Morgunblaðið - 01.10.2002, Síða 34
UMRÆÐAN
34 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
F
réttir nýlega af nið-
urstöðum tveggja
vísindarannsókna
eru um margt eft-
irtektarverðar, en
þó kannski fyrst og fremst það,
að þær virðast stangast á við til-
teknar hugmyndir sem hafa ver-
ið að festast í sessi undanfarna
áratugi.
Annars vegar er um að ræða
rannsóknarniðurstöður sem
segja, að karlmönnum sem eru
heimavinnandi sé 82% hættara
við ótímabæru andláti af völdum
hjartasjúkdóma en þeim sem
fylgja boði gömlu hefðarinnar og
vinna úti. Hin rannsóknin, sem
hér er vísað til, leiddi í ljós að
þeir sem horfa mikið á sjónvarp
eru ekkert
síður í and-
legu jafnvægi
en þeir sem
eiga stóran
vinahóp. Um
þessar síð-
arnefndu niðurstöður var haft
eftir þróunarsálfræðingnum Sa-
toshi Kanazawa, höfundi rann-
sóknarinnar, að mannsheilinn
hefði jú þróast fyrir tíma sjón-
varpsins og undirmeðvitund
manns geri því í raun engan
greinarmun á mannsandliti á
sjónvarpsskjá og andliti mann-
eskju sem stendur fyrir framan
mann.
Fyrrnefnda rannsóknin –
þessi um húsfeður og hjarta-
sjúkdóma – var gerð fyrir
Bandarísku heilbrigðismála-
stofnunina (NIH), og CNN hafði
eftir höfundinum, Elaine Eaker,
fyrr á þessu ári, að niðurstöð-
urnar hefðu svo sannarlega kom-
ið á óvart.
Hún sagðist ekki vita til þess
að hugsanlegar orsakir þessa
hafi nokkurn tíma verið rannsak-
aðar, en gat sér þess til, að or-
sakirnar mætti að einhverju leyti
rekja til streitu sem maður verð-
ur fyrir þegar maður rýfur djúp-
stæðar, samfélagslegar hefðir.
„Að ganga gegn samfélagslegum
væntingum kann að vera slæmt
fyrir heilsuna,“ sagði Eaker við
CNN.
Niðurstöður rannsókna Kan-
azawas á áhrifum sjónvarpsgláps
voru ekki síður óvæntar, og hafa
þar að auki vakið deilur, að því
er lesa mátti í The Washington
Post fyrir nokkru, og segja aðrir
fræðingar að aðferðir hans og
ályktanir af niðurstöðum séu
vafasamar. Kanazawa komst að
því, nánar tiltekið, að konur sem
horfa mikið á gamanþætti á borð
við Friends, og karlar sem horfa
mikið á fréttir, séu ánægðari
með vinatengsl sín en annað fólk.
Kanazawa, sem byggði rann-
sókn sína á gögnum frá Banda-
rísku viðhorfsrannsókn-
armiðstöðinni (NORC), telur að
þarna á milli sé beinlínis orsaka-
samhengi. Sjónvarpsáhorfið bæti
tengsl fólks við vini og kunn-
ingja, og geri að verkum að það
fái meira út úr vinaáttuböndum
sínum en ella. Það er að segja, ef
maður er stelpa, þá er beinlínis
hollt að horfa á Friends, og ef
maður er strákur, þá er beinlínis
hollt að horfa á fréttir.
Af þessum tveim ofangreindu
rannsóknum má því draga þá
ályktun, að það geti verið bein-
línis heilsuspillandi fyrir karl-
menn að vera heimavinnandi, og
hreinlega hollt fyrir fólk að horfa
á sjónvarp. Þetta tvennt stang-
ast klárlega á við hugmyndir
sem ötullega hefur verið reynt
að festa í sessi undanfarna ára-
tugi.
Ennfremur má velta því fyrir
sér hvort draga megi almennari
ályktanir af þessum rann-
sóknum, eins og til dæmis um
ágæti gamalla hefða, eða hvort
ætla megi að þetta séu bara tvö
einangruð frávik, sem ekki séu
vísbendingar um víðtækari sann-
leika, heldur verði leiðrétt með
frekari rannsóknum.
En vegna þess hvernig vísindi
virka – í þeim er aldrei neitt
endanlega sannað heldur miða
rannsóknir að því að sýna fram á
auknar eða minnkaðar líkur á
því að kenningar séu sannar – er
sennilega affarasælast að ganga
ekki lengra en svo að segja að
þessar tvær rannsóknir dragi úr
líkunum á því að það sé einhlítt,
sem mikið er og hefur verið klif-
að á, að sjónvarpsgláp sé óhollt
og það sé mikil nauðsyn að
breyta hefðbundnum kynhlut-
verkum.
(Þessi sama rannsókn á vegum
NIH leiddi líka í ljós að konum í
ábyrgðarstöðum er þrisvar sinn-
um hættara við hjartasjúkdóm-
um en konum sem sinna störfum
þar sem ábyrgðin er minni. Vís-
indamennirnir telja líka að þarna
sé meðal annars um að kenna
stressinu sem fylgi því að ganga
gegn ríkjandi hefð.)
Það er í hæsta máta ólíklegt
að þessar tvær rannsóknir muni
hafa hin minnstu áhrif á ríkjandi
hugmyndir um áhrif sjónvarps-
gláps á börn eða á jafnrétt-
isumræðuna. Þær hugmyndir og
sú umræða eru komnar í allt of
fastar og djúpar skorður til að
tvær litlar rannsóknir fái rótað
þeim. Það væri líka, frá vís-
indalegu sjónarmiði, óeðlilegt að
mikið upphlaup yrði út af tveim
rannsóknum sem hafa ekki einu
sinni – það séð verður – verið
endurteknar.
Samt eru niðurstöður þessara
rannsókna forvitnilegar, og þá
kannski einkum fyrir tvennt. Í
fyrsta lagi gefa þær þeirri hugs-
un undir fótinn, að ríkjandi hug-
myndir séu að einhverju leyti af
ætt trúarlegrar kreddu en ekki
bara vísindalegra staðreynda.
Þannig eru þessar niðurstöður
dálítill eldsmatur fyrir efasemd-
ir, sem eru nauðsynlegar til að
hugmyndaheimurinn tréni ekki.
Í öðru lagi er gaman að þess-
um niðurstöðum vegna þess að
þær virðast taka undir með óyf-
irveguðum löngunum og gömlum
hefðum. Það er ekki oft sem vís-
indarannsóknir eru hliðhollar
sjónvarpsglápi og gömlum kyn-
hlutverkum. Og það sem meira
er, þær tilteknu rannsóknarnið-
urstöður sem hér hafa verið
gerðar að umtalsefni geta jafnvel
orðið kveikjan að þeirri spurn-
ingu hvort hefðum sé kannski
stundum kastað fyrir róða af
helst til miklu offorsi, bara af því
að þær eru gamlar.
Húsfeður
og sjónvarp
Af þessum tveim rannsóknum má því
draga þá ályktun, að það geti verið
beinlínis heilsuspillandi fyrir karlmenn
að vera heimavinnandi, og hreinlega
hollt fyrir fólk að horfa á sjónvarp.
VIÐHORF
Eftir Kristján G.
Arngrímsson
kga@mbl.is
NÝLEGA opnaðist sá möguleiki
að lenda flugvél með farþega á set-
hjalla vestan við Jöklu og gefa
fólki kost á að skoða óviðjafnanlegt
svæðið norðan Vatnajökuls sem
marga dreymir um að gera að
þjóðgarði. Allmargt fólk hefur nýtt
sér þennan möguleika og komið
hugfangið til baka, sannfærðara en
nokkru sinni um réttmæti þess að
vernda þetta svæði um ókomin ár.
Sú von lifir enn að þjóðin beri
gæfu til að eignast þarna alvöru
þjóðgarð á heimsmælikvarða í stað
þeirrar eyðileggingar sem við blas-
ir ef Kárahnjúkavirkjun verður að
veruleika. Því miður er núverandi
ríkisstjórn á móti þeirri framtíð-
arsýn og vinnur markvisst gegn
henni.
Hættuleg undanlátssemi
Með atbeina ríkisstjórnarinnar
er nú unnið að stórfelldum fram-
kvæmdum á ósnortnum víðernum
landsins norðan Vatnajökuls til
undirbúnings Kárahnjúkavirkjun
þrátt fyrir að ekki er ennþá ljóst
hvort af virkjuninni verður. „Það
er einfaldlega allt undir Alcoa
komið,“ fullyrti einn af stjórnar-
mönnum Landsvirkjunar fyrir ör-
fáum dögum. Enn er óljóst hvort
Alcoa er tilbúið til að greiða það
verð fyrir raforkuna frá Kára-
hnjúkavirkjun sem þarf til að
virkjunin gæti talist arðbær. Það
verður að teljast ólíklegt enda þarf
mikið til, en hins vegar er ástæða
til að óttast undanlátssemi stjórn-
valda sem vilja fyrir hvern mun
koma þessu gæluverkefni sínu á
koppinn fyrir komandi kosningar.
Bandaríska álfyrirtækið Alcoa,
sem hefur að undirförnu verið að
loka álverksmiðjum í Bandaríkj-
unum sem því finnst ekki lengur
færa sér nægilegan gróða og ber
við auknum launakostnaði og um-
hverfisvandamálum, hefur það sem
sagt í hendi sér hvort af óbæt-
anlegum náttúruspjöllum verður á
hálendi Íslands eða ekki.
Ímynd stefnt í voða
Á sama tíma og stórvirkar
vinnuvélar rista í sundur ósnortin
víðernin norðan Vatnajökuls er
þrýst á um gerð Norðlingaöldu-
veitu sunnan Hofsjökuls. Sá þrýst-
ingur er á vissan hátt skiljanlegri
Kárahnjúkatryllingnum í ljósi fjár-
hagslegrar hagkvæmni og í ljósi
niðurstöðu Skipulagsstofnunar í
mati á umhverfisáhrifum vegna
Norðlingaölduveitu. Sú niðurstaða
vakti hins vegar mikla furðu og
vonbrigði margra. Niðurstaðan
gekk þvert á fullyrðingar stofn-
unarinnar í úrskurðinum sjálfum
þar sem ítrekað var sagt að Norð-
lingaöldulón hefði í för með sér
mikil óafturkræf umhverfisáhrif.
Af öllum gögnum að dæma yrði um
að ræða verulega röskun á frið-
landinu í Þjórsárverum, enda hef-
ur umhverfisráðherra nú til með-
ferðar fjölda kærna vegna þessa
úrskurðar Skipulagsstofnunar.
Hvor tveggja þessara aðgerða,
skerðing Þjórsárvera og spjöllin
við Kárahnjúka, setur orðstír lands
og þjóðar í hættu og stefnir í voða
þeirri ímynd sem við byggjum svo
margt á bæði í atvinnulífi lands-
manna og ekki síður í vitund þjóð-
arinnar.
Hernaðurinn gegn landinu
Grá fyrir járnum böðlast Lands-
virkjun þannig áfram í skjóli nú-
verandi ríkisstjórnar. Þeim liggur
svo á að skemma þessi mikilvægu
svæði að það er ekki hægt að bíða
og sjá hvort yfirleitt verður af
virkjun. Og þeir þykjast ekki geta
beðið eftir endanlegri gerð
Rammaáætlunar um vernd og nýt-
ingu vatnsfalla sem ríkisstjórnin
hratt af stað fyrir nokkrum árum.
Þeir hlusta ekki einu sinni á það
sem fram kemur í áfangaskýrslu
Rammaáætlunar um helstu virkj-
unarkosti, að það er verið að ráð-
ast á þau svæði sem hæst nátt-
úruverndargildi hafa, þau svæði
sem okkur ber fyrst og fremst að
vernda. Á það hlustar ekki Lands-
virkjun og enn síður ríkisstjórnin.
Hernaðurinn gegn landinu, sem
Halldór Laxness skrifaði um víð-
fræga grein fyrir rúmum 30 árum,
er efstur á forgangslista ríkis-
stjórnar og gælufyrirtækis hennar,
Landsvirkjunar.
Andspænis þessu ofbeldi í skjóli
auðs og valds stendur fólk vaktina
fyrir náttúru landsins með nokkra
hundraðkalla, hugmyndaflug og
heitar tilfinningar að vopni. Hve-
nær og hvernig á þessu ofbeldi að
linna?
Við þurfum alvöru þjóðgarð
Vinstri grænir hafa ítrekað flutt
tillögur um verndun mikilvægra
landssvæða á hálendinu. Þeir hafa
lagt til stækkun friðlandsins í
Þjórsárverum og stofnun raun-
verulegs þjóðgarðs – ekki virkj-
anaþjóðgarðs – norðan Vatnajök-
uls í stað þeirra hrikalegu
náttúruspjalla sem virkjun við
Kárahnjúka hefði í för með sér.
Stór hluti þjóðarinnar tekur undir
þau sjónarmið, en því miður hefur
núverandi ríkisstjórn lagst gegn
þeirri stefnu.
Ekkert er þó fjær náttúruvernd-
arsinnum en að missa móðinn. Enn
er ekki endanlega frágengið að
virkjað verði við Kárahnjúka og
enn er ekki allur skaðinn skeður
þrátt fyrir óskammfeilið framferði
Landsvirkjunar í skjóli ríkisstjórn-
arinnar. Enn er því ekki úti um
þann möguleika að stofna raun-
verulegan þjóðgarð á heimsmæli-
kvarða á þessu einstæða svæði.
Slíkur þjóðgarður væri ekki aðeins
mikilvægur frá sjónarhóli náttúru-
verndar, heldur yrði veruleg lyfti-
stöng fyrir atvinnulíf í fjórðungn-
um og raunar á landinu öllu. Slíkur
þjóðgarður legði traustari grunn
að þróun íslensks atvinnulífs og
framtíð afkomenda okkar en þau
hervirki sem felast í stefnu rík-
isstjórnarinnar.
Þjóðgarður norðan
Vatnajökuls
Eftir Kristínu
Halldórsdóttur
„Enn er því
ekki úti um
þann mögu-
leika að
stofna raun-
verulegan þjóðgarð á
heimsmælikvarða á
þessu einstæða
svæði.“
Höfundur er framkvæmdastjóri VG.
ÁRIÐ 1995 var gerð smávægileg
breyting á setningu í lögum um al-
mannatryggingar varðandi hag elli-
lífeyrisþega. Setningunni um að
„ellilaun eigi að fylgja launaþróun“
var breytt á þann veg að „ellilaun
ættu að taka mið af launaþróun“.
Eftir þessa breytingu hafa kjör elli-
lífeyrisþega rýrnað mikið. Hlutfallið
milli ellilauna (grunnlífeyrir, tekju-
tryggingar og eingreiðsla) og
lægstu launa lækkaði um 17%.
Kaupmáttur lágmarkslauna hefur
aukist um tæp 44% en kaupmáttur
lífeyrisgreiðslna aldraðra 13,5% á
árunum 1995–2002. Hér er ekki tek-
ið tillit til hækkunar tekjuskatta á
lægri laun á síðustu árum.
Samkvæmt yfirlýsingum ríkis-
stjórnarinnar skal lögð áhersla á að
tryggja sérstaklega kjör öryrkja,
fatlaðra og aldraðra sem lægstar
tekjur hafa. En ríkisstjórnin hefur
sneitt framhjá aðaldeilumálinu um
að bæta öryrkjum og öldruðum mis-
mun á hækkun grunnlífeyris og
tekjutryggingar og hækkun á dag-
vinnulaunum að meðaltali frá 1995.
Aftur á móti vill stjórnin greiða fyrir
aukna atvinnuþátttöku öryrkja og
aldraðra og m.a. með smávægilegri
lækkun tekjutengingar hjá þeim
verst settu. En hvernig er staða
þeirra verst settu? Samkv. skoðana-
könnun heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytisins frá árinu 2000 er
FEB hefur m.a. unnið úr kemur í
ljós að um fjórðungur aldraðra á
aldrinum 65–80 ára er nokkuð oft
eða mjög oft veikur. Verulegur hluti
þeirra hefur legið tvisvar eða oftar á
sjúkrahúsi á árinu en tæp 40% taka
fimm eða fleiri tegundir af lyfjum.
Um 89% hafa ekki launaða vinnu og
tæp 80% maka þeirra eru ekki í
launaðri vinnu. Ef miðað er við ör-
yrkja kemur í ljós að á aldrinum 17–
50 ára eru 20% í launaðri vinnu. Á
aldrinum 51–60 ára innan við 25%
og 15% á aldrinum 61 árs og eldri.
Vinnuvika þeirra yngri en fimmtugt
er 30 klst. á viku en 61 árs og eldri
tæpar 17 klst. Hér er stuðst við upp-
lýsingar frá „Veikir meðal aldraðra
og öryrkja“ FEB 2001 og „Fé-
lagsleg aðstaða öryrkja 1999 TR“.
Hvernig eiga þessir hópar að bæta
við sig vinnu sem einhverju nemur?
Óskað er svars við þessari spurn-
ingu.
Nú hefur ríkisstjórn kallað eldri
borgara til fundar og stofnað hefur
verið til nefndarstarfa til að vinna að
úrbótum á næstu tveimur til þremur
árum. Samkvæmt orðum forsætis-
ráðherra „skal stíga verulegt spor
til úrbóta og árangur skal sjást í
næstu fjárlögum“. Meginkrafa okk-
ar er að öll ellilaun fylgi almennri
launaþróun frá 1990 og sú hækkun
sé ekki tekin til baka með sköttum.
Þar er við treystum orðum forsætis-
ráðherra um að verulegt spor verði
stigið í þessum málum tökum við
þátt í nefndarstörfum. Ef þetta
tekst ekki verður að grípa til ann-
arra og harðari aðgerða.
Ellilaun eiga að fylgja en
ekki taka mið af launaþróun
Eftir Ólaf
Ólafsson
„Hvernig
eiga þessir
hópar að
bæta við sig
vinnu sem
einhverju nemur?“
Höfundur er formaður Félags eldri
borgara í Reykjavík og nágrenni.