Morgunblaðið - 26.10.2002, Síða 26

Morgunblaðið - 26.10.2002, Síða 26
Morgunblaðið/rp Lestarstöðvarnar í Metro-kerfinu eru allar glæsilegar en stöðin við Kóngs- ins Nýjatorg slær þær allar út. Þaðan er hægt að ganga beint inn í stór- verslunina Magasin du Nord sem íslenskir ferðalangar þekkja vel. METRO, neðanjarðarlestakerfið í Kaupmannahöfn, kostaði jafnvirði 133 milljarða íslenskra króna, helmingi meira en upphaflega var gert ráð fyrir, var opnað rúmlega tveimur árum á eftir áætlun og af öryggisástæðum mega lestarnar ekki ganga með minna en sex mín- útna millibili en ekki þriggja mín- útna eins og ætlunin var. Kaupmannahafnarbúar létu þetta þó ekki trufla sig sl. laug- ardag þegar fyrsti hluti Metro var formlega tekinn í notkun af Mar- gréti Þórhildi Danadrottningu. Tugþúsundir borgarbúa flykktust í lestarnar og víða mynduðust lang- ar biðraðir. Lestarnar gengu eins og í sögu fyrsta daginn en babb kom í bátinn á sunnudaginn þegar ein þeirra bilaði. Loka varð Metro í um klukkustund og farþegar voru fastir inni í lestinni í um 20 mín- útur. Þegar þeir loks losnuðu úr prísundinni urðu þeir að ganga dá- góðan spöl að næstu lestarstöð. Síðustu daga hefur þó allt gengið vel og vonandi voru þetta bara byrjunarörðugleikar í neðanjarð- arlestakerfinu sem er sagt eitt hið fullkomnasta í heimi. Engir lestarstjórar! Það sem fyrst vekur athygli og jafnvel ugg í brjósti þegar stigið er upp í Metro-lest er að í lestinni er enginn lestarstjóri. Þar sem þeir eru vanir að sitja í öðrum lestum eru sæti fyrir farþegana en í staðinn fyrir lestarstjóra fá far- þegarnir góða útsýn yfir braut- arteinana. Lestirnar eru sjálfvirk- ar og er ferðum þeirra stjórnað af háþróuðu tölvukerfi en auk þess er grannt fylgst með myndum úr eft- irlitsmyndavélum sem eru í öllum lestum, í göngunum og á öllum brautarstöðvunum. Til að tryggja öryggið enn frekar eru svokallaðir lestarþjónar í hverri lest sem eiga að aðstoða farþega eftir þörfum og bregðast við hugsanlegum óhöpp- um. Tæknin sem notuð er í Metro er nýleg en Morten Søndergaard, öryggisstjóri Metro, segir að ekki sé um algjöra nýjung að ræða. Fjölmörg neðanjarðarlestakerfi séu sjálfvirk og víða sé eina hlut- verk lestarstjóranna að sjá um að opna og loka dyrunum. Sjálfvirkn- in auki öryggið og komi í veg fyrir mannleg mistök. Við öryggispróf- anir komu þó fram ýmsir gallar í kerfinu og Danska járnbrautaeft- irlitið fann sig knúið til að setja ýmis skilyrði áður en Metro fékk leyfi til að flytja farþega. Ný vídd í Kaupmannahöfn Í fyrsta hluta Metro sem var opnaður á laugardag eru tvær lín- ur, M1 og M2. M1 gengur á milli Nørreport og Vestamager en M2 á milli Nørreport og Lergravspark- en. Kerfið stækkar síðan í áföng- um og þegar fjórði hluti verður opnaður, í fyrsta lagi árið 2010, mun Metro ná til allra helstu borg- arhluta Kaupmannahafnar. Eng- inn vafi er á því að Metro er mikil samgöngubót fyrir Kaupmanna- hafnarbúa. Líkt og aðrar höfuð- borgir Evrópu hefur umferð þar aukist mjög og umferðarteppur verða sífellt algengari. Með til- komu Metro léttir talsvert á gatnakerfinu, en gert er ráð fyrir að 61.000 manns ferðist daglega með Metro á þessu ári og farþeg- unum mun að sjálfsögðu fjölga eft- ir því sem kerfið stækkar. Vakti hótelgesti á Hotel d’Angleterre Framkvæmdir við Metro hófust árið 1996, en þá þegar hafði orðið sjö mánaða töf á verkinu. Borg- arbúar fóru ekki varhluta af fram- kvæmdunum bæði ofan jarðar og neðan. Grafa þurfti upp ógrynni af jarðvegi og hávaði og umferð þungaflutningabíla hafa sjálfsagt spillt góða skapinu hjá ófáum borgarbúum. Hristingur frá gangaborunum náði upp á yfir- borðið og um tíma varð að fresta framkvæmdum þegar undirstöður rúmlega aldagamalla fjölbýlishúsa við Nørreport byrjuðu að hristast ótæpilega. Og eina nóttina varð jafnvel að flytja gesti í þremur herbergjum á einu fínasta hóteli Kaupmannahafnar, Hotel d’Angle- terre, yfir í önnur herbergi, þar sem þeir gátu ekki sofið fyrir há- vaða frá gangagerðinni. Fregnir bárust af því að áfallahjálp fyrir gestina hefði falist í ókeypis kampavíni. Dagsljósið nær alla leið niður Hér að framan hefur Metro oft- ar en einu sinni verið kallað neð- anjarðarlestakerfi sem er hálfgert rangnefni því um helmingurinn af lestarstöðvunum sem nú hafa verið teknar í notkun eru ofanjarðar. Metro-stöðvarnar eru hinar glæsi- legustu. Burstað stál og gler eru þau efni sem mest eru áberandi. Stöðvarnar sem eru neðanjarðar eru ekki síður bjartar en þær sem eru ofanjarðar enda var það eitt af skilyrðunum í arkitektasamkeppn- inni fyrir Metro að dagsljósið næði alla leið niður. Og þetta hefur tek- ist, því jafnvel þó maður sé stadd- ur 20 metra ofan í jörðinni finnst manni samt sem dagsbirtan leiki við mann. Þar hjálpa til speglar og öflugir ljóskastarar. Landslag Kaupmannahafnar breytt til frambúðar Allt kostaði þetta þó peninga og reyndar helmingi meiri en gert var ráð fyrir. Þó að kostnaðurinn hafi farið úr böndunum má þó ekki líta fram hjá því að Metro mun bæta samgöngur í Kaupmannahöfn til muna og verða til þess að bæj- arhlutar sem áður voru frekar af- skekktir eru komnir í örskotsfjar- lægð frá miðborginni sem mun án efa stuðla að uppgangi þeirra. Þetta var Margréti Þórhildi Dana- drottningu efst í huga þegar hún opnaði Metro á laugardaginn. Í ræðu sinni sagði hún að með til- komu Metro hefði landslag Kaup- mannahafnar breyst til frambúðar og borgarhlutar væru nú tengdir saman sem aldrei fyrr. „Ég er viss um að íbúar Kaupmannahafnar eru stoltir af Metro og ég er viss um að þeir muni nýta sér það. En hvað um Sjáland og aðra lands- hluta Danmerkur? Jú, þar geta menn glaðst yfir því að Danmörk er nú loks komin með höfuðborg sem hefur neðanjarðarlestakerfi. Og ekki er það nú slæmt!“ Kaupmannahöfn loksins komin með neðanjarðarlestakerfi – og það er ekki svo slæmt Enginn lest- arstjóri en Stóri bróðir fylgist með Morgunblaðið/rp Glerveggir koma í veg fyrir að farþegar geti fallið (eða stokkið) niður á lestarteinana. Höfuðborg Danmerkur skipaði sér á bekk með Moskvu, París og London þegar Kaupmannahafnarbúar tóku í notkun nýtt neðanjarðarlestakerfi um liðna helgi. Rúnar Pálmason fylgdist með og fór nokkrar ferðir með Metro. TENGLAR ..................................................... www.m.dk runarp@mbl.is              !"  # $%&  '(  )*!'$! !!+&!  $ ,-- .   ./!!'$!& % ! --0 .--1 %   &'   (     )  ' & *  +  ,                  (  %   .   *    *    -   $       !   "      #   $            )2 '$ +34 . '!.!5+! '  .' $ *  .!! $6!--                        ) $& (%   . *  7' ! !  '                "        #       8 9 :('  4* (4'  $% !             & % % '  $ <  %  & $  !  (  )  $%    (  4 ERLENT 26 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.