Morgunblaðið - 01.10.2002, Síða 27

Morgunblaðið - 01.10.2002, Síða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 27 Ný sending Teg. 1426 Litir: Svartur, beige Verð 8.990 Teg. 1422701 Litur: Svartur Verð 13.990 Teg. 1426101 Litur: Svartur Verð 12.990 Kringlan, s. 533 1727 Laugavegur, s. 511 1727 2 fyrir 1 til Prag frá kr. 19.250 14. október Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Prag þann 14. október. Þú bókar 2 flugsæti, en greiðir aðeins fyrir 1 og getur kynnst þessari fegurstu borg Evrópu á einstökum kjörum. Og þú getur valið um úrval góðra hótela í hjarta Prag og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í Prag allan tímann. 7. okt. – 11 sæti 14. okt – 23 sæti Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 19.250 Flugsæti til Prag, út 14. okt, heim 17. okt. Almennt verð með sköttum. Verð kr. 3.900 Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi, Quality, per nótt með morgunmat. Völ um góð 3ja og 4 stjörnu hótel. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Á HANDRITASÝNINGUNNI sem opnuð verður í Þjóðmenningarhús- inu í byrjun október er mikið lagt upp úr því að íslensku handritin verði vel sýnileg almenningi án þess að þeim sjálfum sé teflt í hættu. Eins og fram hefur komið verða miklar öryggisráðstafanir viðhafðar á sýn- ingunni til að vernda handritin. Pét- ur Ingi Arnarson iðnhönnuður hjá Ofnasmiðjunni/Rými hefur haft um- sjón með smíði sérstakra örygg- isskápa sem handritin verða í á sýn- ingunni. „Það kom upp sú ósk að við smíðuðum skápa undir handritin, og það var strax ljóst að þetta væri ein- stakt verkefni sem krefðist sér- stakra lausna,“ segir Pétur Ingi. „Vandamálin voru margs konar; sneru bæði að því að koma skáp- unum fyrir inni í því litla rými sem þeim var ætlað; að því að koma handritunum fyrir í skápunum, og svo að því að standast þær örygg- iskröfur sem gerðar voru, til dæmis þær, að skáparnir yrðu 90% loftþétt- ir.“ Pétur Ingi segir að skáparnir þurfi auk þessa að vera rammgerðir og traustir og geta staðið í tíu ár. Tvöfalt öryggisgler er notað í efri hluta þeirra; rammarnir eru úr stál- prófílum og neðri hluti skápanna úr stáli. Stálið er dufthúðað með epox- ylakki, sem tryggir að ekki gufi upp af þeim eiturefni sem skemmt gætu handritin. Rammgerðar öryggislæs- ingar verða á skápunum. „Þetta á allt að vera mjög traust, og eins traust og hægt er.“ Pétur Ingi segir að smíði skáp- anna fyrir handritin hafi verið ein- stakt verkefni fyrir Ofnasmiðjuna og ólíkt öðrum sem fyrirtækið hefur fengist við. „Við fengum ákveðnar hugmyndir frá aðstandendum sýn- ingarinnar og höfðum sjálfir góða fagmenn á okkar snærum. Í samein- ingu fundum við lausnir sem gengu upp á hagkvæman og viðráðanlegan hátt.“ Aðspurður um það hvort þeir Ofnasmiðjumenn hafi fundið til þess að þeir væru að vinna með þjóð- argersemar segir Pétur Ingi að svo hafi vissulega verið. „Við höfum ver- ið mjög uppveðraðir af verkefninu og höfum reynt að leggja mikið und- ir að allt yrði í lagi. Við öfluðum allra gagna um þau efni sem við not- um; s.s. þéttiefni og kítti og upp- gufun þeirra og lögðum á okkur mikla undirbúningsvinnu. Skáparnir voru fyrst settir upp í verksmiðjunni hjá okkur og prófaðir í þaula, en svo teknir í sundur, fluttir hingað í ein- ingum og settir saman aftur.“ Handritin hvíla í vöggum Steinþór Sigurðsson listmálari og leikmyndateiknari er hönnuður sýn- ingarinnar, en Hersteinn Brynjólfs- son handritaforvörður hefur umsjón með uppsetningu handritanna á sýn- ingunni. Eftir að gestir hafa skoðað ítarupplýsingar um handritin er gengið inn í fyrri handritaklefann, þar sem ekkert er annað en skáp- urinn sem handritin geymir. Þar hvíla handritin á því sem Steinþór kallar vöggur. Með því að sýna handritin í þar til gerðum örygg- isskápum geta handritin staðið óhreyfð dag og nótt við bestu að- stæður. „Skáparnir hafa sitt eigið loftslag,“ segir Steinþór, og Her- steinn bætir því við að rakanum sé stjórnað með sérstökum rakakas- settum, sem halda rakanum alltaf við fyrirfram ákveðið rakastig. Handritaherbergin eru hönnuð þannig að í þeim er algjört myrkur, en um leið og einhver gengur inn kvikna ljós. Að sögn Steinþórs eru þetta ljós- leiðaraljós, og ekkert rafmagn í skápunum sjálfum, aðeins utan við þá. Nemar og myndavélar af ýmsu tagi fylgjast með handritunum og ástandi þeirra. „Það er reynt að segja það sem segja þarf í fremri salnum, en hér inni verður ekkert nema handritin og örlítill texti um þau. Þetta er eins og að koma inn í það allra helgasta,“ segir Steinþór. Mikil vinna hefur verið lögð í textarannsóknir á handritum hér á landi. Hersteinn Brynjólfsson segir þó að rannsóknir á þeim þáttum sem snúa að forvörslu handritanna og verndun séu nánast engar. „Menn hafa verið að stúdera texta og aftur texta, en ekki fyrr en á seinni árum að farið er að sinna forvörsluþáttum handritanna og rannsaka hvað þau þola mikið álag. Allt sem er orðið 200 ára gamalt er úr organískum efnum sem brotna niður. Við hverja flettingu á bókinni er verið að reyna á trefjar hennar sem eru orðnar lún- ar og þola helst ekki neitt álag. Raka- og hitastig hefur líka áhrif á trefjar handritanna. Þær þenjast út og dragast saman við minnstu breyt- ingar, þannig að það er nóg álag í sjálfu sér. Því er svo nauðsynlegt að halda hita- og rakastigi jöfnu.“ Her- steinn segir að til séu alþjóðlegir staðlar um kjörloftslag handrita og að þeir séu notaðir hér. „Reyndar er það svo með okkar handrit, að þau hafa verið geymd síðasta áratuginn við örlítið annan hita en staðallinn segir til um, eða um 18 stig, og raka- stigið á þeim hefur verið um 50. Við reynum að halda á sýningunni sama hita- og rakastigi og handritin hafa þegar lagað sig að til að breytingar verði sem minnstar.“ Alls verða um fimmtán handrit sýnd á sýningunni. Öryggisskápar smíðaðir utan um handritin á sýningu í Þjóðmenningarhúsi „Upp- veðraðir af verk- efninu“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Unnið að uppsetningu á öryggisskápum fyrir handritasýninguna í Þjóðmenningarhúsinu. ÞAÐ dylst engum sem sér þessa mynd hversu mikið sameiginlegt Xander Cage á með kollega sínum James Bond. En segja mætti að xXx sé tískuútgáfan af 007, í þessari grófu tattú og túttu tísku sem tröllríður öllu. Og þótt að eflaust eigi eftir að koma fleiri myndir með xXx, efast ég stórlega um að honum takist að riðja 007 úr sessi, ekki eft- ir áratuga vinsældir. Xander Cage er þekktur áhættu- íþróttaiðkandi og smákrimmi með eigin sjónvarpsþátt. Bandarísku leyniþjónustunni finnst hann upp- lagður til að komast inn hjá tékk- neskum hópi sem vill heimsyfirráð og dauða, þar sem hann er af álíka sauðahúsi og þau. Þótt að Bond-formúlan sé tekin upp og endurskrifuð vantar ekki bara reisn heldur líka frumleika og andagift í þessa mynd. Sagan er barnslega þunn og ekki sérlega spennandi í heildina, þótt áhættu- atriðin séu oft spenandi eitt og sér, og yfir höfuð mjög flott, sérstaklega snjóflóðaatriðið. Það verður ekki tekið frá Rob Cohen að hann kunni að leikstýra áhættuatriðum en skemmtilegra hefði verið að sjá Xander nota meira sérstaka áhættuíþróttakunnáttu sína í has- arariðunum – og vera þannig frum- legur og eitthvað alveg nýtt – held- ur en að sjá bíla- og bátaatriði sem við höfum svo oft, oft séð áður. Brettaatriðið í Prag var alltof stutt og einfalt. Vin Diesel er helv … flottur gaur, og smellpassar í hlutverk hasar- hetju. Það er ekki spurning að hann hann muni taka við af Stallone og Schwartzenegger, sem nú eru komnir til ára sinna. Mér fannst hann reyndar fínn leikari í Boiler Room hér um árið, en xXx er hann álíka góður og fyrirrennarar hans, kannki aðeins liprari í máli. Flestir aðrir karakterar eru fullklisjóttar og jafnvel gamaldags. Það verður helst sagt xXx til hóls að manni leiðist ekki, og að í henni eru nokkrir góðir punktar. Uppfinn- ingamaðurinn finnst mér fín týpa, ef ekki sú frumlegasta í myndinni, svo er líka gaman sjá hvernig farið er með James gamla Bond. Ekki síst í lokaatriðinu. Þá er ekki laust við að maður spyrji sig: er verið að gera grín að Bond, eða á þetta að vera virðingarvottur? KVIKMYNDIR Regnboginn, Smárabíó, Laug- arásbíó og Borgarbíó Ak. Leikstjórn: Rob Cohen. Handrit: Rick Wilkes. Kvikm.taka: Dean Semler. brell- ur: John Frazier og BoPo. Aðalhlutverk: Vin Diesel, Asia Argento, Marton Csok- as, Michael Roof og Samuel L. Jackson. 124 mín. USA. Columbia TriStar 2202. xXx  Góður, en enginn Bond Hildur Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.