænt um að fá góðan stuðning er ég nú eldri en tvævetur og veit að kann- anir eru eitt og kosningar annað,“ segir hún og bætir við að því taki hún niðurstöðunum með ákveðnum fyrir- vara. Borgarstjóri segist ekki munu bregðast sérstaklega við þessari könnun á þessu stigi, en hafi lofað þeim sem stóðu að könnuninni að fara yfir fyrri rök sín með sjálfri sér. „Ég var búin að segja það býsna skýrt fyr- ir kosningar að ég hygði ekki á þing- framboð og fyrir því voru bæði per- sónulegar og pólitískar ástæður. Hugur minn hefur ekki staðið til þess síðan, þótt borgarstjórnarkosningum sé lokið, og ég sé ekkert það í spil- unum sem breytir þeirri afstöðu.“ Spurð hvort líklegra sé að hún fari í landsmálin en ekki vegna niðurstaðna könnunarinnar segir borgarstjóri svo ekki vera. „Þetta er líka alltaf spurn- ingin um það að reyna að leggja svo- lítið mat á það sjálfur hvað maður tel- ur best – bæði persónulega og pólitískt – að gera í hverri stöðu og það er mál sem ég verð sjálf að fara yfir og komast að niðurstöðu um. Þótt stuðningurinn sé góður er hann ekki það eina sem máli skiptir.“ Ingibjörg Sólrún segir að þó að hún ætli að gefa sér tíma á næstu dögum til að fara yfir fyrri rök sé það ekki ávísun á breytingu. „Ég hef ekkert breytt afstöðu minni,“ segir hún. Mikil sóknarfæri Samfylkingarinnar Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það séu ánægjuleg tíðindi að könnunin birti mikil sóknarfæri Samfylkingarinnar. Í ljós komi að ef einn öflugasti stjórn- málamaður landsins, borgarstjórinn í Reykjavík, sem raunar tilheyri Sam- fylkingunni, kæmi til liðs við flokkinn gæti fylgið aukist um 8%. „Þessu fagna ég mjög en fyrir nákvæmlega ári lýsti ég því yfir í fjölmiðlum að ég teldi æskilegt að hún kæmi til liðs við flokkinn og forystusveitina,“ segir Össur. „Eftir þessa könnun tel ég ein- boðið að Ingibjörg Sólrún geri þetta. Ég er þeirrar skoðunar að það yrði mjög farsælt fyrir þjóðina að fá svona sterkan talsmann jafnaðarstefnu inn á Alþingi og sérstaklega yrði það sterkt fyrir Reykvíkinga að borgar- stjóri tæki sæti á Alþingi Íslendinga til að sinna sérstaklega hagsmunum borgarinnar. Ég horfi meðal annars til þess að oddviti minnihlutans í Reykjavíkurborg, Björn Bjarnason, hefur ákveðið að sitja áfram á þingi. Það er því margt sem mælir með þessu, ég fagna því og vænti þess að Ingibjörg Sólrún láti af þessu verða. Miðað við ummæli hennar í fjölmiðl- um tel ég raunar vaxandi líkur á að svo verði.“ Össur segir að alltaf sé erfitt að skapa væntingar sem síðan gangi ekki eftir og því sé æskilegt að nið- urstaðan liggi fyrir fljótlega. Borgar- stjóri hafi sagt í viðtali í fjölmiðlum að hún muni nú leggjast undir feld og hugsa málið. Spurður hvort yfirlýsingar Ingi- bjargar Sólrúnar fyrir borgarstjórn- arkosningarnar í vor, þess efnis að hún ætlaði sér ekki að fara í lands- málin, hafi áhrif segir Össur svo ekki vera. „Ég túlkaði ekki yfirlýsingar borgarstjóra þannig að hún þvertæki fyrir það. Hún lýsti því hins vegar af- dráttarlaust yfir að borgarmálin ættu á þeirri stundu allan hug hennar og hún hygðist ekki að óbreyttu hverfa af þeim vettvangi. Það er ekkert sem segir að borgarstjóri þurfi að hverfa af vettvangi borgarmála þótt hún gefi kost á sér til þess að bætast í forystu- sveit Samfylkingarinnar og vera í framboði fyrir flokkinn í öðru Reykja- víkurkjördæminu. Hún getur áfram sinnt málefnum borgarbúa og úr sterkari stöðu en áður því hún getur þá sveiflað brandi sínum á tveimur vígvöllum.“ Undrandi á umræðunni Árni Þór Sigurðsson, forseti borg- arstjórnar Reykjavíkur og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á Reykjavíkurlistanum, segir aðspurður að sér lítist engan veginn á það að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri yfirgefi borg- armálin og fari yfir í landsmálin. „Mér líst engan veginn á það vegna þess að ég held hún sé mjög sterk í því hlut- verki sem hún er í,“ segir hann. Árni minnir einnig á að borgarstjórnarkosn- ingar séu nýafstaðnar og að samstarf VG, Samfylkingar og Framsóknar- flokksins að Reykjavíkurlistanum byggist m.a. á því að Ingibjörg sé borg- arstjóri. „Ég er því að sumu leyti undr- andi á þessari umræðu; að hún skuli eiga sér stað.“ Þegar Árni Þór er spurður hvort hann telji að Ingibjörg hafi skuld- bundið sig til að vera borgarstjóri út kjörtímabilið segir hann: „Ég tel að yfirlýsingar hennar út af fyrir sig í kosningabaráttunni hafi verið mjög afdráttarlausar hvað þetta snertir. Hún var að bjóða sig fram til að vera borgarstjóri í fjögur ár og kjósendur í Reykjavík hafa kosið hana til þess.“ Árni Þór bætir því þó við að auðvitað eigi Ingibjörg Sólrún að ákveða það sjálf hvað hún gerir í framhaldinu og hvernig hún meti hugsanlegar breytt- ar aðstæður. R-listinn lifir með eða án hennar Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi R-listans, segist ekki eiga von á öðru en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri verði borgarstjóri út kjör- tímabilið. „Það er ekki langt um liðið frá borgarstjórnarkosningum,“ minn- ir hann á, „en þar gaf Ingibjörg Sól- rún mjög sterkar yfirlýsingar um að hún ætlaði sér að sinna borgarmál- unum næstu fjögur árin. Ég hef enga trú á öðru en hún standi við það; ég á ekki von á öðru en að hún verði borg- arstjóri áfram.“ Alfreð segir að menn séu alltaf að reyna að breyta atburðarásinni í stjórnmálum með skoðanakönnunum eins og þeirri sem vefsvæðið Kreml.is stóð fyrir. „En það hefði kannski mátt spyrja stuðningsmenn Reykjavíkur- listans hvort þeir vildu að Ingibjörg Sólrún yrði áfram borgarstjóri. Ég er sannfærður um að í slíkri könnun hefðu um 80 til 90% svarað því ját- andi, þ.e. að þeir vildu hafa hana áfram sem borgarstjóra.“ Alfreð tekur þó fram að Ingibjörg Sólrún sé að sjálfsögðu frjáls að því að gera það sem hún telur réttast að gera. „Reykjavíkurlistinn mun lifa áfram með eða án hennar,“ segir hann að síðustu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um niðurstöður könnunar varðandi næstu alþingiskosningar Hef ekki breytt afstöðu minni SLÁTRUN sauðfjár hófst í slát- urhúsi Norðlenska ehf. á Húsavík í gærmorgun og kom sláturféð úr Mývatnssveit. Að sögn Sigmundar Hreiðarssonar vinnslustjóra var farið rólega af stað til að þjálfa mannskapinn en svo verður strax slátrað á fullum afköstum til loka október. Sigmundur segir að slátrað verði um 65 þúsund dilkum á þessu hausti sem er met hjá fyrirtækinu en til samanburðar var slátrað um 58 dilkum hér í fyrra. Nú vinna ríflega hundrað manns hjá fyrirtækinu á Húsavík við slátrun og úrvinnslu af- urðanna, þar af eru um tuttugu er- lendir starfsmenn sem koma af Evrópska efnahagssvæðinu. Eins og kunnugt er var tekið í notkun á dögunum nýtt og full- komið vinnslukerfi frá Marel hf. í kjötiðju Norðlenska á Húsavík. Slátrað var tvisvar í ágúst til út- flutnings til Bandaríkjanna og sagði Sigmundur vinnslukerfið vera mjög skemmtilegt og að geng- ið hefði vel að vinna í því. Slátrun hafin hjá Norðlenska Húsavík. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska ehf., segir stefnt á met í slátrun hjá fyrirtækinu. Úr vinnslusal sláturhúss Norðlenska ehf. á Húsavík þar sem slátrun hófst í gærmorgun á fé úr Mývatnssveit.MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Atlants- skipum: „Í ljósi hækkunar Eimskipafélags- ins 2. og 4. september á þjónustu- gjöldum og akstursþjónustu um fjög- ur og sjö prósent, vegna verðlags- þróunar, þykir Atlantsskipum rétt að ítreka eftirfarandi: Atlantsskip telja að forsendur Eim- skipafélagsins fyrir hækkuninni séu ekki til staðar og Atlantsskip munu ekki taka þátt í að ýta undir verðbólgu í þjóðfélaginu með þessum hætti. Það hlýtur að vera óeðlilegt að Eimskipa- félagið, sem tilkynnti að hagnaður fyrirtækisins á fyrri hluta þessa árs hefði verið 2.547 milljónir króna, skuli ekki sjá hag sínum betur varið í að skila hagnaði fyrirtækisins til sinna viðskiptavina og lækka þannig neyslukostnað heimilanna í landinu. Alls nemur kostnaður við vöru- flutninga til og frá landinu 10 millj- örðum og þegar markaðshlutdeild Eimskips er skoðuð er augljóst að hækkunin nú mun hafa veruleg áhrif á verðlagsþróun í landinu og bitna á heimilum þessa lands. Atlantsskip hvetja alla sem standa í flutningum að hafna verðhækkunum Eimskipa og sameinast undir fána lággjaldastefnu Atlantsskipa. Atlantsskip er framsækið skipa- félag sem leggur áherslu á kröfur nú- tímans um fljóta, örugga og trygga þjónustu. Fyrirtækið er með skrif- stofur í Kópavogi sem tryggir auð- veldan aðgang fyrir flutningsaðila hvaðan sem er af höfuðborgarsvæð- inu. Fyrirtækið býður viðskiptavinum sínum upp á flutninga jörðina um kring í gegnum samstarfsaðila en annast sjálft flutninga til og frá Am- eríku og Evrópu. Sterk staða Atlants- skipa á markaðinum tryggir lágt vöruverð og er liður í kjarabót heim- ilanna.“ Yfirlýsing frá Atlantsskipum Höfnum verðhækkun Eimskipafélagsins EIMSKIPAFÉLAGIÐ hefur hækk- að þjónustugjöld innanlands vegna millilandaflutninga og einnig akst- ursgjöld innanlands vegna milli- landaflutninga. Hækkunin tók gildi í fyrradag og hækkuðu þjónustugjöld- in um 4% og akstursgjöldin um 7%, en að sögn Guðmundar Þorbjörns- sonar, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Eimskipa, á þessi hækkun ekki við um innanlands- flutninga félagsins og ekki heldur um farmgjöld í millilandaflutningun- um sjálfum. Guðmundur segir að hækkunin sé fyrst og fremst viðbrögð við þeirri hækkun sem orðið hafi hjá birgjum og þjónustuaðilum félagsins innan- lands eftir mitt síðastliðið ár, og einnig þeirri launahækkun, hækkun á hafnarkostnaði og fleiri hækkun- um sem orðið hafi. Ríflega ár sé síð- an þessi gjöld hafi síðast verið hækk- uð, en það hafi verið í byrjun ágúst á síðasta ári. Guðmundur segir að þessi hækk- un nái til mikils minnihluta tekna Eimskipafélagsins, verðið á meiri- hluta þjónustunnar haldist óbreytt, en langmestur hluti tekna félagsins af millilandaflutningum sé af milli- landaflutningunum sjálfum en ekki þjónustunni sem tengist þeim. „Þetta er eins væg hækkun og við treystum okkur til, miðað við þá kostnaðarþróun sem hefur orðið síð- an á miðju síðasta ári,“ segir Guð- mundur Þorbjörnsson. Eimskip hækkar þjón- ustu- og akstursgjöld FORRÁÐAMENN Háskóla Íslands og Stúdentaráðs Háskóla Íslands hafa átt viðræður um breyttan þjón- ustutíma í byggingum Háskólans. Í tilkynningu þeirra segir að breytingin felist fyrst og fremst í að loka bygg- ingum skólans almennt fyrr en veita þeim stúdentum sem hafa sérstaka aðstöðu þar sólarhringsaðgang. „Á næstu vikum verður könnuð þörf á rýmri þjónustutíma fyrir stúd- enta og með hliðsjón af niðurstöðum þeirrar könnunar verða skoðaðir möguleikar á að mæta þörf þeirra. Stefnt er að því að hafa rýmri þjón- ustutíma þegar líður á misserið og á próftímabili. Á meðan verið er að leysa aðgeng- ismálin og fyrrnefnd könnun er gerð verða Oddi, Árnagarður, Lögberg og VR2 opin sem hér segir: Mánudaga til fimmtudaga 7.30–22; föstudaga og laugardaga 7.30–20; sunnudaga 10– 22, (nema VR2 10–18). Í flestum öðr- um byggingum hafa stúdentar nú þegar lykla eða aðgangskort.“ Breyttur þjónustu- tími í bygg- ingum HÍ ♦ ♦ ♦ LÖGREGLAN í Keflavík lýsir eft- ir Óla G. Jónssyni til heimilis að Þangbakka 8. Ólafur er 57 ára gamall, 174 cm á hæð, þéttvaxinn, skolhærður en með skalla. Hann var klæddur dökkbláum mittisjakka, dökkbláum buxum og ljósri skyrtu. Vitað er að Óli fór frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar til Reykjavíkur með leigubíl hinn 20. ágúst sl. en ekki hef- ur spurst til hans síðan. Lýst eftir manni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.