Morgunblaðið - 01.10.2002, Síða 2

Morgunblaðið - 01.10.2002, Síða 2
Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isLítt þekktur kylfingur hefur slegið lengst allra/B3 Arnór Guðjohnsen útnefndur besti er- lendi leikmaður allra tíma í Svíþjóð /B1 12 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Morg- unblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablað Jazzhátíðar Reykjavík- ur. Blaðinu verður dreift um Suðvest- urland. VÖRUFLUTNINGABIFREIÐ með tengivagni valt á leið til Húsavíkur við Voladal um klukkan 15 í gær. Að sögn lögreglunnar á Húsavík var bílstjóri hennar fluttur til rannsóknar á Sjúkrahúsinu á Húsavík. Hann var ekki talinn mikið slasaður. Bifreiðin var að flytja stórgrýti í tengivagni og að sögn lögreglu er líklegt að grjótið hafi oltið til en bifreiðin valt í krappri beygju í svokölluðum Bratta. Bifreið- in er töluvert skemmd. Bílvelta við Voladal RÉTTU handtökin við aðhlynn- ingu slasaðra voru æfð í Hval- fjarðargöngunum í gærkvöldi, en þar fór fram björgunaræfing á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í æfingunni tóku þátt björg- unarsveitir frá Akranesi og af höfuðborgarsvæðinu. Björgunarsveitarmenn gáfu sér að hópslys hefði orðið og að hjúkra þyrfti fjölda slasaðra og koma þeim undir læknishendur. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg var um svokallaða sjúkraflokka- æfingu að ræða, en reglulega fara fram æfingar hjá öllum sveitum. Björgunarsveitarmenn og -kon- ur voru mjög einbeitt á svip á æf- ingunni í gærkvöldi er ljósmynd- ara Morgunblaðsins bar að garði og spöruðu hvorki krafta né sára- umbúðir við verkið, rétt eins og um raunverulegt slys væri að ræða. Morgunblaðið/Sverrir Björgun- aræfing í Hvalfjarð- argöngum SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og nágrennis keypti í gær alla hluti Kaupþings banka hf. í Frjálsa fjár- festingarbankanum hf. fyrir 3.844 milljónir króna. Samhliða sölu á Frjálsa fjárfestingarbankanum til SPRON hefur verið gerður samn- ingur um að Kaupþing banki tryggi sölu á um 12,5% eignarhlut SPRON í bankanum á genginu 13,00. Forsenda þess samnings er að SPRON nýti endurkaupsrétt sinn samkvæmt samningi, dagsett- um 28. júní 2002, um samtals 52.307.693 hluti í Kaupþingi banka. Frá þessu var greint í fréttatil- kynningu frá SPRON í gær. Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri SPRON og stjórnarfor- maður Kaupþings, segir að með sölu SPRON á hlut sínum í Kaup- þingi og kaupum á Frjálsa fjárfest- ingarbankanum, sé verið að skýra betur áherslur SPRON, sem séu að þjóna einstaklingum og fyrirtækj- um. Með því að leggja saman krafta SPRON og Frjálsa fjárfest- ingarbankans sé hægt að ná fram öflugri starfsemi í báðum fyrir- tækjunum. Mikill fengur í honum fyrir starfsemi SPRON „Frjálsi fjárfestingarbankinn er eftir umfangsmikla endurskipu- lagningu í mjög góðum rekstri og það er mikill fengur í honum fyrir starfsemi SPRON og möguleika sparisjóðsins til þess að veita ein- staklingum og fyrirtækjum á Reykjavíkursvæðinu fjölþættari og betri þjónustu,“ segir Guðmundur. Fram kemur í fréttatilkynning- unni að það hafi komið fram af hálfu stjórnenda SPRON síðastlið- ið sumar að miklar vonir væru bundnar við breytingu á rekstrar- formi sparisjóðsins sem þá var ráð- gerð. Sem hlutafélagi myndi SPRON verða mun hægara að afla eigin fjár á markaði og stefnt yrði að skráningu í Kauphöll Íslands. Einnig yrði á margan hátt auðveld- ara fyrir SPRON að auka þjónustu við viðskiptavini með nýjum rekstri innan vébanda hlutafélags- ins. Hætt var við áformin um að breyta SPRON í hlutafélag í kjöl- far yfirtökutilboðs Búnaðarbanka Íslands. Segir í tilkynningunni að stjórnendur SPRON hafi af þess- um ástæðum leitað annarra leiða til þess að efla sparisjóðinn og veita viðskiptavinum hans fjölþætt- ari þjónustu. Útlánastarfsemi er kjarninn í starfsemi Frjálsa fjárfestingar- bankans. Bankinn lánar gegn veði í fasteignum og bifreiðum til ein- staklinga og fyrirtækja, veitir framkvæmdalán til bygginga á fasteignum og kaupir kröfur, eink- um raðgreiðslusamninga, af fyrir- tækjum. Þá hefur Frjálsi fjárfest- ingarbankinn lagt aukna áherslu á lánveitingar til fjársterkra og milli- stórra fyrirtækja. Frjálsi fjárfestingarbankinn verður áfram rekinn sjálfstætt undir stjórn Kristins Bjarnasonar, sem gegnt hefur stöðu fram- kvæmdastjóra frá ársbyrjun 2001. Hjá bankanum eru 22 starfsmenn. Kaup SPRON á Frjálsa fjárfest- ingarbankanum miðast við 1. júlí síðastliðinn en þá nam eigið fé Frjálsa fjárfestingarbankans 2,5 milljörðum króna og niðurstöðu- tala efnahagsreiknings var 16 milljarðar króna. Fasteign Frjálsa fjárfestingarbankans í Sóltúni 26 í Reykjavík fylgir ekki með í kaup- unum. Unnið að sölu á hlut SPRON í Kaupþingi Hreiðar Már Sigurðsson, aðstoð- arforstjóri Kaupþings banka, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að bankinn hefði þegar hafið samn- ingaviðræður við fjárfesta um kaup á umræddum 12,5% hlut SPRON í bankanum. Gert væri ráð fyrir að þeirri stöðu yrði að fullu lokið í október- mánuði en ekki væri hægt á þessu stigi málsins að gefa upp hver eða hverjir væntanlegir kaupendur væru. SPRON selur eignar- hlut sinn í Kaupþingi Hefur keypt Frjálsa fjárfest- ingarbankann fyrir 3.844 milljónir króna AF rúmlega 450 núverandi starfs- mönnum Íslenskrar erfðagreining- ar, ÍE, eru ríflega 300 manns starf- andi hér á landi og tæplega 150 í Bandaríkjunum hjá dótturfyrirtæk- inu MediChem í Chicago og skrif- stofu deCODE í Boston. Af þeim um 200 starfsmönnum sem hættu sl. föstudag voru um 30 útlendingar. Í tilkynningu sem Íslensk erfða- greining sendi frá sér sl. föstudag kom fram að þann dag hefðu upp- sagnir um 200 starfsmanna tekið gildi. Í samtali við Pál Magnússon, framkvæmdastjóra samskipta- og upplýsingasviðs ÍE, í gær kom hins vegar fram að sl. föstudag hefðu um 130 starfsmenn fengið uppsagnar- bréf þennan dag. Uppsagnir annarra næstu mánuði þar á undan hefðu þá til viðbótar komið til framkvæmda. Aðspurður af hverju fréttatil- kynningin hefði ekki verið orðuð með nákvæmari hætti sagði Páll að tilkynningin hefði ekki snúist um hve mörgum hefði verið sagt upp heldur að greina frá hagræðingaraðgerðum í rekstri sem skiptu markaðinn, fjár- festa og almenning máli. Ekki hefði verið talið skipta máli að greina frá nákvæmum dagsetningum og fjölda uppsagna hverju sinni. Íslensk erfðagreining hefur ekki upplýst um hve margir Íslendingar misstu vinnuna hjá fyrirtækinu. Páll sagði fyrirtækið líta á starfsmenn sína sem einstaklinga og þjóðerni þeirra skipti ekki máli. Páll minnti á að fram hefði komið að þeir starfs- menn sem fengu uppsagnarbréf hefðu endurspeglað þann hóp starfs- manna sem eftir væri hvað varðaði aldur, kyn og þjóðerni. Um 15% starfsmanna þess hér á landi eru út- lendingar. Starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar voru rúmlega 700 á síðasta ári og fram á þetta ár. Starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar eftir uppsagnir 300 starfa á Íslandi og 150 í Bandaríkjunum 130 starfsmenn fengu uppsagnarbréf sl. föstudag VINNINGSHAFINN í lottói helgarinnar hafði ekki enn gef- ið sig fram við Íslenska getspá í gær en hann verður tæplega 19,5 milljónum króna ríkari þegar hann sækir vinninginn. Hefur ekki vitjað vinningsins ennþá Hjá Íslenskri getspá fengust þær upplýsingar að vinnings- miðinn hafi verið seldur í verslun KÁ á Hellu og það sé engan veginn óalgengt að vinn- ings sé ekki vitjað strax. Mörg dæmi eru um að hans sé ekki vitjað fyrr en löngu eftir út- drátt. Fjórir voru með fjórar tölur réttar auk bónustölu og fá þeir 285 þúsund krónur hver. Lottótölurnar voru 12, 16, 18, 20 og 37 og bónustalan var 4. Fyrsti vinningur í lottói tæpar 19,5 milljónir Miðinn seldur á Hellu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.