Morgunblaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞINGFLOKKUR Samfylkingarinn-
ar mun á komandi þingi leggja
áherslu á þrjá málaflokka; neytend-
ur, velferð fólksins og fyrirtæki, að
sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, for-
manns þingflokks Samfylkingarinn-
ar. Hún ásamt Rannveigu Guð-
mundsdóttur og Jóhanni
Ársælssyni, þingmönnum kynnti
áherslumál þingflokksins á blaða-
mannafundi í gær.
Í máli Bryndísar kom m.a. fram
að þingmenn flokksins, með Jó-
hönnu Sigurðardóttur, í broddi fylk-
ingar væru að undirbúa þingmál um
inheimtuaðgerðir. Markmið þing-
málsins væri að setja reglur um inn-
heimtuaðgerðir til hagsbóta fyrir
neytendur. „Það hefur verið hálfgert
villta vesturs ástand í þessum efnum
hér á landi; lögmönnum er gefið
nánast frítt spil með það hvað þeir
taka mikið í innheimtukostnað,“
sagði Bryndís. „Við viljum setja um
þetta einhverjar reglur eins og tíðk-
ast víða í öðrum löndum.“
Samfylkingin hyggst einnig
leggja fram á Alþingi, þingsályktun-
artillögu sem miðar m.a. að því að
finna orsakir mismunandi matvæla-
verðs á Norðurlöndunum, en eins og
fram komi í skriflegu svari forsætis-
ráðherra, á síðasta þingi, við fyrir-
spurn Rannveigar Guðmundsdóttur,
var matarverð 69% hærra hér á
landi, árið 2000 en meðaltal fimmtán
landa Evrópusambandsins. Rann-
veig sagði á fundinum að Samfylk-
ingin teldi að ekki yrði undan því
vikist að greina orsakir þessa verð-
munar svo unnt yrði að eyða honum
og jafna lífskjör. Bryndís kvaðst
velta því fyrir sér í þessu sambandi
hvort aðild Íslands að ESB gæti haft
einhver áhrif í þá átt að jafna lífs-
kjör.
Þá kom fram á fundinum að þing-
flokkurinn hygðist leggja fram til-
lögu til þingsályktunar um að Hag-
stofa Íslands léti reglulega bera
saman matvælaverð á Íslandi við
matvælaverð á hinum Norðurlönd-
um og í Evrópusambandinu.
Virðisaukaskattur felldur
niður af nauðsynjavörum
Í máli Bryndísar kom jafnframt
fram að hún væri að undirbúa þings-
ályktunartillögu um að ríkisstjórn-
inni yrði falið að kanna möguleika á
því að fella niður virðisaukaskatt á
nauðsynjavörum barna. „Við teljum
mikilvægt að skoða þetta sem lið í
því að auðvelda barnafólki fram-
færslubyrðina,“ útskýrði Bryndís.
Þá er hún að undirbúa tillögu um að
leitað verði orsaka á því að vaxta-
munurinn hefði verið meira en helm-
ingi meiri á Íslandi en í Evrópu, all-
an síðasta áratug, samkvæmt úttekt
Samtaka iðnaðarins. „Við viljum
grafast fyrir um orsakir í þessum
efnum og finna síðan leiðir til úr-
bóta,“ sagði Bryndís.
Þingflokkurinn hyggst einnig
leggja fram á þinginu tillögu um
skattfrelsi lágtekjufólks og tillögu
um aðgerðir gegn ójafnvægi í
byggðamálum, svo fleiri dæmi séu
nefnd. Fyrsti flutningsmaður síðar-
nefndu tillögunnar er Jóhann Ár-
sælsson, en í meginefni hennar er
lagt til að Alþingi álykti að fela rík-
isstjórninni að leggja fyrir Alþingi
aðgerðaáætlun sem hefur það að
markmiði að draga úr fyrirsjáanlegu
ójafnvægi í byggðamálum. Er með
ójafnvægi verið að vísa til fyrirhug-
aðra álversframkvæmda á Aust-
fjörðum. Í greinargerð tillögunnar
segir m.a. að það sé ekki sjálfsagt
mál að „allir þeir gríðarlegu fjár-
munir sem nú stefnir í að fáist fyrir
sölu ríkiseigna fari í samgöngu-
mannvirki á einu landsvæði.“ Síðan
segir: „Þá (fjármunina) má líka nota
annars staðar og þá má ekki síður
nota í menntamál en samgöngumál.“
Áhersla verður lögð
á heilbrigðisþjónustuna
Þingflokkur Samfylkingarinnar
hyggst aukinheldur leggja fram á
þingi stefnumótun um bætt starfs-
skilyrði smáfyrirtækja, en í máli
Bryndísar kom fram að nú væri að
störfum starfshópur á vegum flokks-
ins sem ynni að því að leggja fram
tillögur í þessum efnum í lok októ-
ber. „Starfshópurinn hefur m.a. það
hlutverk að finna leiðir til að ýta
undir nýsköpun og frumkvæði í at-
vinnulífinu,“ sagði Bryndís.
Á blaðamannafundinum í gær
kom einnig fram að Samfylkingin
hygðist leggja mikla áherslu á mál-
efni heilbrigðisþjónustunnar. Ítrek-
uð verður beiðni Samfylkingar, frá
árinu 2000, um úttekt á umfangi,
þróun og rekstri heilbrigðiskerfis-
ins, ásamt því að fá samanburð á
þjónustu dvalar- og hjúkrunarheim-
ila og úttekt á greiðslum til þeirra.
Að lokum kom einnig fram í máli
Bryndísar að þingflokkurinn myndi
leggja fram á þingi eldri þingmál,
s.s. þingmál um stjórn fiskveiða, um
ábyrgðarmenn og íbúalýðræði.
Þingflokkur Samfylkingarinnar kynnir áherslumál sín á komandi þingi
Reglur verði settar um
innheimtuaðgerðir
ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfing-
arinnar-græns framboðs hefur und-
irbúið tugi þingmála, en leggur fram
10 þingmál þegar Alþingi hefst að
nýju í dag, að sögn Ögmundar Jón-
assonar, formanns þingflokks VG.
Á komandi þingi leggur þingflokk-
ur VG áherslu á atvinnu- og velferð-
armál, kvenfrelsismál, umhverfis- og
náttúruvernd auk þess sem hann
mun beita sér í utanríkismálum, en
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
VG og fulltrúi þingflokksins í utan-
ríkismálanefnd Alþingis, ritaði í gær
formanni nefndarinnar bréf þar sem
hann óskaði eftir fundi í nefndinni til
að ræða afstöðu Íslands til yfirvof-
andi árása á Írak.
Ögmundur segir að unnið hafi ver-
ið að undirbúningi fjölmargra þing-
mála í sumar auk þess sem þingflokk-
urinn hafi óskað eftir
utandagskrárumræðum um fjögur
mál; velferð barna og unglinga, nið-
urstöður heimsþings SÞ í Jóhannes-
arborg um sjálfbæra þróun, afstöðu
ríkisstjórnar Íslands til yfirvofandi
árása á Írak og velferðarþjónustuna
með sérstakri áherslu á málefni aldr-
aðra og húsnæðismál.
Frumvarp til laga um breytingar á
lögum um viðskiptabanka og spari-
sjóði og níu tillögur til þingsályktun-
ar eru í forgangshópnum. Tillögurn-
ar eru um að einkavæðingarnefnd
verði leyst frá störfum, um verndun
íslenska rjúpnastofnsins, um stuðn-
ing við smá og meðalstór fyrirtæki,
um bætt starfsumhverfi fyrir
kvennahreyfinguna á Íslandi, um
umbætur í velferðarmálum og þróun
velferðarþjónustunnar, um uppbygg-
ingu sjúkrahótela, um uppbyggingu
endurhæfingarrýma við FSA, um
stækkun friðlands í Þjórsárverum og
tillaga til þingsályktunar um úttekt á
verðmyndun á innfluttu sementi.
Varðandi tillöguna um einkavæð-
ingarnefnd segir Ögmundur að þing-
flokkurinn leggi til að frekari áform-
um um einkavæðingu verði slegið á
frest þar til ríkisendurskoðun hafi
lokið yfirferð sinni á einkavæðingar-
ferlinu í samræmi við óskir þing-
flokks VG frá því í byrjun árs.
Varðandi frumvarp til laga um við-
skiptabanka og sparisjóði segir Ög-
mundur að þingflokkurinn leggi til að
einvörðungu verði heimilt að greiða
stofnfjáreigendum nafnverð stofn-
fjárbréfa uppfært samkvæmt verð-
lagi. Einnig verði heimildarákvæði
um hlutafjárvæðingu sparisjóðanna
afnumið í lögunum og öll þessi mál
tekin til gagngerrar endurskoðunar.
Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað-
ur VG, segir að tillaga um stuðning
við smá og meðalstór fyrirtæki sé
lögð fram gegn stóriðjustefnu ríkis-
stjórnarinnar. Stóriðjustefnan kosti
íslenskt þjóðarbú gífurlega mikla
fjármuni en þeim fjármunum sé mun
betur varið í annars konar uppbygg-
ingu og samfara nýju þingmáli verði
endurflutt tillaga um sjálfbæra at-
vinnustefnu.
Ögmundur segir að þingflokkurinn
hafi talið á sínum tíma og telji enn að
það hefði verið heppilegt og skyn-
samlegt fyrir Íslendinga að sækja um
undanþágu frá Evróputilskipuninni
um breytingar á raforkubúskapnum,
á skipulagi raforkuframleiðslunnar.
Nú heyrist úr stjórnarherbúðunum
að rétt sé að gera þetta.
Raforkumálin mikilvæg
Kolbrún segir að þingmenn flokks-
ins komi til með að beita sér mikið í
umræðunni um raforkumál og vilji fá
það á hreint að almenningsveiturnar
greiði ekki niður orku til stóriðju.
Orkuverð til stóriðju sé leyndarmál
en flokkurinn hafi mótmælt þessari
leynd og telji nauðsynlegt að sjá allar
tölur í þessu sambandi til að tryggja
að farið sé að lögum. Hún segir að VG
telji það vera efnahagslega arðbært
fyrir þjóðarbúið ef Landsvirkjun
greiddi upp allar sínar skuldir á 16
árum frekar en að fara í auknar fram-
kvæmdir.
Þuríður Backman, varaformaður
þingflokksins, segir að þar með sé
ekki sagt að ekki megi virkja en á um-
ræddu tímabili verði frekar litið til
innanlandsmarkaðarins og stóriðju
sem sé fyrir hendi og það myndi
muna miklu fyrir fyrirtækin og heim-
ilin í landinu að fá raforkuna á lægra
verði.
Heilbrigðis- og velferðarmálin
verða í hávegum höfð hjá þingflokkn-
um, að sögn Þuríðar. Þar sem
áherslur og ákvarðanir hafi ekki ver-
ið réttar í heilbrigðismálum ríki alger
upplausn í þessum málaflokki. Rekst-
ur stóru sjúkrahúsanna hafi verið
erfiður fjárhagslega og faglega og
fjórðungssjúkrahús úti á landi séu
ekki betur sett. Brýnt sé að finna
lausn á skipulagi heilsugæslunnar og
kjaramálum lækna en í óefni stefni
nú á haustdögum. Öldrunarþjónust-
an þurfi einnig aukið fjármagn.
VG leggur fram 10
mál í þingbyrjun
RÚMLEGA 3.700 gestir sóttu heim
Alþingishúsið og nýjan þjón-
ustuskála Alþingis á laugardaginn,
en þá var opið hús í þessum bygg-
ingum frá kl. tíu til fjögur. Friðrik
Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis,
segir að dagurinn hafi verið mjög
vel heppnaður. „Við urðum þess
áskynja að fólk var ánægt og leist
mjög vel á nýja þjónustuskálann,“
segir hann. Fólki fannst einnig, að
sögn Friðriks, að nýi skálinn pass-
aði vel við Alþingishúsið.
Starfsfólk Alþingis var á staðn-
um og leiðbeindi gestum og veitti
þeim upplýsingar um húsakynni
þingsins. „Það var mikið spurt enda
höfðu margir eflaust ekki komið áð-
ur á Alþingi. Við munum örugglega
hafa opið hús oftar,“ sagði Friðrik.
Morgunblaðið/Kristinn
Fjölmenni heimsótti nýjan þjónustuskála um helgina. Halldór Blöndal þingforseti fræddi gesti.
Fjöl-
menni
heimsótti
Alþingi
ALÞINGI Íslendinga, 128. löggjaf-
arþing, verður sett í dag, þriðjudag,
en þingsetningarathöfnin hefst með
guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl.
13.30.
Þingið verður óvenju stutt að
þessu sinni vegna þingkosninganna
10. maí nk. Miðað er við að þingfrest-
un verði um miðjan mars nk.
Fjárlagafrumvarpinu verður út-
býtt kl. 16 í dag en stefnt er að því að
fyrsta umræða um frumvarpið fari
fram á föstudag. Þá er gert ráð fyrir
því að Davíð Oddsson forsætisráð-
herra flytji stefnuræðu sína á Al-
þingi annað kvöld kl. 19.50. Sýnt
verður beint í Sjónvarpinu frá
stefnuræðunni og umræðunum sem
fylgja á eftir.
Stefnuræða
forsætis-
ráðherra
annað kvöld
Alþingi sett í dag
FYLGI Samfylkingarinnar mælist
nú í fyrsta sinn meira en í kosn-
ingunum árið 1999 en fylgi flokks-
ins var þá 26,8% en mældist tæp
29% í símakönnun Gallup sem
gerð var dagana 29. ágúst til 25.
september.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins í
könnuninni var tæplega 38% og
hefur ekki verið minna frá því júní
í fyrra en það var 40,7% í kosning-
unum 1999. Fylgi Framsóknar-
flokks mælist liðlega 17% en var
18,4% í kosningunum og fylgi
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs mælist nú rúmlega 14%
en var 9,1% í síðustu kosningum.
Fylgi Frjálslynda flokksins mælist
nú vera 1% en var 4,2% árið 1999.
Ríkisstjórnin nýtur nú fylgis
58% en stuðningurinn var 63% í
síðustu könnun.
Tekið skal fram að rúmur
fimmtungur vissi ekki eða neitaði
að gefa upp hvað hann myndi
kjósa og tæp 6% söguðust myndu
skila auðu eða kjósa ekki.
Úrtak könnunar Gallup var
2.476 manns á aldrinum 18 til 75
ára. Svarhlutfall var tæplega 70%
en vikmörk í könnuninni eru 1 til
3%.
Samfylk-
ingin með
meira fylgi
en í kosn-
ingum