Morgunblaðið - 26.10.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.10.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÓLVEIG Pétursdótt- ir dómsmálaráðherra hyggst leggja fram á yfirstandandi þingi frumvarp til laga um björgunarsveitir og björgunarsveitamenn, sem tekur m.a. til rétt- inda og skyldna björg- unarsveita og fé- lagsmanna þeirra. Lögunum verður ætlað að kveða á um ábyrgð á tjóni sem björgunar- sveitamenn kunna að verða fyrir við störf í þágu almannaheilla og um ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af störfum þeirra vegna mistaka, van- rækslu eða af öðrum ástæðum. Dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í ávarpi sínu við setningu ráðstefnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Björgun 2002, á Grand hóteli í gær. Ráðstefnan er að þessu sinni til- einkuð öryggi björgunarsveita- manna og er nú haldin í sjöunda skipti með þátttöku yfir 200 gesta. Í frumvarpi dómsmálaráðherra er að finna ýmsar skilgreiningar og ákvæði um hlutverk björgunar- sveita og björgunarsveitamanna svo og um skyldur sömu aðila. Þá er lagt til í frumvarpinu að björgunar- sveitum sé skylt að kaupa ýmsar tryggingar, m.a. slysatryggingar fyrir björgunarsveitamenn. Sólveig sagði að dráttur hefði orðið á því að hrinda í framkvæmd með lagasetn- ingu tillögum sem frumvarpið felur í sér, m.a. sökum þess að ekki hafi þótt rétt að leggja skyldur á björg- unarsveitir til kaupa á tryggingum án þess að fjárstuðningur kæmi á móti frá hinu opinbera. „Nú er í burðarliðnum samkomulag milli dómsmálaráðuneytisins og Lands- bjargar þar sem fjárstuðningur úr ríkissjóði til þessa verkefnis yrði aukinn í áföngum þar sem hann dygði u.þ.b. fyrir kostnaðinum við kaup vátrygginga að fullu. Að slíku samkomulagi gerðu sé ég ekkert því til fyrirstöðu að leggja frumvarpið fram á þessu löggjafarþingi og mun ég gera það sem í mínu valdi stend- ur til þess að veita því brautargengi þannig að það geti orðið að lögum fyrir vorið,“ sagði Sólveig, sem kynnti frumvarpið á ríkisstjórnar- fundi í gærmorgun. Fengju sömu stöðu og opin- berir aðilar við leit og björgun Jón Gunnarsson formaður Lands- bjargar sagðist í samtali við Morg- unblaðið fagna því að frumvarpið hafi verið kynnt fyrir ríkisstjórn og að ráðherra hyggist leggja áherslu á að ljúka málinu fyrir þingslit. „Við treystum því að ríkisstjórnin taki þessu erindi vel og veiti því braut- argengi á þessu þingi,“ sagði Jón. „Við erum að sjálfsögðu með allan okkar mannskap tryggðan, en með lagasetningunni myndum við hljóta sömu viðurkenningu gagnvart lög- um og aðrir opinberir aðilar í land- inu sem koma að leit og björgun.“ Björgun 2002 stendur yfir í dag, laugardag, frá kl. 9 til 16.45 og á morgun, sunnudag, frá kl. 10 til 17. Öryggi björgunarsveitafólks í brenni- depli á ráðstefnunni Björgun Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra. Lög í undir- búningi Morgunblaðið/Jim Smart MÆGÐURNAR Þórdís Anna Pét- ursdóttir, Elín Ísabella og Mirra Blær Kristinsdætur voru jarðsungn- ar frá Bústaðakirkju í gær að við- stöddu fjölmenni. Þær létust eftir bílslys í Skutuls- firði fyrr í mánuðinum. Séra Jón Þorsteinsson jarðsöng. Morgunblaðið/Golli Útför mæðgn- anna MIKE Muhl, liðsstjóri Alþjóðlegu rústabjörgunarsveitarinnar í Ohio í Bandaríkjunum, er gestur Björg- unar 2002 og fjallaði í erindi sínu í gær, um björgunarstarf í rústunum við World Trade Center eftir ör- lagadaginn mikla 11. september í fyrra. Hann kom á vettvang dag- inn eftir árásirnar eftir 13 tíma akst- ur frá Ohio og sagði engan hafa get- að búið sig undir það sem í vændum var; slík hafi eyðileggingin verið. Margs konar vandamál komu upp á vettvangi s.s. alvarleg fjar- skiptavandamál með því farsímar virkuðu ekki þar sem öll símafyr- irtækin í Bandaríkjunum, að einu undanskildu, voru með senda sína á tvíburaturnunum og eyðilögðust þeir þegar þeir hrundu. Ekki var heldur unnt að nota talstöðvar þar sem rykið og mengunin hamlaði tal- stöðvarsendingum. Því þurfti að grípa til gervihnattasíma þótt ekki væru nema nokkrar götur sem skildu menn að. 343 slökkviliðsmenn New York borgar og 23 lög- reglumenn létu lífið auk 37 lögreglu- manna á vegum stofnunarinnar sem annaðist rekstur bygginganna. „Yfir 2.800 óbreyttir borgarar létu lífið og 20 þúsund líkamspartar, sem ekki tókst að bera kennsl á, fundust á svæðinu,“ sagði Muhl. Allnokkrir slökkviliðsmenn sem tóku þátt í rústabjörgun mánuðina á eftir urðu að láta af störfum af heilsufars- ástæðum eftir að hafa verið í meng- uðu loftinu í langan tíma. Aðstæður til rústabjörgunar voru afar erfiðar, en að því er Muhl best veit, urðu engin dauðaslys á björgunarmönn- um sem unnu á vettvangi það ár sem hreinsunarstarfið tók. Nokkuð bar þó á lungnasjúkdómum af völdum mengunarinnar á vettvangi. Við rústabjörgunina reyndu menn að komast í gegnum brakið neðan frá, í gegnum neðanjarðalestagöng, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Eld- ar hröktu menn í burtu og fyr- irstöður í göngunum lokuðu leið- unum, auk þess sem annars konar aðstæður voru óviðráðanlegar. „Við áttum því einkis annars úrkosti en að halda áfram að fjarlægja brakið ofan frá og vinna okkur niður á við,“ sagði hann. „Að björgunarmönnum steðjaði hætta úr öllum áttum, það þurfti sífellt að vara sig á gler- brotum fyrir ofan sig og slútandi fyrirstöðum.“ Hundar sem þjálfaðir eru til að finna lifandi fólk í rústum voru not- aðir á vettvangi en rugluðust í rím- inu, þar sem margs konar lyktarteg- undum ægði saman í brakinu. „Við vissum að á á fimmta degi myndum við ekki finna neinn á lífi,“ sagði Muhl. „En hvað hefði almenn- ingur og stjórnvöld haldið ef við hefðum hætt að leita?“ Sagði hann að björgunarmenn hefðu hins vegar haft skilning á þeim hugmyndum sem fólk hefur um björgunarstörf og þess vegna haldið áfram, jafnvel þótt það væri vart forsvaranlegt vegna áhættunnar og kostnaðarins. Vann við björgun við tvíburaturnana í New York 20 þúsund óþekktir lík- amspartar í brakinu Mike Muhl MÁLVERK af Ragnhildi Helgadótt- ur, fyrrverandi forseta neðri deildar Alþingis, var afhjúpað í Alþingishús- inu í gær. Málverkið, sem er eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur listmál- ara prýðir einn veggja gamla efri- deildarsalarins. Ragnhildur Helgadóttir, sem var viðstödd afhjúpunina, sat á Alþingi fyrir Reykvíkinga í rúm 23 ár og var fyrst kvenna til að gegna forseta- störfum. Hún var forseti neðri deild- ar Alþingis 1961–1962 og 1974–1978, menntamálaráðherra 1983–1985 og heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra 1985–1987. Landssamband sjálfstæðiskvenna gefur málverkið. Björn Bjarnason, hjónin Þór Vil- hjálmsson og Ragnhilur Helgadóttir, Davíð Oddsson og Ellen Yngvadóttir virða fyrir sér myndina. Í forgrunni má sjá Helgu Guðrúnu Jónasdóttur. Gáfu mál- verk af Ragnhildi Helgadóttur Morgunblaðið/Árni Sæberg RANNSÓKNADEILD lögreglunnar í Kópavogi hefur tekið til formlegrar rannsóknar þjófnaðarmálið í Nóa- túni, þar sem kærur á hendur þremur ungmennum, sem unnu í verslun Nóatúns í Smáralind, liggja til grund- vallar. Ennfremur er utanaðkomandi maður kærður fyrir aðild sína að brotum þeirra, en hann mun hafa fengið ungmennin til að stela og í sumum tilvikum greitt þeim fyrir með áfengi. Þýfið mun hann síðan hafa selt í gegnum eigin rekstur. Lögreglan í Kópavogi lítur fjársvikamálið alvar- legum augum og er að afla gagna og undirbúa yfirheyrslur yfir hinum grunuðu. Ekki hefur verið ákveðið hvenær hvatamaðurinn að brotum starfsmannanna verður yfirheyrður. Þjófnaðurinn í Nóatúni enn í rannsókn Málið litið alvarlegum augum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.