Morgunblaðið - 01.10.2002, Page 18

Morgunblaðið - 01.10.2002, Page 18
SUÐURNES 18 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Einföld, þægileg, hnéstýrð blöndunartæki. Þar sem ýtrasta hreinlætis er gætt. Hagstætt verð. 26. sept.-3. okt. „YKKAR ÆFING - ALLRA ÖRYGGI“ Sjómenn! Í dag höldum við æfingar um borð í skipum okkar! Tilkynnið þátttöku að æfingu lokinni til Siglingastofnunar Íslands! GENGIÐ hefur verið frá samkomu- lagi milli Reykjanesbæjar og Íþróttabandalags Reykjanesbæjar um ráðstöfun sjö milljóna króna fjárframlags sem Reykjanesbær ákvað að greiða vegna íþróttaþjálf- unar barna tólf ára og yngri á árinu. Samningurinn var undirritaður af Gunnari Oddssyni, formanni Tóm- stunda- og íþróttaráðs Reykjanes- bæjar, og Jóhanni B. Magnússyni, formanni Íþróttabandalags Reykja- nesbæjar (ÍRB). Tómstunda- og íþróttaráð fól ÍRB að leggja fram viðmiðunar- reglur um úthlutun þjálfarastyrkj- anna. Öll félög og deildir íþrótta- bandalagsins fóru í saumana á starfsemi sinni og markmiðum af þessu tilefni og niðurstaðan birtist í gæðahandbók sem þau hafa skilað. Til hliðsjónar var haft stefnumið ÍRB um „betra félag – betri deild“ sem tekur mið af stefnumörkun Íþróttasambands Íslands um „fyr- irmyndarfélag – fyrirmyndardeild“. Vel menntaðir og reyndir þjálfarar Jóhann Magnússon segir að þessi vinna hafi leitt í ljós að frábært starf væri unnið á þessum vett- vangi, aðeins hafi verið eftir að setja það niður á blað. Meðal annars nefnir hann að komið hafi í ljós að þjálfarar barna 12 ára og yngri væru nær undantekningarlaust vel menntaðir og reyndir, en það var einmitt eitt af skilyrðum Reykja- nesbæjar fyrir úthlutun styrkj- anna. Þar sem eitthvað vantaði upp á menntunina væri gerð áætlun um hvernig úr því yrði bætt. Nærri því eitt þúsund börn 12 ára og yngri æfa íþróttir í Reykja- nesbæ. Er það hátt hlutfall, að sögn Jóhanns. Við skiptingu fjárveiting- arinnar er tekið tillit til starfstíma og fjölda iðkenda á þessum aldri. Tólf félög og deildir fá stuðning til þjálfunar barna. Hæsti styrkurinn kemur í hlut knattspyrnudeildar Keflavíkur, liðlega 1500 þúsund kr. Næst á eftir koma fimleikadeild Keflavíkur með tæpa milljón, körfuknattleiksdeild Keflavíkur með liðlega 800 þúsund, Knatt- spyrnudeild Njarðvíkur sem fær 766 þúsund og körfuknattleiksdeild Njarðvíkur með liðlega 600 þúsund kr. Jóhann tekur fram að greiðslan frá Reykjanesbæ dugi fyrir tæpum helmingi þjálfunarkostnaðar. Og þótt innheimtum æfingagjöldum sé bætt við vantar enn upp á tekjur. Segir Jóhann að styrkirnir komi sér eigi að síður afar vel og minnki þörf stjórnarmanna deildanna á fjáröfl- un. Jóhann lýsir þeirri skoðun sinni að næsta skrefið ætti að vera að skoða yngriflokkastarf félaganna í heild. Margir hætti íþróttaiðkun eftir tólf ára aldur og þörf væri á að styðja þjálfun táninga, eins og barna. Hvetur hann bæjaryfirvöld til að huga að því í framhaldinu. Samkomulag um úthlutun þjálfunarstyrkja Ljósmynd/Víkurfréttir Jóhann B. Magnússon, formaður íþróttabandalagsins, og Gunnar Odds- son, formaður TÍR, skrifa undir samning um stuðning við þjálfun barna. Reykjanesbær STJÓRN Hitaveitu Suðurnesja hef- ur ákveðið að láta bora nýja rann- sóknarholu á háhitasvæðinu á Reykjanesi og verður það tólfta borholan á svæðinu. Holan er boruð til undirbúnings virkjunar vegna orkuöflunar fyrir stækkun álvers Norðuráls. Hitaveita Suðurnesja hefur verið að undirbúa gufuaflsvirkjun á há- hitasvæðinu á Reykjanesi með bor- un rannsóknaholna. Virkjunin myndi framleiða rafmagn til að nota í álveri Norðuráls á Grundartanga, sem fyrirhugað er að stækka, ásamt orku frá Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. Hola 11 var boruð fyrr á þessu ári og hleypt upp um miðj- an septembermánuð. Kom hún vel út. Þrátt fyrir óvissu með orkuöflun Landsvirkjunar, vegna deilna um Norðlingaölduveitu, heldur Hita- veita Suðurnesja rannsóknum sín- um áfram og er hola 12 sem fyr- irhugað er að hefja borun á síðar í þessum mánuði liður í því. Júlíus Jónsson forstjóri segir að það komi að því að svæðið verði virkjað, spurningin sé hvenær en ekki hvort. Auk borunar er unnið að mati á stærðarhagkvæmni virkjunarkosta, kostnaðaráætlunum, rannsóknum á jarðhitavökvanum, heppilegustu fjármögnunarleiðum og fleiru. Von- ast er til að svör við stærstu spurn- ingunum liggi fyrir um áramót svo þá verði hægt að taka vel grundaða ákvörðun um virkjun með skömm- um fyrirvara og ráðast fljótt í fram- kvæmdir. Júlíus segir að fyrirtækið hafi lýst því yfir að það geti afhent raforkuna þremur árum eftir að ákvörðun er tekin en vonast til að hægt verði að stytta þann tíma með góðum undirbúningi. Ákveðið að bora holu 12 Reykjanes Áfram unnið að undirbúningi virkjunar á Reykjanesi „ÉG geri þetta til að losna við viðhald hússins. Það er alltaf að koma eitthvað upp og ég er orð- inn þreyttur á því,“ segir Sæþór Þorláksson sem flytur ásamt konu sinni, Fjólu Díu Einarsdóttur, inn í eina af sex íbúðum sem Búmenn hafa afhent í Grindavík. Eru þetta fyrstu íbúðirnar sem Bú- menn láta byggja í Grindavík. Húsnæðissamvinnufélagið Bú- menn er fyrir fólk fimmtíu ára og eldra. Það er með marga fé- lagsmenn á Suðurnesjum og hef- ur áður byggt íbúðir í Garði og Sandgerði. Íbúarnir greiða 10% eða 30% af byggingarkostnaði en Búmenn taka hinn hluta kostn- aðarins að láni. Íbúarnir greiða síðan mánaðarlegt gjald og eru öll gjöld og viðhald innifalin í því. Sæþór segir að vaxandi áhugi sé á þessu fyrirkomulagi í Grindavík. Enn sé fólk að hringja til að spyrjast fyrir, en Sæþór er einmitt í stjórn Suðurnesjadeildar Búmanna. Íbúðirnar sex eru í þremur par- húsum við Skipastíg, í fallegu hraunlandslagi efst í bænum. Tré- smiðjan Grindin hf. byggði húsin og er fyrirtækið byrjað á fjórum íbúðum til viðbótar sem ganga til Búmanna þegar lánsloforð fást hjá Íbúðalánasjóði. Sæþór er sextugur og sagðist ekki vera maður til að standa í viðhaldi eigin íbúðarhúss lengur. Taldi hann að það sjónarmið væri ríkjandi hjá fólkinu sem sækist eftir að komast að hjá Búmönn- um. Þarna kæmist fólk í nýjar og huggulegar íbúðir og losnaði við áhyggjurnar. Sæþór og Fjóla hafa búið í ein- býlishúsi á góðum stað í Grinda- vík í fimmtán ár og sagði hann að vissulega væri ákveðin eftirsjá að því, sérstaklega garðinum, sem væri orðinn fallegur. En fólk sæi alltaf eftir einhverju þegar það flytti og nefndi sem dæmi að hann hefði saknað ýmislegs úr foreldrahúsum þegar hann fór sjálfur að búa, þá kominn á fimm- tugsaldur. Sæþór vinnur í loðnubræðslunni í Grindavík og er þekktur sem réttastjóri í Þórkötlustaðarétt. Hann sagðist vera með fáar kind- ur. Keypti hey og væri í félagi með systkinum sínum og fleirum um daglega umhirðu þess. „Þetta er svo sem ekki fundið fé en við höfum gaman af búskapnum enda búin að vera í þessu síðan við vor- um krakkar,“ segir Sæþór. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fjóla Día Einarsdóttir og Sæþór Þorláksson eru ánægð með nýja heim- ilið í hrauninu. Þau segja að húsið sé huggulegt og þægilegt. Hinir nýju Búmenn í Grindavík fyrir framan eitt af nýju húsunum við Skipastíg ásamt Magnúsi Guðmundssyni, verktaka hjá Grindinni hf. Orðinn þreyttur á við- haldi hússins Grindavík Viltu léttast núna Símar 557 5446 og 891 8902

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.