Morgunblaðið - 26.10.2002, Side 1

Morgunblaðið - 26.10.2002, Side 1
251. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 26. OKTÓBER 2002 TSJETSJNESKIR skæruliðar, sem halda um 700 manns í gíslingu í leik- húsi í Moskvu, hótuðu í gær að byrja að myrða gíslana, einn af öðrum, klukkan sex í morgun að staðartíma, eða klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma, nema því aðeins að rússnesk stjórnvöld lýsi stríðinu í Tsjetsjníu lokið og hefji brottflutning hers síns þaðan, að því er The New York Tim- es greindi frá. Rétt fyrir miðnætti í gær að ís- lenskum tíma heyrðust sprengingar og skothvellir við leikhúsið og her- menn sáust hlaupa að húsinu. Skömmu áður höfðu læknar fengið að flytja tvo gísla með sér á börum út úr húsinu, og sagði Interfax-fréttastof- an að gíslarnir hefðu verið særðir. Eftir fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í gær hét Nikolaí Patrusjev, yfirmaður rússnesku ör- yggislögreglunnar, því opinberlega, að lífi skæruliðanna í leikhúsinu yrði þyrmt létu þeir gísla sína lausa. Pútín sagði í gær, að sér væri mest í mun „að fólkið sem er enn inni í leikhúsinu héldi lífi“. Fyrir utan það sem Patrusjev sagði í gær hafði ekkert verið látið uppi um það hvernig rússnesk stjórn- völd hygðust taka á málinu, og Pútín hefur hingað til ekki viljað ljá máls á samningaviðræðum við tsjetsjneska uppreisnarmenn nema þær snúist um afvopnun uppreisnarmannanna og að þeir láti af sjálfstæðisbaráttu sinni. Hvorki var ljóst hvort loforð Patr- usjevs hafði borist gíslatökumönnun- um til eyrna né hvort þeir hefðu tekið því með öðru en lítilsvirðingu. Þeir eru vopnaðir skotvopnum og sprengjum og hafa ítrekað sagst reiðubúnir að deyja og taka alla gísl- ana af lífi um leið verði Rússar ekki við kröfu þeirra. Segjast ekki munu bíða lengi Blaðakona, sem meðal annarra hefur haft milligöngu í deilunni, sagði í gærkvöldi að gíslatökumennirnir segðust myndu láta gíslana lausa ef Pútín forseti lýsti því yfir að stríðinu í Tsjetsjníu væri lokið og staðfest yrði að brottflutningur rússnesks herliðs þaðan væri hafinn. Blaðakonan, Anna Politkovskaja, nýtur mikillar virðingar meðal Tsjetsjena fyrir fréttaflutning sinn af hlutskipti þeirra. Sagði hún ennfremur, að skæru- liðarnir hefðu sagt að þeir myndu „aðeins bíða stutta stund“ eftir því að kröfum þeirra yrði fullnægt. Krefð- ust þeir þess, að Rússar hæfu brott- flutning liðs síns frá einhverju einu svæði, einhvers staðar í Tsjetsjníu, til að sýna vilja í verki. Politkovskaja kvaðst hafa stungið upp á því að Judd lávarður, sem situr í Evrópuráðinu og hefur margoft farið til Tsjetsjníu til að rannsaka stöðu mannréttinda- mála þar, yrði fenginn til að staðfesta að Rússar hefðu hafið brottflutning, og hefði sér verið sagt að það væri viðunandi. Aslan Maskhadov, sem aðskilnað- arsinnar í Tsjetsjníu hafa kjörið for- seta sinn, hvetur gíslatökumennina til að „forðast að rasa um ráð fram“, að því er haft var eftir aðstoðarmanni hans í gær. Vildi Maskhadov að skæruliðarnir vissu, að hann hefði „miklar áhyggjur af þeim og því fólki sem þeir hefðu í haldi“. Gíslatökumennirnir krefjast þess að Rússar lýsi stríðinu í Tsjetsjníu lokið AP Þrjár konur, sem eru meðal gíslanna, og einn skæruliðanna, kona íklædd kufli með arabísku letri á hettunni, einhvers staðar inni í leikhúsinu í gær. Hótuðu að byrja að myrða gíslana í dagrenningu Rússar lofa að þyrma lífi skæruliðanna láti þeir gíslana lausa Moskvu. AP, AFP.  Gíslatakan/24 YFIRVÖLD í Alabama-ríki í Banda- ríkjunum tilkynntu í gær að þau myndu krefjast dauðarefsingar yfir leyniskyttunni sem myrti tíu manns og særði þrjá á Washington-svæð- inu. Segja lögregluyfirvöld í Ala- bama að leyniskyttan, John Allen Muhammad, hafi átt hlutdeild í morði í áfengisverslun í Montgom- ery-borg í Alabama í síðasta mánuði. Ríkisstjórarnir í Virginíu og Mary- land, Mark Warner og Parris Glend- ening, kváðust einnig fylgjandi því að dauðarefsingar yrði krafist. Yfirvöld í þremur ríkjum, Mary- land, Virginíu og Alabama, og í Washington-borg ræddu í gær um hvar málið yrði höfðað gegn mönn- unum tveimur sem handteknir hafa verið vegna málsins, Muhammad, sem er 41 árs, og John Lee Malvo, sem er 17 ára. Eitt af því sem tekið verður tillit til þegar ákveðið verður hvar mennirnir verða sóttir til saka er dauðarefsing. Í Maryland, þar sem sex morð- anna voru framin, og í Virginíu, þar sem þrír voru myrtir, eru dauðarefs- ingar heimilar, en í Maryland hefur tímabundið bann við þeim verið í gildi síðan í maí. Glendening sagði að það bann ætti þó ekki við í þessu til- viki. Í Virginíu, aftur á móti, hafa fleiri dauðamenn verið teknir af lífi en í nokkru öðru ríki í Bandaríkj- unum, fyrir utan Texas. Þá skiptir aldur sakborninganna máli, því heimilt er að taka af lífi 17 ára dauða- mann í Virginíu og Alabama en ekki í Maryland. Talið er ólíklegt að menn- irnir verði sóttir til saka fyrir alrík- isdómstóli því að svo virðist sem eng- in alríkislög myndu gefa færi á að leyniskyttan hlyti dauðarefsingu. John Wilson, lögreglustjóri í Montgomery í Alabama, sagði í gær að lögreglan þar myndi „leggja sig fram um að dauðarefsingu yrði beitt“. Muhammad væri gefið að sök að hafa myrt afgreiðslukonu í áfeng- isversluninni 21. september. Líf íbúa á Washington-svæðinu var í gær að færast aftur í eðlilegt horf eftir þriggja vikna umsáturs- ástand. Var skólabörnum leyft að fara út í frímínútum í fyrsta sinn síð- an annan október. „Allir á Wash- ington-svæðinu anda nú léttar,“ sagði Doug Duncan, sýslumaður í Montgomery-sýslu í Maryland. Krefjast dauðarefsingar Montgomery í Alabama, Rockville í Maryland. AP, AFP. ELDRA fólki sem neytir oft fisks og sjávarfangs er mun síð- ur en öðrum hætt við vitglöp- um, þ.á m. alzheimer-sjúk- dómnum, samkvæmt niður- stöðum franskrar rannsóknar er birtar verða í dag í British Medical Journal. Á því sjö ára tímabili sem at- hugað var reyndust þeir, sem neyttu fisks eða annars sjávar- fangs a.m.k. einu sinni í viku, rúmlega 30% síður líklegir til að fá vitglöp eða alzheimer, miðað við meðaltalið í hópnum. Fiskneysla gegn alz- heimer París. AFP. FLUTNINGABÍLSTJÓRI, sem eftir fáeina mánuði fer á eft- irlaun, vildi í gær sem minnst gera úr því afreki sínu að hafa komið lögreglunni á spor mann- anna tveggja sem handteknir hafa verið fyrir raðmorðin á Washington-svæðinu undanfarnar þrjár vikur. Þessi hógværa hetja heitir Ron Lantz. Hann var á hefðbundinni leið sinni frá Cincinnati í Ohio til Wilmington í Delaware aðfara- nótt fimmtudagsins er hann hringdi í lögregluna til að láta vita af því að blárri Chevrolet Caprice-bifreið, árgerð 1990, eins og sú sem lýst hafði verið eftir, hefði verið lagt á áningarstað við þjóðveginn skammt norðvestur af Washington. Að tilmælum lögreglunnar beið Lantz, við annan mann, eftir því að lögreglan kæmi til að hand- taka mennina. „Það voru mjög langar fimmtán mínútur,“ sagði Lantz í viðtali við sjónvarpsstöð- ina NBC. Hálfrar milljónar dollara verð- launum hafði verið heitið hverj- um þeim er veitt gæti upplýs- ingar er leiddu til handtöku leyniskyttunnar, en Lantz sagði að ef sér yrði veitt verðlaunaféð myndi hann deila því með fjöl- skyldum fórnarlamba morðingj- ans, svo þær fengju missi sinni a.m.k. að einhverju leyti bættan. „Ég talaði um þetta við konuna mína og hún sagði að við ættum ekki að fá nein verðlaun fyrir að menn væru handteknir svo að þeir geti ekki unnið fleirum mein,“ sagði Lantz. Hann býr í Kentucky og fer á eftirlaun eftir fimm mánuði. Hógvær hetja Washington. AFP. AP Ron Lantz á heimili sínu í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.