Morgunblaðið - 01.10.2002, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 01.10.2002, Qupperneq 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Leiðsögunám Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að leiðsögn erlendra ferðamanna á ferð um Ísland. Stuðst er við námsskrá menntmálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám.  Helstu námsgreinar:  Ferðalandafræði Íslands. Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum.  Saga landsins, atvinnuvegir, stjórnmál, bókmenntir og listir.  Mannleg samskipti og hópasálfræði.  Skipulagðar ferðir, afþreyingaferðir og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Kennt er 3 kvöld í viku, en auk þess er farið í vettvangsferðir á laugardögum. Bíldshöfða 18, sími 567 1466 Opið til kl. 22:00 BAUGUR-Ísland hefur fært út kví- arnar, en fyrirtækið hefur opnað nýja Debenhams-verslun í stærstu verslunargötu Stokkhólms. For- svarsmenn verslunarinnar fögnuðu opnuninni með pompi og pragt í gær, og svo virðist sem íbúum Stokk- hólms lítist vel á þessa bresk-ís- lensku viðbót í verslunarlíf borgar- innar. Sjálfir keppinautarnir í götunni bjóða Debenhams velkomna í hópinn. Åke Hellqvist á mikið verk fyrir höndum, og viðurkennir það fúslega. Á næstu mánuðum þarf hann að laða íbúa Stokkhólms að nýju Deben- hams-versluninni á Drottningar- götu. Þeir hljóta að teljast hagvanir í gamalgrónu stórverslununum sem eru fyrir í götunni, því Debenhams er fyrsta stórverslunin sem er opnuð í Stokkhólmi í 98 ár. „Mér líður eins og ég þurfi að ganga tvisvar sinnum á Everest- fjall,“ segir Hellqvist, sem hefur ver- ið ráðinn verslunarstjóri nýju versl- unarinnar. „Búðin er tilbúin eftir margra mánaða undirbúning og við erum komin á tindinn. Á morgun verðum við allt í einu komin aftur niður á jafnsléttu og þurfum að berj- ast alla leiðina upp að nýju. Við eig- um nefnilega eftir að ávinna okkur traust viðskiptavina okkar og fá verslunina til að verða arðvænlega.“ Hann kveðst þó bjartsýnn á að verkefnið takist, þótt það geti tekið nokkurn tíma að laða stóran og stöð- ugan hóp viðskiptavina að verslun- inni. „Mér skilst að það hafi tekið meira en ár fyrir Debenhams-versl- unina á Íslandi að komast á réttan kjöl, en það tókst,“ segir hann. „Hér í Drottningargötu eiga 65.000 manns leið framhjá búðinni okkar á hverj- um degi. Það eru næstum því jafn- margir og búa í Reykjavík, þannig að ég er ekki í nokkrum vafa um að við berum erindi sem erfiði.“ Vegfarendur um Drottningargötu virtust á sama máli og sýndu Deben- hams mikinn áhuga í gær, þótt enn væri búðin óopnuð. Margir námu staðar fyrir utan og virtu starfsfólkið fyrir sér inn um gluggana, þar sem það flýtti sér að leggja lokahönd á undirbúninginn. „Við hlökkum mikið til þess að verslunin verði opnuð,“ sagði Ingrid Ström, sem átti leið hjá versluninni ásamt samstarfskonum sínum, og gægðist inn um gluggana. „Hér hafa verið framkvæmdir í mörg ár og hús- næðið staðið autt, og svo kemur allt í einu glæný búð.“ Hún kvaðst aldrei hafa heyrt um Debenhams áður, en sagðist ætla að líta þangað inn áður en langt um liði. „Svíþjóð aldrei söm eftir þetta“ Baugur-Ísland á réttinn að Deb- enhams-verslununum á Norðurlönd- unum, sem nú eru tvær; í Smáranum í Kópavogi og í Stokkhólmi. Keðjan er þó upprunnin í Bretlandi og lang- sterkust fyrir þar, því af 107 Deben- hams-verslunum í heiminum eru 97 starfræktar í heimalandinu. For- svarsmenn verslunarinnar eru stolt- ir af uppruna hennar, og um gjör- vallan Stokkhólm er Debenhams-verslunin auglýst með myndum af erkisænskum trékloss- um og prjónavettlingum í bresku fánalitunum: „Svíþjóð verður aldrei söm eftir þetta,“ er yfirskriftin á ensku. Það var þó ekki upphaflega hug- myndin. Svíarnir vildu í fyrstu aug- lýsa verslunina með myndum af nöktum manni á hlaupum yfir fót- boltavöll, en það er sagt brenna við á enskum fótboltaleikjum þegar stuðningsmönnum liðanna hitnar um of í hamsi. Hugmyndin mun ekki hafa fallið í kramið hjá ímyndarsmið- um Debenhams í Bretlandi og var slegin af. Kostnaður nærri einn milljarður Belinda Earl, forstjóri Deben- hams Plc. í Bretlandi, tók til máls við opnunina og bauð Stokkhólmsversl- unina velkomna í stórfjölskylduna. Hún teygir anga sína víða, því Deb- enhams áformar að opna verslanir í Miðausturlöndum, Ungverjalandi, Tékklandi og Indónesíu. „Þetta eru mikil tímamót fyrir Debenhams,“ sagði hún síðar. „Þetta er stærsta Debenhams-verslunin sem er opnuð utan Bretlands, og er til marks um það að við rekum fyrsta flokks stórverslunarkeðju.“ Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnar- formaður Baugs, kvaðst ánægður með áfangann. „Það er góð tilfinning að opna verslunina, enda búin að vera mikil vinna,“ sagði hann og kvaðst hvergi banginn um framtíð fyrirtækisins í Stokkhólmi. „Þetta er öðruvísi stíll en gengur og gerist hér, og frískar áreiðanlega upp á mark- aðinn.“ Spurður að því hvernig hann teldi að Svíar brygðust við breskum merkjum og stíl Debenhams, sagði Jón Ásgeir það ævinlega nákvæmn- isverk að laga vöruframboð að smekk viðskiptavinanna. „Það kemur í ljós með tímanum hvernig til tekst,“ sagði hann. „Við höfum líka brugðist við með því að hafa talsvert af skandinavískum merkjum á boðstólum, og eigum ekki von á öðru en að okkur verði vel tek- ið.“ Jón Ásgeir sagði kostnaðinn við verslunina liggja nærri einum millj- arði íslenskra króna. „Ég hef sagt að verslunin kosti um það bil á við hálf- an skuttogara,“ sagði hann. Útþenslu á Norðurlöndum ekki lokið Debenhams-verslunin í Stokk- hólmi er um 9.500 fermetrar. Þar af eru 7.500 fermetrar nýttir undir sjálfa verslunina, en afgangurinn fyrir geymslur og skrifstofur. Versl- unin er því um tvöfalt stærri en sú í Smáranum. Húsnæðið á sér ákaflega virðuleg- ar rætur og hýsti áður sænska póst- inn. Hann hélt á vit nýtískulegri að- stæðna annars staðar í borginni fyrir nokkrum árum, en byggingin sat eft- ir í hálfgerðu reiðileysi. Jón Björns- son, framkvæmdastjóri Baugs-Ís- lands, segir að húsnæðið hafi verið ein helsta ástæða þess að ákveðið var að opna Debenhams-verslun í Stokk- hólmi. „Stærsta vandamálið við að opna stórverslanir er að finna húsnæði af réttri stærð,“ segir hann. „Húsnæð- isskortur er ein helsta ástæða þess að ný stórverslun hefur ekki verið opnuð í Stokkhólmi í 98 ár, en við vorum svo heppnir að þetta datt inn á borð hjá okkur fyrir tilviljun.“ Jón segir Baug-Ísland ekki ætla að láta útþenslunni lokið á Norður- löndum, því fyrirtækið hyggst opna aðra Debenhams-verslun í Kaup- mannahöfn árið 2004, í stórri versl- unarmiðstöð sem á að rísa í nýja há- tækni- og verslunarhverfinu Øre- stad. Auk þess hefur Baugur á prjónunum að opna ýmsar smærri Top Shop og Miss Selfridge-verslan- ir á Norðurlöndum á næstunni. „Þetta eru mikil tímamót fyrir okkur,“ sagði Jón. „Við sjáum ekki fram á mikla uppbyggingu á Íslandi í framtíðinni, við erum með svo marg- ar góðar búðir þar. Þetta er fyrsta stóra búðin sem við opnum erlendis. Við höfum verið með minni búðir, en þessi verslun vekur mikla athygli.“ Jón sagði að komið hefði til tals að Debenhams í Bretlandi tæki þátt í rekstri verslananna á Norðurlönd- um. Baugur hefði að ýmsu leyti breytt áherslum sínum og orðið al- þjóðlegra fyrirtæki að undanförnu. Starfsmennirnir í Svíþjóð væru til að mynda orðnir um 150 talsins, og væru nær allir Svíar. Það sama yrði væntanlega uppi á teningnum í Dan- mörku. Vel tekið af keppinautum Debenhams verður opnuð al- menningi í Stokkhólmi klukkan átta í dag að íslenskum tíma og stendur frammi fyrir harðri samkeppni. Hin- um megin við götuna starfrækir ódýri fataframleiðandinn Hennes & Mauritz stóra tískuverslun, vöruhús- in NK, PUB og Åhléns eru skammt hjá, auk fjölda smærri verslana. Keppinautarnir virðast þó taka nýja keppinautinum með stóískri ró. Verslunarstjórar stórverslananna kváðust fagna nýja nágrannanum í viðtali við Dagens Nyheter í gær, því hún yki á aðdráttarafl Drottningar- götu. Adisa Halilovic, verslunar- stjóri í lítilli tískuverslun gegnt Deb- enhams-versluninni, tók í sama streng. „Ég er bara glöð að þeir skuli koma hingað,“ sagði hún. „Þetta er ný og spennandi verslun, og laðar áreiðanlega að marga viðskiptavini. Við njótum góðs af því.“ Baugur opnar 9.500 fermetra Debenhams-verslun í Stokkhólmi í Svíþjóð Debenhams í Stokkhólmi, sem Baugur-Ísland opnaði í gær, er 9.500 fermetrar að stærð á fjórum hæðum. Åke Hellqvist verslunarstjóri hélt ræðu við opnun verslunarinnar í gær. Stokkhólmi. Morgunblaðið. Fyrsta stórverslun í Stokkhólmi í 98 ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.