Morgunblaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 43 Alúðarþakkir færum við öllum þeim er auð- sýndu okkur og fjölskyldum okkar samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulega ÁSMUNDAR JÓNS PÁLSSONAR, Laufskálum 5, Hellu. Guð blessi ykkur öll. Sigurbjörg Björgúlfsdóttir, Stefán Smári Ásmundarson, Álfheiður Fanney Ásmundardóttir, Ásrún Ásta Ásmundardóttir Björgúlfur Þorvarðarson, Pálína Jónsdóttir, Anna Bjarnarson, Ragnar Pálsson, Guðrún Dröfn Ragnarsdóttir, Páll G. Björnsson, Erla Emilsdóttir og aðrir aðstandendur. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför STEFÁNS HARÐAR GRÍMSSONAR skálds. Rithöfundasamband Íslands og vinir hins látna. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN S. BJARKLIND, Hvassaleiti 56, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans sunnudaginn 22. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til starfsfólks hjartadeildar E Landspítala og allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð. Sigríður Björnsdóttir Bjarklind, Sveinn A. Bjarklind, Gerður G. Bjarklind, Björn Bjarklind, Ása E. Sæmundsdóttir, Sigurður Bjarklind, Margrét Skúladóttir, Jón Bjarklind, Steinunn Anna Óskarsdóttir, barnabörn og langafabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DAGBJÖRG ÞÓRARINSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Stigahlíð 14, Reykjavík, lést þriðjudaginn 24. september síðastliðinn. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 3. október kl. 13.30. Ásgeir Þ. Ásgeirsson, Guðrún Erlendsdóttir, Bjarni S. Ásgeirsson, Sigríður Friðriksdóttir, Sólveig Á. Ásgeirsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Jóhanna Steindórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir mín, KRISTJANA MOONEY, Borgarholtsbraut 20, Kópavogi, er látin. Minningarathöfn fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 25. október kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ellen Mooney. Hjartkær systir og frænka, UNNUR MAGNÚSDÓTTIR frá Sólvangi, Vestmannaeyjum, til heimilis á Drafnarstíg 2, sem andaðist í Reykjavík fimmtudaginn 19. september, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 2. október kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir, sem vilja minnast hennar, eru beðnir um að láta Styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa, s. 699 0338, njóta þess. Fyrir hönd vandamanna, Sigurður Magnússon, Unnur A. Jónsdóttir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar EYVINDAR VALDIMARSSONAR byggingaverkfræðings, Fannborg 8, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna á deild 14-B og nýrnadeild Landspítala Hringbraut og deild 6-B Land- spítala Fossvogi. Sigríður Pálsdóttir, Sveinbjörg Eyvindsdóttir, Ketill Sigurjónsson, Valdimar Eyvindsson, Sigrún Viðarsdóttir, Páll Eyvindsson, Hulda Markúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Foreldrar vina barnanna okkar eru oft á tíðum fólk sem við vit- um hvað heitir og hvar það býr. Ein- hvern veginn er það svo, að þótt margir þessara foreldra sýni börnum okkar einstök gæði og hlýju látum við oft hjá líða að þakka þeim fyrir það. Við hugsum oft fallega til þeirra og þökkum þeim, en þau orð setjum við sjaldnast á blað. Fyrir sex árum barst mér jólakort frá Hjálmtý Hjálmtýssyni. Það var skrifað af svo mikilli einlægni að þau orð sem standa þar verða mér að leið- arljósi allt lífið. Með orðum sínum kenndi hann mér að meta upp á nýtt alla þá sem koma að lífi dóttur minn- ar. Hjálmtýr Hjálmtýsson var einn þeirra manna sem settu svip á Vest- urbæinn og miðbæinn. Hann var duglegur við að fara í gönguferðir, léttur í spori og brosmildur varpaði hann birtu á daga, sem virtust í fyrstu ætla að verða drungalegir. Ég kallaði hann ,,Von Trapp“- pabbann eftir fyrirmynd æskuár- anna, pabbanum í kvikmyndinni ,,Sound of Music“. Tvennt áttu þeir ótvírætt sameiginlegt: sjö börn og ást á söng. Hjálmtýr hafði þó það fram yfir fyrirmynd kvikmyndarinnar, að hann átti yndislega konu, Margréti Matthíasdóttur, sem elskaði tónlist jafn mikið og hann. Það þarf því engan að undra að frá þessu söngheimili hafi komið skærar söngstjörnur. Öll börnin eru lagvís og tónelsk þótt sum þeirra hafi orðið þekktari í samfélaginu en önnur. Fyrir sjö árum missti Hjálmtýr konu sína, sem þá var aðeins 59 ára. Hann var oft einmana eftir þann sára missi, en hann átti góð börn sem stóðu við hlið hans. Nokkrum þeirra hef ég kynnst og bera þau foreldrum sínum gott vitni. Þau eru öll fyrirmyndarmanneskjur, greind og hlý. HJÁLMTÝR E. HJÁLMTÝSSON ✝ Hjálmtýr Ed-ward Hjálmtýs- son fæddist á Sól- vallagötu 33 í Reykjavík 5. júlí 1933. Hann lést á líknardeild Landa- kotsspítala 12. sept- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Háteigs- kirkju 19. septem- ber. Einn sonurinn á þó stærra pláss í hjarta mínu en aðrir. Hann á meira að segja stærra pláss í hjarta mínu en margir mér tengdari. Páll Óskar er nefnilega demanturinn sem við Lízella fundum fyrir mörgum, mörgum ár- um. Reyndar monta ég mig af því að ég hafi fundið hann þegar hann var 12 ára og söng með Leikfélagi Kópavogs í Gúmmí-Tarzan. Litla stelpan í aftursætinu, sem spurði mömmu sína hvort við þyrftum virki- lega að fara að sjá þetta leikrit í sjö- unda skipti, vissi ekki þá, að strák- urinn með stóru augun og ljósa hárið, sem langaði svo að óska sér, ætti eftir að verða einn af hennar bestu og tryggustu vinum. Það er því vert, þegar Hjálmtýr Hjálmtýsson vinur minn er kvaddur í dag, að þakka honum og Margréti konu hans, ekki aðeins fyrir sönginn sem þau færðu inn í litla samfélagið okkar á Íslandi, heldur fyrst og fremst fyrir hann Palla. Það er aðeins gott fólk sem fæðir af sér góða ein- staklinga. Börnunum öllum, barnabörnum og tengdabörnum færum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur við fráfall heimilisföðurins og biðjum þann sem öllu ræður að færa frið í hjörtu þeirra og sefa sorgina. Anna Kristine Magnúsdóttir. Látinn er í Reykjavík frændi minn og vinur, Hjálmtýr Hjálmtýsson, lengst af starfsmaður Útvegsbanka Íslands og söngvari sem þjóðin þekkti. Ég vil minnast hans með nokkrum orðum. Ebbi, eins og hann var kallaður innan fjölskyldunnar, var yngstur systkina móður minnar, Maríu Heið- dal. Eftir lifa þrjú af þeim átta. Þau eru Ásdís, Gunnar og Jóhanna. Látin eru, auk Hjálmtýs: María, Sigurður, Ludvig og Ásta. Vegna lítils aldursmunar okkar Ebba varð okkar samband meira sem systkini værum og hélst sú frænd- semi og vinátta alla tíð. Eiginkona hans, Margrét, var jafnaldra mín og börn okkar flest á svipuðu reki. Með fjölskyldum okkar varð því ævilöng vinátta og nálægð. Nú þegar þau hjón eru bæði geng- in fyrir ætternisstapa er tími til að þakka hina tryggu samfylgd og allt hið góða sem milli okkar fór. Ebbi var einlægur og traustur drengskaparmaður, fáskiptinn um annarra hagi í tali en opinn og hlýr öllum sem um eitthvað þurftu til hans að leita. Glaðværð hans og kímnigáfa fylgdu alltaf með í förum. Þannig setti hann svip sinn á umhverfið; heilar óperur, kórsöng á sviði eða bara fjölskylduboð. Hann lét engan ósnortinn. Margir eiga honum því þakkir að gjalda; fyrir að hafa notið þeirrar miklu náðargáfu sem söng- hæfileikinn og aðrir mannkostir hans voru þeim er til hlýddu. Þannig var maðurinn í framkomu og voru þessir eðliskostir ríkastir í persónugerð Ebba. Víst er að á langri og farsælli starfsævi hjá Útvegs- banka Íslands kynntust margir hon- um og minnast með hlýju. Öllum mætti hið sama viðmót, þýð fram- koma og glettni sem auðveldaði sam- skiptin og hefur eflaust orðið mörg- um upphaf ævilangra kynna og vinskapar. Fór margur maðurinn léttari í spori úr húsakynnum bank- ans vegna þessa. Þar vann Ebbi alla sína starfsævi, sem fulltrúi í móttöku bankastjóra. Starfinu tók hann við af föður sínum látnum. Hann hélt tryggð við bankann og umhverfi hans, sem m.a. birtist í langri og farsælli búsetu og uppeldi barnanna í gamla vesturbænum. Með stofnun Íslandsbanka hf. gafst Ebba kostur á að fara á eft- irlaun fyrr en annars hefði orðið. Starfið og stofnunin breyttust með nýju skipulagi og kaus Ebbi að hverfa að nýjum viðfangsefnum. Söngurinn hafði alltaf verið snar þáttur í öllu hans lífi og starfi og nú gafst tími til að sinna þessari köllun að vild. Á löngum og farsælum söngferli má segja að hann hafi komið að sögu og þróun íslensks óperusöngs allan seinni hluta 20. Aldar. Hann söng ein- söng á sviði og með flestum stærstu kórum landsins, oft við miklar und- irtektir. Víst er að fáa bjartari tenóra hefur Ísland alið. Það má sannreyna á fjölda upptaka sem nú eru til út- gefnar, bæði af tónleikum og úr stúd- íóum. Leiðin lá víða um lönd og oft söng Margrét, eiginkona hans, með honum, en hún var hæfileikarík söng- kona. Minningarnar eru margar um gleðistundir í návist þeirra beggja. Nú er vík milli vina um stundir. Ég vil ljúka þessari stuttu grein með þakk- læti og söknuði til míns góða frænda og vinar. Fjölskylda mín vottar frændsystkinum og venslafólki dýpstu samúð og biður þeim styrks og huggunar á erfiðum tímum. Jóhanna Heiðdal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.