Morgunblaðið - 01.10.2002, Page 42
MINNINGAR
42 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ég kynntist Sullu
fyrir rúmum áratug,
þegar ég hóf störf sem
flugfreyja hjá Flugleið-
um. Sulla var afbragðs-
flugfreyja og einstaklega góð fyrir-
mynd fyrir okkur sem vorum að stíga
okkar fyrstu skref í starfi sem er
ólíkt öðrum störfum. Með Sullu sér
við hlið varð flugið og umbúnaður
þess ekki eins framandlegt og kvíð-
vænlegt og annars. Að sama skapi
varð flugfreyjustarfið miklu
skemmtilegra og einfaldara þegar
Sulla var í áhöfninni, það sem máli
skipti í hennar huga var það eitt að
vera góð við farþegana og í kjölfarið
yrði allt annað lítið mál. Sulla kom
þannig fram við alla sem jafningja og
engu breytti þótt hún væri ósammála
og teldi sig vita betur, Sulla var alltaf
söm við sig. Virðing mín fyrir Sullu
óx við það að vera í þeirri aðstöðu að
vera ósammála henni, þá kenndi hún
mér að þrátt fyrir ólíkar skoðanir á
einstökum hlutum, á að hafa í háveg-
um virðingu, umburðarlyndi og taka
sjálfa sig og aðra mátulega alvarlega.
Betri fyrirmynd í lífi og starfi en
Sullu er erfitt að finna í þeim fá-
menna hópi sem flugfreyjur eru.
Verður „flugið“ aldrei það sama í
mínum huga.
Að leiðarlokum kveð ég mína kæru
Sullu og þakka fyrir að hafa fengið
tækifæri til þess að kynnast henni og
eiga hana sem vinkonu. Fjölskyldu
hennar, Fúsa, dætrum og öðrum ást-
vinum, sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Guðrún Björg Birgisdóttir.
Barátta Sólveigar Brynjólfsdótt-
ur, Sullu, við ólæknandi sjúkdóm var
snörp og óvægin. Sjúkdómsstríð
hennar stóð í um átta mánuði.
Allir sem kynntust Sullu eiga ein-
ungis um hana bjartar minningar og
syrgja hana sárt nú þegar hún er lát-
in langt um aldur fram einungis 52
ára að aldri. Sjálf missti Sulla móður
sína, Klöru, aðeins 17 ára að aldri og
tregaði hana mjög. Faðir hennar,
Brynjólfur Brynjólfsson, veitinga-
maður, átti fagurt ævikvöld ekki síst í
ástríku skjóli Sullu og Vigfúsar.
Sulla hafði í ríkum mæli þann eig-
inleika að láta fólki líða vel í návist
sinni. Hún var glaðvær kona sem
ekki mælti hnjóðsyrði í garð sinna
samferðamanna en sá gjarnan
spaugilegu hliðarnar í fari fólks og þá
ekki síður í sínu eigin. Jákvætt við-
mót hennar og samviskusemi skap-
aði henni vinsældir í starfi sem flug-
freygja hjá Flugleiðum en þar
starfaði hún í 32 ár.
Gestrisni var Sullu í blóð borin og
þau voru ófá heimboðin þar sem hún
naut sín hlutverki gestgjafans og
veitti af rausn í stórum vinahópi.
Samband Sullu og Vigfúsar var af-
ar sterkt og þau voru miklir vinir og
félagar. Þau voru gift í 29 ár og áttu
saman tvær myndarlegar dætur. Í
erfiðum veikindum Sullu undanfarna
mánuði kom glöggt fram gagnkvæm-
ur styrkur þeirra og samheldni.
Mikill harmur er nú kveðinn að
SÓLVEIG
BRYNJÓLFSDÓTTIR
✝ Sólveig Brynj-ólfsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 30.
ágúst 1950. Hún lést
á krabbameinsdeild
Landspítalans 17.
september síðastlið-
inn og var útför
hennar gerð frá
Hallgrímskirkju 27.
september.
vini mínum Vigfúsi Ás-
geirssyni og dætrun-
um, Ágústu og Klöru,
sem og Viktori og öðr-
um ástvinum. Ég bið
góðan guð að varðveita
þau og styrkja í þeirra
miklu sorg.
Einlægar samúðar-
kveðjur flyt ég frá okk-
ur Birnu, börnum okk-
ar og fjölskyldunni
allri.
Blessuð sé minning
Sólveigar Brynjólfs-
dóttur.
Einar Sveinsson.
Enn á ný erum við minnt á það
með óþyrmilegum hætti að lífið er
hverfult. Kær vinkona mín og félagi í
leik og starfi er á brott kölluð úr
þessum heimi eftir erfiða baráttu við
krabbamein. Þá baráttu háði hún
eins og hennar var von og vísa með
æðruleysi og hetjuskap. Barlómur
var þá sem endranær ekki til í henn-
ar fari.
Sulla eins og hún var jafnan kölluð,
var einstaklega hress og skemmtileg.
Allt þar til hún veiktist á miðjum síð-
asta vetri geislaði hún af lífsgleði og
atorku. Sulla var með afbrigðum
dugleg og greiðvikin. Þá var hún
gædd mikilli kímnigáfu, orðheppin
og átti oft mjög skemmtileg tilsvör.
Eins og góðum húmorista sæmir
gerði hún ekki síst grín að sjálfri sér.
Hún var jafnan hlý í viðmóti og lét
sér annt um hag annarra, hvort sem
var í gleði eða sorg. Umhyggju henn-
ar fékk elsta barn mitt að njóta í rík-
um mæli, er við bjuggum í sama
stigagangi fyrstu búskaparárin á
Dunhaganum, en heimili Sullu stóð
dóttur okkar Lárusar ávallt opið.
Sulla var mikill fagurkeri og bar hún
sjálf og heimili hennar glöggt vitni
þar um.
Á stund sem þessari leita ósjálf-
rátt á hugann ótalmargar og ljúfar
minningar um samverustundir, sem
ég og fjölskylda mín höfum átt á liðn-
um árum og áratugum með Sullu,
Vigfúsi og dætrum þeirra, ekki síst á
Dunhaganum og í ferðum með vina-
hópnum. Of langt mál yrði að rifja
þær upp í þessum stuttu kveðjuorð-
um, en minningarnar mun ég geyma
um ókomin ár. Að leiðarlokum vil ég
og fjölskylda mín þakka einstök
kynni sem aldrei munu gleymast og
bið ég góðan Guð að halda verndar-
hendi sinni yfir vinkonu minni.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku Vigfús, Ágústa, Klara, Vikt-
or og ástvinir hennar allir, megi Guð
vernda ykkur og styrkja á þessum
erfiða tíma.
Hildigunnur Sigurðardóttir.
Þó styttist dagur daprist ljós
og dimmi meir og meir,
ég þekki ljós sem logar skært,
það er ljós er aldrei deyr.
(Margrét Jónsdóttir.)
Hjartkær vinkona mín, Sulla, hef-
ur kvatt okkur og er nú farin inn í
ljósið.
Það er sárara en orð fá lýst að fá
ekki lengur notið samvista við hana,
að heyra aldrei framar glaðlega
röddina hennar í símanum, að við
getum ekki hlegið okkur máttlausar
yfir einhverju sem oftar en ekki var
sprottið af hennar hárfínu athuga-
semdum.
Oft hef ég þakkað fyrir það í þá
rúmu þrjá áratugi sem liðnir eru frá
því að leiðir okkar lágu fyrst saman,
að hafa átt hana að vini. Það hefur
ekki aðeins verið mér ómetanlegt
heldur einnig eiginmanni mínum og
börnum, en þeim var hún líka kær
vinkona. Hún var einmitt þeirrar
gerðar að ná svo vel til barna og ung-
linga með hnyttnum tilsvörum, hjálp-
semi og skemmtilegheitum, að hún
var bæði af mínum börnum og öðrum
óskyldum kölluð „Sulla frænka“.
Í vinahópnum var hún ævinlega
hrókur alls fagnaðar og enginn gat
betur kitlað hláturtaugarnar. En það
var fleira sem einkenndi hana en
glaðværðin og gott skaplyndi.
Þar ber hæst hjálpsemina og
ræktarsemina sem hún sýndi sam-
ferðafólkinu í hvívetna. Það var allt
gert af heilum hug og var henni svo
eðlilegt. Það var einfaldlega allt svo
sjálfsagt. Hún var mikil og myndar-
leg húsmóðir og naut þess að veita
gestum á fallegu heimili sínu.
En ástin og kærleikurinn sem hún
miðlaði til Vigfúsar og dætranna var
einstakur og skilaði sér svo fallega í
erfiðum veikindum hennar undan-
farna mánuði. Það var yndislegt að
fylgjast með því hversu vel þau og
fjölskyldan öll hjálpuðust að við að
létta henni sjúkdómsstríðið. Það er
eitthvað sem aldrei gleymist þeim er
á horfðu.
En nú hefur dauðinn knúið dyra
svo óvæginn og svo allt of fljótt. Við
stöndum eftir vanmáttug og skynjum
sem aldrei fyrr hversu litlu við ráðum
í raun.
Elsku Vigfús, Klara, Ágústa, Jó-
hannes, Viktor, Erna og aðrir ástvin-
ir, við hér í Birkihlíðinni biðjum góð-
an Guð að geyma hana Sullu okkar
og að veita ykkur og ástvinum styrk í
sorginni.
Vertu kært kvödd, yndislega vin-
kona.
Sigurbjörg (Systa).
Það getur oft verið erfitt að byrja á
nýjum vinnustað og eignast nýja
samstarfsfélaga. Sólveig Brynjólfs-
dóttir eða Sulla var einn af þessum
nýju vinnufélögum er ég kynntist er
ég hóf störf sem flugþjónn hjá Flug-
leiðum.
Hún var gædd miklum persónu-
töfrum og einu því stærsta og hlýj-
asta hjarta sem maður hefur kynnst
á lífsleiðinni. Hún var alltaf til staðar
fyrir mig, bæði í vinnu sem og utan,
tilbúin að aðstoða þessa litlu sál í
þessum stóra heimi sem flugheimur-
inn og stórborgir erlendis eru.
Ljúfa röddin hennar og fas voru
með eindæmum, rödd sem aldrei
gleymist.
Hjartagullið mitt var það sem hún
kallaði mig þegar ég byrjaði að vinna,
grænn á bak við eyrun. Þetta er orð
sem mun aldrei gleymast í mínu
minni og lýsir hennar hjarta svo vel,
gerðu úr gulli. Hvað hún nennti að
dröslast með okkur ungliðana er við
komum á nýja staði og urðum við að
sjá og rata um helstu stórborgir því
að annað var ekki hægt ef við skyld-
um finna okkur þar ein einhvern dag-
inn. Hún treysti mér og hafði fulla
trú að ég myndi fljótt læra öll hand-
tökin er ég þyrfti að kunna og erlend-
um matarvenjum kynnti hún mig fyr-
ir eins og kræklingunum í Halifax
sem ég hafði aldrei smakkað áður og
ætlaði aldrei að þora í. Hún kenndi
mér einnig að hlusta ekki á kjafta-
gang og sjá það góða í fólki, trúa
engu sem þú heyrir og helmingnum
af því sem þú sérð. Árin liðu en alltaf
var vinskapurinn sá sami. Vænt þótti
mér um að sjá að hún átti ennþá
þakkargjöfina sem ég gaf henni einn
daginn er við vorum saman í Halifax.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
fara til Búdapest á síðasta ári og
hafði Sulla komið þangað áður og
hringdi í mig og sagði hvert við ætt-
um að fara og borða og að í óperuna
yrðum við að fara. Var þetta í eitt af
síðustu skiptum er ég talaði við Sullu,
hvern hefði grunað að hún færi svona
snemma. En þeir fara oft fyrstir sem
hafa gullslegið hjarta og er ég viss
um að nærveru hennar hefur verið
óskað á æðri stað en hér meðal okk-
ar, svo sárt sem það er að hugsa til.
Ég veit að vel hefur verið tekið á móti
Sullu minni þar, jafn vel eins og hún
tók á móti mér og öllum öðrum.
Fjöldskyldu hennar votta ég inni-
lega samúð og bið góðan Guð að
styrkja þau.
Elsku Sulla, hjartagullið mitt,
góða ferð þar til við sjáumst aftur.
Þinn flugþjónn
Kristján Jóhann Steinsson.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGFÚS SIGFÚSSON,
Gröf,
Víðidal,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi sunndaginn 29. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Helga Sigfúsdóttir, Helgi Ingólfsson,
Benedikt Sigfússon,
Skúli Sigfússon,
Jóhanna Sigfúsdóttir, Erlendur Sigtryggsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar,
KATRÍN ÞORSTEINSDÓTTIR,
Fellskoti,
lést á Sjúkrahúsi Selfoss miðvikudaginn
25. september sl.
Jarðarförin mun fara fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Þeir, sem vilja minnast hennar, eru beðnir að
láta Kvenfélag Biskupstungna njóta þess.
Katrín Þórarinsdóttir,
María Þórarinsdóttir,
Guðlaugur Þórarinsson,
Þorsteinn Þórarinsson,
Eyvindur Þórarinsson.
Ástkær systir mín, mágkona og föðursystir
okkar,
KRISTJANA ALEXANDERSDÓTTIR,
frá Neðri—Miðvík,
Aðalvík,
lést á Landspítala Landakoti laugardaginn
28. september.
Magnús Alexandersson,
Eygló Guðjónsdóttir,
Grétar Örn Magnússon,
Sigríður Halldórsdóttir,
Jóna Kristjana Halldórsdóttir,
Hrafnhildur Halldórsdóttir,
Sólveig Halldórsdóttir.
Ástkær faðir, tengdafaðir og afi,
JÓN MÁR ÞORVALDSSON
prentari,
lést á gjörgæsludeild Landspítala, Fossvogi,
föstudaginn 27. september.
Útför hans verður gerð frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 11. október kl. 13.30.
Finnur Logi Jóhannsson, Oddný Halla Haraldsdóttir,
Þorvaldur Ingi Jónsson, Dís Kolbeinsdóttir,
Jóhanna Marín Jónsdóttir,
Ingibjörg Agnes Jónsdóttir, Engilbert Þórðarson
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓHANNA SIGURJÓNSDÓTTIR,
frá Kirkjuskógi,
Miðdölum, Dalasýslu,
Melgerði 6, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti sunnu-
daginn 29. september.
Ása S. Hilmarsdóttir, Hans Kristinsson,
Svanhildur Hilmarsdóttir, Ólafur Friðsteinsson,
Ósk G. Hilmarsdóttir, Gunnar Harrysson,
ömmubörn og langömmubörn.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.