Morgunblaðið - 26.10.2002, Side 16
AKUREYRI
16 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
betri innheimtuárangur
FRIÐRIK Gylfi Traustason bóndi á
Gásum í Hörgárbyggð sagði að ef
22 þúsund manna samfélag þyrfti
á landi að halda, undir sorpurðun,
álver eða eitthvað annað, væri
hann hvorki nógu þrjóskur né for-
dómafullur til að neita því. „Ég
gaf leyfi til þess í vor að staðirnir
tveir yrðu bornir saman en það
hefur ekkert verið rætt frekar við
mig. En ég get alveg búið annars
staðar en hér,“ sagði Friðrik Gylfi.
Hann stundar mjólkurframleiðslu
á jörð sinni og er með um 100
nautgripi í húsi, þar af yfir 40
mjólkurkýr. Jörðin er um 150
hektarar að stærð, þar af eru
ræktuð tún um 70 hektarar.
Oddur Gunnarsson bóndi á Dag-
verðareyri og fyrrverandi oddviti
er næsti nágranni Friðriks Gylfa
og hann er ekki sáttur við að Gás-
ir verði næsti sorpurðunarstaður
svæðisins. Hann sagði að það ætti
mikið eftir að ganga á áður en sú
niðurstaða yrði að veruleika. „Það
er ekkert vit í því að taka mjög
gott landbúnaðarland undir sorp-
hauga þegar hægt er að fá annað
land. Bjarnarhóll er mjög góður
staður og að mínu mati eini stað-
urinn fyrir utan Glerárdal sem er
fýsilegur undir svona starfsemi.
Mér finnst vera skammsýni í þessu
og Akureyrarbær getur allt eins
sett upp sorphauga á sínu landi í
Skjaldavík eins og að Gásum. Ég
held líka að það sé ekki langt í að
urðun á sorpi verði bönnuð og hef
alltaf verið hlynntari því að skoð-
uð verði brennslustöð á þessu
svæði,“ sagði Oddur.
Bjarnarhóll er í landi Syðri-
Bakka í Arnarneshreppi en jörðin
er í eigu ríkisins. Þar er ekki
stundaður búskapur frekar en á
Ytri-Bakka, sem er í eigu hrepps-
ins. Eins og fram kom í Morg-
unblaðinu í gær, var gerður ít-
arlegur samburður á Bjarnarhóli
og Gásum sem hugsanlegum urð-
unarstöðum. Skýrslan var unnin
fyrir Sorpeyðingu Eyjafjarðar bs.
og í skýrslunni eru Gásir álitnar
betri kostur en Bjarnarhóll.
Starfsleyfi fyrir sorpurðun á Gler-
árdal rennur út á næsta ári og
hefur bæjarstjórn Akureyrar
ákveðið að sorpurðun þar verði þá
hætt. Skýrslan hefur ekki verið
kynnt sveitarstjórnum Arnarnes-
hrepps og Hörgárbyggðar og eftir
er að fjalla nánar um hana innan
stjórnar Sorpeyðingar Eyja-
fjarðar. Helgi Steinsson bóndi á
Syðri-Bægisá og oddviti Hörg-
árbyggðar sagðist hafa fengið
skýrsluna í hendur á fimmtudag
og að hann ætti eftir að lesa hana
betur yfir.
Orðið mjög aðkallandi
að taka ákvörðun í málinu
Helgi sagði að einhvers staðar
þyrfti að urða sorpið og það hefði
átt að vera búið að finna stað fyrir
löngu. „Mér kæmi ekki á óvart að
annar hvor þessara staða yrði fyr-
ir valinu.“ Helgi sagðist hafa séð
það að Gásir þættu álitlegri kostur
í skýrslunni og að sterkasti punkt-
urinn væri nálægðin við Akureyri,
þaðan sem mesta sorpið kæmi.
„En auðvitað skiptir vilji landeig-
andans máli en einnig hefur þetta
áhrif á næstu nágranna,“ sagði
Helgi.
Jóhannes Hermannsson fyrrver-
andi oddviti Arnarneshrepps sagði
það sitt mat að báðir staðirnir
kæmu til greina undir sorpurðun.
Hann sagði mjög aðkallandi að
taka ákvörðun í þessu máli og að
það hljóti að verða gert alveg á
næstunni. Ekki náðist í Herdísi
Sigursteinsdóttur oddvita Arn-
arneshrepps í gær.
Friðrik Gylfi sagði þetta í þriðja
eða fjórða sinn sem menn kæmu
til sín til að ræða nýtingu á landi
hans. Fyrir um 25 árum gaf hann
leyfi til að staðurinn yrði tekinn út
undir hugsanlegt álver og nokkr-
um árum seinna sýndu menn því
áhuga að koma þar upp alþjóð-
legum flugvelli. Aðspurður sagðist
Friðrik Gylfi ekki getað svarað því
hvort mjólkurframleiðsla gæti far-
ið saman með sorpurðun á jörð-
inni. „Ég keypti jörðina fyrir rúm-
um 30 árum en það stóð aldrei til
að vera í búskap til æviloka.“
Bóndinn á Gásum jákvæður fyrir hugsanlegri sorpurðun á landareigninni
Hvorki nógu þrjóskur né
fordómafullur til að neita því
Morgunblaðið/Kristján
Þingmenn og ráðherrar Norðurlands eystra heimsóttu Gása í vikunni, ekki til að skoða hugsanlegan urðunarstað
fyrir sorp, heldur til að fá fréttir af gangi mála við fornleifarannsóknir á svæðinu. F.v.: Steingrímur J. Sigfússon,
Halldór Blöndal, Valgerður Sverrisdóttir, Tómas Ingi Olrich, Árni Steinar Jóhannsson, Örlygur Hnefill Jónsson,
Guðrún María Kristinsdóttir, safnstjóri Minjasafnsins, og Kristín Sóley Björnsdóttir, verkefnisstjóri Ferðaseturs.
FIMM ár eru nú liðin frá því sjón-
varpsstöðin Aksjón hóf útsendingar
á Akureyri.
„Okkur var strax vel tekið, eig-
inlega ótrúlega vel og áhorfið aukist
jafnt og þétt,“ sagði Gísli Gunn-
laugsson framkvæmdastjóri og einn
eigenda Aksjón. Auk hans eiga stöð-
ina þeir Páll Sólnes, Sigfús Björns-
son og sjóðurinn Tækifæri.
Gísli sagði að þeir félagar hefðu
fengið þá hugmynd að setja upp
sjónvarpsstöð á Akureyri þar sem
þeim hefði þótt þörf á slíkri stöð í
bænum, „sem og hefur reynst vera,“
sagði Gísli.
„Það er mikilvægt að til staðar sé
sterkur fjölmiðill á þessu sviði og
þessu svæði, sem er eins konar mót-
vægi við höfuðborgarsvæðið. Við
vildum sjá hér í bænum öflugan
heimamiðil.“
Viðtökurnar voru góðar strax í
upphafi, en Gísli telur að fyrir um
ári hafi toppnum verið náð, með um
50% áhorfi bæjarbúa á hverjum
degi og allt að 90% áhorfi yfir vik-
una. „Það er ekki hægt að búast við
meira áhorfi og við erum ánægð
með þetta,“ sagði hann.
Útsendingin nær til um 17 þús-
und íbúa á Akureyri og næsta ná-
grenni. Gísli sagði að til væru áætl-
anir um frekari landvinninga og þær
stórtækustu miðuðu að því að ná til
alls Norðausturkjördæmis. Það
kostaði hins vegar mikla peninga og
ljóst að ekki yrði af slíkum áformum
alveg á næstunni. „Þetta er gríð-
arlega dýrt, en við munum í fyrstu
einbeita okkur að því að stækka út-
sendingarsvæðið hér í Eyjafirði og
það verður gert um leið og finnst á
því flötur,“ sagði Gísli.
Aksjón sendir út fréttatíma og inn
í honum eru ýmsir þættir og innskot
um ýmislegt það sem viðkemur bæj-
arlífinu. Gísli sagði fyrirhugað að
auka og bæta fréttatímann enn frek-
ar í framtíðinni. Þá sýnir stöðin frá
fundum bæjarstjórnar Akureyrar,
um helgar er kristilegt efni frá
Omega á dagskrá en auk þess eru
sýndar kvikmyndir.
Starfsmenn á Aksjón eru 6 tals-
ins.
Í tilefni af afmælinu býður stöðin
bæjarbúum til veislu í dag, laug-
ardag. Ókeypis verður inn á Lista-
safnið á Akureyri þar sem stendur
yfir sýningin Rembrandt og samtíð-
armenn hans, þá verður frítt inn í
Skautahöllina og í bíó kl. 14, bæði í
Sambíóin og Borgarbíó, auk þess
sem menn geta fengið sér kaffibolla
á Kaffi Karólínu frá kl. 13 til 17.
Fimm ár frá því sjónvarpsstöðin Aksjón hóf útsendingar
Ótrúlega
góðar
viðtökur
Morgunblaðið/Kristján
Starfsfólk á Aksjón er í afmælisskapi og býður bæjarbúum á Listasafnið, í
bíó og á skauta í dag. Í efri röð eru frá vinstri Bjarki Albertsson, skráning,
Þráinn Brjánsson fréttamaður, Steinarr Logi Nesheim, auglýsingagerð, og
Sigurður Hlöðversson myndatökumaður, en sitjandi eru þau Gísli Gunn-
laugsson framkvæmdastjóri og Hilda Jana Gísladóttir fréttamaður.
AÐSÓKN að leiksýningum Leik-
félags Akureyrar á liðnu leikári var
misjöfn eftir leikverkum, með mikl-
um ágætum á sumar þeirra en aðrar
hlutu dræma aðsókn.
Fyrsta verk liðins vetrar, Blessað
barnalán eftir Kjartan Ragnarsson
féll í góðan jarðveg, sýningar urðu
25 talsins og áhorfendur hátt í 3.600
talsins. Auk þess sem sýnt var í
Samkomuhúsinu brá leikhópurinn
sér suður yfir heiðar og tókst sú ferð
vel að því er fram kom í máli Val-
gerðar H. Bjarnadóttur, formanns
leikhúsráðs LA, á aðalfundi félags-
ins þegar hún fór yfir liðið leikár.
Annað verk vetrarins, Slavar! eft-
ir Tony Kushner „ein magnaðasta
og sérkennilegasta sýning sem sést
hefur á þessum fjölum árum sam-
an,“ eins og Valgerður orðaði það
féll í aðsókn, „eins og oft vill verða
með mikil verk“.
Gullbrúðkaup eftir Jökul Jakobs-
son var sýnt á 23 sýningum og sáu
það um 1.400 manns, en verkið var
sýnt á Græna hattinum. Er að því
stefnt að að taka upp sýningar að
nýju næsta vor.
Þá sáu um 600 manns verkið Saga
um pandabirni, sögð af saxófónleik-
ara sem á kærustu í Frankfurt eftir
Matei Visniec. „Það er ægilegt og
liggur nærri hneyksli að einungis
tæplega 600 leikhúsunnendur hafi
séð þessa sýningu,“ sagði Valgerð-
ur.
Auk þessara fjögurra sýninga var
samlestur á Heimsljósi Halldórs
Laxness og eins var boðið upp á
gestasýningu frá Leikbrúðulandi á
Prinsessunni á hörpunni. Þá sýndi
Leikfélag Menntaskólans á Akur-
eyri söngleikinn Hárið í Samkomu-
húsinu fyrir fullu húsi kvöld eftir
kvöld og Leikfélag VMA sýndi
Rocky Horror í Ketilhúsinu eins við
góða aðsókn. Taldi Valgerður að að-
sókn að þessum verkum sýndi að ak-
ureyrskir unglingar kynnu vel að
meta leikhús, a.m.k. söngleiki af
þessari gerð.
Misjöfn
aðsókn
Toppárangur
með
þakrennukerfi
þakrennukerfi
Fagm
enns
ka
í
fyrir
rúmi
BLIKKÁS EHF.
SKEMMUVEGUR 36
200 KÓPAVOGUR
SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111
Söluaðilar um land allt