Morgunblaðið - 01.10.2002, Side 26

Morgunblaðið - 01.10.2002, Side 26
ERLENT 26 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Gerðu þér mat úr menntun ENDURMENNTUN HÁSKÓLA ÍSLANDS GÖRAN Persson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, kann í þessari viku að fá á sig atkvæða- greiðslu um vantraust á þingi, ef honum tekst ekki að leysa ágreining við Græningja, sem eru ekki sáttir við framgang viðræðna um að þeir og þing- menn Vinstriflokksins haldi á nýhöfnu kjörtímabili áfram að styðja minnihlutastjórn jafn- aðarmanna Perssons. Þykir líklegast að vantrauststillaga Hægriflokksins verði borin upp strax á morgun, miðviku- dag, en þingið kemur saman í fyrsta sinn í dag eftir þing- kosningarnar sem fram fóru fyrir hálfum mánuði. Túnis-Svíi látinn laus KERIM Chatty, 29 ára sænsk- ur ríkisborgari sem handtek- inn var á Västerås-flugvelli í Svíþjóð hinn 29. ágúst sl. með hlaðna byssu í handfarangri og talið var hugsanlegt að hafi ætlað sér að fremja flugrán, var í gær látinn laus úr varð- haldi eftir að saksóknari komst að þeirri niðurstöðu að grund- völlur fyrir ákæru væri ekki nægilega traustur. Saksóknar- inn Thomas Häggström vísaði á bug frásögnum þess efnis að Chatty, sem er fæddur í Sví- þjóð en ættaður frá Túnis, hefði ætlað sér að ræna far- þegaþotu og brotlenda henni á bandarísku sendiráði í Evr- ópu. ETA hótar flokkum ETA, hryðjuverkasamtök að- skilnaðarsinnaðra Baska, lýstu því yfir í tilkynningu sem birt var í basknesku dagblaði á sunnudag að þau litu nú svo á að skrifstofur spænskra stjórnmálaflokka, einkum og sér í lagi Þjóðarflokks Jose Maria Aznars forsætisráð- herra og Sósíalistaflokksins PSOE, sem er stærsti spænski stjórnarandstöðuflokkurinn og var áður lengi við völd í land- inu, væru lögmætt skotmark árása af hálfu samtakanna. Er þessi yfirlýsing túlkuð sem svar ETA við því að starfsemi Herri Batasuna, hins meinta pólitíska arms ETA, var bönn- uð og skrifstofum flokksins lokað. Spænska lögreglan handtók á sunnudag þrjá menn í baskneska héraðinu Guipuzkoa á Norður-Spáni, sem taldir eru hafa verið að undirbúa sprengjutilræði. Eiturbyrlari dæmdur EIGANDI skyndibitabúðar í borginni Nanking í austur- hluta Kína var í gær dæmdur til dauða fyrir að hafa orðið 42 manns að bana með því að hafa sett eitur í mat sem keppinaut- ur hins dæmda seldi. Maður- inn, Chen Zhenping, var hand- tekinn fyrir hálfum mánuði eftir að hundruð manna veikt- ust af því að hafa borðað morg- unmat sem fólkið keypti í búð í Tangshan-hverfi í Nanking. Samkvæmt fréttum ríkisfjöl- miðla í Kína játaði Zhenping að hafa sett eitur í matinn vegna þess að hann gat ekki unað keppinautinum vel- gengninnar sem hann naut. STUTT Vantraust á Persson? SJÖ ríkjum úr Mið- og Austur-Evr- ópu verður boðin aðild að Atlants- hafsbandalaginu (NATO) á leiðtoga- fundi þess í Prag í Tékklandi í nóvember. Um þetta hefur nú verið tekin ákvörðun, að því er fullyrt er, og verða aðildarríki bandalagsins alls 26 talsins á eftir. Ríkin sjö, sem boðin verður aðild, eru Búlgaría, Eistland, Lettland, Litháen, Rúmenía, Slóvakía og Slóvenía. Um er að ræða stærstu stækk- unina í 53 ára sögu NATO en með henni eykst fjöldi þess fólks, sem framvegis fellur undir öryggis- og varnarnet bandalagsins, um 40 millj- ónir. Þá mun NATO hafa innanborðs ríki sem liggja að Svartahafinu og Eystrasalti, ríki sem flest tilheyrðu austurblokkinni á tímum kalda stríðs- ins. Ljóst er því að miklar breytingar hafa orðið á NATO frá þeim tímum er Evrópa skiptist í áhrifasvæði Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna. Á vettvangi NATO hefur verið ákveðið að tilkynna ekki formlega um stækkunina fyrr en á fundinum í Prag. „Það er þegar búið að taka póli- tíska ákvörðun um þetta,“ sagði Wlodzimierz Cimoszewicz, utanríkis- ráðherra Póllands, hins vegar fyrir helgi. Ákvörðun um Slóvakíu var tekin seinast Þrjú ný ríki – Pólland, Ungverja- land og Tékkland – fengu aðild að NATO árið 1999. Lengi hefur verið rætt um frekari stækkun bandalags- ins en margir hafa þó átt bágt með að trúa að Rúmeníu og Búlgaríu yrði boðin aðild. Hafa margir efasemdir um að í þessum löndum séu menn nægilega trúir lýðræðishugsjónum þeim, sem jafnan hafa verið settar í forgrunn hjá NATO. Hryðjuverka- árásirnar á Bandaríkin í fyrra breyttu hins vegar hugsunarhætti manna vestra og leggja Bandaríkjamenn nú allt kapp á að tryggja sér bandamenn sem víðast í baráttunni við alþjóðleg hryðjuverk. Þykja átökin í Afganistan hafa gef- ið þjóðum eins og Búlgaríu og Rúm- eníu tækifæri til að sýna og sanna vin- arhug sinn – en bæði Búlgarar og Rúmenar buðu Bandaríkjunum að- stoð sína í herförinni gegn talibönum og liðsmönnum al-Qaeda. Ákvörðun um að bjóða Slóvakíu að- ild að NATO var tekin seinast, enda vildu menn sjá hver yrðu úrslit þing- kosninga þar í landi, sem haldnar voru nýverið. Nú þegar ljóst þykir, að þjóðernissinninn Vladímír Meciar kemst ekki aftur til valda, telja menn óhætt að bjóða Slóvökum einnig aðild að bandalaginu. Sjö ríkjum verður boðin NATO-aðild Rúmenía, Búlgaría og Slóvakía meðal nýrra aðildarlanda Varsjá. The Washington Post.                                                         !""#$%&'(&)"*+)+%,-($.,!/ #'(+*01+*2)+*"3)+ 4 "'*+&15)6!23*0)23)")5%*2%$ 27%&)/42!+* )(*%#1#'(+) )+*"3)(($.*21(+*289'*2%15 :;('(%<2& ="")23>;..")23 15 25#'(,)")23 5'25!*22?@@@ $.*2%,- %'/2A#'(+!( 01+*2)+*"3 # $ %& FLEST bendir til, að kjósendur í Brasilíu muni halla sér til vinstri í forsetakosn- ingunum næsta sunnu- dag í fyrsta sinn í fjóra áratugi. Hefur Luiz Inacio Lula da Silva, frambjóðandi Verka- mannaflokksins, mikið forskot á aðra fram- bjóðendur samkvæmt skoðanakönnunum og þarf ekki að bæta miklu við sig til að sigra í fyrri umferð kosninganna. Síðasta könnun Vox Populi-stofnunarinnar, sem birt var í gær, sýnir að Lula hef- ur stuðning 43% kjósenda og er það tveimur prósentustigum meira fylgi en hann hefur mælst með síðustu vikur. Jose Serra, frambjóðandi ríkisstjórnarinnar, fékk aðeins 18% og prósentustiginu minna en fyrir viku. Anthony Garotinho, fyrrver- andi ríkisstjóri í Rio de Janeiro, var með 15% og Ciro Gomes, fv. fjár- málaráðherra, með 13%. Í annarri könnun um þarsíðustu helgi fékk Lula 44% en það þýðir, að teknu til- liti til ógildra atkvæða í kosningum, að hann þyrfti ekki að bæta við sig nema tveimur prósentustigum til að sigra í fyrri umferð. Nái hann því ekki verður kosið á milli tveggja efstu manna 27. október. Lula, sem er fyrr- verandi starfsmaður í bifreiðasmiðju og verkalýðsforingi, hef- ur þrisvar áður boðið sig fram í forsetakosn- ingum. 1989 tapaði hann fyrir hægrimann- inum Fernando Collor de Mello en hann var sviptur forsetaembætt- inu tveimur árum síðar vegna spillingar. Lula tapaði síðan fyrir Fernando Henrique Cardoso 1994 og 1998. Stjórnmálaskýrendur segja nú, að fátt virðist geta komið í veg fyrir sigur Lula enda standa nú jafnvel að baki honum atvinnurekendur, sem áður óttuðust hann. Hann hefur líka sagt skilið við mestu róttæknina, vill til dæmis ekki lengur hætta afborg- unum af erlendum skuldum og til- lögur hans um skiptingu jarðeigna eru miklu hógværari en kröfur sam- taka landlausra bænda. Fréttaskýrendur spá því, að hugs- anleg stjórn Lula verði mjög ólík vinstristjórn Joao Goulart forseta 1964 en henni var þá steypt af stóli í valdaráni hersins. Fór herinn síðan með öll völd í Brasilíu í 21 ár. Stjórn- málaskýrandinn Villas-Boas Correa telur, að ekki verði mikill munur á stjórn Lula og stjórn Cardosos nú enda verði hann að leita málamiðl- ana á þingi. Andvígur fríverslunar- stefnu Bush Vinstrisigur í Brasilíu mun samt hafa mikil áhrif um alla Suður- Ameríku enda er hagkerfi landsins það stærsta í álfunni og það níunda stærsta í heimi. Sigur Lula gæti t.d. komið í veg fyrir þá stefnu Bush að koma á fríverslun í allri Ameríku, allt frá Kanada til Argentínu. Lula er andvígur henni og kallar hana „innlimun Rómönsku Ameríku í Bandaríkin“. Sumir fréttaskýrendur segja, að vinsældir Lula endurspegli mikla óánægju landsmanna með ástandið. Stefan Salej, fv. formaður einna samtaka iðnaðarins, varar hins veg- ar við óraunhæfum væntingum eins og því loforði Lula að hækka lág- markslaunin, sem nú eru innan við 5.000 krónur íslenskar. „Eitt er að boða breytingar,“ segir hann. „Ann- að að gera þær kleifar.“ Vinstrimaður sigurstranglegur í forsetakjöri í Brasilíu Gæti haft mikil áhrif í allri Suður-Ameríku Rio de Janeiro. AP. ’ Lula hefur sagtskilið við mestu róttæknina. ‘ Luiz Inacio Lula da Silva ÞRJÁTÍU og sjö ára gamall Norð- maður skaut á sunnudag sambýlis- konu sína, tvö börn þeirra, 11 ára telpu og 6 ára dreng, og að lokum sjálfan sig í sumarhúsi á Græsberget nærri Kongsvinger í Austur-Noregi. Maðurinn var meðlimur í heima- varnarliðinu (Hemmeværnet) og notaði AG3-hríðskotariffil sinn við verknaðinn. Telur lögregla að tilefni ódæðisins hafi verið að konan hafi viljað slíta sambandinu við manninn. Harmleikur í Noregi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.