Morgunblaðið - 26.10.2002, Page 4

Morgunblaðið - 26.10.2002, Page 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÓLVEIG Pétursdótt- ir dómsmálaráðherra hyggst leggja fram á yfirstandandi þingi frumvarp til laga um björgunarsveitir og björgunarsveitamenn, sem tekur m.a. til rétt- inda og skyldna björg- unarsveita og fé- lagsmanna þeirra. Lögunum verður ætlað að kveða á um ábyrgð á tjóni sem björgunar- sveitamenn kunna að verða fyrir við störf í þágu almannaheilla og um ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af störfum þeirra vegna mistaka, van- rækslu eða af öðrum ástæðum. Dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í ávarpi sínu við setningu ráðstefnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Björgun 2002, á Grand hóteli í gær. Ráðstefnan er að þessu sinni til- einkuð öryggi björgunarsveita- manna og er nú haldin í sjöunda skipti með þátttöku yfir 200 gesta. Í frumvarpi dómsmálaráðherra er að finna ýmsar skilgreiningar og ákvæði um hlutverk björgunar- sveita og björgunarsveitamanna svo og um skyldur sömu aðila. Þá er lagt til í frumvarpinu að björgunar- sveitum sé skylt að kaupa ýmsar tryggingar, m.a. slysatryggingar fyrir björgunarsveitamenn. Sólveig sagði að dráttur hefði orðið á því að hrinda í framkvæmd með lagasetn- ingu tillögum sem frumvarpið felur í sér, m.a. sökum þess að ekki hafi þótt rétt að leggja skyldur á björg- unarsveitir til kaupa á tryggingum án þess að fjárstuðningur kæmi á móti frá hinu opinbera. „Nú er í burðarliðnum samkomulag milli dómsmálaráðuneytisins og Lands- bjargar þar sem fjárstuðningur úr ríkissjóði til þessa verkefnis yrði aukinn í áföngum þar sem hann dygði u.þ.b. fyrir kostnaðinum við kaup vátrygginga að fullu. Að slíku samkomulagi gerðu sé ég ekkert því til fyrirstöðu að leggja frumvarpið fram á þessu löggjafarþingi og mun ég gera það sem í mínu valdi stend- ur til þess að veita því brautargengi þannig að það geti orðið að lögum fyrir vorið,“ sagði Sólveig, sem kynnti frumvarpið á ríkisstjórnar- fundi í gærmorgun. Fengju sömu stöðu og opin- berir aðilar við leit og björgun Jón Gunnarsson formaður Lands- bjargar sagðist í samtali við Morg- unblaðið fagna því að frumvarpið hafi verið kynnt fyrir ríkisstjórn og að ráðherra hyggist leggja áherslu á að ljúka málinu fyrir þingslit. „Við treystum því að ríkisstjórnin taki þessu erindi vel og veiti því braut- argengi á þessu þingi,“ sagði Jón. „Við erum að sjálfsögðu með allan okkar mannskap tryggðan, en með lagasetningunni myndum við hljóta sömu viðurkenningu gagnvart lög- um og aðrir opinberir aðilar í land- inu sem koma að leit og björgun.“ Björgun 2002 stendur yfir í dag, laugardag, frá kl. 9 til 16.45 og á morgun, sunnudag, frá kl. 10 til 17. Öryggi björgunarsveitafólks í brenni- depli á ráðstefnunni Björgun Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra. Lög í undir- búningi Morgunblaðið/Jim Smart MÆGÐURNAR Þórdís Anna Pét- ursdóttir, Elín Ísabella og Mirra Blær Kristinsdætur voru jarðsungn- ar frá Bústaðakirkju í gær að við- stöddu fjölmenni. Þær létust eftir bílslys í Skutuls- firði fyrr í mánuðinum. Séra Jón Þorsteinsson jarðsöng. Morgunblaðið/Golli Útför mæðgn- anna MIKE Muhl, liðsstjóri Alþjóðlegu rústabjörgunarsveitarinnar í Ohio í Bandaríkjunum, er gestur Björg- unar 2002 og fjallaði í erindi sínu í gær, um björgunarstarf í rústunum við World Trade Center eftir ör- lagadaginn mikla 11. september í fyrra. Hann kom á vettvang dag- inn eftir árásirnar eftir 13 tíma akst- ur frá Ohio og sagði engan hafa get- að búið sig undir það sem í vændum var; slík hafi eyðileggingin verið. Margs konar vandamál komu upp á vettvangi s.s. alvarleg fjar- skiptavandamál með því farsímar virkuðu ekki þar sem öll símafyr- irtækin í Bandaríkjunum, að einu undanskildu, voru með senda sína á tvíburaturnunum og eyðilögðust þeir þegar þeir hrundu. Ekki var heldur unnt að nota talstöðvar þar sem rykið og mengunin hamlaði tal- stöðvarsendingum. Því þurfti að grípa til gervihnattasíma þótt ekki væru nema nokkrar götur sem skildu menn að. 343 slökkviliðsmenn New York borgar og 23 lög- reglumenn létu lífið auk 37 lögreglu- manna á vegum stofnunarinnar sem annaðist rekstur bygginganna. „Yfir 2.800 óbreyttir borgarar létu lífið og 20 þúsund líkamspartar, sem ekki tókst að bera kennsl á, fundust á svæðinu,“ sagði Muhl. Allnokkrir slökkviliðsmenn sem tóku þátt í rústabjörgun mánuðina á eftir urðu að láta af störfum af heilsufars- ástæðum eftir að hafa verið í meng- uðu loftinu í langan tíma. Aðstæður til rústabjörgunar voru afar erfiðar, en að því er Muhl best veit, urðu engin dauðaslys á björgunarmönn- um sem unnu á vettvangi það ár sem hreinsunarstarfið tók. Nokkuð bar þó á lungnasjúkdómum af völdum mengunarinnar á vettvangi. Við rústabjörgunina reyndu menn að komast í gegnum brakið neðan frá, í gegnum neðanjarðalestagöng, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Eld- ar hröktu menn í burtu og fyr- irstöður í göngunum lokuðu leið- unum, auk þess sem annars konar aðstæður voru óviðráðanlegar. „Við áttum því einkis annars úrkosti en að halda áfram að fjarlægja brakið ofan frá og vinna okkur niður á við,“ sagði hann. „Að björgunarmönnum steðjaði hætta úr öllum áttum, það þurfti sífellt að vara sig á gler- brotum fyrir ofan sig og slútandi fyrirstöðum.“ Hundar sem þjálfaðir eru til að finna lifandi fólk í rústum voru not- aðir á vettvangi en rugluðust í rím- inu, þar sem margs konar lyktarteg- undum ægði saman í brakinu. „Við vissum að á á fimmta degi myndum við ekki finna neinn á lífi,“ sagði Muhl. „En hvað hefði almenn- ingur og stjórnvöld haldið ef við hefðum hætt að leita?“ Sagði hann að björgunarmenn hefðu hins vegar haft skilning á þeim hugmyndum sem fólk hefur um björgunarstörf og þess vegna haldið áfram, jafnvel þótt það væri vart forsvaranlegt vegna áhættunnar og kostnaðarins. Vann við björgun við tvíburaturnana í New York 20 þúsund óþekktir lík- amspartar í brakinu Mike Muhl MÁLVERK af Ragnhildi Helgadótt- ur, fyrrverandi forseta neðri deildar Alþingis, var afhjúpað í Alþingishús- inu í gær. Málverkið, sem er eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur listmál- ara prýðir einn veggja gamla efri- deildarsalarins. Ragnhildur Helgadóttir, sem var viðstödd afhjúpunina, sat á Alþingi fyrir Reykvíkinga í rúm 23 ár og var fyrst kvenna til að gegna forseta- störfum. Hún var forseti neðri deild- ar Alþingis 1961–1962 og 1974–1978, menntamálaráðherra 1983–1985 og heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra 1985–1987. Landssamband sjálfstæðiskvenna gefur málverkið. Björn Bjarnason, hjónin Þór Vil- hjálmsson og Ragnhilur Helgadóttir, Davíð Oddsson og Ellen Yngvadóttir virða fyrir sér myndina. Í forgrunni má sjá Helgu Guðrúnu Jónasdóttur. Gáfu mál- verk af Ragnhildi Helgadóttur Morgunblaðið/Árni Sæberg RANNSÓKNADEILD lögreglunnar í Kópavogi hefur tekið til formlegrar rannsóknar þjófnaðarmálið í Nóa- túni, þar sem kærur á hendur þremur ungmennum, sem unnu í verslun Nóatúns í Smáralind, liggja til grund- vallar. Ennfremur er utanaðkomandi maður kærður fyrir aðild sína að brotum þeirra, en hann mun hafa fengið ungmennin til að stela og í sumum tilvikum greitt þeim fyrir með áfengi. Þýfið mun hann síðan hafa selt í gegnum eigin rekstur. Lögreglan í Kópavogi lítur fjársvikamálið alvar- legum augum og er að afla gagna og undirbúa yfirheyrslur yfir hinum grunuðu. Ekki hefur verið ákveðið hvenær hvatamaðurinn að brotum starfsmannanna verður yfirheyrður. Þjófnaðurinn í Nóatúni enn í rannsókn Málið litið alvarlegum augum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.