Morgunblaðið - 01.10.2002, Qupperneq 49
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 49
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl.
10–14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Byrj-
að á kaffisopa og kl. 10.30 er boðið upp á
skemmtigöngu um Laugardalinn eða upp-
lestur úr góðum bókum fyrir þá sem ekki
treysta sér í gönguna. Bæna- og fyrirbæna-
stund kl. 12. Fólk sem býr eða starfar í
sókninni er hvatt til að koma og eiga kyrrð-
arstund í önnum dagsins. Fyrirbænum má
koma til starfsfólks kirkjunnar. Að lokinni
bænastund gefst þátttakendum kostur á
léttum hádegisverði. Opinn 12 spora fund-
ur í kvöld kl. 19.
Bústaðakirkja. TTT-æskulýðsstarf fyrir 10–
12 ára kl. 17.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris-
ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður að
samverustund lokinni.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta
kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
Laugarneskirkja. Bænanámskeið kl. 20.
Sr. Bjarni Karlsson fræðir um bænina. Eng-
in skráning. Þægilegt að vera með. Gengið
inn um dyr á austurgafli kirkjunnar. Þriðju-
dagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðarstund
þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir söng-
inn við undirleik Gunnars Gunnarssonar, en
sóknarprestur flytur guðs orð og bæn. Fyr-
irbænaþjónusta kl. 21.30 í umsjá Mar-
grétar Scheving sálgæsluþjóns og hennar
samstarfsfólks.
(Sjá síðu 650 í Textavarpi.)
Neskirkja. Litli kórinn – kór eldri borgara kl.
16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Allir
velkomnir. Alfa-námskeið kl. 19. Umsjón sr.
Örn Bárður Jónsson. Foreldramorgnar mið-
vikudag kl. 10–12. Kaffi og spjall. Umsjón
Elínborg Lárusdóttir.
Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl.
10. Kirkjuprakkarar (7–9 ára) kl. 16. Kirkju-
starf TTT (10–12 ára) kl. 17.30.
Óháði söfnuðurinn. Tólf sporin, andlegt
ferðalag. Kynningarfundur á Tólf spora nám-
skeiði vetrarins kl. 18.
Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnað-
arheimilinu kl. 10–12. Hittumst, kynnumst,
fræðumst.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með
altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má
koma til sóknarprests í viðtalstímum hans.
Fella og Hólakirkja. Foreldrastund í safn-
aðarheimili á þriðjudagsmorgun kl. 10–12 í
umsjón Kristínar Axelsdóttur, hjúkrunar-
fræðings og djáknanema. Kaffi og notaleg-
heit þar sem heimavinnandi foreldrar hitt-
ast í góðu umhverfi kirkjunnar. Starf fyrir
11–12 ára stúlkur kl. 16.30.
Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra hefst
kl. 11.15 með leikfimi ÍAK. Léttur málsverð-
ur. Helgistund. Samvera. KFUM & KFUK í
Digraneskirkju fyrir 10–12 ára krakka kl.
17–18.15. Fræðslusalur opinn fyrir leiki frá
16.30. Unglingakór Digraneskirkju kl. 17–
19. Alfa-námskeið kl. 19. Kvöldverður,
fræðsla, umræðuhópar. Kennari sr. Magn-
ús B. Björnsson.
Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri
borgara kl. 13.30–16. Helgistund, handa-
vinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf
eitthvað gott með kaffinu. Æskulýðsfélag
fyrir unglinga í 8. bekk Rimaskóla kl. 20–
22. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 9. og 10.
bekk í Grafarvogskirkju kl. 20–22.
Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18.
Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag kl.
10–12 í safnaðarheimilinu Borgum.
Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús kl.
10–12. Kaffi og spjall. Æskulýðsfundur
fyrir 13 ára unglinga (fermingarbörn) kl. 20.
Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í
safnaðarheimilinu, Kirkjuhvoli, kl. 13–16.
Spilað og spjallað. Blöðin liggja frammi og
heitt á könnunni. Stutt ferð á vegum starfs-
ins einu sinni í mánuði í sumar. Allir vel-
komnir.
Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára
börn í dag kl. 17.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12
ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi,
Vonarhöfn frá kl. 17–18.30.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7–9
ára börn kl. 16.30–18. Æskulýðsstarf, 8.
og 9. bekkur, kl. 20–22.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15
kirkjuprakkarar, kirkjustarf 6–8 ára krakka.
sr. Þorvaldur, Ingveldur og leiðtogarnir.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. Kór kirkjunnar, æfing
í dag, þriðjudag, kl. 20.30. Sóknarprestur.
Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík): Foreldra-
morgunn í safnaðarheimilinu miðvikudag
kl. 10.30 í umsjá Kötlu Ólafsdóttur og Petr-
ínu Sigurðardóttur. Sóknarprestur.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla
þriðjudaga kl. 10–12.
Hveragerðiskirkja. Foreldramorgnar þriðju-
dagsmorgna kl. 10–11.30.
Borgarneskirkja. TTT tíu til tólf ára starf
alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í kirkj-
unni sömu daga kl. 18.15–19.
Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl.
13.40.
Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í
Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Kefas. Brauðsbrotning og bænastund kl.
20.30. Allir velkomnir.
AD KFUK. Fyrsti fundur vetrarins verður
haldinn í Vindáshlíð í kvöld. Kvöldverður,
kvöldvaka, nýi skálinn skoðaður. Rútuferð
frá Holtavegi 28 kl. 18.
Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9.
Safnaðarstarf
FIMMTUDAGINN 3. október kl. 14
hefjast í safnaðarheimili Háteigs-
kirkju samverustundir sem bera
nafnið vinafundir. Á vinafundum
hjálpast fólk að við að vekja upp
gamlar og góðar minningar, endur-
uppgötva gleymdar tilfinningar og
gildi s.s. nægjusemi, undrun og
traust. Horft verður til þess hvort
dýpstu uppsprettu gleðinnar sé ekki
að finna í alhversdagslegustu at-
burðum, félagsskap góðra vina, því
að kynnast einhverjum óvænt, vor-
kvöldi, hreiðri mófuglsins, berja-
tínslu, stjörnubjörtum vetrarnótt-
um, börnum og englum. Gef mér
augnablik af hamingju og ég mun
gera úr því heila ævi, var sagt einu
sinni. Þannig getum við komið hvert
inn í líf annars með ljós og gleði. Það
eru allir velkomnir.
Nánari upplýsingar gefa sr. Tóm-
as Sveinsson og Þórdís Ásgeirsdóttir
í Háteigskirkju í síma 511 5400.
Trú og líf í
Langholtskirkju
MIÐVIKUDAGINN 2. október hefst
í Langholtskirkju samvera frá kl.
18–19 undir yfirskriftinni Trú og líf.
Kl. 18–18.15 verða kvöldbænir eða
sungnar kvöldtíðir. Kl. 18.15–19
verður fræðsla og umræður um
ýmsa þætti kristinnar trúar (s.s.
bænina, Biblíuna, sakramentin,
messuna, heimilisguðrækni o.s.frv.)
sem og þau málefni sem ofarlega
eru á baugi hverju sinni og snerta
trúna. Samræða þátttakenda verður
þungamiðjan í samverunni. Sr. Jón
Helgi Þórarinsson og sr. Petrína
Mjöll Jóhannesdóttir leiða bæna-
gjörð og samveru á eftir. Góðir gest-
ir munu einnig koma stöku sinnum
og miðla okkur af fróðleik sínum.
Öllum er velkomið að taka þátt í
dagskránni, og einnig að taka ann-
aðhvort þátt í bænagjörðinni eða
fræðslunni. Þessar stundir verða í
október og nóvember.
Augnablik
hamingjunnar
Sveit Guðmundar Sv. Her-
mannssonar sigraði í bikarkeppni
Bridssambandsins sem lauk á ní-
unda tímanum í fyrrakvöld. Sveitin
spilaði til úrslita við sveit Orkuveitu
Reykjavíkur og vann sannfærandi
161,5 gegn 95,5.
Mótið hefir staðið yfir í allt sumar
en alls hófu 39 sveitir víðs vegar að af
landinu keppni.
Í undanúrslitum sl. laugardag
spilaði sveit Orkuveitu Reykjavíkur
gegn sveit Subaru. Hinir síðar-
nefndu náðu sér aldrei á strik og
urðu að játa sig sigraða eftir 48 spil
en leikurinn endaði 114–89. Sveit
Guðmundar Sv. spilaði gegn sveit
Þórólfs Jónassonar. Norðanmenn
byrjuðu mun betur í fyrstu lotu og
unnu hana 49–18. Næsta leik átti
sveit Guðmundar sem vann næstu
lotu 45–3 og þessum tökum slepptu
hún ekki og vann 130–112.
Í fyrradag var svo spilaður 64 spila
leikur og til að gera langa sögu stutta
hafði sveit Guðmundar Sv. undirtök-
in allan leikinn og vann sannfærandi
161,5 gegn 95,5. Í sigursveitinni eru
ásamt fyrirliðanum þeir Helgi Jó-
hannsson, Björn Eysteinsson, Guð-
mundur Páll Arnarson og síðast en
ekki sízt Ásmundur Pálsson.
Ásmundur lætur engan bilbug á
sér finna þótt hann sé kominn vel yf-
ir sjötugt. Hann hefir unnið þennan
bikar fjórum sinnum áður fyrst 1980
þá 1984, 1989, 1998 og svo nú 2002.
Bikarinn sem spilað er um fór í
umferð 1977. Gefandi er Magnús
Aspelund og það var sveit Ármanns
J. Lárussonar sem hampaði bikarn-
um fyrst.
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
Bikarmeistararnir hampa bikarnum í mótslok. Frá vinstri: Guðmundur Páll Arnarson, Ásmundur Pálsson,
Helgi Jóhannsson, Björn Eysteinsson og Guðmundur Sveinn Hermannsson.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Sveit Guðmundar Sveins vann
bikarkeppni Bridssambandsins
Haustferð
að virkjanasvæðunum 5. október
Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík hafa undanfarin ár efnt til haustlita- eða
haustferða um nágrenni borgarinnar. Að þessu sinni verður farið ögn
lengra en undanfarin haust. Verður nú haldið að virkjanasvæðunum á
Suðurlandi. Tilhögun ferðarinnar verður í stórum dráttum á þann veg að
lagt verður af stað frá Valhöll við Háaleitisbraut kl. 10.00 og ekið sem leið
liggur upp í Þjórsárdal og að Búrfellsvirkjun. Þaðan verður svo haldið að
virkjanasvæðunum við Sigöldu og Hrauneyjafoss og upp í Vatnsfell, þar
sem vel sést yfir svæðið í góðu skyggni. Leiðsögumaður frá Landsvirkjun
verður með í för. Um hádegisbil verður snæddur léttur hádegisverður og
boðið upp á kaffiveitingar um eftirmiðdaginn. Reiknað er með að komið
verði í bæinn um kl. 18.30. Umsjón með ferðinni hefur að vanda Sjálf-
stæðisfélagið í Nes- og Melahverfi. Þeir sem vilja taka þátt eru vinsamlega
beðnir að skrá sig í síma 515 1700 eða með tölvupósti xd@xd.is og kostar
ferðin kr. 1.000 og er þá allt innifalið. Frítt er fyrir börn yngri en 12 ára.
Allir velkomnir.
Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík.
Ertu með mat á heilanum?
Get bætt við mig nokkrum í einkatíma
Þetta gætu verið fyrstu sporin til varanlegs bata.
Stuðst er við 12 spora kerfi.
Upplýsingar gefur Inga Bjarnason
í síma 552 3132 og 866 1659
Upplýsingar gefur Martin
í síma 567 4991 eða 897 8190
Um er að ræða 4ra ára nám sem byrjar
í haust á vegum College of Practical
Homoeopathy í Bretlandi.
Mæting 10 helgar á ári í Reykjavík.
Spennandi nám.
Kennarar með miklu reynslu.
Hómópatanám
Ertu að lengja sumarið?
Sundbolir, bikini, bermudabuxur,
kvartbuxur og bolir
Meyjarnar, Austurveri,
Háaleitisbraut 68, sími 553 3305.