Morgunblaðið - 01.10.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Að gömlum og góðum sjómannasið eins og venjulega.
Námskeið um trúarbragðasögu
Flókið þróun-
arferli í 3000 ár
SAMSKIPTI hinnastóru eingyðistrúar-hópa jarðar, krist-
inna manna, múslima og
gyðinga hafa sjaldan verið
stirðari heldur en síðustu
misserin. Ástæðurnar hafa
verið taldar flóknar og er
bæði að finna í kennisetn-
ingunum og afskiptum
stjórnmálanna. Námskeið,
sem ber heitið Frá Móse til
Múhameðs og er nokkurs
konar yfirlitsnámskeið í
trúarbragðafræði, verður
haldið næstu þrjú miðviku-
dagskvöld og er fyrsti hluti
þess á morgun. Leiðbein-
andi og fyrirlesari á nám-
skeiðinu er séra Þórhallur
Heimisson sóknarprestur í
Hafnarfjarðarkirkju.
Morgunblaðið ræddi við
Þórhall um námskeiðið.
– Það er kannski upplagt að
byrja á því að þú segir okkur hver
það er sem heldur námskeiðið,
hvar það verður og klukkan
hvað …
„Það er Leikmannaskóli kirkj-
unnar sem gengst fyrir þessu
námskeiði, það hefst annað kvöld
klukkan 20 og stendur í tvo tíma.
Það verður haldið þrjú næstu mið-
vikudagskvöld úti í Háskóla Ís-
lands.“
– Þetta er æði stór titill, hvernig
verður námskeiðið byggt upp og
hver verða efnistökin?
„Nafnið, Frá Móse til Múham-
eðs, segir nokkuð um innihaldið,
en ég mun leitast við að fara í
gegnum þróunarferli þessara
þrennra stóru eingyðistrúar-
bragða, kristni, gyðingdóms og
Múhameðstrúar, eða íslams. Ég
mun rekja söguna allt að 3000 ár
aftur í tímann, skoða þróun þess-
ara trúarbragða, bera þær saman,
sjá hver gagnkvæm áhrif þær hafa
hver á aðra, hvar tengslin liggja.
Kastljósinu verður beint að því
sem er líkt og ólíkt með þeim m.a.
hugmyndum um Guð, afstöðunni
til náungans og átökum þeirra í
milli.“
– Átök er einmitt það sem flest-
um dettur líklega til hugar þegar
þessi trúarbrögð eru nefnd í sömu
andránni …
„Já, því miður, spenna og hatur
einkennir samskipti þessara
trúarbragða allt of víða og hefur
gert alla tíð. Þetta er mikil sorg-
arsaga deilna, krossferða, styrj-
alda og ofsókna. Það er erfitt að
gera söguna upp.“
– Hver er þinn bakgrunnur í
þessum efnum?
„Ég hef starfað sem sóknar-
prestur í Hafnarfirði síðustu árin,
en ég er ennfremur lærður í trúar-
bragðasögu frá háskólum í Dan-
mörku og Svíþjóð og auk þess að
starfa sem sóknarprestur, hef ég
lengi kennt trúarbragðasögu, m.a.
síðustu árin við Kennaraháskóla
Íslands. Samhliða náminu og
kennslunni hef ég stundað rann-
sóknir á trúarbragðasögu um ára-
bil.“
– Maður eins og þú,
sem hefur kynnt sér
málið náið, sérð þú ein-
hverja von í stöðunni?
„Já, það geri ég, en
ef maður skoðar trúar-
bragðasöguna þá skín alls staðar í
gegn að trúarbrögð hafa verið not-
uð í pólitískum tilgangi öll þessi
3000 ár. Ef trúarbrögð og boð-
skapur þeirra eru skoðuð í friði
fyrir pólitíkinni þá eru sameigin-
legir þættir sem tengja þau öll
mjög sterkum böndum. Til dæmis
náungakærleikur og umhyggja
fyrir þeim sem mega sín lítils og
minna og fleira í þeim dúr. Um
þannig efni geta trúarbrögðin
sameinast og gefið hvert öðru.“
– Hvers vegna telur þú að þess-
ir hópar hafi ekki séð jafn augljósa
hluti í boðskapnum?
„Kannski hafa þeir ekki verið
svo skýrir fyrir mönnum þar sem
þeir liggja svo nálægt hver öðrum
og áherslur eru mjög ólíkar. Sjáðu
t.d. borgina Jerúsalem. Ekki hef-
ur verið barist jafn hatrammlega
um nokkra borg aðra og koma þar
að allir hóparnir þrír sem um ræð-
ir, kristnir, gyðingar og múslimar,
sem allir eiga þar sína helgustu
bletti. Það eru allir að berjast á
nánast sama fermetranum.“
– Hver er tilgangurinn með
svona námskeiði?
„Vonin um að ástandið batni
felst í því að skilningur aukist
manna í millum og þá er allt sam-
tal af hinu góða. Að menn gefi sér
tíma til að rekja málin, kynna sér
þau og tala saman um vandamál.
Tilgangur þessa námskeiðs er að
koma af stað samtali um þetta
mikla vandamál.“
– Fyrir hverja er þetta nám-
skeið?
„Það er fyrir alla sem hafa
áhuga á málefninu. Hér á landi eru
auk kristinna manna bæði músl-
imar og gyðingar og ég vonast til
þess að fá sem flesta á námskeiðið
og að menn mæti með
opnum hug og enn-
fremur að sem flest
sjónarmið allra hópa
verði lögð á borðið og
fái ýtarlega umræðu.“
– Hvernig ætlarðu að koma efn-
inu til skila?
„Ég flyt fyrirlestra og síðan
verða umræður. Ég hef skrifað
fjórar bækur um trúarbragða-
fræði sem gefnar verða út á veg-
um Skálholtsútgáfunnar á næst-
unni. Ein þessara bóka er helguð
efni þessa námskeiðs og verður
efni úr henni dreift á námskeiðinu
og notað sem lesefni.“
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson fæddist
30. júlí 1961. Hann lauk embætt-
isprófi í guðfræði árið 1988 og
starfaði síðan í afleysingum við
Langholtskirkju í eitt ár. Trúar-
bragðafræði nam hann við
danska og sænska háskóla 1993
til 1996 og starfaði hann sem
prestur við sænsku kirkjuna á
sama tíma. 1996 var hann ráðinn
sóknarprestur við Hafnarfjarð-
arkirkju. Samhliða hefur hann
kennt trúarbragðasögu á fram-
haldsskólastiginu og haldið nám-
skeið og síðustu árin hefur hann
kennt trúarbragðasögu við
Kennaraháskóla Íslands. Þór-
hallur er giftur Ingileif Malm-
berg sjúkrahúspresti og eiga þau
dæturnar Dóru Erlu, Rakel og
Hlín sem eru á bilinu 15 til 9 ára.
… þeir liggja
svo nálægt
hver öðrum
JÓN Krisjánsson heilbrigðisráð-
herra segir að það sé kosningalykt
af gagnrýni Össurar Skarphéðins-
sonar, formanns Samfylkingarinn-
ar, á stöðu heilbrigðismála. „Og
það er greinilegt að Össur er bú-
inn að velja sér andstæðinga í
kosningabaráttunni,“ segir Jón.
Össur vék sérstaklega að stöðu
heilbrigðismála í ræðu sinni við
upphaf flokksstjórnarfundar Sam-
fylkingarinnar á laugardag. Sagði
Össur að þau mál og ferill Fram-
sóknarflokksins í þeim yrðu óhjá-
kvæmilega eitt af kosningamálum
vetrarins.
Um þau ummæli Össurar að
heilbrigðisráðherrar Framsóknar-
flokksins hafi tekið ranga ákvörð-
un er þeir tóku upp fastlaunakerfi
í heilsugæslunni segir heilbrigð-
isráðherra að fastlaunakerfinu hafi
verið komið á að frumkvæði félags
heilsugæslulækna eftir harða
vinnudeilu árið 1996. „Þá vísuðu
heilsugæslulæknar málum sínum
til kjaranefndar, sem ákvað fast-
launakerfið,“ segir ráðherra. „Hitt
er svo annað mál að ég hef tekið
undir tillögu um að losað sé um
það kerfi og tekið upp blandað
kerfi. Málefni heilsugæslulækna
eru þó enn í höndum kjaranefndar
og á ég von á að kveðinn verði upp
úrskurður í þeim málum eftir mjög
skamman tíma.“
Hvatvísleg
ummæli
Össur sagði ennfremur á flokks-
stjórnarfundinum að heilbrigðis-
ráðherrar Framsóknarflokksins
hefðu einnig tekið ranga ákvörðun
er þeir ákváðu að takmarka ekki
aðgang að sérfræðilæknum. Um
þessa gagnrýni segir heilbrigðis-
ráðherra m.a. að unnið hafi verið
að því innan ráðuneytisins að end-
urskipulegja samninga við sér-
fræðingana. Undir forystu forseta
kjaradóms hafi verið unnið mikið
starf að því að kortleggja þessi
mál.
„Mér finnst því þessi gagnrýni
vera svolítið hvatvísleg og ekki
studd mjög veigamiklum rökum,“
segir ráðherra og vísar í umrædda
gagnrýni Össurar. „Það eru alltaf
uppi einhver vandamál í heilbrigð-
iskerfinu og þau verða þar áfram
þrátt fyrir slíkar upphrópanir,“
segir ráðherra og bætir því við að
vandamálin séu til að takast á við
þau. „En ég hef ekki trú á að Öss-
ur hafi neinar patentlausnir á
þessu. Hann er að þjappa saman
sínu fólki fyrir kosningarnar og
það er athyglisvert að hann skuli
nota þennan málaflokk til þess.“
Jón Kristjánsson um gagnrýni formanns Samfylkingarinnar
Hefur valið sér andstæð-
inga í kosningabaráttunni