Morgunblaðið - 01.10.2002, Side 47

Morgunblaðið - 01.10.2002, Side 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 47 þriðjudegi til laugardags Mörkinni 3, 108 Reykjavík sími 588 0640 Opið: mán-fös 11-18 • lau 11-15 Útsalafrá 15-60% afsláttur 15% afsláttur af ljósum á meðan á útsölunni stendur Hönnun gæði glæsileiki UM helgina voru 27 öku- menn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur og afskipti höfð af sjö ökumönnum vegna gruns um ölvun við akstur. Tími nagladekkjanna er ekki hafinn en lögreglan þurfti að hafa afskipti af tveimur ökumönnum sem vildu vera tímanlega klárir í slaginn fyrir veturinn. Tilkynnt var til lögreglu um 33 umferðaróhöpp með eignatjóni um helgina. Á laugardag tilkynnti glöggur vegfarandi að ung börn væru laus í aftursæti bifreiðar. Þótt ótrúlegt sé þarf lögreglan enn að hafa afskipti af kærulausum foreldrum sem nenna ekki að sjá til þess að börnin noti bílbelti. Athygli vekur að langflestir þeirra sem voru stöðvaðir af lög- reglu fyrir of hraðan akstur voru undir tvítugu og nokkrir nýkomnir með bílpróf. Meðal annars var 17 ára stúlka stöðvuð sl. föstudags- kvöld á Sæbraut þar sem hún ók á 101 km hraða en þar er hámarks- hraði 60 km miðaður við bestu að- stæður. Árla laugardagsmorguns ók 17 ára piltur fram úr lögreglubifreið á Vesturlandsvegi í Árúnsbrekku. Ökuhraði hans var mældur og ók hann á 120 km hraða. Lögreglu- menn stöðvuðu för hans. Hann kvaðst ekki hafa tekið eftir að það var lögreglubifreið sem hann hafði ekið fram úr. Ræddu alvarlega við stúlkur Sérstaklega var fylgst með úti- vistartíma barna. Snemma á föstu- dagskvöldinu hafði lögreglan af- skipti af nokkrum stúlkum í miðborginni. Ein þeirra var með í fórum sínum brúsa sem innihélt landa. Rætt var alvarlega við stúlk- urnar og haft samband við forráða- menn. Sama kvöld barst lögreglu til- kynning um að hópur ungmenna væri fyrir utan hús í austurborginni þar sem foreldralaust unglingapartí var í gangi. Veislan leystist upp fljótlega eftir að lögregla mætti á svæðið. Tilkynningum um foreldra- laus partí hefur fækkað á undan- förnum árum og skorar lögreglan á foreldra að taka höndum saman um að leyfa ekki börnum að halda teiti án eftirlits foreldra. Brotist var inn í nokkrar bifreiðar um helgina og vill lögreglan nota tækifærið til að skora á fólk að freista ekki óvandaðra og skilja ekki eftir verðmæti eins og t.d. töskur, sólgleraugu, farsíma eða önnur verðmæti í bifreiðunum. Á laugardagskvöldið var lögregla kölluð í veitingahús í miðborginni þar sem viðskiptavinur var að reyna að koma sér undan því að borga fyr- ir kvöldmáltíðina. Að lokum sættist maðurinn á að greiða reikninginn en þá tók lögreglumaður eftir því að myndin á greiðslukortunum var gjörólík manninum með veskið. Maðurinn, sem var ölvaður, gat ekki gert grein fyrir því hvernig veskið hafði komist í hans hendur og gisti því fangageymslu lögreglunnar. Úr dagbók lögreglu 27.–30. september Aðallega ungt fólk stöðvað fyrir hraðakstur Rangt nafn Rangt var farið með nafn blaðsins Byggiðn í blaðinu sl. miðvikudag og er beðist velvirðingar á því. Bakkatjörn Í viðtali við Sigurgeir Sigurðsson s.l. sunnudag var farið rangt með heiti Bakkatjarnar og er beðist vel- virðingar á því. LEIÐRÉTT STÚDENTAR frá Flensborgar- skóla 1977, sem var þriðji stúd- entshópur skólans, fögnuðu 25 ára stúdentsafmæli sínu í vor. Sú hug- mynd vaknaði að stofna félag, sem jafnframt því að verða tengiliður gamalla nemenda við skólannn, gæti verið stuðningsaðili við Flensborgarskólann og í dag, 1. október, þegar skólinn fagnar því að 120 ár eru liðin síðan skólinn var settur í fyrsta sinn, verður stofnfundur að Hollvinasamtök- um Flensborgarskólans haldinn, segir í fréttatilkynningu. Skólinn á sér langa sögu og fjöl- margir hafa stundað nám við skól- ann. Allir þeir sem stundað hafa nám við skólann geta verið félagar sem og aðrir þeir sem vilja veg skólans sem mestan. Á þessum fyrsta stofnfundi verður lögð fram tillaga að lögum félagsins og bráðabirgðastjórn en allir sem gerast félagar fram til áramóta teljast stofnfélagar. Til að létta yf- ir dagskránni mun kór Flensborg- arskólans taka nokkur lög. Stofnframlag til hollvinasam- takanna er fjárhæð sem stúdents- árgangurinn frá 1977 lagði til, en væntanlegum félögum verður gef- inn kostur á að leggja fé til rekst- urs þeirra með lágu félagsgjaldi. Upplýsingar um Hollvinasam- tökin verða á nýrri heimasíðu Flensborgarskólans sem verður opnuð innan skamms en fram að því verður hægt að skrá sig í fé- lagið á www.fjardarposturinn.is/ hollvinir Fundurinn verður hald- inn í sal Flensborgarskólans þriðjudaginn 1. október og hefst kl. 20:00. Hollvinasamtök Flensborgar- skóla stofnuð Í REYKJAVÍKUR akademíunni,JL-húsinu við Hringbraut, verðurmálþing um heimspeki verðandinnar í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Málþingið er í tengslum við vænt- anlega útkomu nýrrar bókar, Heim- speki verðandinnar - Rísóm, sifjar og innrætt siðfræði. Bókin er í rit- röðinni Atvik. Efni bókarinnar er „Rísóm“, inngangurinn að Mille Plateaux eftir Gilles Deleuze og Fél- ix Guattari í þýðingu Hjörleifs Finnssonar og ritgerðin „Hvers er Nietzsche megnugur? Um íslenska siðfræði og franska sifjafræði“ eftir Davíð Kristinsson og Hjörleif Finns- son. Ritstjóri bókarinnar er Geir Svansson. Pallborð málþingsins skipa: Hjálmar Sveinsson, stjórnandi, Mar- grét Elísabet Ólafsdóttir stunda- kennari við LHÍ, Hjörleifur Finns- son heimspekingur og þýðandi „Rísóm“, Halldór Gíslason deildar- forseti hönnunardeildar LHÍ og Halldór Björn Runólfsson lektor og kennari við LHÍ. Málþing um heimspeki verðandinnar MIÐVIKUDAGINN 2. október standa Þekkingarmiðlun ehf. og Saga Heilsa – Saga Spa – heilsu- vernd og endurhæfing fyrir ráð- stefnu um heilbrigði á íslenskum vinnustöðum. Ráðstefnan ber heit- ið Vinna – Vellíðan – Velgengni. Fyrirlesarar eru fjölmargir, inn- lendir og érlendir. Ráðstefnuna setur Ari Edwald, formaður Samtaka atvinnulífsins, og ráðstefnustjórn er í höndum Jó- hönnu Vigdísar Hjaltadóttur fréttamanns. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hóteli, Reykjavík og hefst kl. 12.10 á miðvikudag, ráðstefnuslit eru áætluð kl. 16.45. Frekari upplýsingar um ráð- stefnuna og skráningar á ing- rid@thekkingarmidlun.is og sa- ga@sagaspa.is. Nánari upplýsingar: www.thekkingarmidl- un.is og www.sagaspa.is Ráðstefna um heilbrigði á vinnustöðum NÁMSKEIÐ Skipulags og skjala ehf. „Inngangur að skjalastjórnun“ verður haldið mánudaginn 14. og þriðjudaginn 15. október nk. frá 13:00–16:30 báða dagana. Nám- skeiðið er öllum opið. „Á námskeiðinu er farið í grunn- hugtök skjalastjórnunar; lífshlaup skjals, virk skjöl, óvirk skjöl, skjalaáætlun og skjalalykil. Greint er frá því hvernig leysa má skjala- vanda íslenskra vinnustaða með því að taka upp skjalastjórnun. Skjalastjórnun er kynnt á nám- skeiðinu sem liður í samkeppnis- forskoti fyrirtækja. Fjallað er um íslensk lög er varða skjalastjórnun en opinberum vinnustöðum er í raun skylt að taka upp skjala- stjórnun eftir setningu stjórn- sýslulaga, upplýsingalaga og laga um persónuvernd,“ segir í frétta- tilkynningu. Kennari er Sigmar Þormar MA. Sjá nánar: www.skjalastjornun.is. Námskeiðsskráning og nánari upp- lýsingar eru á netfangi: skipulag- @vortex.is. Námskeið um skjalastjórnun HROSSASMÖLUN og stóðréttir verða í Víðidal, Húnaþingi vestra, 4. og 5. október næstkomandi. Smalað verður þann 4. október og réttað daginn eftir. Áhugasömum gefst tækifæri til að taka þátt í Gaflsmölun 4. okt. Skrán- ing fer fram á Kolugili ekki seinna en mánudagskvöld 28. sept. Öllum er velkomið að taka þátt og líta augum gæðingsefni Víðdælinga. Opið hús verður í kjölfar smölunar í reiðhöllinni á Gauksmýri 4. október kl. 20 – 23 og síðan skemmtun í Víði- gerði þar sem Rúnar Júlíusson og Þórir Baldursson skemmta. Þeir sem hafa áhuga á að koma hrossum á sölusýningar í tengslum vð stóðréttir í Víðidal eru beðnir að hafa samband við Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum. Hrossasmölun og stóðréttir í Víðidal STOFNFUNDUR Félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni verður haldinn í Hlégarði, Mosfellsbæ, 1. október 2002 og hefst fundurinn kl. 20. Fyrr á árinu var komið á undir- búningsnefnd að stofnun Félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni. Undirbúningi er nú lokið og boðað er til fundar í Hlégarði. Allir áhuga- menn um hagsmuni aldraðra eru vel- komnir á fundinn en félagsaðild er miðuð við 60 ára og eldri. Félag aldraðra stofnað í Mosfellsbæ HELGI Skúli Kjartansson sagn- fræðingur flytur fyrirlestur sem nefnist Samvinnuhreyfingin í sögu Íslands í húsi Sögufélags, Fischer- sundi 3 í Reykjavík þriðjudaginn 1. október nk. klukkan 20.15. Þá leggur Gunnar Karlsson prófessor mat á umfjöllun hans. Á eftir verða al- mennar umræður. Í upphafi flytur Gerður Steinþórsdóttir oddviti Áhugahóps um samvinnusögu ávarp. Fundar- og umræðustjóri verður Hulda Sigtryggsdóttir sagnfræðing- ur. Léttar veitingar. Fyrirlesturinn er á vegum Áhugahóps um sam- vinnusögu og Sögufélags og er þetta fyrsta fyrirlestrakvöldið af fimm um samvinnuhreyfinguna. Samvinnu- hreyfingin í sögu Íslands Í OKTÓBER mun Mímir-Tóm- stundaskólinn halda námskeið í sam- vinnu við Reykjavíkurakademíuna um ferðir Guðríðar Símonardóttur. Kennari er Steinunn Jóhannesdótt- ir, höfundur bókarinnar Reisubók Guðríðar Símonardóttur, Skáldsaga byggð á heimildum, sem kom út í nóvember 2001 hjá Máli og menn- ingu. Námskeiðið verður haldið á mið- vikudögum kl. 20–21.30 frá 2. októ- ber og stendur í 4 vikur. Skráning fer fram hjá Mími-Tómstundaskól- anum eða á mimir.is. Fræðst um ferðir Guðríðar Símonardóttur FÉLAGSFUNDUR Lífssýnar verður haldinn í kvöld, þriðjudag- inn 1. október, kl. 20.30. Fyrirles- ari er Erla Stefánsdóttir og mun hún lesa valda kafla úr nýskrifaðri bók sinni. Fundirnir eru opnir öllum og er aðgangseyrir 500 kr. Félagsfundur hjá Lífssýn Bossakremið frá WELEDA engu líkt Þumalína, Lyf og Heilsa, Lyfja, Heilsuhúsið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.