Morgunblaðið - 26.10.2002, Side 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 23
EINN þingmanna stjórnarandstöð-
unnar í Japan var stunginn til bana
fyrir framan heimili sitt í Tókýó í gær.
Hefur morðið
vakið reiði meðal
Japana en ofbeldi
gegn stjórnmála-
mönnum er fátítt í
landinu.
Þingmaðurinn,
Koki Ishii, var að
stíga út úr bíl sín-
um við heimili sitt
þegar maður kom
að honum og stakk hann í kviðinn
með blaðlöngum hníf. Flúði morðing-
inn síðan af vettvangi. Shoji Toyoh-
ara, talsmaður Lýðræðisflokksins,
flokks Ishii, sagði, að hann hefði látist
skömmu síðar.
Ekki er vitað hvað morðingjanum
gekk til en hafi verið um stjórnmála-
legar ástæður að ræða, þá er morðið í
gær fyrsta sinnar tegundar í Japan
frá árinu 1960. Að sögn lögreglunnar
virtist morðinginn vera á sextugs-
aldri, klæddur sem öryggisvörður og
með rauðan klút fyrir andliti.
Koki Ishii var 61 árs, kunnur fyrir
baráttu gegn spillingu og auknum
framlögum til hersins.
Junichiro Koizumi, forsætisráð-
herra Japans, og fleiri frammámenn
lýstu í gær reiði sinni og hneykslan
vegna morðsins og hétu að gera allt til
að hafa hendur í hári morðingjans.
Síðasta pólitíska morðið í Japan var
framið 1960 þegar ungur hægrisinni
stakk Inejiro Asanuma, einn þing-
mann Sósíalistaflokksins, til bana.
Japanskur þing-
maður myrtur
Tókýó. AP.
Koki Ishii
DANIEL arap Moi, forseti Kenýa,
leysti í gær upp þing landsins.
Flokkur hans, KANU, hefur út-
nefnt Uhuru
Kenyatta, son
Jomo Kenyatta,
fyrsta forseta
landsins, sem
næsta forseta-
efni sitt. KANU-
flokkurinn hefur
verið við stjórn-
völinn síðan
Kenýa öðlaðist
sjálfstæði frá Bretum árið 1963.
KANU vann nauman meirihluta
í kosningunum 1997 en á þeim
tíma ásakaði stjórnarandstaðan
flokkinn um kosningasvik.
Moi barðist hart fyrir útnefn-
ingu Uhuru Kenyatta þrátt fyrir
uppreisn sem varð innan flokksins.
Mótstaða myndaðist meðal flokks-
manna sem ásökuðu forsetann um
að ,,þröngva“ Kenyatta upp á þá.
Stjórnarandstöðuflokkurinn,
NARC, útnefndi þaulreyndan
stjórnmálamann, Mwai Kibaki, til
að fara fyrir sínum flokki. Simeon
Nyachae, leiðtogi annars and-
stöðuafls, þykir einnig líklegur til
að bjóða sig fram til forseta. Hann
hefur gagnrýnt NARC fyrir ólýð-
ræðislegar aðferðir við útnefningu
Kibaki.
Kosningarnar koma til með að
binda enda á 24 ára stjórnartíð
Moi. Dagsetning þeirra er óráðin
en líklega verða þær í desember
nk.
Kenyatta verði næsti
forseti Kenýa
Nairobi. AFP.
Uhuru Kenyatta
keppinautinn og er honum spáð 66%
fylgi.
Brasilíska hlutabréfavísitalan
Bovespa hefur hækkað um 15% frá
því í byrjun mánaðarins, en hún tók
mikla dýfu í kring um fyrri umferð
kosninganna sem fram fór 6. októ-
ber, þegar ljóst varð að Lula, sem er
af fátæku verkafólki kominn og er
fyrrverandi verkalýðsleiðtogi, myndi
hafa vinninginn. Lula hefur í kosn-
ingabaráttunni markvisst dregið úr
þeirri róttækni sem áður einkenndi
pólitískan málflutning hans.
FJÁRMÁLAMARKAÐIR Brasilíu
virðast nú loks hafa sætt sig við að
næsti forseti landsins, ellefta
stærsta þjóðhagkerfis heims, verði
vinstrimaðurinn Luiz Inacio Lula da
Silva.
Síðari umferð forsetakosninganna
í Brasilíu fer fram á morgun, sunnu-
dag, þar sem valið stendur á milli
Lula og José Serra, frambjóðanda
núverandi stjórnarmeirihluta.
Samkvæmt nýjustu skoðanakönn-
unum hefur Lula hvorki meira né
minna en 32 prósentustiga forskot á
AP
Forsetaefnið Lula da Silva (fyrir miðju) á kosningafundi í Brasilíuborg.
Forsetakosningar í Brasilíu á morgun
Stefnir í öruggan
sigur Lula da Silva
Sao Paolo. AFP.
debenhams
S M Á R A L I N D
konan
er mi›punktur athyglinnar
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
D
EB
1
91
56
10
/2
00
2 Dagskrá konuviku í debenhams 24. - 31. október
Nýtt Tryggðarkort snyrtivörudeildar Debenhams kynnt.
Ráðgjafi frá Samhjálp kvenna verður í undirfatadeild á laugardag.
Brjóstahaldaramælingar.
Tískusýning í Vetrargarði laugardag kl. 16 og sunnudag kl. 15.
Glæsilegir kaupaukar og tilboð í snyrtivörudeild.
eitthva› fyrir allar konur
No Name kynning og förðun
Estée Lauder kynning á Intuition
Clinique kynning - nýtt krem
Shiseido kynning
Dior kynning - nýtt krem - nýr ilmur
Aveda höfuðnudd og hármeðferðir
Estée Lauder kynning - Gulllínan
Clinique kynning - nýr varalitur
Estée Lauder kynning - nýtt meik
No Name kaupauki
Dior kynning
Estée Lauder kynning/gjöf
Ilmvötn, ef þú kemur með gamla
ilmvatnsglasið þitt og kaupir
nýtt 50 ml ilmvatn færð þú
1.000 kr. inneign í snyrtivörudeild
Kanebo kynning
Ilmvötn, ef þú kemur með gamla
ilmvatnsglasið þitt og kaupir
nýtt 50 ml ilmvatn færð þú
1.000 kr. inneign í snyrtivörudeild
Estée Lauder nýtt augnkrem
Clinique kynning
Dior - nýtt krem - nýr ilmur
Estée Lauder vetrarförðun kynnt
Aveda höfuðnudd og hármeðferðir
No Name kynning
Shiseido kynning
Dior kynning
Kanebo kynning
Dagur Stílrá›gjöf SNyrtivörudeild
Laugardagur Ráðgjafi frá Samhjálp kvenna
verður í undirfatadeild
Tískusýning í Vetrargarði
Sunnudagur Stílistar ráðleggja um val
á samkvæmisfatnaði
Tískusýning í Vetragarði
Mánudagur Stílistar veita góð ráð
við val á yfirhöfnum
Þriðjudagur Stílistar verða í Wallis og gefa
góð ráð um val á fatnaði og
fylgihlutum
Miðvikudagur Stílistar verða í Mexx
og gefa góð ráð um val á fatnaði
og fylgihlutum
Fimmtudagur Stílistar í Designer deild
leiðbeina við val á merkjavöru
og kynna mismunandi hönnuði
deildarinnar
Debenhams styrkir Samhjálp kvenna
um 500 kr. af hverjum keyptum brjóstahaldara.