Morgunblaðið - 26.10.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.10.2002, Blaðsíða 25
GÍSLATAKAN Í MOSKVU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 25 Haustlaukaútsala Reykjavík • Akureyri Selfossi • Reykjanesbær www.blomaval.is 10 rósir 799 kr. 499 kr. 25% afsláttur af öllum haustlaukum ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 1 91 61 10 /2 00 2 1.499 kr.699 kr. Tilboð Nóvemberkaktus UM eitt hundrað manna hópur fólks upphóf í gærmorgun hávær mót- mæli gegn hernaði Rússa í Tsjetsjn- íu fyrir utan leikhúsið þar sem tsjetsjneskir skæruliðar halda um 700 manns í gíslingu og annar hópur á Rauða torginu í Moskvu. Sýndu yfirvöld nokkuð tauga- veikluð viðbrögð við þessu. Stjórn- arerindrekar ávörpuðu aðstand- endur gíslanna, sem haldið hafa hópinn fyrir utan leikhúsið, og vör- uðu þá við því að taka þátt í aðgerð- um af þessu tagi, en fullyrt var að gíslatökumennirnir hefðu krafizt þess að slík mótmæli færu fram á Rauða torginu. Sumir mótmælend- anna við leikhúsið sögðust vera að bregðast við óskum ástvina sinna meðal gíslanna, sem þeir hefðu talað við í síma. „Þið megið líta á þetta sem við- vörun til æsingamanna sem ætla sér að kynda undir ólgu,“ hafði Inter- fax-fréttastofan eftir Vladimír Vas- ilyev, aðstoðarinnanríkisráðherra Rússlands. „Ef eitthvað gerist af þessu tagi munum við taka á því af hörku,“ bætti hann við, og í sömu mynt mælti Valerí Shantsev, aðstoð- arborgarstjóri Moskvu, sem sagði að heimildarlaus mótmæli væru nógu slæm á tímum þegar ekkert sérstakt bjátaði á, en slíkt hefði enn verri áhrif þegar neyðarástand ríkti eins og nú. Þessi orð urðu þó ekki til að fæla um 75 aðstandendur gísla frá að safnast saman á Rauða torginu í kaldri haustrigningunni og halda þar á loft borðum með slagorðum gegn Tstetsjníustríðinu og hrópa slík í átt að veggjum Kremlar. „Fólk er mikilvægara en stjórn- mál,“ stóð á einum borðanum, og á öðrum stóð: „Enga árás“ – og þar var með átt við að öryggissveitir ættu að láta vera að storka gísla- tökumönnunum með því að reyna að gera áhlaup á leikhúsið – og „Stöðv- ið stríðið í Tsjetsjníu“. Hvað sem harðorðum viðvörunum fulltrúa yfirvalda leið lýstu margir óbreyttir Rússar þeirri skoðun sinni að mikilvægast væri að sjá til þess að bjarga gíslunum heilum á húfi. Alexander Petrov, einn þátttak- enda í mótmælunum fyrir utan leik- húsið, viðurkenndi að hafa áður ekki haft neina ástæðu til að vera andsnúinn hernaðinum í Tsjetjsníu, en sagði: „Hvaða leið er önnur til út úr þessu“ en að stöðva hann, eins og gíslatökumennirnir krefjast? Titringur vegna mótmæla AP Aðstandendur gísla tsjetsjnesku skæruliðanna hrópa slagorð gegn stríðinu í Tsjetsjníu á um hundrað manna mótmælafundi í miðborg Moskvu í gær. Moskvu. AFP, AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.