Morgunblaðið - 20.10.2002, Side 14
14 B SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FYRIR leikmann er erfitt að ímynda sér að allskonar sagir og spil, sem standa á vinnsluplanihvalstöðvarinnar, eigi nokkurn tímann eftir aðkomast í gang á ný. Þær virðast ryðgaðar ogúr sér gengnar, en starfsmenn Hvals kippa sér
ekki upp við það, benda bara á að þetta sé einfaldur
mekanismi og slíkum tækjum sé alltaf hægt að koma í
gang á ný.
Í Hvalfirði sjá þremenningarnir Helgi Jónsson, Gunn-
laugur F. Gunnlaugsson og Ingvi Böðvarsson um við-
hald eigna. Helgi er rafvirki og hefur verið viðloðandi
hvalstöðina frá bernsku, enda var pabbi hans lengi verk-
stjóri þar. Sjálfur gegndi hann starfi stöðvarstjóra.
Gunnlaugur er bílstjóri, einn af þeim sem óku hvalkjöti
frá stöðinni í frystingu í Hafnarfirði. Ingvi, sem kallaður
er staðarhaldari af félögum sínum, hefur starfað hjá
Hval hf. frá upphafi vinnslu 1948 og var verkstjóri í
hvalstöðinni. Hann býr á Akranesi, en er lungann úr
vikunni í íbúðarbragga í Hvalfirði. Saman sjá þremenn-
ingarnir um allt viðhald og þar er af nógu að taka.
Braggarnir eru flestir nýmálaðir og það þarf að huga að
hitaveitu staðarins, svo fátt sé talið. Og hvalskurð-
armenn fortíðarinnar skildu líka ýmsa hluti eftir sig,
sem engin ástæða var til að halda upp á. „Við fórum
með nokkra bílfarma af vinnufatnaði og alls konar drasli
á haugana fyrir tveimur árum,“ segja Helgi og Gunn-
laugur.
Sumt fer þó aldrei á haugana, til dæmis loftvarna-
flautan mikla sem var þeytt til að marka vaktaskipti.
Hún er í geymslu og á kannski eftir að hvína á ný.
Hátt í hundrað starfsmenn voru í hvalstöðinni þegar
mest var, við hvalskurð, í verksmiðju og mötuneyti.
Fimmtán manns voru í áhöfn hvers hvalbáts, en fjórir
voru gerðir út á hverju sumri á meðan veiðar í atvinnu-
skyni voru leyfðar. Þeim var hætt sumarið 1986 og
næstu þrjú árin voru tveir bátar gerðir út til veiða í vís-
indaskyni.
Vinnan var hörkupúl, en vel launuð. Þar sem vertíðin
stóð að jafnaði aðeins frá hvítasunnu fram í miðjan sept-
ember hentaði tíminn ágætlega fyrir námsmenn. Þeir
duttu í lukkupottinn ef þeir komust í hvalinn, því á einu
sumri gátu þeir nælt sér í árslaun verkamanns. Þeir
stóðu átta tíma vaktir og hvíldust næstu átta tímana og
svo koll af kolli.
„Við unnum nú oft hluta af frívaktinni, stóðum þá
vaktir í tólf tíma og sváfum í fjóra,“ segir Halldór Blön-
dal, forseti Alþingis og hvalskurðarmaður í 15 vertíðir á
árunum 1954 til 1974. „Þarna voru kappsfullir ungir
menn, bæði sjómenn af Akranesi og námsmenn, og allir
ætluðu sér að vinna mikið og vel. Vaktaskipti voru
klukkan fjögur að nóttu og ekki amalegt að standa á
planinu á björtum sumarnóttum.“
Vann sig upp í flensarastarfið
Innan þessa samfélags var virðingarröðin skýr. Skóla-
strákurinn Halldór Blöndal byrjaði til dæmis á að draga
kjötið inn í kæli, var svo vinsugutti, sem þýddi að hann
vann við spilin, vann sig svo upp í að vera víramaður á
söginni, næst varð hann sagarmaður og loks náði hann
helstu virðingarstöðunni og varð flensari, þ.e. hval-
skurðarmaður.
„Ég byrjaði þarna fimmtán ára, en var stór eftir aldri.
Afi minn, Halldór Kr. Þorsteinsson frá Háteigi, sagði
Lofti Bjarnasyni að ég væri 16 ára og ég fékk vinnuna.
Þetta fyrsta sumar var erfitt, en mjög skemmtilegt.
Sumrin sem ég var þarna fór ég sjaldan til Reykjavíkur,
það var helst ef það var bræla og enginn hvalur. En ef
það var hvalur fór ekki nokkur maður í frí.“
Mesta vinnutörn Halldórs var sumarið 1958. „Þá
horfði illa með sölu á afurðunum. Það rættist hins vegar
úr því og meira var hirt en reiknað hafði verið með. Við
vorum hins vegar bara tíu á planinu og þetta sumar
komu 508 hvalir á land. Afköstin voru mikil.“
Halldór segir að Loftur Bjarnason hafi verið vinsæll
maður og virtur af verkamönnum í hvalstöðinni. „Við
virtum þau hjón, hann og Sólveigu, mikils og andinn í
hvalstöðinni var alltaf sérlega góður. Loftur kunni sitt
fag. Hann vildi nýta hvalinn sem best og bannaði hval-
bátunum að koma með fleiri en tvær langreyðar að landi
í einu, því annars var hætta á að kjötið spilltist. Hann
lagði mikið upp úr góðu samstarfi við vísindamenn, bæði
íslenska og erlenda. Þarna dvöldu til dæmis enskir vís-
indamenn langdvölum. Ég fullyrði að sóknin var í því
hófi, að ekki var um rányrkju að ræða. Einu sinni spurði
ég einn ensku vísindamannanna, Brown að nafni, hvort
hann héldi að hvalveiðar frá Íslandi yrðu einhvern tím-
ann bannaðar. Hann sagði enga ástæðu til að óttast það
á meðan þeim væri stjórnað af svo mikilli gætni og nýt-
ingin væri jafn góð og raunin bar vitni.“
Fauk ofan af búrhvalshaus
Ingvar Böðvarsson segir að fyrstu tvö árin í rekstri
hvalstöðvarinnar hafi norskir flensarar mundað hnífinn í
Hvalfirði. „Þeir komu með þekkinguna með sér og svo
tóku Íslendingar við.“
Hver flensari átti sína hnífa og enginn annar snerti á
þeim. Halldór gat gengið að sínum tug hnífa á hverju
vori. „Hnífarnir urðu að bíta mjög vel. Þarna voru góðir
menn sem lögðu hnífana á og svo voru flensararnir með
brýni.“
Þrátt fyrir atganginn þegar hvalur var flensaður voru
slys fátíð. „Ég skar mig einu sinni á hníf sem hafði verið
skilinn eftir í reiðileysi. Í annað skipti fauk ég ofan af
búrhvalshaus, en varð nú ekkert meint af,“ segir Hall-
dór.
Í áranna rás varð mikil breyting á vinnslunni í Hval-
firði. Fyrstu áratugina var hvalurinn unninn í lýsi, mjöl
og hundafóður á Bretlandsmarkað. Viðskipti við Japani
breyttu þessu, því þeir nýttu nánast hverja örðu. Þá var
farið að frysta kjötið til manneldis, en allur úrgangur
fór í lýsi og mjöl. Japanir nýttu kjötið svo vel, að gerð
súpukrafts úr hvalkjöti lagðist af, því varla fannst kjöt-
tægja á beinunum til að sjóða niður í extrakt.
Allt til alls
Hvalstöðin liggur ekki vel við hvalaslóðum, því hún er
svo langt inni í firði að hvalbátarnir þurftu að sigla 100
til 200 mílur til að finna hval. Ástæðan fyrir því að Loft-
ur Bjarnason í Hval hf. hóf hvalskurðinn í Hvalfirði var
sú, að þarna voru braggar frá því á stríðsárunum,
bryggja og nýmóðins kyndistöð. Og alls konar minni
búnaður: Í svefnskálanum stendur til dæmis enn forláta
þvottavél frá 1938, sem herinn skildi eftir og kom sér
vel þegar hvalskurðarmenn þurftu að skola úr plögg-
unum. Hún virkar auðvitað enn.
Núna býr hvalstöðin líka að eigin hitaveitu, svo hægt
er að kynda allar byggingar undir drep. Nógur er víst
kostnaðurinn samt, án þess að nokkrar tekjur hafi kom-
ið á móti í þrettán ár.
Gunnlaugur, Helgi og Ívar segja að hvalstöðin sé
sjálfri sér næg með flesta hluti. Til marks um það má
nefna að þegar Norðmenn hættu að framleiða sprengi-
skutlana sem hvalbátarnir notuðu gerði Hvalur hf. sér
lítið fyrir, keypti verksmiðjuna og setti hana upp í
skemmu í Hvalfirði. Skutlarnir eru engin smásmíði, um
70 kíló hver og á hverju ári þurfti um 60–70 slíka.
Menn hafa sýnt margvíslega hugkvæmni við hvalveið-
arnar og vinnsluna. Kristján Loftsson, sem tók við
rekstri Hvals hf. af föður sínum og rekur enn, tók til
dæmis upp á því að láta dæla kældum sjó um æðakerfi
hvalanna á meðan siglt var með þá í land, til að kæla
niður kjötið. Þannig fékkst enn ferskari og verðmætari
vara en ella.
Prammi sem strandaði í Hvalfirði var snarlega dreg-
inn upp að verksmiðjunni og nýttur sem lýsisgeymsla. Í
honum eru tíu hólf, sem hvert tekur 180 tonn af lýsi.
Pramminn er fyrir löngu órjúfanlegur hluti hvalstöðv-
arinnar.
Hasarmynd hjá varnarliðinu
Halldór Blöndal þekkir hvern krók og kima í svefn-
skálunum, á vinnsluplaninu og í verksmiðjunum. Yfir
svefnstæði hans er enn mynd sem Andrés Magnússon
teiknaði af Stóra-Úlfi, þeim hinum stygga úr Andrésar
Andar-blöðunum. Í samræmi við myndskreytinguna
gekk Halldór undir nafninu Úlfurinn.
Fjögurra manna herbergi Halldórs og félaga í svefn-
skálanum var, og er, kallað Kreml. Þingforseti sver þá
nafngift af sér, segir hana ættaða frá dvöl sér vinstri-
sinnaðri manna í herberginu.
Þótt ekki gæfust margar frístundir reyndu menn
samt með sér í fótbolta, spiluðu brids og tefldu. Og
fyrsta sumar Halldórs buðu bandarískir varnarliðs-
menn, sem höfðu aðsetur skammt frá, hvalskurð-
armönnum á bíósýningu. „Þetta var hasarmynd sem
gerðist á hvalveiðiskipum í Suðurhöfum. Mig minnir að
flensihnífurinn hafi ráðið úrslitum í lokaátökum mynd-
arinnar.“
Menn settu líka saman vísur sér til gamans og þing-
forseti lumar á heilli bók með kveðskap frá þessum ár-
um. „Þetta var allt skens,“ segir hann og telur ástæðu-
laust að rifja það upp frekar.
Verklegur Blöndalinn
Í flensaraskúrnum við aðgerðarplanið eru geymd ým-
is áhöld, þar á meðal mikill og stór krókur, sem kallaður
er Blöndalinn. „Af því að hann er svo verklegur,“ er
skýringin sem gefin er. Blöndalinn var notaður til að
hífa innyfli og búrhvalshausa.
Nafngiftir voru oft sérkennilegar. Halldór minnist
þess þegar verkstjóri sagði við hann: „Farðu niður og
segðu Hagalín að loka fyrir gamla manninn.“ Nýliðinn
óttaðist að nú ætti að láta hann hlaupa á sig, en svip-
urinn á verkstjóranum benti ekki til annars en að hon-
um væri fúlasta alvara. Halldór fór því niður í verk-
smiðju með skilaboðin. „Gamli maðurinn“ reyndist vera
stór og mikill spikpottur.
Stærsti hvalur sem Halldór sá í sinni tíð sem hval-
skurðarmaður var hátt í 25 metra steypireyður. „Við
vorum um einn og hálfan tíma með hvern hval ef vel var
unnið, sem menn vildu alltaf gera. Ef ég ætti kost á að
gera þetta aftur myndi ég ekki hika.“
Halldór Blöndal vann við hvalskurð í fimmtán sumur á árunum 1954—1974.
Úlfurinn
bjó í Kreml
Ingvi Böðvarsson hefur starfað við hvalstöðina frá því að fyrsti hvalurinn var skorinn þ
rsv@mbl.is Hvalbátarnir veiddu að meðaltali einn hval á dag yfir vertíðina. Tarnirnar á hvalskurðar