Morgunblaðið - 01.10.2002, Side 41

Morgunblaðið - 01.10.2002, Side 41
hans. Þetta þótti mér vænt um, en það var ekki létt verk að taka við af honum þar sem hann hafði verið mjög farsæll í sínum störfum. Kaupmannasamtök Íslands þökk- uðu Hirti Jónssyni störf hans í þágu kaupmanna og hve trúr og heilsteyptur hann var í sínum störfum með því að sæma hann gullmerki samtakanna. Ég vil að leiðarlokum þakka Hirti samstarfið til margra ára. Ég sendi eiginkonu, börnum þeirra hjóna og öðrum ástvinum hug- heilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Hjartar Jónssonar. Gunnar Snorrason. Hjörtur Jónsson, Haukanesi 18, var nágranni okkar í 23 ár en lóðir okkar liggja saman, nr. 16 og 18. Hjörtur var þægilegur nágranni og naut þess að búa við Kópavoginn og njóta útsýnisins, sérstaklega á kvöldin þegar Snæfellsjökull reis úr hafi við sjóndeildarhring bað- aður í roða kvöldsólar. Hann hafði oft orð á því þegar vogurinn var spegilsléttur og þá gaf hann gaum að því lífi sem hann geymdi, far- fuglum á leið sinni til Grænlands og þeim sem dvöldu sumarlangt og lengur. Og Hjörtur hlúði að öllum gróðri hversu smár sem hann var, af alúð. Hjörtur gat rætt um landbún- aðarmál mjög ítarlega, var hafsjór af fróðleik, hefði orðið farsæll bóndi. Smekkur hans var þrosk- aður og fastmótaður í öllu sam- anber hús þeirra hjóna að Hauka- nesi 18. Ekki breyttust skoðanir hans í pólitík öll þessi ár sem við þekktumst, hann var vinur ein- staklingsins og vildi veg hans sem mestan, að hann nyti þess erfiðis sem hann legði á sig því að hann er uppspretta að meiru. Hann gat tekið það nærri sér þegar „flokk- urinn“ gekk of langt í „skriffinnsk- unni“ og verst þótti honum hvað illa er farið með gamla fólkið, fólk- ið sem bjó það til sem menn njóta í dag. Gatan verður ekki söm. Við vottum aðstandendum inni- lega samúð. Haukur Sveinbjarnarson og Margrét. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 41 ekki svo á óvart, bæði vegna aldurs hans og heilsu. Guðmundur, mað- urinn með gullhjartað sem hún Rut og börnin eignuðust var dásamleg- ur. Síðan eignuðust þau mörg barnabörn sem ekki elskuðu afa sinn minna, og svo komum við vin- irnir. Gleðistundirnar voru margar. Fyrsta ferðin kringum landið, í dásamlegu veðri, og löngu seinna til Ameríku og til eyja í Karabíska haf- inu, ótrúlegt ævintýri sem við búum að til æviloka. Spilað að minnsta kosti einu sinni í viku, ekki voru allt- af allir sáttir við makker sinn og sumir alveg ótrúlega þráir og var enginn bakkgír í sögnum. Í tæplega 50 ár vorum við vinirnir saman bæði á annan í jólum, og á gamlárskvöld og það var fjörugt á meðan börnin voru lítil og að vaxa úr grasi, en aldrei haggaðist Guð- mundur. Elsku Ruth mín og þið öll fjöl- skyldan, mikið vorum við hamingju- söm þegar þið ákváðuð að ganga saman og að þið voruð svo heppin að finna hvort annað. Það var mikið gæfuspor. Elsku Ruth og fjölskylda, við Viggó sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur og þakkir fyrir allt. Guð veri með ykkur öllum. Þú sæla heimsins svalalind, ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, því Drottinn telur tárin mín – ég trúi, og huggast læt. (Kristján Jónsson) Hvíl þú í friði, kæri vinur. Kolbrún. Allt Í staðinn hugsar maður um eitthvað sem er fext og hvernig því fari vindur í faxi en við skulum ekki nota orð fyrir alla lifandi muni ekki orð ég bara hangi í hárinu á þér og sjórinn er fyrir neðan (S.H.G.) Einu sinni dreymdi mig Stefán Hörð. Í draumnum var hann hávax- inn og tígulegur en annars var hann lágvaxinn og orðinn dálítið hokinn með aldrinum. Hann gekk inn um vængjahurðina að Gyllta salnum á Hótel Borg en sú hurð var þá venju- lega lokuð. Í salnum var svo mikil birta að hann sýndist baðaður skín- andi ljósi. Ég horfði á eftir honum en fór innum dyrnar hinum megin þar sem ég fékk ferskjugraut að borða í fatahenginu. Sama dag átti að afhenda Íslensku bókmenntaverðlaunin í fyrsta sinn og ég þóttist vita að draumurinn táknaði að Stefán hlyti þau en var ekki jafnviss um hvað ferskjugraut- urinn táknaði. Mágur minn hélt að ég myndi á einhvern hátt njóta ávaxtanna. Það gekk eftir. Stefán Hörður fékk bókmenntaverðlaunin sem þá voru milljón krónur og gaf mér einn tíunda hluta. Hann hafði þann háttinn á að rétta mér tíu eða tuttugu þúsund og sagði: Þetta er fyrir bensíni. Á þessum tíma vorum við Stefán Hörður nefni- lega alltaf í bíltúrum. Fátt virtist gleðja hann jafn mikið og að fara í bíltúr, við rúntuðum um bæinn og fórum út úr bænum, við keyrðum til Þingvalla um nótt og það var þoka yfir heiðinni og allt hljótt á Þingvöll- um, það heyrðist aðeins í Öxarárfossi og einni lóu. Við stóðum þarna í álagakenndri tilbeiðslu, fossinn eins- og himnesk slæða og lóan einsog flauta guðs, og löngu seinna skynja ég að landið var í honum, einhver óstjórnleg ást á landinu sem var endalaus efniviður í ljóð og hann batt kirfilega niður einsog könguló sem spinnur vef sinn í Almannagjá. Hann sagðist ungur hafa flakkað um landið með Unni konunni sinni, þau lágu í tjaldi heilt sumar og sjálf- ur fór hann oft einn síns liðs. Hann sagði mér frá því þegar hann var sjó- maður og sundkennari, hann hafði þekkt Stein Steinarr og Ástu Sigurð- ardóttur, hann hélt mikið uppá af- mælisdaginn sinn og dýrkaði mömmu sína. Og hann var svo góður við strákana mína þegar þeir komu með í heimsókn. Við sátum í íbúðinni hans í háhýsinu og töluðum og töl- uðum. Upphaflega kynntist ég Stefáni Herði þegar hann hringdi eftir að fyrsta bókin mín kom út. Hann þakk- aði fyrir og nefndi sérstaklega eitt ljóð sem ég hafði ætlað að sleppa. Ég þóttist himin höndum hafa tekið að fá lof og prís frá sjálfum Stefáni Herði, þetta var einsog ævintýri. Og reyndar var hann svolítið ævintýra- legur þótt hann væri svo dulur, ein- rænn og fáskiptinn að hann meirað- segja dó á afmælisdegi Gretu Garbo en til marks um ævintýramennskuna birtist hann einn daginn í Austur- strætinu þar sem ég var að selja bækur og hafði þá keypt upp lag- erinn af bókinni minni í Eymunds- son. Tildrög þess voru að sama dag hafði birst dómur um bókina í DV þar sem hún var sölluð niður. Stefán Hörður fór í búðina og nefndi nafn gagnrýnandans við afgreiðslustúlk- una og sagði: Fyrst að þessi maður skrifar illa um þessa bók hlýtur hún STEFÁN HÖRÐUR GRÍMSSON ✝ Stefán HörðurGrímsson skáld fæddist í Hafnarfirði 31. mars 1919. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 18. sept- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkj- unni 30. september. að vera góð. Ég ætla að fá allar bækurnar sem til eru. Þvílíkt örlæti, hug- myndaflug, húmor; eitthvað sem hitti beint í mark. Það er eitthvað svona sem sjómenn gera, sýna stuðning sinn í verki, og með stæl. En við fengum okkur kaffi á Hressó og þessi tinandi maður með sína lágu rödd svo leggja varð eyrun við og augu sem sveifluð- ust á milli þess að vera glettin og hvöss varð vinur minn og vildi allt fyrir mig gera. Svo endurtók sig sagan um það að einhver kemur inn í líf manns, svo fjarar sú heimsókn út, og maður hugsar um að endurnýja kynnin en lendir í því enn og aftur að skamma sjálfan sig fyrir að hafa ekki sam- band og hvað þurfi til að það gerist. Ég fletti upp í ljóðabók Stefáns Harðar Tengsl til að fá svar við þess- ari spurningu og þá opnaðist bókin á eftirfarandi ljóði Tilbrigði við langa festi Haltu áfram dís sem kemur ekki nema þú sért farin, sem verður ekki nema þú haldir áfram. Haltu áfram í slæðunum þínum sjö. Það sem stendur eftir er þakklæti fyrir hvað kynni okkar voru skemmtileg og ljóðin standa eftir, hann hafði einhverja stærðfræði- hugsun sem var svo algerlega lógísk að hún varð absúrd og þá aftur lógísk o.s.frv. Þessari makalausu tækni beitti hann svo á viðfangsefni sín af óspilltri ástríðu. Stundum er einsog ljóð Stefáns Harðar gerist öll í tjaldi í lyng- brekku gamals draums. Og það er lík í tjaldinu en veröldin syngur. Elísabet K. Jökulsdóttir. Stefán Hörður Grímsson var tæp- lega þrítugur þegar hann orti ljóðin í Svartálfadansi. Þau voru ungu fólki fagnaðarefni og tákn um nýja tíma þegar bókin kom út árið 1951. Í titil- ljóði bókarinnar stendur m.a.: Kvöldið réttir að nóttinni strengjaspil tímans við lyftum glösum og drekkum stundarskál. Atómskáldin birtust á sviðinu um þetta leyti. Stefán Hörður var eitt þeirra og nú hljómuðu nýir tónar úr strengjum: Eftir hjartslætti tímans fölskum blóðtónum stundar stígum við bálvígðan dansinn. Með ljóðum atómskáldanna stað- festust tímamót í íslenskri ljóðagerð og sá sem hér steig fram á sviðið var sjómaður sem frá barnsaldri hafði stritað við fiskveiðar og landbúnað- arstörf en notið sáralítillar skóla- göngu. Skáldskapargyðjan hafði vitjað Stefáns Harðar snemma þrátt fyrir óblítt umhverfi og í Svartálfa- dansi var skáldþroski hans orðinn ævintýri líkastur. En hann átti eftir að sanna hæfileika sína enn frekar; hann varð eitt af höfuðskáldum okk- ar á tuttugustu öld. Og þegar hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaun- in í fyrsta sinn sem þau voru veitt, árið 1990, fyrir síðustu ljóðabók sína, Yfir heiðan morgun, var það í raun söguleg stund í íslenskri ljóðlistar- sögu. Atómkveðskapurinn hafði reynst íslenskri ljóðagerð þörf end- urnýjun og aflvaki. Ungur að árum orti Stefán Hörð- ur líka um Van Gogh; hann hafði alla tíð mætur á verkum hans og fann til vissrar samkenndar með hinum ógæfusama listmálara: „Einförum lít ég til suðurs / vin minn um glóandi starir / halda í eld og sól“. Ævi Stef- áns Harðar var ekki heldur sigling á dauðum sjó. Lífsbaráttan var stund- um erfið; leiðir hins sunnlenska flökkumanns lágu víða, hann stund- aði margskonar störf meðan heilsan entist en sjálfur hlúði hann ekki allt- af að henni sem skyldi. Hann var hraustmenni á unga aldri en var þó ekki gamall er hann kenndi krans- æðasjúkdóms sem varð að lokum hans banamein. Þótt heilsu hans hafi hrakað hin síðustu ár, var hugurinn skýr til hinstu stundar. Allt fram á síðasta dag ræddum við saman um skáldskapinn og tilveruna. Viðhorf hans voru jafnan einörð: vandlátar kröfur til bókmennta og óbeit á hverskonar grimmd, náttúruspjöll- um og ójöfnuði. Stefán Hörður var ekki afkasta- mikill í ljóðagerðinni; hann var mjög vandvirkur og lét ekkert frá sér fara nema það sem stóðst stranga gagn- rýni hans sjálfs. Eftir hann liggja einungis sex ljóðakver. Þau komu út í veglegri heildarútgáfu fyrir tveim- ur árum. Stefán Hörður meðhöndlar yrkisefni sín af alúð og ástríðu. Ljóð hans vitna um heilan hug og heitt hjarta. Náttúruverðmætin, ástin, fallvaltleikinn og framferði mann- skepnunnar, eru hugðarefnin sem hann fjallar um á sinn sérstæða hátt. Tengsl manns og náttúru voru honum afar hugleikin. Náttúran er lífgjafi mannsins og uppspretta feg- urðar. Hann var náttúruverndar- sinni og deildi stundum vægðarlaust á rányrkju mannsins í ríki náttúr- unnar og á græðgi hans og stríðs- rekstur. Ástarljóð hans eru mörg og eft- irminnileg; í þeim ríkja sterkar til- finningar og þakklæti hjartans þó að ástin sé jafnan fallvölt. Þessi ljóð eru án hávaðasamra játninga og gjör- sneydd allri tilfinningasemi þótt ástríða ólgi undir niðri. Stefán Hörður var skarpskyggn maður og skemmtilegur í góðra vina hópi. En hann var hlédrægur og vildi aldrei láta á sér bera; hann forðaðist sviðsljós fjölmiðlanna. Hann var ein- arður í skoðunum, stundum hrjúfur á yfirborðinu en í raun viðkvæm sál í kuldans viðjum. Og núna þegar Stef- án Hörður hverfur frá tæmdum stundaglösum er gott að minnast vináttunnar við hann og uppbyggi- legra samræðna sem oft voru með glettnu ívafi. Með ljóðum sínum gaf hann okkur veganesti í lífsgönguna og í þeim geymum við líka minn- inguna um manninn og skáldið. Eysteinn Þorvaldsson. Það var bjartan haustdag árið 1958 að ég hitti Stefán Hörð í fyrsta sinn á stéttinni fyrir utan Laugaveg 11. Ég man enn eftir fötunum sem hann var í, einkum frakkanum, því hann gekk í þeim næstu árin. Átti víst ekki annað en hugsaði greinilega vel um þau. Við hittumst stundum á götum og torgum eða kaffihúsum næstu árin og gjarnan í kunningja- húsum t.d. í Unuhúsi hjá Einari Braga og Kristínu, en þar var á þess- um árum samkomustaður skálda og fleiri listamanna. Stefán var þægi- legur í umgengni°, oftast og hlýr og skemmtilegur í tali, en fór stundum á flug yfir kaffibolla ef umhverfið leyfði. Hann þagnaði jafnan ef talið barst að honum sjálfum. Á þessum árum bjó Stefán í risherbergi við Hjarðarhaga og Ragnar í Smára borgaði leiguna. Það voru reyndar Stefán og kunningi okkar Helgi Kristinsson sem kenndu mér á Ragnar í Smára. Galdurinn var að mæta við Sundhöllina kl. sjö að morgni og bíða við jeppann. Þetta brást ekki og í kaupbæti fylgdu margar jeppaferðir og stundum þriðji maður tekinn uppí. Meðal ann- arra man ég eftir Kjarval og Tómasi Guðmundssyni. Skömmu eftir 1960 var ég einn vetur næturvörður á Hótel Skjald- breið. Ég hafði þá kynnst ýmsu mið- bæjarfólki sem gjarnan heimsótti mig á vaktina. Það voru m.a. skáld og listamenn, íþróttamenn, lausgopar, kaupmenn og úrsmiðir. Meðal tíðra gesta voru skáldbræðurnir Stefán Hörður og Jónas E. Svafár. Í kompu næturvarðar var kæli- skápur þarsem vistir voru geymdar til næturinnar. Ef Jónas kom fékk hann oftast bitann en Stefán þáði aldrei annað en kaffi. Eina nóttina var Stefán í óvenjulegu stuði. Gekk hratt um lítið herbergisgólfið svo frakkinn sveiflaðist. Skyndilega nam hann staðar, leit á mig og sagði; á ég að fara með ljóð fyrir þig? Því var að sjálfsögðu fagnað og greikkaði Stef- án þá sporið og tók að þylja uppúr sér ljóð og hvílíkt ljóð. Aldrei, hvorki fyrr né síðar, hef ég heyrt annað eins. Loftið varð rafmagnað og fyrir augum mér flugu marglitar örvar fram og aftur, svo sterk voru áhrifin. Ég sakna þess enn að upptökutæki var ekki við höndina en vonlaust að reyna handskrift. Enn í dag get ég kallað fram áhrifin af þessu ævintýri, en ég er viss um að Stefán orti ljóðið um leið og hann flutti það. Þarna upplifði ég hver Stefán var í raun og veru, en þær bækur sem frá houm komu síðar eru fyrir mér sem endur- ómur frá þessu næturljóði svo ágæt- ar sem þær eru. Uppruninn var Stefáni viðkvæmt mál. Jafnvel fæðingarárið var á reiki. Eina nóttina tókst mér þó að leiða talið að þessu. Hann fæddist í Hafn- arfirði en foreldrar hans bjuggu ann- ars á Álftanesi. Faðir hans var sjó- maður og drukknaði ungur. Móðir hans veiktist uppúr því og var á spít- ala eftir það. Borgar eldri bróðir Stefáns veiktist barnungur af berkl- um og dó á Vífilsstöðum 18 ára gam- all. Borgar Grímsson ætlaði að verða skáld og byrjaði snemma að yrkja. Kært var með þeim bræðrum og tregaði Stefán þennan bróður sinn alla ævi. Einsog þetta sýnir varð Stefán Hörður alger einstæðingur strax á barnsaldri. Var honum þá komið í fóstur að Selkoti undir Eyja- fjöllum þar sem hann ólst upp sem tökudrengur hjá vandalausu fólki. Hann naut hefðbundins barnaskóla- náms að hætti þess tíma, en var ann- ars haldið að vinnu. Tökubörn í sveit áttu sjaldan sjö dagana sæla. Ekki hafði Stefán mörg orð um þetta æskuheimili en víst er að hann sakn- aði þess ekki. Hann bjó sér til draumheim með rætur í fjölbreyttu landslaginu og við ystu sjónrönd sáust Eyjarnar bláar í safírsænum og þangað hélt hann þegar hann losnaði. Hann gekk í hvaða störf sem var, enda vanur að vinna. Auk land- vinnu var hann á síldarbátum, ver- tíðarbátum og á farskipi um skeið, en dreymdi um skólanám og komst einn vetur í Laugarvatnsskóla. Þar komst hann í bækur og orti. Í Eyjum kynntist hann Ása í Bæ og félögum hans og hélst vinskapur þeirra Ása meðan báðir lifðu. Þegar Ási fluttist til Reykjavíkur endurnýjaðist sam- band þeirra, enda Stefán löngu strandaður hér. Ási eignaðist bíl og fóru þeir félagar þá víða og bar gjarnan hratt á. Ég hafði þá stofnað heimili nálægt miðbænum og þangað komu þeir félagar oft og voru au- fúsugestir og vinir barnanna minna. Svo gerðist það ævintýri að Stefán hóf sambúð með Unni Eiríksdóttur skáldkonu frá Réttarholti í Reykja- vík. Gaman var að fá þau í heimsókn og sjá hvernig þau ljómuðu. Þá losn- aði Stefán úr ruglinu sem hafði lam- að getu hans og tók að yrkja á ný. Aðdáendur Stefáns eiga Unni Ei- ríksdóttur mikið að þakka. En allt tekur enda og Unnur lést eftir sjö ára sambúð. Þá varð Stefán einstæð- ingur á ný, en var kominn á örorku- bætur og fékk inni í húsum Öryrkja- bandalagsins uns hann fluttist á Hrafnistu fyrir nokkrum misserum illa farinn og þreyttur. Stefán hlaut verðlaun og viður- kenningar fyrir skáldskap sinn á seinni árum. Hann talaði aldrei um það, en ég veit að þetta var honum dýrmætt. Það var staðfesting þess að hann þurfti ekki að biðjast afsök- unar á tilveru sinni. Hann bjó alla tíð að brenglaðri sjálfsmynd töku- drengsins. Hann tók því t.d. illa ef ung skáld vildu gera sér erindi við hann og hleypti þeim ekki inn. Ég skildi það er ég heimsótti hann, inni hjá honum var ekkert nema her- bergi. Ég man ekki einu sinni eftir ritvél. Stefán mátti ekki til þess hugsa að unga fólkið sæi einstæð- ingsskapinn og fátæktina. Ég var honum ekki sammála, því mér finnst það einsog hvert annað ævintýri að tökudrengurinn frá Selkoti skyldi falla frá sem eitt af höfuðskáldum þjóðarinnar. Ég fjalla ekki hér um skáldskap Stefáns, það eru nógir til þess, en maðurinn sjálfur er mér minnisstæður og ég sakna þess að eignast ekki með honum fleiri góðar og gjöfular stundir. Jón frá Pálmholti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.