Morgunblaðið - 20.10.2002, Síða 26

Morgunblaðið - 20.10.2002, Síða 26
26 B SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ bíó RED DRAGON er, eins og The Silence Of the Lambs og Hannibal, byggð á einni af skáldsögum bandaríska rithöfundarins Thomas Harris um raðmorðingjann og mannætuna doktor Hannibal Lecter, sem er jafnsnjall og slóttugur, sjarmerandi og segul- magnaður og hann er lífs- hættulegur fyrir hvern þann mann sem nálægt honum kemur. Red Drag- on er hins vegar sú fyrsta í röðinni, gerist snemma á ferli þessa afkastamikla morðingja, og Anthony Hopkins er í raun að leika Lecter afturfyrir sig. Þessi sama saga hefur áður verið kvikmynduð af Michael Mann (The Last Of the Mohicans, Heat, The Insider, Ali) og nefndist myndin Manhunter (1986). Þá fór breski leikarinn Brian Cox með hlut- verk Lecters. Manhunter var prýði- leg mynd en fór ekki sérlega hátt og því má heita skiljanlegt af Holly- wood og framleiðandanum Dino De- Laurentiis að endurgera söguna í ljósi vinsælda fyrri myndanna. Hannibal komst nú reyndar ekki með tærnar þar sem The Silence Of the Lambs hafði hælana en Red Dragon þykir nálgast gæði hinnar síðarnefndu, sem kemur á óvart því leikstjórinn Brett (Rush Hour) Ratner hefur ekki verið til stórræð- anna hingað til. Enda gengur Red Dragon fyrir rífandi aðsókn vestan- hafs nú um sama leyti og hún er frumsýnd á Íslandi. Í Red Dragon fer Ralph Fiennes (borið fram Reif Fæns) með hlut- verk bresks raðmorðingja, Francis Dolarhyde að nafni, sem FBI er að reyna að hafa uppá og leikur Ed- ward Norton stjórnanda rannsókn- arinnar sem nýtur viðsjárverðrar að- stoðar Hannibals Lecter. Ralph Fiennes hefur fengið ágæta dóma fyrir túlkun sína á þessu illmenni. Ekki blæs alveg jafnbyrlega fyrir yngri bróður hans Joseph Fiennes í Killing Me Softly en þessi fyrsta mynd hins virta kínverska leikstjóra Chen Kaige (Farvel frilla mín) á Vesturlöndum hefur ekki mælst sér- lega vel fyrir. Myndin, sem þykir í djarfari kantinum, er byggð á sálfræðitrylli eftir Nicci French og leikur Fiennes þar fjallgöngukappa sem kynnist vísindakonu (Heather Graham) og taka þau upp eldheitt ástarsamband sem tekur ískyggi- lega stefnu þegar maðurinn fer að sýna á sér nýjar hliðar. Það er töluverður svipur með þeim Fiennes-bræðrum og báðir munu þykja meðal kynþokkafyllstu breskra karlleikara, Ralph með sitt rafmagnaða augnaráð og viðkvæmn- islega munnsvip, Joseph með sín brúnu, suðrænu augu og löngu augnahár. Þeir eru báðir vel mennt- aðir og hæfileikaríkir leikarar, eink- um þó Ralph, en fyrir minn smekk er eitthvað væmið og sjálfsmeðvitað við þá, einkum þó Joseph, sem minnir á siðmenntaðan, snoppufríðan apa. Og er það auðvitað illa sagt. Þótt þeir Ralph og Joseph hafi verið meira áberandi en aðrir í Fiennes-fjölskyldunni fer því þó fjarri að hæfileikagenið hafi tak- markast við þá. Fjögur systkini þeirra og einn uppeldisbróðir hafa einnig látið að sér kveða á ýmsum sviðum, rétt eins og foreldrarnir. Jini Fiennes Mesti áhrifavaldur í lífi Fiennes- systkinanna er trúlega móðir þeirra, Jini, sem var málari og rithöfundur og skrifaði skáldsögur undir nafninu Jennifer Lash. Foreldrar hennar höfðu þjónað í breskum hersveitum á Indlandi en fluttust heim til Eng- lands þegar Indland hlaut sjálfstæði. Hún fékk strangt uppeldi í bældu heimilislífi, þar sem enga hvatningu og tjáningu var að finna. Þegar hún sjálf varð foreldri reyndi hún þver- öfugar uppeldisaðferðir en Fiennes- systkinin hafa sagt frá þeirri upp- örvun, örlæti og frelsi sem þau nutu í æsku. Á misjöfnu þrífast börnin best segir umdeilanlegt máltæki; það átti þó við um Jini og bræður hennar sem urðu háskólamenntaðir menn. En hún þurfti að fara að heiman til að öðlast eigin tilverurétt og gerði það 16 ára gömul, bjó hér og þar, vann við hitt og þetta og reyndi að mennta sig í málaralist, en það var fyrir til- viljun að hún hitti konu sem hvatti hana til að skrifa. Joseph hefur sagt frá því að móðir hans hafi sagt að orð myndu verða bestu vinir hans, „því að þau munu aldrei bregðast þér“. Hún hafði þegar sent frá sér tvær skáldsögur áður en hún gekk í hjóna- band, en þegar fjölskyldulíf, sem að sönnu var hamingjuríkt, tók við liðu 15 ár þar til hún gat byrjað að skrifa aftur. Hún lést úr krabbameini árið 1993 en hafði áður lokið við áttundu skáldsögu sína, Blood Ties, sem fjallar einmitt um fjölskyldubönd í blíðu og stríðu. Mark Fiennes fór á flakk eftir að hafa lokið skóla- göngu, ferðaðist til Ástralíu og Bandaríkjanna, vann á búgörðum og í sláturhúsum, en sneri svo aftur heim til Englands og gerðist bóndi í Austur-Anglíu. Hann var þá eftir- sóttur piparsveinn en kynntist Jini í kvöldverðarboði. Þeir fundir voru ekki rómantískari en svo að Mark sofnaði í sófanum eftir matinn. Hjónabandið var samt farsælt. Að sögn Ralphs var faðir hans hin trausta undirstaða þess á meðan Jini var hinn tilfinningalegi kjarni. Mark þótti örlátur, skynsamur og skiln- ingsríkur maður sem þurfti á stund- um að takast mildilega á við sveifl- umeiri skapgerð konu sinnar. Hann hætti búskap og sneri sér að ljós- myndun. Fiennes-fjölskyldan fluttist búferlum alls fjórtán sinnum á með- an börnin voru að alast upp. Michael Fiennes var fóstursonur þeirra hjóna og er nú 49 ára að aldri. Hann var 11 ára þegar Jini sá auglýsingu í The Tim- es: „Michael, 11 ára að aldri, bráð- vantar heimili þar sem honum leyfist að lesa bækur.“ Mark, eiginmaður hennar segir að þessi auglýsing hafi hitt hana í hjartastað. „Hann verður að hafa tækifæri til að lesa! Hann verður að eignast heimili!“ hrópaði hún. Móðir Michaels hafði yfirgefið hann þegar hann var þriggja ára og hann dvaldist næstu átta árin á mun- aðarleysingjaheimilum. Michael er nú fornleifafræðingur og segir: „Jini gerði mér kleift að verða sjálfur elsk- andi faðir tveggja barna; hún sýndi mér að ég gat elskað og verið elsk- aður.“ Ralph Fiennes er elstur barna Jini og Marks, nú tæplega fertugur að aldri. Hann er sagður hafa verið þögult en yfir- spennt barn og minnist æskunnar með eftirfarandi hætti: „Full af hversdagsvandamálum, rifrildum, hurðarskellum og fólki sem öskraði: Þegiðu og láttu mig í friði!“ Hann hugðist í fyrstu verða málari eins og mamman, hóf nám í listaskóla en söðlaði um og innritaðist í Konung- legu leiklistarakademíuna í London. Að námi loknu 1987 gekk hann til liðs við Konunglega þjóðleikhúsið og ári síðar Konunglega Shakespearefl- okkinn; þar lék hann allt frá Rómeó til Edmunds í Lé konungi. Hann vakti athygli fyrir leik sinn í sjón- varpsmyndinni A Dangerous Man: Lawrence After Arabia og þreytti frumraun í kvikmyndaleik 1992 sem Heathcliff í Wuthering Heights. Heimfrægðin hélt svo innreið sína ári síðar þegar Fiennes sýndi lang- besta leik sinn til þessa í hlutverki hins sálsjúka nasistaforingja Amons Goeth í Schindler’s List og hreppti Óskarstilnefningu fyrir lágstemmda, hnitmiðaða túlkun á mannlegri illsku. Hann kom sér upp bandarísk- um hreim fyrir Quiz Show Roberts Redford 1993 en myndin náði ekki flugi. Það gerði hins vegar The Eng- lish Patient eftir Anthony Minghella svo um munaði og Fiennes fékk aðra Óskarstilnefningu og styrkti stöðu sína sem rómantískur hetjuleikari. Hann fór meira út á jaðarinn í fram- tíðartryllinum Strange Days og sem klaufalegur klerkur í Oscar And Lucinda, en fékk slæman skell sem hetjan í grínhasarnum The Aveng- ers. Hann lék titilhlutverkið í Onegin undir leikstjórn systur sinnar Martha Fiennes og var framúrskar- andi sem rithöfundur í ástarsam- bandi við eiginkonu besta vinar síns í dramanu The End Of the Affair. Martha Fiennes er 38 ára að aldri. Hún var algjör andstæða Ralphs bróður síns í æsku. „Móðir mín gantaðist gjarnan með hversu mikill léttir það var þegar ég kom í heiminn vegna þess að ég var félagslynd, atorkusöm og venjulegt barn í samanburði við Ralph,“ segir hún. Helsta leikfang hennar var myndbandstökuvél sem hún skráði með reynslu sína af ýmsu tagi og þegar hún var orðin fullorðin nýtti hún þá tækni við að leikstýra sjón- varpsauglýsingum. Hún leikstýrði fyrstu, og til þessa dags einu, bíó- mynd sinni, Onegin eftir sögu Aleks- andr Pushkin, árið 1999 með Ralph og Liv Tyler í aðalhlutverkum. Magnus Fiennes er 37 ára. Hans stóra áhugamál var alla tíð tónlistin og hann fór að Fiennes, Fiennes og þeirra fína fjölskylda Fiennes-fjölskyldan er í breskum kvikmynda-, leikhús- og listaheimi orðin álíka fyrirferðarmikil og ættarnöfnin Barrymore og Carradine eru í Bandaríkj- unum. Nú um helgina gefst kostur á að sjá tvo frægustu fulltrúana á tjöldum bíóanna hérlendis, Ralph Fiennes í hlutverki raðmorðingja í tryllinum Red Dragon og Joseph Fiennes sem háskalegan elskhuga í spennudramanu Killing Me Softly. Árni Þórarinsson fjallar um þá bræður og fjölskyldu þeirra. Elizabeth: Joseph Fiennes og Cate Blanchett. The End of The Affair: Julianne Moore og Ralph Fiennes. Red Dragon: Ralph Fiennes sem raðmorðingi. Reuters Shakespeare in Love: Gwyneth Paltrow og Joseph Fiennes. The Avengers: Uma Thurman og Ralph Fiennes.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.