Morgunblaðið - 20.10.2002, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.10.2002, Qupperneq 12
Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975 pr. viku. Innifalið í verð; Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgrgjöld á flugvöllum.) Sumarhús eru ódýr kostur haust og vor. Hótel. Heimagisting. Bændagisting.Tökum nú við pöntunum á sumarhúsum/húsbílum og hótelherbergjum fyrir Heimsmót íslenska hestsins í Herning 2003. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf. sími 456 3745 netfang fylkirag@fylkir.is heimasíða www.fylkir.is NÁMSAÐSTOÐ grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli íslenska - stærðfræði - enska - danska - spænska - þýska - franska - eðlisfræði - efnafræði - bókfærsla o.fl. Nemendaþjónustan sf. www.namsadstod.is Innritun í síma 557 9233 kl. 17-19 virka daga Ferðamálaráð Spánar hefur nýlega kynnt nýja vefsíðu fyrir ferðamenn, www.spain.info HÁRAUTT hús, merkt sem hót- el, í hlíðum Hvalfjarðar í ná- grenni Ferstiklu hefur efalítið vakið forvitni þeirra sem lagt hafa leið sína um fjörðinn undan- farna mánuði. Í húsinu, sem reist var 1994 sem Norrænt skólaset- ur, hefur frá því í september á síð- asta ári verið starfrækt hótel – Hótel Glymur. En nafnið er dreg- ið af Glym, hæsta foss landsins og einni af náttúruperlum Hvalfjarð- ar. „Það var tíu manna hópur sem upphaflega kom að kaupunum á þessu húsi fyrir um þremur árum. Þá var ætlunin að opna hér fallegt hótel sem tæki mið af þörfum þeirra sem létu gæðin skipta máli. Á þeim tíma vissum við ekki alveg hvað við vorum að leggja út í því þetta er búin að vera þriggja ára sleitulaus vinna. Hópurinn hefur breyst nokkuð á þessum tíma, en þetta hefur verið sameig- inlegt áhugamál okkar allra – að gera Glym að skemmtilegu hót- eli,“ segir Hansína B. Einarsdótt- ir, einn aðstandenda hótelsins. Hentaði ekki fyrir hótel Ekki voru þó allir á eitt sáttir um ágæti þess að koma á fót hót- eli í Hvalfirði og hljómuðu efa- raddir víða. „Menn hafa haft ýms- ar skoðanir á þessari staðsetn- ingu og sumir bent á að hún væri einfaldlega ómöguleg og hentaði alls ekki þeim ferðamönnum sem heimsækja Ísland. Staðreyndin er hins vegar sú að staðurinn hentar prýðilega.“ Að sögn Hansínu var rennt nokkuð blint í sjóinn með hótel- reksturinn því ekki var með fullu vitað hvernig hægt væri að upp- fylla þarfir ólíkra hópa, s.s. nám- skeiðs- og ráðstefnugesta svo og ferðamanna. Reynsla síðasta árs bendir hins vegar til að hótelið henti jafnvel ferðamönnum sem ráðstefnu- og námskeiðagestum. „Eins og við sáum í sumar hentar hótelið mjög vel fyrir hópa sem eru að hefja ferð sína og vantar gistingu fyrstu nóttina. Það fólk hefur þá jafvel skoðað Gullfoss og Geysi, ekið að því loknu á Þingvöll og haldið þaðan niður í Kjós. Fyr- ir þá ferðamenn hentar staðurinn prýðilega. Aðrir hafa síðan tekið þann kost að dvelja hjá okkur í tvær til þrjár nætur og farið þá í ferðir yfir á Snæfellsnes, út í eyj- arnar á Breiðafirði, upp á Lang- jökul og suður á land.“ Hótel Glymur nýtur, að sögn Hansínu, ekki síður vinsælda meðal ráðstefnuhaldara og hefur nálægðin við höfuðborgina þar sitt að segja. „Mér fannst vanta hótel hér fyrir utan Reykjavík, sem væri innan við klukkutíma akstur frá borginni þar sem væri gott að vera með námskeiðahald og ráð- stefnur. Stað þar sem gott væri að fara og slaka á, njóta og vera til,“ segir Hansína. Hugtakið er þekking „Hugtakið að baki hótelrekstr- inum er þekking og hugmyndin er sú að þeir sem hingað komi nái að upplifa eitthvað. Það kann að vera náttúran eða friðurinn, því umhverfi hótelsins kemur flest- um á óvart, bókasafnið og lestur skemmtilegra bóka þar, nú eða þá námskeið eða fyrirlestrar. Við horfum einnig mikið til þeirra ferðamanna sem hafa áhuga á sögunni því við vitum að í Hval- firðinum má finna ýmsa áhuga- verða sögustaði.“ Sem dæmi um söguslóðir Hvalfjarðar má nefna minjar um hernámsárin, sem og Harðarsögu og Helgusund. Þá býr Hvalfjörðurinn yfir áhuga- verðum jarðfræðisvæðum, en landslag fjarðarins er mótað af jöklum, auk þess sem þar má finna líparítsflæði, sjaldgæfar steintegundir, stuðlaberg og stór og hrikaleg gil. Þá eru Glymur sjálfur, Hvalvatn og Hvalfell einnig skemmtilegir viðkomu- staðir. „Það er þessi þekkingar- öflun sem Hótel Glymur er hann- að með í huga og það er einmitt þess vegna sem við ákváðum að hafa stílinn hér innanhúss svona blandaðan. Hér má í raun finna allt milli himins og jarðar, jafnt gamla húsmuni sem nýja list- muni, bækur og tölvur. En ástæða þessa felst í því að þegar við erum að læra þá skiptir höf- uðmáli að umhverfi okkar byggist á vellíðan.“ Hótel Glymur byggir þó starf- semi sína ekki eingöngu í kring- um hópa heldur vilja menn þar ekki síður ná til íslenskra ferða- langa í leit að afslöppun frá erli hversdagsins. Í því skyni er boðið upp á þematengdar heimsóknir á hótelið, s.s. Krydd og kossa sem byggir á gistingu fyrir tvo ásamt kvöldverði, heitum pottum og dögurði, Kræklingur og kertaljós – kvöldstund sem hentar jafnt hópum sem einstaklingum, sem og villibráðarhlaðborð jólasveins- ins sem verður í boði frá og með 28. nóvember. „Við höfum síðast en ekki síst lagt áherslu á að vera með gott eldhús og góða kokka, því lysti- legar krásir eru óneitanlega einn af lykilþáttum þess að skapa hót- elgestum heimilislegt umhverfi.“ Krydd og kossar í Hvalfirði Glymur er vel staðsettur að mati Hansínu B. Einarsdóttur. Lystaukandi veitingar eru mikilvægur þáttur hótelrekstursins. Morgunblaðið/Anna Sigríður Mikið er lagt upp úr heimilislegu umhverfi. Hér sést anddyri hótelsins. Umferð um Hvalfjörðinn hefur minnk- að frá því Hvalfjarðargöngin komust í notkun. Í firðinum hefur hins vegar verið opnað hótel sem ekki er síður ætlað ráðstefnu- og námskeiða- gestum en almennum ferðamönnum. Anna Sigríður Einarsdóttir ræddi við Hansínu B. Einarsdóttur, einn aðstandenda Hótel Glyms.  Hótel Glymur Hvalfirði Sími: 4303100 - 8999358 Vefslóð: www.hotelglymur.is  FERÐAMENN sem leið eiga til Kraká í Póllandi geta nú keypt sér- stakt ferða- mannakort sem gildir í tvo eða þrjá daga. Kortið veitir aðgang að söfnum í borginni og af- slátt af skoð- unarferðum, m.a. til Auschwitz og Wieliczka. Hægt er að framvísa því á sumum hótelum og veitinga- húsum og fá afslátt af gistingu og veitingum. Tveggja daga kort kostar um þúsund krónur og þriggja daga kort nálægt 1.500 krónum. Kortið er fáanlegt á ferðaskrifstofum, upplýsingamið- stöðvum og á nokkrum hótelum í borginni. Kortið veitir afslátt í Kraká  Nánari upplýsingar um ferðamannakortið í Kraká er hægt að nálgast á síðunni www.krakow.pl/en/turystyka/karta  STÓRMARKAÐIR geta varla keppt við fjöl- breytnina á Naschmarkt í Vín, höfuðborg Austur- ríkis, og andrúmsloftið er líka sérstakt. Á boð- stólum er grænmeti, ferskir ávextir, kjöt, ostar og hverskyns önnur dagvara, bæði þekkt og framandi. Sérstaklega má nefna vörur frá Balkanskaga og Asíu. Skyndibitastaðir eru sjálfsögð viðbót við mark- aðinn og hvergi í Vín eru jafnmargir sushi-barir. Þá hafa nýverið bæst við bitabarir með réttum frá jafn ólíkum stöðum og Tyrklandi og Bandaríkjunum. Naschmarkt er opnaður klukkan sex að morgni á virkum dögum og er oft síðasta stopp næturhrafna sem grípa sér í svanginn áður en haldið er heim. Café Drechsler er stundum eins og umferð- armiðstöð í morgunsárið. Á laugardögum er flóamarkaður settur upp við hliðina á Naschmarkt við Kettenbrückengasse- neðanjarðarstöðina. Þar er að finna sýnishorn af tísku liðins aldarfjórðungs eða svo. Þar ægir saman hljómplötum, fatnaði, skartgripum og húsbúnaði af margvíslegu tagi. Morgunblaðið/Ómar Stærri en stórmarkaður  Naschmarkt, 4. hverfi, Wienzeile (milli neðanjarðarstöðvanna Ketten- brückengasse og Karlsplatz), Opið dag- lega frá 6. Flóamarkaður alla laug- ardaga. NÚ er hægt að fá leið- sögn um höfuðborg Skotlands í hjólaferð. Boðið er upp á þriggja klukkustunda hjólatúra um Edinborg en einnig er hægt að fá ferðirnar sér- sniðnar ef um hópa er að ræða. Farið er um gamla bæinn og fjármála- hverfið. Ferðirnar eru í boði tvisvar á dag og kosta 15 pund en þá er innifalið í verðinu auk leiðsagnar hjól, hjálmur og regnslá. Hjólaferðirnar taka þrjár stundir.  Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um hjólaferðirnar á slóðinni www.pedalculture.com Hjólað í Edinborg Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.