Morgunblaðið - 01.10.2002, Síða 52

Morgunblaðið - 01.10.2002, Síða 52
ÞAÐ er hefð í Grunnskólanum í Hveragerði að bjóða nemendur 8. bekkja velkomna á elsta stigið með glæsilegu Rósaballi. Skólinn er skreyttur, með rósum að sjálf- sögðu, og nemendur mæta í sínu fínasta pússi á ballið. Áður en ball- ið hefst fara nemendur í 10. bekk og sækja 8. bekkinga, og koma þeim heilu og höldnu á ballið. Í ár voru nemendur 10. bekkja mun færri en 8. bekkingar og þurftu þeir því að sækja 2–3, strákar sækja stelpur og öfugt. Hápunktur kvöldsins er val krakkanna og útnefningar. Flott- ustu augun eiga Sandra og Sam- úel í 8. bekk, björtustu brosin eiga Kristján og Auður í 10. bekk. Kristján Sveinsson í 10. bekk sóp- aði að sér verðlaunum og hlaut auk bjartasta brossins, verðlaun sem mesti snyrtipinninn, mesta fatafríkin og herra gaggó 2002. Ungfrú gaggó 2002 var kosin Fríða Margrét nemandi í 10. bekk. Mesta krúttið og nýnemi ársins var kosinn Guðmundur í 8. bekk. Aníta í 9. bekk var kosin mesti snyrtipinninn og mesta fatafríkin og Ingibjörg í 10. bekk var kosin mesta dúllan. Nemendur, sem útskrifuðust í vor, urðu þess heiðurs aðnjótandi að krýna sigurvegarana og var greinilegt að þeim þótti gaman að koma og vera með „gömlu“ sam- nemendum sínum á þessu balli, sem markar upphaf félagslífsins í skólanum. Boðin velkomin á rósaballi Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Fríða Margrét og Kristján Sveinsson, herra og ungfrú gaggó 2002. Hveragerði. Morgunblaðið. FÓLK Í FRÉTTUM 52 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÚN er sönn, fullyrðingin sem finna má í kynningarbæklingi með sýningunni Hætt’að telja, Halli og Laddi eru langvinsælasta grín- tvíeyki sem komið hefur fram á sjónarsviðið hér á landi á síðari tím- um og það sem meira er þá eru þeir einnig það sígildasta. Það sýndu þeir og sönnuðu á frumsýningu 30 ára afmælissýningar sinnar í Loft- kastalanum á föstudag. Í rétt tæp- lega tveggja tíma skotheldri dag- skrá sýna skopbræðurnir í eitt skipti fyrir öll hvers vegna þeir voru eins vinsælir og raun bar vitni á 8. og 9. áratugnum, hvers vegna sá sem hefur aldur til getur ekki annað en glott út í annað, bara við það að heyra þessi samvöxnu nöfn, Halli og Laddi. Í þessari 30 ára afmælisdagskrá stíga bræðurnir aftur saman á svið eftir nokkurt hlé og renna í gegnum brot af því besta, kynna til sögunnar nokkra af kynlegustu kvistunum sem þeir hafa skapað og rifja upp fáránlegustu fíflalætin, ýktustu geiflurnar og vinsælustu lögin, allt á fullu gasi, rétt eins og þeir gerðu þegar þeir voru upp á sitt allra besta – ef þeir, svei mér þá, eru það ekki bara núna. Í þessari sýningu sýna þeir að þeim hefur hvergi fatast flugið, syngja jafn vel og þeg- ar þeir gerðu plöturnar sínar fjórar, hafa sömu einstöku gríntímasetn- inguna og eru jafnfráir á fæti – eða svo gott sem. Halli og Laddi hafa svo sem áður tekið þátt í skemmtidagskrám síðan þeir hættu að gefa út plötur saman, og það fleiri en einni en það er samt einhver reginmunur á þeim og þess- ari. Hinar hafa flestar verið á skemmtistöðum, haldnar undir borðhaldi þar sem aðalkeppikeflið hefur verið að draga athyglina frá lambalærinu og staupinu. En hér fær maður loksins færi á að njóta gamanmála bræðranna ómengaðra og við sómasamlegar aðstæður. Og það skein af þeim leikgleðin og mað- ur sá á hverjum svipbrigðum un- unina sem þeir hafa af því að skemmta fólki. Dagskráin er þannig hönnuð að Þorgeir Ástvaldsson kynnir kvölds- ins – hefur lítið til gamanmálanna að leggja en á samt einhvern veginn vel við þá bræður – rekur feril þeirra á lauslegan hátt allt frá því þeir komu fyrst fram í Stundinni okkar árið 1972 með lúkurnar inni í tuskudúkk- um, tróðu upp í eigin persónu og „mæmuðu“ Comedian Harmonists og Spike Jones og þar til þeir gáfu út hverja metsöluplötuna á fætur annarri. Uppbygging skemmtunar- innar er sniðug, skyggnumyndir í bakgrunni færa mann aftur í tíma og skapar sögulega stemmningu og atriðin, sem ætlað var að vera brot af því besta, voru það í langflestum tilvikum og furðufáir brandarar fuku með tannlausir af elli en það hafði fyrirfram verið helsta áhyggjuefni undirritaðs. Það má vel vera að yngri áhorf- endur, þeir sem teljast til Tvíhöfða- kynslóðarinnar, eigi eftir að klóra sér í hausnum yfir öllum hamagang- inum, að allur þessi söngur, fettur, brettur og hárkollur virki einfald- lega of saklaust á þá, en það er kannski bara eðlilegt, því grín og fíflalæti breytast með tímanum líkt og allt annað. Þó ber að varast að bera þetta tvennt saman því Halli og Laddi eru hreint ekki af sama sauðahúsinu og grínarar samtímans, þeir eru ekki beint uppistandarar heldur miklu frekar skemmtikraft- ar, sem hafa það kannski ekki að höfuðmarkmiði að kreista fram hlát- ur með hverju orði heldur miklu fremur að skemmta fólki, sem þeir gera svo sannarlega í grínafmæli sínu. Og einmitt vegna sakleysisins og allra þessara skemmtilegu fífla- láta höfða Halli og Laddi til miklu breiðari aldurshóps en flestir grín- ararnir í dag og að undanskilinni ör- lítilli tvíræðni á stöku stað þá ætti sýningin að vera kjörin fyrir alla fjölskylduna. Hætt’að telja er þannig hin besta skemmtun, bæði til þess gerð að rifja upp gömul og góð kynni og kynna fyrir nýjum kynslóðum kyn- lega kvisti á borð við Eirík Fjalar, Royi Roggers, Saxa lækni, Skúla rafvirkja, tvær úr tungunum og Dengsa – jaaaááá, meira að segja Dengsi virkar fyndinn eftir svo langa hvíld! Sígild fíflalæti Grín Hætt’að telja! Halli og Laddi – 30 ára grínafmæli LOFTKASTALINN 30 ára afmælissýning Halla og Ladda í Loftkastalanum. Frumsýnd föstudaginn 27. september. Fram koma Haraldur Sig- urðsson, Þórhallur Sigurðson. Kynnir er Þorgeir Ástvaldsson. Undirleikur Hjörtur Howser. Leikstjórn Björn G. Björnsson. Handrit Halli og Laddi. Sviðsstjórn Mar- teinn Þórhallsson. Ljóshönnun Geir Glæsimenni. Hljóð Hjörtur Howser. Ljós Martin Smash. Framleiðandi Einar Bárð- arson. Skarphéðinn Guðmundsson Morgunblaðið/Árni Sæberg „Í rétt tæplega tveggja tíma skotheldri dagskrá sýna skopbræðurnir í eitt skipti fyrir öll hvers vegna þeir voru eins vinsælir og raun bar vitni á 8. og 9. áratugnum“ segir í umsögn Skarphéðins Guðmundssonar um grínafmæli Halla og Ladda. Hafnarstræti 15, sími 551 3340 Restaurant Pizzeria Gallerí - Café Í Loftkastalanum kl. 20 Miðasala: 552 3000  „Sprenghlægileg“ „drepfyndin“ „frábær skemmtun“ fim. 19fi . 3/10 fim. 10/10 sun.13/10 fös. 18/10 sýn. kl. 23 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is ÁSKRIFTARKORT VERTU MEÐ Í VETUR 7 sýningar á 10.500 og ýmis fríðindi innifalin. 10 miða kort á 16.400. Frjáls notkun Nýja sviðið - Komið á kortið! 4 miðar á 6.000 Stóra svið HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 6/10 kl 14 Fö 11/10 kl 20 - ath kvöldsýning Su 13/10 kl 14 KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Lau 5/10 kl 20 Lau 12/10 kl 20 MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fi 24/10 kl 20 - Næst síðasta sýning Fi 31/10 kl 20 - Síðasta sýning GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Fö 4/10 kl 20, Lau 5/10 kl 20, Fö 11/10 kl 20, Lau 12/10 kl 20 Síðustu sýningar JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Frumsýning fö 4/10 kl. 20, UPPSELT, 2. sýn lau 5/10 kl. 20 AND BJÖRK, OF COURSE .. e. Þorvald Þorsteinsson Su 6/10 kl 20, Lau 12/10 kl 20 Síðustu sýningar 15:15 TÓNLEIKAR Caput - Benda - Ferðalög Lau 5/10 kl. 15:15 Nýja sviðið Litla svið Miðasala: 568 8000 Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 alla virka daga, miðapantanir í s. 562 9700 frá kl. 10 og á femin.is Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar Fös 4/10 kl. 21 Uppselt Fös 4/10 kl. 23 Aukasýning Uppselt Lau 5/10 kl. 21 Uppselt Lau 5/10 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti Sun 6/10 kl. 21 Aukasýning Laus sæti Fim 10/10 kl 21 Aukasýning Laus sæti Fös 11/10 kl. 21 Uppselt Fös 11/10 kl. 23 Aukasýning Laus sæti Lau 12/10 kl. 21 Uppselt Lau 12/10 kl. 23 Aukasýning Laus sæti Lau 19/10 kl. 21 Uppselt Lau 19/10 kl. 23 Aukasýning Lau sæti Sun 20/10 kl. 21 Örfá sæti Mið 23./10 kl 21 Aukasýning Laus sæti Fim 24/10 kl. 21 Örfá sæti Sun 27/10 kl. 21 Uppselt Fös 1/11 kl. 21 Örfá sæti Fös 1/11 kl. 23 Aukasýning Laus sæti Lau 2/11 kl. 21 Örfá sæti Lau 2/11 kl. 23 Aukasýning Laus sæti Rakarinn í Sevilla eftir Rossini 3. sýn. 4. okt. kl. 20 örfá sæti laus 4. sýn. 5. okt. kl. 19 örfá sæti laus 5. sýn. 12. okt. kl. 19 örfá sæti laus 6. sýn. 13. okt. kl. 19 nokkur sæti laus Enn eru nokkrir miðar lausir á hátíðarsýn- ingarnar 29. og 30. nóv. —aðeins fyrir félagsmenn í Vinafélagi Íslensku óperunnar. Miðasalan opin kl. 15-19 alla daga nema sunnudaga og fram að sýningu sýningar- daga. Símasala kl. 10-19 virka daga. Sími miðasölu: 511 4200 Hamlet eftir William Shakespeare. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. 3. sýn. fös. 4. okt. kl. 20 4. sýn. lau. 5. okt kl. 19 5. sýn. lau. 12. okt. kl. 19 6. sýn. lau. 19. okt. kl. 19 Aðeins þessar sýningar Miðasölusími sími 462 1400 www.leikfelag.is Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur sun 6. okt, uppselt þri 8. okt, uppselt fim 10. okt, uppselt þri 15. okt, uppselt mið 16, okt, uppselt fim 17. okt, uppselt sun 20 okt, uppselt þri 22. okt, nokkur sæti mið 23. okt, uppselt sun 27. okt, uppselt þri 29. okt, nokkur sæti mið 30. okt, laus sæti sun. 3. nóv, laus sæti Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 frá okt.-apríl Orator, félag laganema

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.