Morgunblaðið - 26.10.2002, Side 10

Morgunblaðið - 26.10.2002, Side 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MARGRÉT S. Björns- dóttir hefur verið ráð- in forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslu- fræða og stjórnmála sem er ný stofnun á vegum Háskóla Ís- lands. Margrét lauk meistaraprófi í opin- berri stjórnsýslu MPA. frá J.F. Kenn- edy-skólanum við Har- vard-háskóla, síðasta vor. Árið 1976 lauk hún meistaragráðu í þjóðfélagsfræðum frá Johann Wolfgang Goethe Universitaat í Þýskalandi. Síðastliðin 20 ár hefur hún starfað hjá Háskóla Íslands, fyrst sem forstöðumaður Endur- menntunarstofnunar, en síðan sem framkvæmdastjóri þróunar- og kynningarsviðs Háskólans. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála er ný stofnun innan fé- lagsvísindadeildar og er megin- markmið hennar að efla kennslu og rannsóknir í stjórnun opinberra stofnana, bæði ríkis og sveitarfé- laga. Stofnuninni er sömuleiðis ætl- að að vera vettvangur umræðna um stjórn- mál, stefnumörkun og stjórnun í opinberum rekstri, þar á meðal um hlutverk fjölmiðla og hagsmunahópa í opinberri stefnumörk- un. Segir í fréttatil- kynningu frá Háskól- anum að mikið sé í húfi varðandi fag- mennsku og skilvirkni í opinberum rekstri, ekki síður en í einka- rekstri. Um þriðjung- ur vinnandi fólks á Ís- landi starfi hjá opinberum aðilum og útgjöld hins opinbera á árinu 2003 séu áætluð um 340 milljónir króna, eða um 41% af landsfram- leiðslu. Stofnunin er sett á stofn af Há- skóla Íslands í samstarfi við Reykjavíkurborg og Landspítala – háskólasjúkrahús. Þá segir að stofnunin muni auk þess starfa í nánum tengslum við fyrirtæki, stofnanir og samtök, innlend sem erlend, eftir því sem tilefni gefast. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ Margrét S. Björnsdóttir ráð- in forstöðumaður Margrét S. Björnsdóttir MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Birni Bjarnasyni, oddvita Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn Reykjavík- ur: „Málflutningur Alfreðs Þor- steinssonar, stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur (OR), í Morgunblaðinu sýnir í hnotskurn málefnasnauða afstöðu hans til álitamála varðandi fyrirtækið. Fari fram sem horfir, verður stjórnin óstarfhæf vegna marklausra ónota formannsins í garð meðstjórnar- manna sinna. Er brýnt, að formaðurinn sýni, hvort hann ætli að leiða stjórn OR á efnislegum forsendum eða standa í rakalausu orðaskaki í fjölmiðlum. Í árshlutauppgjöri OR stendur skýrum stöfum, hvert eigið fé fyr- irtækisins var 1. janúar 2002, 34.934 milljónir króna. Frá þessu sagði ég í Morgunblaðinu og vegna þess sakar stjórnarformaðurinn mig um fölsun. Telur hann að meta beri eigið fé eftir samruna OR við aðrar veitur um áramótin. Í árs- hlutauppgjörinu segir, að við eigið fé bætist um 224 milljónir króna vegna samrunans. Samtals verða þetta 35.158.371 milljón króna. Endurskoðandi hefur ekki lagt fram neitt endurmat á eignum eftir samruna, þess vegna kalla ég þá tölu, sem stjórnarformaðurinn og borgarlögmaður nota hentugleika- tölu, en á fagmáli er um tölu úr áætluðum stofnefnahagsreikningi að ræða, en hans er hvergi getið í lögum um OR. Málið snýst um, hvort ræða þurfi skuldbindingar OR í ár við eig- endur fyrirtækisins. Það ræðst ekki aðeins af eigin fé heldur einn- ig skuldbindingum OR á árinu. Ás- dís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar, eins eiganda OR, hef- ur bent á, að þessar skuldbind- ingar séu meiri í ár en heimilt er án samráðs við eigendur, jafnvel þótt miðað sé við hentugleikatöl- una. Hindri Alfreð Þorsteinsson efn- islegar umræður um þessi mál í stjórn fyrirtækisins og framlögn nauðsynlegra gagna, gengur hann ekki aðeins á lögbundinn rétt eig- enda þess heldur gegn hagsmunum Orkuveitu Reykjavíkur.“ Yfirlýsing frá Birni Bjarnasyni vegna orða Alfreðs Þorsteinssonar Málefna- snauð afstaða til álitamála STARFIÐ sem unnið er í minni skólum landsins er öflugt framlag til nýsköpunar í skólastarfi sem oft hefur endurbætt starf í stærri skólum landsins. Þetta var meðal þess sem Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, lagði áherslu á í ávarpi sínu á fjölmennri af- mælishátíð Barnaskóla Eyrar- bakka og Stokkseyrar í tilefni 150 ára afmælis skólans. Skrúðganga var farin frá skóla- húsinu á Eyrarbakka um aðalgötu þorpsins til hátíðarsamkomu í fé- lagsheimilinu þar sem þétt var setinn bekkurinn. Arndís Harpa Erlingsdóttir skólastjóri hringdi inn samkomuna með gamalli klukku skólans sem upprunnin er úr Kaldaðarneskirkju. Börn úr 1.–5. bekk sungu nokkur lög, eldri nemendur fluttu leikrit um skól- ann, einnig sýndu þau gestum inn í tískuheim síðustu 150 ára. Hátíðisdagur íslensks skólalífs Forsetinn sagði að skólinn væri ræktunarstaður sem þroskaði vit- und og vilja nemenda, kenndi þeim að virða íslenska tungu og menningu íslensku þjóðarinnar. Áríðandi væri að smærri skólar fengju að njóta krafta sinna. Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra sagði að leiða bæri hugann að því þrekvirki sem varð til við stofnun skólans þegar þjóð- in var í mestum vanda sínum í móðuharðindunum. „Þetta var grundvöllur framfara og end- urreisnar. Þessi dagur er hátíð- isdagur íslensks skólalífs og minn- ir á hversu ríkan þátt skólastarfið og menntun á í velgengni þjóð- arinnar í dag,“ sagði Tómas Ingi. Minnir á upprunann Ásmundur Sverrir Pálsson, for- maður bæjarráðs Árborgar, minntist upphafs skólans og sagði rétt að sýna brautryðjendunum virðingu og þakklæti og Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur rakti breytingar í þjóðfélaginu semhefðu haft áhrif á þróun skól- ans. Arndís Harpa sagði í lok sam- komunnar mikils virði að vita af hug samfélagsins til skólans. „Þessi dagur minnir á upprunann og hlutverk okkar í skólasögunni. Sérstaða okkar felst í framsýni feðranna,“ sagði hún. Afmælishátíð Barnaskóla Eyrarbakka og Stokkseyrar Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Gengið var í skrúðgöngu um aðalgötuna á Eyrarbakka til hátíðarsamkomunnar. Sérstaða skólans fólgin í framsýni feðranna Selfossi. Morgunblaðið. AÐ MATI Flugmálastjórnar hefur eftirgrennslan stofnunarinnar, sem hófst vegna skýrslu breskra sér- fræðinga um rannsókn flugslyssins í Skerjafirði, leitt í ljós að fullyrð- ingar um að gagnaplata hreyfils TF-GTI sé ólögleg og jafnvel fölsuð eru úr lausu lofti gripnar. „Komið hefur í ljós að hægt er að breyta hreyfli af E-gerð í hreyfil af H-gerð, en hingað til hefur því ver- ið haldið fram í umræðum um hreyfil flugvélarinnar að það væri ekki hægt. Allar forsendur í um- ræðum um hreyfilinn hafa því breyst. Bandarískt fyrirtæki sem keypti hreyfilinn eftir slysið segir að engin merki um innri skemmdir aðrar en tæring og ryð hafi fundist í hreyflinum þegar hann var tekinn í sundur,“ segir í fréttatilkynningu frá Flugmálastjórn. Breytti framburði sínum Hilmar F. Foss flugmaður, sem hefur rannsakað feril hreyfilsins að ósk aðstandenda þeirra sem létust af völdum flugslyssins, segir að einn af eigendum fyrirtækisins sem keypti hreyfilinn, Nicholson, hafi haft allt aðra sögu að segja þegar hann hafði samband við hann í síð- ustu viku. Þá hafi hann sagt að hreyfillinn hefði verið úrbræddur og staðfest þennan framburð sinn í tölvupósti. Í samtali við lögfræðinga aðstandenda fórnarlambanna sl. þriðjudag, hafi hann á hinn bóginn dregið í land en ekki getað staðfest hvernig hreyfillinn skemmdist. Hilmar segir að framburður Nichol- son hafi greinilega breyst eftir að hann ræddi við Þorleif Júlíusson, sem seldi honum hreyfilinn. Þetta hafi hann að öllum líkindum gert að beiðni Þorleifs en þeir Nicholson séu viðskiptafélagar. „Hvort Nich- olson hafi sagt sannleikann þegar hann ræddi við mig eða hvort nú- verandi framburður hans er réttur, verður hver og einn að meta fyrir sjálfan sig,“ segir Hilmar. Þá sé at- hyglisvert að þegar Þorleifur boðar yfirlýsingu frá Nicholson kannist Nicholson í samtali við lögfræð- ingana ekki við að hafa rætt við Þorleif. Aðspurður um upplýsingar Flug- málastjórnar um að breyta megi hreyfli af E-gerð í hreyfil af H- gerð, segir Hilmar að þetta sé í andstöðu við upplýsingar sem hann hafi áður fengið frá framleiðendum hreyfilsins. Hann segist vera að afla sér nánari upplýsinga um þetta mál. Flugmálastjórn segir fullyrðingar um að gagnaplata TF-GTI hafi verið ólögleg úr lausu lofti gripnar Aðeins merki um tær- ingu og ryð í hreyflinum HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur dæmt 38 ára karlmann í 15 mánaða fangelsi fyrir fíkni- efnabrot með því að hafa átt rúm 200 grömm af amfetamíni og 1,47 grömm af hassi. Dómurinn taldi að amfeta- mínið væri ætlað til sölu og leit til þess við ákvörðun refsingar. Frá árinu 1986 hefur ákærði fimm sinnum hlotið sektir fyrir fíkniefnabrot en ekki var um að ræða umtalsverð brot fyrr en nú. Ólafur Börkur Þorvaldsson dómstjóri kvað upp dóminn. 15 mánaða fangelsi fyrir fíkni- efnabrot RÚMLEGA fimmtugur karlmaður var dæmdur í hálfs árs fangelsi í Hér- aðsdómi Vestfjarða í gær fyrir lík- amsárás gegn hjónum á heimili þeirra á Suðureyri eftir þorrablót í febrúar sl. Maðurinn rak hægri olnboga af afli í andlit konunnar með þeim afleiðing- um að konan vankaðist og hlaut djúpt sár. Skömmu síðar sló hann mann hennar í andlitið með glerglasi sem brotnaði við höggið svo að brotaþoli hlaut stórt sár sem sauma þurfti sam- an. Árásirnar á hjónin þóttu hörku- legar og án nokkurs tilefnis og sú seinni hættuleg. Þótti refsing manns- ins hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði. Með tilliti til þess að gerand- inn iðraðist háttseminnar og hætt áfengisneyslu þótti hins vegar rétt að skilorðsbinda refsinguna. Fellur hún niður að þremur árum liðnum haldi hann skilorðið. Manninum var gert að borga hjónunum 250.000 krónur í bætur og 240.000 krónur í málsvarn- ar- og réttargæslulaun. Hálfs árs fangelsi fyrir árás

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.