Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinoktober 2002næsti mánaðurin
    mifrlesu
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 01.10.2002, Síða 23

Morgunblaðið - 01.10.2002, Síða 23
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 23 Skipholti 70 • 105 Reykjavík Pöntunarsími 553 1270 Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík Pöntunarsími 553 8844 Skrokkurinn sagaður að eigin ósk á meðan þú bíður. Slátur og allur innmatur afgreiddur strax. • Skrokkur sagaður eins og þú villt..... 639,- • Lifur................................................... 199,- • 3 slátur (allt tilbúið).....verð pr /pk......... 2.198,- • 5 slátur (allt tilbúið)... verð pr/pk ....... 3.628,- • Hjörtu................................................ 299,- • Svið..................................................... 399,- Kr. pr.kg HÁALEITISBR AU TSA FA M ÝR I M IK LA BR AU T FE LL SM Ú LI KRINGLUMÝRABRAUT HÁ TE IG SV . SKIPH OL T BOLHOLT BÓLSTAÐARH. - afurðarsala með gömlu góðu aðferðinni EINSTAKLINGAR og fyrirtæki sem verða fyrir barðinu á samráði stórfyrirtækja ættu að eiga rétt á bót- um, að mati Marios Monti, sem fer með samkeppnismál innan fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins. Danir gegna formennsku í fram- kvæmdastjórn ESB, sem kunnugt er, og segir á vefsíðu Politiken að sam- keppnisreglur Evrópusambandsins verði endurskoðaðar á haustmánuð- um. „Að mati Marios Monti væri „ákjósanlegt“ ef málum yrði svo hátt- að að neytendur sem bæru skarðan hlut frá borði vegna fákeppni fengju uppbót,“ segir Politiken. Fram kemur að þótt SAS og Maersk Air hafi verið dæmd til þess að greiða 400 milljónir danskra króna í bætur á síðasta ári, um 4,6 milljarða íslenskra króna, fyrir ólöglegt verð- samráð, hafi flugfarþegar, sem fyrir vikið greiddu far- seðla sína of háu verði, ekki fengið mismuninn til- baka. Þegar upp var staðið hafi ekki reynst unnt að leiðrétta tap hvers og eins far- þega á viðskipt- unum. „Best væri að neytendur fengju endurgreitt und- ir þessum kringumstæðum. Vissulega er erfitt að rekja hvað hver og einn á inni en að því er markvisst unnið að gera neytendum kleift að fá peninga sína tilbaka,“ hefur blaðið eftir Mario Monti. Leiðir Politiken getum að því að lið- ið geti nokkur ár áður en tillögur Montis verða að veruleika. Neytendur fylgjast betur með framferði fyrirtækja Evrópski samkeppnisdagurinn var haldinn í Kaupmannahöfn fyrir skömmu og segir á heimasíðu fram- kvæmdastjórnar ESB, www.eu- 2002.dk, að evrópskir neytendur velti samkeppnisstefnu sambandsins lítið fyrir sér þegar þeir skoði verðlagningu í stórmörkuðum. „Það ættu þeir hins vegar að gera. Samkeppnisreglur ráða miklu um það hvaða vörur enda í hill- um evrópskra verslana og á hvaða verði. Samkeppnisreglum er meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að stór fyrirtæki verði of fyrirferðarmikil á markaðinum, sem hefur bein áhrif á verð og vöruval og gæði vöru og þjón- ustu. Neytendur geta lagt sitt af mörk- um með því að benda yfirvöldum á dæmi um samkeppnishömlur. Hefur fjöldi slíkra mála endað á borði sam- keppnisyfirvalda í beinu framhaldi af aðgerðum neytenda sjálfra,“ er haft eftir Kim Sparlund, aðstoðarforstjóra Samkeppnisstofnunar Danmerkur. Sparlund segir ennfremur að þegar sú ákvörðun hafi verið tekin að efna reglulega til Evrópska samkeppnis- dagsins hafi samkeppnismál ekki ver- ið ofarlega í huga almennings. „Nú hefur þetta breyst í mörgum löndum, meðal annars Danmörku, og er það ekki síst fyrir tilstilli aukinnar vitund- ar fjölmiðla um samkeppnisreglur sem leitt hefur til aukinnar umfjöll- unar um samkeppnishindranir. Ekki er orðið óalgengt að fyrirtæki þurfi að réttlæta starfsemi sína á opinberum vettvangi ef grunur kviknar um fá- keppni eða verðsamráð,“ segir Spar- lund að síðustu. Mario Monti Rætt um bætur vegna brota á samkeppnisreglum HÉR er stiklað á stóru í meg- ináherslum Neytendasamtakanna 2002–2004. „Neytendasamtökin gera þá kröfu að íslenskir neytendur búi við sömu kjör og neytendur í okk- ar heimshluta og fylgi henni eftir. Góð kjör byggjast ekki eingöngu á þeim launum sem greidd eru. Verð á vöru og þjónustu skiptir þar einnig miklu máli. Neytenda- samtökin ætlast til þess að íslensk- ir neytendur búi við sömu mark- aðsaðstæður og aðrir neytendur á Evrópska efnahagssvæðinu. Aðild Íslands að Evrópska efna- hagssvæðinu var mjög mikilvæg fyrir íslenska neytendur. Fjölmörg baráttumál Neytendasamtakanna náðu fram að ganga vegna sameig- inlegrar evrópskrar löggjafar og þeirrar kröfu Evrópusambandsins að tryggð væru ákveðin lágmarks- réttindi neytenda. Í mörgum til- vikum var um að ræða löggjöf sem íslensk stjórnvöld höfðu verið á móti. Margt bendir til að það gæti þjónað hagsmunum íslenskra neyt- enda að Ísland gangi í Evrópusam- bandið og felur þing Neytenda- samtakanna stjórn samtakanna að gangast þegar í stað fyrir ítarlegri athugun og umræðu um gildi að- ildar að Evrópusambandinu fyrir íslenska neytendur. Þing Neytendasamtakanna bendir á að virk samkeppni stuðlar að lægra verði á vöru og þjónustu til neytenda. Stjórnvöldum ber því að tryggja að samkeppni sé sem virkust og forðast að grípa til að- gerða sem raska eðlilegum mark- aðsaðstæðum og markaðsþróun. Neytendsamtökin gera þá kröfu að starfsemi Samkeppnisstofnunar verði styrkt og gerð skilvirkari, m.a. með því að leggja niður sam- keppnisráð. Til að tryggja stöðu innlends grænmetis var ákveðið að taka upp beingreiðslur til grænmet- isframleiðenda. Þessi aðgerð hefur skilað sér í lækkuðu verði til neyt- enda og hefur skilað árangri mið- að við þá stöðu sem þessi grein var komin í. Beingreiðslurnar koma hins vegar úr skattfé almennings, sem á þann hátt kostar tollalækk- unina. Neytendasamtökin eru ekki hlynnt föstum styrkjum til ein- stakra atvinnugreina. Slíkar styrk- veitingar skekkja verðlag og ýta undir óhagkvæmi. Neytendasamtökin vilja að ís- lenskur markaður verði opnaður og allar innflutningshömlur af- lagðar, þar á meðal á matvælum. Með því tækju Íslendingar forystu um frjálsa markaðsstarfsemi í heiminum. Fá ríki hafa eins ríka hagsmuni og Ísland af frjálsum heimsmarkaðsviðskiptum, en þau mundu skapa hagkvæman sam- keppnismarkað til hagsbóta fyrir neytendur. Þing Neytendasamtakanna ætl- ast til að fjármálastarfsemi fyrir neytendur verði hér sambærileg við önnur ríki í okkar heimshluta, og að látið verði af stefnu hárra raunvaxta og þjónustugjalda sem þrautpínir íslenskar fjölskyldur.“ Áherslur NS næstu tvö ár

x

Morgunblaðið

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Mál:
Árgangir:
110
Útgávur:
55339
Registered Articles:
3
Útgivið:
1913-í løtuni
Tøk inntil:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgávustøð:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í løtuni)
Haraldur Johannessen (2009-í løtuni)
Útgevari:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í løtuni)
Keyword:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Stuðul:
Supplements:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 229. tölublað (01.10.2002)
https://timarit.is/issue/250916

Link til denne side: 23
https://timarit.is/page/3454048

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

229. tölublað (01.10.2002)

Gongd: