Morgunblaðið - 26.10.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.10.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Samkynhneigðir í háskólasamfélaginu Fordómar í brennidepli MARGUR verður affordómum fávís,“er yfirskrift vit- undarvakningar gegn for- dómum sem byggist á málfundaröð Stúdenta- ráðs og Jafnréttisnefndar HÍ. Um samstarfsverkefni er að ræða sem hófst á sl. vorönn og heldur áfram nú á haustönn. Að þessu sinni er tekið fyrir málefnið „Samkynhneigðir í há- skólasamfélaginu“. Fyrir- lesarar eru þrír talsins og einn þeirra er dr. Rann- veig Traustadóttir og hún svaraði góðfúslega nokkr- um spurningum Morgun- blaðsins um tilurð og til- gang þessa málfundar. Geturðu sagt okkur eitthvað fyrst frá þessari málfundaröð, hvers vegna til hennar var stofnað og hvert efni hennar er í þessu tilviki? „Þessi fundaröð hófst í janúar á þessu ári og markmiðið er að vekja athygli á því alvarlega vandamáli sem fordómar eru, bæði innan háskólasamfélagsins og í samfélaginu almennt. Þegar hefur verið fjallað um fordóma á ýmsum sviðum svo sem gegn út- lendingum, gegn geðsjúkdómum, gegn femínistum og um forvarnir gegn fordómum í félagslega kerf- inu. Nú er röðin komin að sam- kynhneigðum.“ Á hvaða hátt tengist þú þessum málaflokki? „Ég tengist efninu með ýmsum hætti. Í fyrsta lagi hef ég tekið virkan þátt í jafnréttisstarfi innan Háskóla Íslands. Í öðru lagi þá hef ég um árabil unnið rannsókn- ir með þeim hópum samfélagsins sem oftast eru kallaðir „minni- hlutahópar“ eða „jaðarhópar“ og meðal þeirra eru samkynhneigð- ir. Og í þriðja lagi hef ég lagt mig sérstaklega eftir að skilja for- dóma og áhrif þeirra á líf ólíkra hópa samfélagsins.“ Hverjir tala á málfundinum og um hvað? „Við erum þrjú sem verðum með stutt erindi á fundinum. Auk mín tala þeir Þorvaldur Kristins- son, bókmenntafræðingur og for- maður Samtakanna ’78, og Guð- laugur Kristinsson, formaður FSS, Félags sam- og tvíkyn- hneigðra stúdenta.“ Þorvaldur kallar erindi sitt „Undir oki ósýnileikans: Samkynhneigðir á skólabekk“. Í erindinu mun Þor- valdur rifja upp eigin skólaár á 8. áratug síðustu aldar, þögnina sem umlukti tilveru samkynhneigðra á þeim árum og hvernig þetta hlutskipti litaði hans persónulega líf á þann hátt sem fæsta hefði grunað. Hann ræðir einnig um það hvaða áhrif það hlutskipti samkynhneigðra að leyna sínum innsta manni hefur á námsgetu þeirra og persónuþroska, gagn- stætt því sem gagnkynhneigðir gera, og hver ábyrgð yfirvalda menntamála og skólastjórnenda hljóti að vera. Loks lítur hann til þess nútíma sem blasir við samkynhneigðum í Háskóla Íslands haust- ið 2002 og spyr hvort og þá hvað hafi breyst. Guðlaugur mun í er- indi sínu fjalla um hagsmunabar- áttu samkynhneigðra stúdenta við Háskóla Íslands og alþjóðlegt samhengi þess. Hann mun einnig fjalla um mikilvægi þess að sam- kynhneigðir séu sýnilegir í há- skólasamfélaginu og eigi sér hagsmunasamtök á borð við FSS.“ Hvað tekur þú fyrir í þínum fyrirlestri? „Mitt erindi ber yfirskriftina „Fræðastarf og fordómar“. Ég mun fjalla um stöðu samkyn- hneigðra innan Háskóla Íslands og velti upp spurningum um for- dóma og frjálslyndi innan fræða- samfélagsins. Meðal annars mun ég spyrja hvort, og með hvaða hætti, fordómar gegn samkyn- hneigðum birtist innan Háskól- ans. Einnig velti ég upp ábyrgð fræðanna gagnvart ólíkum sam- félagshópum og hvaða þátt fræðin geti átt í að viðhalda for- dómum eða fyrirbyggja þá. Loks bendi ég á nokkur úrræði sem há- skólar geta beitt til að auka um- burðarlyndi og jafnrétti innan há- skólasamfélagsins.“ Hver er staða þessa minni- hlutahóps, samkynhneigðra, í há- skólasamfélaginu? „Staða samkynhneigðra hefur breyst mjög til hins betra und- anfarna áratugi og ber þar hæst þær miklu réttarbætur sem sam- kynhneigðir öðluðust árið 1996 með lögunum um staðfesta sam- vist. Hins vegar er ljóst að sam- kynhneigðir búa ekki enn við full mannréttindi og þrátt fyrir að fordómar séu á verulegu undan- haldi þá eru þeir enn fyrir hendi.“ Hverjir eiga að þínum dómi helst erindi á þennan málfund? „Allir sem hafa áhuga á mann- réttindum, margbreytileika og minnihlutahópum og á ýmsu birt- ingarformi fordóma og forvörn- um gegn þeim, eiga erindi á fund- inn. Ég vil þó sér- staklega hvetja skóla- fólk á öllum skóla- stigum til að mæta og taka þátt í umræðum um ábyrgð skólakerfis- ins á líðan samkynhneigðra nem- enda í skólum landsins og lang- tímaáhrifum menntakerfisins á líf og lífsgæði samkynhneigðra.“ Veistu hvað verður svo tekið fyrir næst? „Næsti málfundur verður í nóv- ember og þar verður fjallað um málefni fatlaðra nemenda og starfsfólks í háskólasamfélag- inu.“ Rannveig Traustadóttir  Rannveig Traustadóttir er fædd í Reykjavík 1950. Hún lauk BA-prófi frá Háskóla Íslands í fé- lagsfræði og heimspeki árið 1985 og doktorsprófi í fötlunar- fræðum og kvennafræðum frá Syracuse-háskóla í Bandaríkj- unum árið 1992. Hún er dósent við félagsvísindadeild Háskóla Íslands og hefur starfað sem kennari við deildina síðan árið 1993. Rannveig hefur um árabil unnið að rannsóknum um marg- breytileika og minnihlutahópa í íslensku samfélagi. Hún á eina uppkomna dóttur og tvær ömmu- stelpur. … að samkyn- hneigðir séu sýnilegir Jú, jú, Valgerður mín, nú máttu vísa framsóknarelítunni inn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.