Morgunblaðið - 20.10.2002, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 20.10.2002, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 B 13 ferðalög FYRIR nokkru var hér á ferðasíðum sagt frá gönguferð sem hluti leikfimi- hóps úr Garðabæ fór í en gengið var þá frá Þýskalandi til Ítalíu. Hinn hluti leikfimihópsins, sem ekki fór í þá ferð, ákvað að skella sér í göngu- og skemmtiferð til Toscana á Ítalíu. „Við erum alveg í sjöunda himni með ferðina okkar til Ítalíu,“ segir Bjarni Gunnarsson, einn úr hópnum. Hann segir að þegar búið hafi verið að taka ákvörðun um að fara til Tosc- ana á Ítalíu hafi Elvar Ingimarsson, sem rekur hönnunarfyrirtæki í Míl- anó, verið þeim innan handar með skipulagningu ferðarinnar en hann hefur tekið að sér slíka vinnu fyrir Ís- lendinga. „Við héldum ferðafund hér heima og komumst að þeirri niðurstöðu að við vildum ganga annan hvern dag í sveitinni en hina dagana vildum við hafa þetta rólegra og skoða okkur um í borgum á við Flórens, Sienna og Pisa. Þetta átti að vera sambland af göngu- og skemmtiferð. Á hlaðinu hjá vínbónda Þá daga sem við gengum var farið um fjöll og dali Toscana með leið- sögumanni. Náttúrufegurðin á þess- um slóðum er einstök og það var virkilega gaman að ganga þarna um sveitir og stoppa svo í hádeginu og borða til dæmis á hlaðinu hjá vín- bændum eða uppi í litlu afskekktu fjallaþorpi.“ Bjarni segir að fyrirtækið sem skipulagði gönguferðirnar, Walking group Toscana, hafi staðið sig vel, gönguferðirnar voru fjölbreyttar, Hluti leikfimihóps úr Garðabæ fór til Ítalíu Gestrisni Ítala einstök Frá vinstri: Anny Antonsdóttir, Edda Niels, Birna Guðmundsdóttir, Kristín Hjaltadóttir, Georg Guðjónsson, Hilmar Þórarinsson, Hrafnhildur Helgadóttir, Aðalbjörg Karlsdóttir, Guðjón Ólafsson, Halldóra Jónasdóttir, Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Bjarni Gunnarsson. Sá sem stjórnar söngnum og snýr baki í myndasmiðinn er Kristján Gunnarsson. Á myndina vantar Finnbjörgu Skafta- dóttur sem tók myndina og Sigrúnu Bergsteinsdóttur og Birgi Blöndal sem voru í göngufríi þennan dag. Náttúrufegurðin var stórkostleg, menningin mögnuð og maturinn góður að sögn Bjarna Gunnarssonar sem fór í haust með hluta af leikfimihópnum sínum til Toscana á Ítalíu. Sveitahótelið sem gist var á, Bosco della Spina, var að sögn Bjarna alveg frábært. „Þetta var gamall og reisulegur sveita- bær sem búið var að gera upp og hvergi til sparað.“ ekki mikið um grjót og kletta en gönguferðirnar voru engu að síður miserfiðar. „Þetta voru gönguferðir sem hentuðu öllum. Við vorum með fjóra bílaleigubíla og gátum því ekið á mismunandi staði til að ganga út frá. Yfirleitt vorum við á göngu frá 10–17 með hádegishléi sem var alveg mátu- legur tími.“ Bjarni segir að stemningin í hópn- um hafi verið góð, mikið hafi verið sungið og hlegið í ferðinni. Þá segir hann að skoðunarferðirnar um borg- irnar hafi tekist vel, menningin sé mögnuð og stórkostlegt að skoða margar af þeim fornu byggingum sem þarna eru. Honum fannst sér- staklega gaman að skoða skakka turninn í Pisa enda segir hann að sig hafi frá unga aldri dreymt um að skoða hann. Hönnunarhótel í sveitinni Sveitahótelið sem gist var á, Bosco della Spina, var að sögn Bjarna alveg frábært. „Þetta var gamall og reisu- legur sveitabær sem búið var að gera upp og hvergi til sparað. Hönnunin var einstök enda arkitektar sem eiga hótelið og sáu um allar breytingar sem gerðar voru. Þeir höfðu meira að segja sjálfir hannað húsgögnin.“ Í hópnum var aðallega hjónafólk og Bjarni segir að hjónin hafi öll gist í stúdíóíbúðum og með morgunverði hafi þau borgað um 180 evrur fyrir sólarhringinn. Þegar hann er að lok- um spurður hvað sé eftirminnilegast við ferðina segir hann að þrátt fyrir að gaman hafi verið að fara í skoð- unarferðir um borgir eins og Pisa og Sienna standi sveitin í Toscana uppúr og gestrisni og vingjarnleiki fólksins sem þau heimsóttu í ferðinni. „Friðsældin og fegurðin er svo mikil og þegar við vorum svo að koma við hjá bændum og borða var tekið á móti okkur af ótrúlegri gestrisni og vinsemd. Það stendur uppúr.“  Elvar Ingimarsson, sem búsettur er í Mílanó, hefur skipulagt ferðir um Ítalíu. Netfang: elvar@aekon.com. Sími: 0039-0245475945. Fax: 0039-0245475190. Farsími: 0039-3339444533. Hótelið Bosco della Spina Siena, Toscana, Ítalía. Vefslóð: www.boscodellaspina.com og http://rentalholiday.com/ boscodellaspina/ Sími: 0039 - 0577 - 814605. Fax: 0039 - 0577 - 814606. Umsóknir í sjóði RANNÍS Rannsóknarráð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, sími 515 5800, bréfsími 552 9814, netfang rannis@rannis.is, heimasíða http//www.rannis.is Umsóknir í TÆKNISJÓÐ OG VÍSINDASJÓÐ RANNÍS Umsóknarfrestur um almenna styrki Tæknisjóðs og Vísindasjóðs RANNÍS er 1. nóvember nk. Auglýst er eftir umsóknum um verkefnisstyrki Tæknisjóðs og verkefnis- og rannsóknarstyrki Vísindasjóðs. Vakin er athygli á því að nýir öndvegisstyrkir Vísindasjóðs verða ekki auglýstir í haust. Minnt er á að verkefnisstyrkir Vísindasjóðs eru ýmist 1 m. kr. eða 1,5 m. kr. á ári og rannsóknarstöðustyrkur verður 2,5 m. kr. árið 2003. Umsóknarferlið hjá Vísindasjóði og Tæknisjóði verður með sambærilegum hætti og undanfarin ár. Ítarlegri upplýsingar og umsóknareyðublöð fyrir Tæknisjóð og Vísindasjóð er að finna á heimasíðu RANNÍS, www. rannis.is, og á skrifstofu Rannsóknarráðs, Laugavegi 13, 4. hæð. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.