Morgunblaðið - 20.10.2002, Page 25
– Þú fæddist sjálf í Kenýa og ég
hjó eftir því að faðir stúlkunnar í
myndinni segist hafa fæðst í Nair-
obi. Að hve miklu leyti eru foreldr-
arnir í myndinni byggðir á þínum
eigin?
„Af mjög miklu leyti. Faðirinn í
myndinni er faðir minn. Og móðir
mín lagði mikla áherslu á að ég
lærði að elda, rétt eins og móðirin í
myndinni. Hún lagði hart að mér að
læra að elda indverskan mat til að
vanvirða ekki tilvonandi tengda-
móður mína,“ segir Chadha og
hlær. „Og málið er að hefði ég ekki
kunnað að elda er ég gekk í hjóna-
band þá hefði ég ekki orðið mér til
skammar heldur móður minni.“
– Þannig að þú kannt að elda ind-
verska mat?
Chadha hlær enn og innilega og
segir svo: „Já, en það reynir nú ekki
mikið á það því við hjónin erum allt-
af úti að borða.“
Chadha segist hafa verið mjög lík
indversku stelpunni Jess en þó ver-
ið öllu óþekkari. „Ég var mikill upp-
reisnarseggur. Ég neitaði að elda
indverskan mat, neitaði að klæðast
indverskum fötum, því að ég vildi
ekki láta steypa mig í eitthvert mót
hinnar dæmigerðu indversku
stúlku. Ég vildi vera öðruvísi, bara
einhvern veginn öðruvísi, gera eitt-
hvað annað og meira en það sem
ætlast var til af mér, að verða hin
fullkomna eiginkona og fullkomna
móðir. Það þýddi lítið að reyna að
þagga niður í mér.
En ég var svo heppin að eiga föð-
ur sem kunni að meta þetta sjálf-
stæði mitt og var lúmskt stoltur af
hreinskilni minni. Eins og faðir
Jess.“
– Hafa foreldrar þínir séð mynd-
ina?
„Faðir minn lést stuttu áður en
ég kláraði myndina og því er hún
tileinkuð honum. Móðir mín hefur
sannarlega séð myndina og það sem
meira er þá fer hún með lítið hlut-
verk í henni, er ein af þessum
gömlu kerlingum sem eru vand-
ræðast með GSM-símana. Hinar
eru frænkur mínar,“ segir Chadha
og hlær. „Það ríkti mikið fjölskyldu-
gleði á tökustaðnum því ég notaði
ættingjana í hlutverk statista, eins
og t.d. í brúðkaupsatriðinu.“
– Hvernig hafa þeir íhaldssömu í
fjölskyldu þinni tekið því þegar þú
hendir gaman að því sem þér þykir
fáránlegt í indverskri hefð?
„Málið er að þeim finnst ég ekki
vera að henda gaman að indverskri
hefð heldur átta sig réttilega á að
ég er aðeins að gefa raunsanna
mynd af lífi þeirra. Móðir mín hló
sig þannig máttlausa yfir fram-
göngu móðurinnar í myndinni, ein-
mitt vegna þess hversu greinilega
hún sá sjálfa sig í henni. T.d. hvern-
ig móðirin víxlar úr enskri tungu yf-
ir í punjab.
Þetta er mjög ástúðleg mynd og í
engu er tilgangurinn að skjóta á
einhverja eða koma á þá höggi.“
Fótboltakonur frábær fyrirmynd
– Er fótboltinn í myndinni bara
fótbolti eða er hann einhvers konar
myndlíking fyrir eitthvað annað og
meira?
„Ég tek fótboltann sem dæmi um
heim þar sem karlar ráða ríkjum.
Að fjalla um stelpur í fótbolta jafn-
gildir þannig því að fjalla um stelp-
ur sem eru að reyna að fóta sig á
valdasvæði karlmannsins. Að nota
fótboltann gerði mér líka kleift að
nota stelpur sem væru ekki einasta
líkamlega og andlega sterkar held-
ur einnig sælar og klárar í að gera
eitthvað sem maður er vanari að sjá
karla gera. Ég fór á heimsmeist-
aramót kvenna í Los Angeles 1999
og það var ótrúleg lífsreynsla. Þar
sá ég í fyrsta sinn stórleik í kvenna-
knattspyrnu og varð ekki einasta
gáttuð yfir hæfni keppenda heldur
einnig öllum þessum áhorfenda-
fjölda, sem samanstóð að stórum
hluta af ungum stelpum sem
slepptu sér algjörlega af fögnuði.
Fótboltakonurnar sem kepptu voru
líka frábærar fyrirmyndir fyrir
ungar stelpur því þær voru af öllum
stærðum og gerðum; hávaxar, lág-
vaxnar, þybbnar og horaðar – en þó
allar sterkar og sælar yfir því sem
þær voru að gera. Þessar fyrir-
myndir vildi ég vinna með í bíó-
mynd því þar eru kvenhetjurnar
alltof gjarnan grindhoraðar og
gervilegar, allt annað en góðar fyr-
irmyndir. Það var mikilvægt fyrir
mig að ungum konum liði vel af því
að sjá myndina, að hún fengi þær til
að vera sáttar við útlit sitt og að
þær sæju að það er vel hægt að
skara fram úr í einhverju án þess
að þurfa stöðugt að hugsa um hvort
maður sé of mjór eða of feitur.“
– Svo er auðséð hve freistandi
var að nota tilefnið til að velta vöng-
um yfir því hvers vegna engar ind-
verskar fótboltastjörnur fyrirfinn-
ast.
„Já, það var blaðamaðurinn í mér
sem þar taldi rétt að vekja máls á
þeirri undarlegu staðreynd. En ég
er ekki frá því að myndin hafi vakið
menn til umhugsunar og að sannur
vilji sé nú fyrir hendi að kanna
hvort eitthvað eitt valdi því og hvort
eitthvað sé hægt að gera í málinu.
Það eru asískir leikmenn í nokkrum
liðum, einkum í neðri deildum og ég
er viss um að þeim á eftir að fjölga
og þeir verða meira áberandi er
fram líða stundir.“
– Málið getur varla verið að Ind-
verjar hafi hreinlega ekki áhuga á
fótbolta?
„Alls ekki. Indverskir krakkar
eru alveg jafnáhugasamir um fót-
bolta og krakkar af öðrum uppruna
í Englandi.“
– Ertu knattspyrnuáhugamaður
sjálf?
„Lengi vel var ég það ekki en er
orðin það núna og hafði óskaplega
gaman af heimsmeistarakeppninni í
Japan og S-Kóreu síðasta sumar,
ekki bara vegna sjálfs boltans, held-
ur einnig vegna allra tilfinninganna
og pólitíkurinnar sem fylgir slíkri
alþjóðakeppni.“
Chadha er viss um að Bend it
Like Beckham hafi nú þegar vakið
mikla athygli á kvennaknattspyrnu,
í það minnst í heimalandinu, og hún
segist hafa fengið fregnir af því að
myndin hafi haft bein hvetjandi
áhrif á ungar stúlkur, sem hafi
flykkst á æfingar eftir að hafa séð
hana. „Það er mikill uppgangur í
kvennaknattspyrnu í Englandi.
Stefnt er að því að stofna atvinnu-
mannadeild innan fárra ára og BBC
er farin að sýna beint frá leikjum.
Það ku líka vera staðreynd að engin
íþróttagrein vex hraðar í heiminum
en kvennaknattspyrnan.“
Beckham breytti ímynd
knattspyrnunnar
– Enn eitt málið sem þú tekur á í
myndinni er síðan þessi tugga um
að samkynhneigð sé meira áberandi
í kvennaboltanum en öðrum íþrótt-
um.
„Einmitt. Það er eitt af því sem
ég vildi snerta á í umfjöllun minni
um kvenleikann, þeirri ranghugsun
að kvenmaður sem vilji spila aðra
eins „karlaíþrótt“ og fótbolta hljóti
að vera lesbía. Ég gat ekki látið
vera að gera svolítið grín að því.“
– Hvers vegna David Beckham?
„Fyrir utan það hversu vinsæll
hann er hjá kvenþjóðinni þá var það
vegna þess að hann hefur algjörlega
breytt ímynd knattspyrnunnar,
einn og óstuddur. Áður en hann
kom til skjalanna voru fótbolta-
menn upp til hópa álitnir flagarar,
samkvæmisljón, árásargjarnir og
óheflaðir. Svo kemur þessi mjúki
maður sem viðurkennir mistök sín
opinberlega, gerist ástkær eigin-
maður og faðir, sem hugsar um útlit
sitt, fer í handsnyrtingu, er sama
þótt hann gangi í pilsi og finnst
sjálfsagt að vera á forsíðu homma-
tímarits. Hann er fótboltamaður
sem ég vil sjá mínar eigin dætur
líta upp til.
Og svo valdi ég hann náttúrlega
út af því hversu góður fótboltamað-
ur hann er og hvernig hann beygir
boltann, sem er náttúrlega síðan
góð samlíking við vilja Jess til að
beygja reglurnar.“
– Og hvernig tók Beckham sjálf-
ur myndinni?
„Honum fannst hún frábær. Svo-
lítið tvístígandi í fyrstu því hann
vissi ekki við hverju hann átti að
búast, en eftir að hann sá hana var
hann í skýjunum. Hann trúði ekki
að þetta væru leikkonur en ekki fót-
boltamenn.“
Aðspurð segist Chadha undir lok
samtalsins vera farin að vinna að
stórum söngleik í indverskum
Bollywood-stíl en þó með vestræn-
um söguþræði og uppbyggingu.
Mynd, sumpartinn í anda Moulin
Rouge, sem mun gerast á Indlandi,
Englandi og í Bandaríkjunum og
skarta í aðalhlutverkum stjörnum
bæði frá Hollywood og Bollywood.
Einhverra hluta vegna eru engar indverskar fótboltastjörnur til.
skarpi@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 B 25
bíó
FYRIRTÆKIÐ Folkets Hus och
Parker í Svíþjóð hefur á síðustu
vikum opnað sex stafræna sýning-
arsali í kvikmyndahúsum sínum
og hyggst opna 15 til viðbótar á
næstu tveimur árum og er um til-
raunaverkefni að ræða sem stutt
er af Evrópusambandinu. Áætl-
aður kostnaður nemur 4,8 millj-
ónum dollara.
Að sögn Folkets Hus verður
fyrst í stað sýnt af hörðum smá-
diskum sem dreifingaraðilar kvik-
myndanna senda en salirnir eru
einnig útbúnir fyrir sýningar af
DVD-diskum, gervihnöttum og
breiðbandi. Talsmaður fyrirtæk-
isins segir að stafrænu bíóin séu
„í þorpum og hafi sæti fyrir 200–
300 manns. Sýnt verður að með-
altali þrisvar í viku, en við getum
með þessari tækni líka sýnt beint
frá tónleikum og íþróttaviðburð-
um. Þá höfum við samið við fyr-
irtæki sem dreifa myndböndum í
Svíþjóð og hafa áhuga á að eiga
aðgang að takmarkaðri bíódreif-
ingu fyrir myndir sem ella færu
beint á myndband. Slíkar myndir
getum við sýnt af DVD-diskum.“
Ný sænsk bíómynd, Suxxess
eftir Peter Schildt, er nú sýnd
stafrænt í þessum bíósölum um
leið og hún fer í almenna dreif-
ingu í hefðbundnum kvikmynda-
húsum.
Stafrænar kvikmynda-
sýningar hafnar í Svíþjóð