Morgunblaðið - 01.10.2002, Qupperneq 14
AKUREYRI
14 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hægt er a› skrá sig á siminn.is e›a senda póst á netfang: radstefna@siminn.is. Einnig er hægt a›
hringja í síma 800 4000. Skráningar flurfa a› hafa borist fyrir hádegi 2. október.
Skrá›u flig núna, takmarka› sætaframbo›. Enginn a›gangseyrir.
Síminn stendur fyrir rá›stefnu 3. október undir yfirskriftinni Í snertingu vi› GSM.
Kynntar ver›a farsímalausnir sem auka verulega notagildi farsíma; n‡jungar sem gera
fyrirtækjum kleift a› auka hagræ›i í rekstri og styrkja samskiptanet sín, bæ›i innbyr›is
og gagnvart vi›skiptavinum. Einnig ver›a kynntar framtí›arhorfur farsíma-og
fjarskiptamála. Markmi›i› er a› kynna hvernig fyrirtæki geta hagn‡tt sér farsíma-
lausnir dags daglega en ekki a› kafa djúpt í tæknilegar undirstö›ur fleirra.
Bo›i› ver›ur upp á laufléttar veitingar a› rá›stefnu lokinni.
Rá›gjafar frá fyrirtækjalausnum Símans ver›a á sta›num og a›sto›a vi› uppsetningu
á GSM-símum, t.d. fyrir GPRS og WAP, og svara spurningum flátttakenda.
Dagskrá rá›stefnunnar er a› finna á siminn.is.
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
•
N
M
0
7
4
2
7
•
s
ia
.i
s
Ferskir straumar í GSM-
samskiptum fyrirtækja
Rá›stefna á vegum Símans 3. október 2002 kl. 15.00–17.00
í húsi Leikfélags Akureyrar.
www.islandia.is/~heilsuhorn
Hver tafla inniheldur yfir
1 milljarð L-Bulgaris,
L-Acidophilus og L-Bifidus.
PÓSTSENDUM
Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889.
Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum,
Árnesapóteki, Selfossi og
Yggdrasil, Kárastíg 1.
Nauðsynlegt fyrir
góða meltingu
Fulltrúakjör
Kjör fulltrúa Sjómannafélags Eyjafjarðar á ársfund
ASÍ, sem haldinn verður 31. október og
1. nóvember 2002 í Reykjavík og kjör fulltrúa á 23.
þing SSÍ sem haldið verður 14. og 15. nóvember
2002, einnig í Reykjavík, fer fram að viðhafðri
allsherjaratkvæðagreiðslu.
Framboðslistum til ársfundar ASÍ með nöfnum
tveggja aðalfulltrúa og tveggja til vara og
framboðslistum til þings SSÍ með sex aðalfulltrúum
og sex til vara skal skila til skrifstofu félagsins,
Skipagötu 14, Akureyri, eigi síðar en kl. 16.00
þriðjudaginn 8. október nk.
Hverjum framboðslista skal fylgja meðmæli
52 fullgildra félaga.
Akureyri, 30. september 2002
Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar
LEIKARAR í leiksýningunni Haml-
et brugðu sér á hestbak fyrir sér-
staka hátíðarsýningu á verkinu hjá
Leikfélagi Akureyrar á laug-
ardagskvöld. Tilefnið var margfalt
afmæli, þess var minnst að Leik-
félag Akureyrar er 85 ára, Ak-
ureyrarbær 140 ára og 400 ár eru
frá því William Shakespeare skrif-
aði þetta frægasta verk leik-
bókmenntanna. Fóru leikarar af
þessu tilefni ríðandi frá Samkomu-
húsinu, eftir Drottningarbraut,
Strandgötu og göngugötunni í
Hafnarstræti að Samkomuhúsinu
þar sem þeim var við komuna ákaft
fagnað af áhorfendum og fleira
fólki sem fylgdist með. Frumsýning
var á föstudagskvöld og hátíðarsýn-
ingin á laugardag, en Hamlet verð-
ur svo sýndur í Samkomuhúsinu um
komandi helgi. Þá verða sýningar
tvær næstu helgar en alls eru fyr-
irhugaðar sex sýningar á verkinu.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sigurður Þ. Líndal og Arnbjörg Valsdóttir leggja af stað í reiðtúrinn.
Komu ríðandi á
hátíðarsýningu
á Hamlet
Aðalfundur Haldinn verður aðal-
fundur Tónlistarfélagsins á Ak-
ureyri verður haldinn í sal Tónlist-
arskólans annað kvöld, miðviku-
dagskvöldið 2. október, kl. 20.30.
Á fundinum verður m.a. fjallað um
framtíð félagsins og tillögur að
breyttu rekstrar- og starfsfyr-
irkomulagi lagðar fram sem grund-
völlur umræðna um það málefni.
Tónlistarfélagið á Akureyri var
stofnað árið 1943 og er því ein
elsta menningarstofnun sinnar teg-
undar sem enn starfar á landinu.
Nýhafið starfsár er það 59. í röð-
inni þannig að senn líður að merk-
um tímamótum í starfinu.
Breyttar aðstæður til tónleika-
halds á síðustu áratugum hafa m.a.
orðið til þess að mjög hefur hallað
undan fæti í rekstri félagsins síð-
ustu ár. Aðalfundurinn er því mik-
ilvægur vettvangur fyrir fé-
lagsmenn til að tjá hug sinn um
hvaða stefnu beri að taka varðandi
framtíð félagsins, segir í tilkynn-
ingu.
Á MORGUN
YNGVI, kenndur við Hafnarbúðina,
Loftsson hefur rekið verslun á sama
stað við Skipagötu á Akureyri í tæp-
an aldarfjórðung. Byrjaði í verslun-
arrekstri strax eftir stúdentspróf frá
Menntaskólanum á Akureyri 1957
þegar hann opnaði Ferðanesti gegnt
Akureyrarflugvelli, en síðar var
Hafnarbúin opnuð og um tíma voru
útibú rekin á Hjalteyri og við Græn-
umýri á Akureyri. „Ég svona flækt-
ist inn í þetta, hafði ekki efni á að
halda áfram námi. Ég hef haft gam-
an af þessu, þetta er líflegt og gef-
andi starf, ég myndi hiklaust velja
verslunarstarfið aftur gæfist mér
kostur á því,“ segir Yngvi.
Hin síðari ár hefur hann einkum
verslað með víngerðarefni, „og það
er dúndursala,“ segir hann, „þetta er
víst betra en í ríkinu.“ Auk þess
þjónustar hann starfsfólk í miðbæ
Akureyrar með nauðsynjavörur.
„Yngvi er síðasti faktorinn í bæn-
um,“ segir Egill Egilsson sem leit
inn í verslunina í gærmorgun, hefur
enda verið fastagestur frá ’58 að eig-
in sögn.
Það er engin lognmolla í þessari
litlu verslun í miðbænum og fasta-
gestirnir eru margir. „Hér í eina tíð
voru bæjarstjórnarfundir eiginlega
haldnir hér í búðinni, þeir komu
hérna við fulltrúarnir, allra flokka
kvikindi, og fóru yfir málin. Það var
verst að maður seldi svo lítið á með-
an þeir voru að rífast,“ segir Yngvi.
Rekstur Hafnarbúðarinnar gekk
ljómandi vel fyrstu áratugina, en
með tilkomu stórmarkaða í bænum
um miðjan níunda áratuginn breytt-
ist verslunarmynstrið og þá fór að
halla undan fæti. „Fólkið hætti mikið
til að kaupa dagvörurnar hér og
flutti sig yfir í stórmarkaði,“ segir
Yngvi.
Verslunin hafði líka verið nokkurs
konar félagsmálastofnun til fjölda
ára, þeir sem fáa aura áttu í budd-
unni áttu vísa úttekt í Hafnarbúðinni
og var þolinmæði Yngva þegar að
skuldadögum kom viðbrugðið. „Mað-
ur hefði auðvitað átt að hætta að
skrifa þarna í óðaverðbólgunni, 1.000
kallinn hafði kannski hrapað niður
um 300 kall þegar hann var borgaður
þremur mánuðum seinna,“ segir
Yngvi sem fór flatt á þessari góð-
gerðarstarfsemi sem og tilkomu
stórmarkaða. „Fór bara á hausinn,“
segir hann og missti þrjár húseignir í
kjölfarið. „Ég byrjaði svo fljótlega
aftur, með minna en ekki neitt, á
nýrri kennitölu.“ Eftir það hefur
verslunin heitið Hólabúðin.
Yngvi verður sjötugur í næsta
mánuði og segist verða innanbúðar í
Hólabúðinni næstu 20 árin. „Maður
fer svo að hægja á ferðinni eftir það,
verður kannski bara með opið hálfan
daginn.“
Enginn bilbugur á síðasta kaupmanninum á horninu
Byrjaði með tvær
hendur meira en tómar
Morgunblaðið/Kristján
Starf kaupmannsins er líflegt og gefandi, segir Yngvi Loftsson.