Morgunblaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 45
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 45
TIL SÖLU
H J varahlutir ehf.
Varahlutir í Lada-bifreiðar. Bremsuhlutir í flesta
bíla. Getum útvegað varahluti í Ssang Yong
Family.
Krókhálsi 10 110 Reykjavík
s. 568 1050 Verkstæðissími 587 2595.
Lagerútsalan — tilboð
Þessa viku bjóðum við verkfærakassa með 20%
afslætti. Tilboð verður á leikföngum í hverri
viku til jóla. Þessa viku bjóðum við 20% afslátt
af gæsaveiðitækinu góða.
Lítið við og gerið góð kaup.
Opið er frá kl. 10.00—12.00 og frá kl. 13.00—
17.00 alla daga, lokað kl. 16.00 föstudaga.
I. Guðmundsson ehf.,
Skipholti 25, 105 Reykjavík.
STYRKIR
SAMIK
Samstarf Íslands og Græn-
lands um ferðamál
SAMIK auglýsir hér með eftir umsóknum um
styrki til verkefna sem aukið gætu samstarf
Íslands og Grænlands á sviði ferðaþjónustu
og skyldra verkefna.
Styrkirnir geta aldrei numið nema 50% af heild-
arkostnaði viðkomandi verkefnis.
Umsóknir skulu sendar samgönguráðuneytinu
— merktar SAMIK — fyrir 1. nóvember nk. á
eyðublöðum sem þar fást. Eyðublöðin er
einnig að finna á heimasíðu ráðuneytisins. All-
ar upplýsingar þurfa að vera á dönsku eða
ensku.
Nauðsynlegt er að leggja fram kostnaðaráætl-
un þess verkefnis sem sótt er um styrk til auk
nákvæmra upplýsinga um umsækjendur, verk-
efnið og tilgang þess.
Stefnt er að því að ákvörðun um úthlutun
styrkjanna liggi fyrir um miðjan nóvember.
Fyrri helmingur styrksins er að jafnaði greiddur
út þegar ákvörðun um styrkveitingu liggur fyrir
og seinni helmingur þegar viðkomandi verk-
efni er lokið.
Nánari upplýsingar veitir Birgir Þorgilsson,
stjórnarmaður í SAMIK í síma 553 9799.
SAMIK,
Samgönguráðuneytinu,
Hafnarhúsinu v. Tryggvagötu,
150 Reykjavík.
www.samgonguraduneyti.is
KENNSLA
Þarftu aðstoð
við að grennast?
Er að bæta við nýjum
aðhaldshópi!
Upplýsingar í síma
847 9118.
Guðrún Þóra, næringarráðgjafi.
Gersveppaóþol
Kenni fólki að matbúa og baka
brauð, sem inniheldur ekki
hveiti, sykur, ger né þriðja
krydd. Betri heilsa, burt með
aukakílóin.
Námskeiðið stendur í 4 kvöld.
Elín Gústafsdóttir, sími 557 4776.
SMÁAUGLÝSINGAR
TILKYNNINGAR
Sálarrannsóknarfélag
Íslands,
stofnað 1918,
Garðastræti 8, Reykjavík
Miðlarnir og huglæknarnir:
Birgitta Hreiðarsdóttir, Erna Jó-
hannsdóttir, Guðrún Hjörleifs-
dóttir, Hafsteinn Guðbjörnsson,
Kristín Karlsdóttir, Laufey Héð-
insdóttir, María Sigurðardóttir,
Oddbjörg Sigfúsdóttir, Rósa
Ólafsdóttir, Skúli Lórenzson og
Þórunn Maggý Guðmundsdóttir
starfa hjá félaginu og bjóða upp
á einkatíma. Einnig dulspek-
ingurinn Amy Engilberts. Frið-
björg Óskarsdóttir heldur
utan um mannræktar-, bæna- og
þróunarhringi.
Tekið er á móti fyrirbænum.
Upplýsingar og bókanir eru í
síma 551 8130. Einnig er hægt
að senda fax, s. 561 8130 eða á
netfang srfi@isholf.is . Opnun-
artími skrifstofu í Garðastræti 8
er frá kl. 9—16 alla virka daga.
SRFÍ.
KENNSLA
www.nudd.is
FÉLAGSLÍF
Hamar 6002100119 I Fjhst.
HLÍN 6002100119 IV/V
I.O.O.F.Rb.4 1521018-81/2. III*
mbl.is
ATVINNA
FFA – fræðsla fyrir fatlaða og að-
standendur – stendur að fyrirlestra-
röð nú á haustönn, þar sem íslensk-
ir fræðimenn kynna rannsóknir
sínar á lífi og starfi fatlaðra barna
og ungmenna. Fyrirlesarar munu
kynna í stuttu máli niðurstöður og/
eða hugmyndir af rannsóknum sín-
um og síðan gefst fundarmönnum
tækifæri til þess að ræða umræðu-
efni kvöldsins. Ráðgert er að í þess-
ari fyrirlestraröð verði 5 fyrirlestr-
ar annan hvern miðvikudag, og
verður sá fyrsti miðvikudaginn 2.
október í húsnæði Landssamtak-
anna Þroskahjálpar, Suðurlans-
dbraut 22, og hefst kl. 20. Dóra
Bjarnason, dósent í félagsfræði við
KHÍ, segir frá rannsókn sinni sem
ber heitið: Getur maður orðið full-
orðinn ef maður er fatlaður?
Rannsókn þessi fjallar um hvern-
ig ungu fötluðu fólki á Ísland, með
ýmiskonar fötlun, gengur að takast
á við líf sitt og aðstæður. Rann-
sóknin byggist á viðtölum við 36
einstaklinga 16–24 ára, foreldra
þeirra, vini og kennara, segir í
fréttatilkynningu.
Aðgangur er ókeypis – kaffiveit-
ingar verða gegn vægu gjaldi.
Fyrirlestur
fyrir fatlaða
og aðstand-
endur
Fyrirlestur um
háskólastarf
Dr. SANDRA Acker, prófessor við
Ontario Institute for Studies in
Education, heldur fyrirlestur á veg-
um Rannsóknarstofnunar KHÍ
næstkomandi miðvikudag 2. október
kl. 16.15. Fyrirlesturinn verður hald-
inn í sal 2 í nýbyggingu Kennarahá-
skóla Íslands v/Stakkahlíð og er öll-
um opinn.
Í fyrirlestrinum notar Sandra 16
valin viðtöl úr kanadískri rannsókn
sem nefnist Það skiptir máli: Kven-
væðing og breytingar í starfsmennt-
un á háskólastigi. Hún skoðar hvern-
ig háskólamenntað fólk í kennslu,
félagsráðgjöf, lyfjafræði og tann-
lækningum sér fyrir sér háskóla-
starfið.
Erindi um
fötlunarfræði
MIÐVIKUDAGINN 2. október kl.
12–13 heldur dr. Rannveig Trausta-
dóttir erindi sem hún nefnir Hvað er
fötlunarfræði? Fyrirlesturinn er
haldinn í stofu 101 í Odda, Háskóla
Íslands og er öllum opinn.
„Fötlunarfræði er ung fræðigrein
sem hefur farið mjög vaxandi und-
anfarin ár. Þessi fræðilega þróun
endurspeglar vaxandi áhuga á fötlun
sem samfélagslegu fyrirbæri og mik-
ilvægum þætti í lífi okkar allra, enda
líta fræðimenn í auknum mæli á fötl-
un sem ögrandi og spennandi fræði-
legt viðfangsefni,“ segir í fréttatil-
kynningu.
Námskeið gestakennara KHÍ
Dr. ANDREA Honigsfeld er Ful-
bright-gestakennari við Kenn-
araháskóla Íslands nú á haust-
misseri. Hún kennir á
meistaranámssviði í Molloy Coll-
ege, Rockville Centre, New York.
Sérgreinar Andreu eru á sviði fjöl-
menningarkennslu þar sem áhersl-
an er á mismunandi menningaleg-
an bakgrunn fólks og ólík
tungumál og hún sér um samhæf-
ingu námskeiða í MSc-náminu
TESOL.
Andrea hefur hlotið viðurkenn-
ingar fyrir alþjóðlegar samanburð-
arrannsóknir sínar á námsvenjum
unglinga, segir í fréttatilkynningu.
Hún hefur birt ýmsar greinar
tengdar því að vinna með ensku
sem annað tungumál og gefið leið-
beiningar um hvernig hægt er að
bjóða upp á einstaklingsmiðaða
kennslu með tilliti til námsvenja
hvers og eins.
Andrea heldur á næstunni nokk-
ur námskeið á vegum Símennt-
unarstofnunar Kennaraháskóla Ís-
lands og er hægt að nálgast
upplýsingar um þau á slóðinni
http://simennt.khi.is. Jafnframt er
hún tilbúin að koma með sérsniðin
námskeið eða fyrirlestra. Þeir sem
áhuga hafa á því að fá dr. Andreu
Honigsfeld á fræðslufundi eða fyr-
irlestra snúi sér til Símenntunar-
stofnunar Kennaraháskóla Íslands
(simennt.khi.isog er hægt að senda
tölvupóst á simennt@khi.is
Námskeið í
markaðsfræði
og stjórnun
TVEGGJA vikna skóli í rekstri,
markaðsfræðum, stjórnun og stefnu-
mótun hefst 3. október á Öngulstöð-
um III í Eyjafirði. Skólinn er sniðinn
að þörfum þeirra sem ekki hafa lang-
skólamenntun á sviði viðskipta, en
eru í stjórnunarstörfum í litlum eða
millistórum fyrirtækjum.
„Kennt er í tveimur vikulöngum
lotum og fá þátttakendur innsýn í ís-
lenskt efnahagskerfi og „nýju hag-
fræðina“. Lögð er áhersla á samspil
atvinnurekstrar við aðra þætti í
þjóðlífinu eins og menningu og
mannlíf og lýkur kennsludögum með
heimsókn þjóðþekktra einstaklinga
sem fjalla um málefni tengd viðskipt-
um og mannlífi. Meðal kennara í At-
vinnulífsinsskóla eru Kristján Jó-
hannsson, lektor við viðskipta- og
hagfræðideild HÍ, Þórður Víkingur
Friðgeirsson, sérfræðingur í rafræn-
um viðskiptum og verkefnastjórnun,
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, lektor,
og Runólfur Smári Steinþórsson,
dósent við viðskipta- og hagfræði-
deild HÍ. Ítarleg lýsing með dagskrá
og sundurliðun kennsluefnis er á vef-
síðunum www.endurmenntun.is og
þar er jafnframt hægt að skrá sig,“
segir í fréttatilkynningu.
Gjafabrjóstahöld
Meðgöngufatnaður í úrvali
Þumalína, Skólavörðustíg 41