Morgunblaðið - 01.10.2002, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 31
FRÁ því að hryðjuverkaárásir
voru gerðar á Bandaríkin 11.
september fyrir rúmu ári hafa öll
vestræn ríki tekið öryggismál sín
og varnir til gagngerrar skoðun-
ar. Íslensk stjórnvöld eru þar
ekki undanskilin og fóru marg-
víslegar athuganir í gang hjá
flestum ráðuneytum og mörgum
opinberum stofnunum í kjölfarið.
Meginniðurstaðan úr athugunum
íslenskra yfirvalda er sú að í
stórum dráttum er staðið með
viðunandi hætti að öryggismálum
hjá þeim aðilum sem á því bera
ábyrgð. Engu að síður hefur kom-
ið fram að boðleiðir mætti skerpa
og skýra í ákveðnum tilvikum,
treysta mætti samskipti mismun-
andi björgunaraðila og fleira
mætti nefna. Að þessum mark-
miðum hefur verið unnið og verð-
ur þeirri vinnu haldið áfram.
Eitt af því sem fjallað hefur
verið um í tengslum við umfjöllun
um öryggismál ríkisins er spurn-
ingin um það sem kalla mætti
leyniþjónustustarfsemi íslenska
ríkisins. Umræða um þetta hefur
flogið víða á undanförnum vikum
og oft farið um víðan völl. Þórunn
Sveinbjarnardóttir alþingismaður
er ein af þeim sem kvatt hafa sér
hljóðs í þessari umræðu og gerir
að umtalsefni í Morgunblaðinu sl.
laugardag hvort þörf sé fyrir
slíka starfsemi hér á landi. Marg-
ar af hennar athugasemdum og
áréttingum eru því miður á mis-
skilningi byggðar, eins og stund-
um gerist.
Það sem þingmaðurinn athugar
ekki þegar hún varpar fram
spurningum sínum er að heimildir
lögreglu samkvæmt lögreglulög-
um til að tryggja almannaöryggi
eru skýrar og afdráttalausar. Eitt
af meginhlutverkum hennar sam-
kvæmt 1. grein lögreglulaga er að
gæta almannaöryggis og allsherj-
arreglu. Þá segir í 5. grein lög-
reglulaga að meðal sérstakra
verkefna sem ríkislögreglustjóra
beri að hafa með höndum sé að
starfrækja lögreglurannsóknar-
deild sem rannsaki landráð og
brot gegn stjórnskipan ríkisins og
æðstu stjórnvöldum þess. Spurn-
ingin um það hvort tímabært sé
að íslensk lögregluyfirvöld hafi
heimildir af þessu tagi er því í
besta falli tímaskekkja enda hafa
heimildir af þessu tagi verið í ís-
lenskum lögum um árabil.
Það fyrirkomulag að fela lög-
reglu að annast þessa starfsemi
er í samræmi við það fyrirkomu-
lag sem gildir í nágrannalöndum
okkar á Norðurlöndunum. Sá
munur er þó á að á hinum Norð-
urlöndunum er í gildi sérstök lög-
gjöf um þessa starfsemi lögreglu.
Þar er meðal annars kveðið nánar
á um það í hverju þessi starfsemi
skuli fólgin og hvernig eftirliti
með henni skuli háttað.
Þarna er einmitt komið að
kjarna málsins og þess sem ég
hef haft fram að færa af þessu til-
efni. Margir höfðu af því áhyggj-
ur að í kjölfar hryðjuverkaárás-
anna á Bandaríkin að stjórnvöld
myndu ganga á lagið og nýta það
tækifæri til að ganga á sjálfsögð
mannréttindi almennings eins og
friðhelgi einkalífs og heimilis. At-
hugasemdir þær sem ég hef við
gildandi fyrirkomulag voru ein-
mitt í þá veru að treysta þyrfti
réttarstöðu borgaranna, treysta
mannréttindi og að til staðar væri
virkt eftirlit með því að sjálfsögð
mannréttindi væru ekki skert að
óþörfu.
Í löggjöf nágrannaþjóða okkar
er skýrt tekið á þessum þáttum,
meðal annars er gert ráð fyrir því
að sérstök þingnefnd skuli hafa
eftirlit með þessari starfsemi lög-
reglunnar, og þar á meðal eftirlit
með því að mannréttindi séu virt.
Það er enginn vafi í mínum
huga að við þurfum að vera undir
það búin að geta tekist á við al-
þjóðlega hryðjuverkastarfsemi,
sem teygir anga sína út um allan
heim. Það er barnalegt að halda
því fram að Ísland sé af ein-
hverjum óútskýrðum ástæðum
óhult fyrir slíkri starfsemi. Við
getum ekki leyft okkur að reka á
reiðanum í þessum efnum og vona
það besta. Við þurfum að sama
skapi að tryggja að mannréttindi
almennings séu ekki skert nema
brýna nauðsyn beri til. Það var
mitt mat að nauðsynlegt væri að
vekja máls á þessu og skapa
þannig umræðu um þetta áður en
ákvarðanir um næstu skref yrðu
teknar.
Núverandi fyrirkomulag veitir
lögreglu fullnægjandi heimildir til
að sinna þessu mikilvæga verk-
efni. Það er ekki síður mikilvægt
að almenningur geti verið viss um
að lögregla fari vel með þessar
mikilvægu heimildir og að virkt
eftirlit sé til staðar. Það er hlut-
verk mitt sem dómsmálaráðherra
að gæta öryggis almennings og að
gæta þess að mannréttindi al-
mennings séu ekki skert. Bæði
þessi verkefni eru gríðarlega mik-
ilvæg og báðum þarf að sinna af
fullri alvöru.
Er þörf á því
að tryggja
mannréttindi?
Eftir Sólveigu
Pétursdóttur
Höfundur er
dómsmálaráðherra.
„Það er
hlutverk
mitt sem
dóms-
málaráð-
herra að gæta öryggis
almennings og að
gæta þess að mann-
réttindi almennings
séu ekki skert.“
verk gagnvart þáverandi forstöðu-
manni, þá fór hann aftur á
Litla-Hraun, síðan á Sogn í Ölfusi, en
þaðan var hann útskrifaður af geð-
lækni í janúarbyrjun 2002. Síðan þá
hefur hann verið í áfengismerðferð í
Byrginu, sem ekki hefur gengið betur
en svo að hann er einnig búinn að
brenna allar brýr að baki sér þar með
erfiðu háttalagi og ofbeldi, þrátt fyrir
ítrekað fengin tækifæri. Hann er með
sykursýki og lifrarbólgu til viðbótar
við annað. Steinn á enga vini, enga
kunningja nema samfanga, fíkla og
útigangsmenn. Hann kann ekkert á líf-
ið utan fangelsismúranna og hefur
engan félagslegan þroska til að takast
á við það. Steinn er geðveikur, gefur
sér forsendur samkvæmt sínum eigin
óbeisluðu tilfinningum, hann er lækn-
islaus og hefur verið án sérhæfðrar
meðferðar og geðlyfja síðan hann var
á Sogni. Mér finnst reyndar óforsvar-
anlegt að hann skuli hafa verið útskrif-
aður þaðan, en sérhæft mat hlýtur þó
að liggja þar að baki. Ég vil taka það
fram að Steinn er ennþá skráður með
lögheimili að Sogni í Ölfusi. Hann er
nú á götunni og ég óttast að hann
kunni að vinna einhver voðaverk, sem
ekki verða bætt.
Enginn vill fá hann,
enginn vill sjá hann
Fjölskyldan og aðrir aðstandendur
eru langþreyttir, hræddir, raunar úr-
kula vonar og hafa reynt allt sem í
þeirra valdi stendur til að aðstoða og
leita úrlausnar. Til margra sérhæfðra
aðila og stofnana hefur verið leitað, en
ennþá án árangurs. Enginn vill fá
hann, enginn vill sjá hann. Ég vil ekki
nefna nöfn, en það eru orðnir tugir
lækna, geðlækna, ráðgjafa, forsvars-
manna, stjóra og embættismanna, sem
talað hefur verið við að undanförnu.
Allir þeir sem leitað hefur verið til ým-
ist neita eða segjast ekki geta að-
stoðað, ætla að hringja aftur en gera
ekki, svara ekki síma þegar þeir fá að
vita um hvað málið snýst eða vísa á
einhvern annan. Málið virðist enn-
fremur stranda á skörun milli ráðu-
neyta ykkar.
Steinn hefur lýst sig reiðubúinn til
að fara aftur í Gunnarsholt. Þar leið
honum vel og fékk að vera þátttakandi
í ýmsum störfum. Einnig hefur hann
sagt að aðrir staðir komi vel til greina,
svo framarlega sem þeir séu ekki hér í
borginni (sollinum) og hann fái viðeig-
andi lyfjameðferð og atlæti undir eft-
irliti ábyrgra sérfróðra aðila. Nú bið
ég ykkur að reyna að finna tafarlaust
viðunandi langtímalausn.“
ur í mörg ár reynt að finna lausn á málum sonar síns
st að sonur
nni að vinna
egt voðaverk
Morgunblaðið/Júlíus
sið á Klapparstíg, þar sem voðaverkið var framið síðastliðinn fimmtudag.
ns Ármanns Stefánssonar bréf til ráðherra dóms-, heil-
kaði þess að fundin yrði viðunandi langtímalausn á máli
st að sonur sinn kynni að vinna einhver voðaverk, sem
m á götunni. Hann biður um skjótar úrbætur yfirvalda í
em standi í svipuðum sporum og sonur sinn.
ausnir og
t að hefja
koma upp
nings- og
m koma að
elsismála-
ru ýmsar
á þær og
ni
uneytisins
na úrræði
fi leitt til
Jón, en á
ergi fékk
ðandi ein-
ningur er
koma að.
essu í sínu
ðunar. Ég
unar hafa
knum ein-
hafi fyrir
m frá lög-
i mál.
ði ekki illa
ykkt var í
smálaráð-
a þriggja í
ð á fót
að
ál ALLIR ráðherrarnir þrír semfengu bréf Stefáns Aðalsteinsson-
ar, föður Steins Ármanns Stefáns-
sonar, sem grunaður er um að hafa
orðið manni að bana á fimmtudag,
segja að gripið hafi verið til ráð-
stafana innan ráðuneyta sinna
vegna málsins. Í bréfinu, sem sent
var fyrir fjórum mánuðum, biður
Stefán ráðherrana að finna viðun-
andi langtímalausn á málum sonar
síns og segist óttast að verði ekkert
að gert geti hann unnið einhver
voðaverk, sem ekki verði bætt.
„Við gerðum ráðstafanir til að
skoða þetta mál og vorum í sam-
bandi við Sogn út af þessu máli,“
segir Jón Kristjánsson heilbrigðis-
ráðherra. „Ég svaraði honum og
það fóru á milli orðsendingar um
þetta í sumar. Embættismenn voru
að vinna í þessu máli eins og svo
mörgum öðrum varðandi erfiða
einstaklinga. Þetta mál er afar erf-
itt, eins og fram hefur komið.
Þarna var búið að reyna ýmis úr-
ræði. Ég svaraði þessu bréfi og
sagði honum að ég myndi láta
skoða þetta mál og gerði það
reyndar. Því miður var ekki búið
að finna úrræði sem dugðu,“ segir
Jón.
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra segir að hann hafi fengið
málið í hendur Birki Jóni Jónssyni,
aðstoðarmanni sínum. Birkir segir
að hann hafi verið í sambandi við
föðurinn símleiðis, þá hafði Steinn
Ármann fengið inni á Sogni. „Ég
tjáði honum að ef hagir hans
myndu breytast á verri veg væri
honum velkomið að hafa samband
við ráðuneytið aftur og þá mynd-
um við reyna að liðsinna honum og
fjölskyldunni eftir fremsta megni,“
segir Birkir. „Þetta er hræðilegt
sem hugsast getur. Þetta er mjög
átakanlegt bréf, við tókum þetta
mjög alvarlega,“ segir Páll og
bendir á að stofnanirnar sem um
ræðir heyri ekki undir hans ráðu-
neyti.
Þær upplýsingar fengust í dóms-
málaráðuneytinu að málið hefði
verið tekið til skoðunar og embætt-
ismenn ráðuneytisins hefðu sett sig
í samband við þær stofnanir sem
málinu tengdust og heyrðu undir
ráðuneytið. Þá hefði virst sem mál-
ið hefði verið í ákveðnum farvegi í
stofnunum heilbrigðisráðuneytis-
ins.
Ráðuneytin segjast öll
hafa gripið til ráðstafana
MAGNÚS Skúlason geðlæknir segir að skýringin á því að Steinn Ár-
mann Stefánsson sé skráður með lögheimili á Sogni sé að hann hafi
verið skráður þar tímabundið þar sem hann var heimilislaus og einnig
til að gera Steini Ármanni auðveldara að sækja um búsetuúrræði á
svæðinu. Af óviðráðanlegum orsökum hafi ekki tekist að nýta þessi úr-
ræði. Í kjölfarið hafi síðan orðið sá formgalli að afskráning á heim-
ilisfanginu fórst fyrir.
Í yfirlýsingu, sem ættingjar Steins Ármanns sendu frá sér í gær,
var sett fram sú spurning, hvort eðlilegt væri að maður með lögheimili
á Réttargeðdeildinni á Sogni skuli á sama tíma vera í haldi lögreglu
grunaður um morð. Magnús segir, að Steinn Ármann hafi verið vist-
aður á Sogni sem sakhæfur fangi í afplánun en ekki sem ósakhæfur.
Því hafi ekki gilt um hann sömu reglur varðandi afléttingu vistunar-
dóms með viðeigandi eftirfylgni.
Átti að greiða fyrir
búsetuúrræðum
LÖGREGLAN í Reykjavík hand-
tók á föstudagskvöld par sem hafði
greitt fyrir hótelgistingu í tvær
nætur með því að gefa upp númer á
greiðslukorti sem hvorugt þeirra
átti. Númerið sáu þau á greiðslu-
kortakvittun sem annað þeirra fann
á förnum vegi. Parið hafði gist eina
nótt á hótelinu þegar svikin komust
upp.
Að sögn Ómars Smára Ármanns-
sonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í
Reykjavík, er of algengt að látið sé
nægja að fá uppgefið númer
greiðslukorts en ekki krafist að
kortinu sé framvísað. Þá gangi þeir
sem taka við greiðslunni ekki úr
skugga um að sá sem gefur upp
númerið sé raunverulegur eigandi
kortsins.
Númerið á greiðslu-
kortinu nægði