Morgunblaðið - 26.10.2002, Page 38

Morgunblaðið - 26.10.2002, Page 38
LISTIR 38 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ STOPPLEIKHÓPURINN hefur sett á svið verk ætluð börnum og unglingum vel á sjöunda ár. Þetta er langur tími fyrir samstarf atvinnu- manna af þessu tagi en alltaf tekst meðlimum hópsins að finna upp á einhverju nýju og fersku til að setja á svið fyrir áhorfendur sína. Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir hafa í tímans rás myndað kjarnann í hópnum en frá upphafi í ársbyrjun 1996 hafa þau unnið með fjölda ann- arra leikhúslistamanna. Nú hleypur Brynja Valdís Gísladóttir í skarðið fyrir Katrínu og þau Eggert Kaaber leika tvö í nýju leikriti eftir Valgeir Skagfjörð, sem hefur samið flest verka þeirra sem hópurinn hefur tekið til sýninga. Verk Valgeirs, Í gegnum eldinn, er byggt á samnefndri bók eftir Ísak Harðarson og Thollý Rósmunds- dóttur sem bókaútgáfan Krossgötur gaf út árið 1994. Þar segja tvö ís- lensk ungmenni frá kynnum sínum af heimi fíknarinnar og hvernig þau hafa með því að iðka trú sína öðlast styrk til að halda sig frá áfengis- og fíkniefnaneyslu. Stíll bókarinnar er blátt áfram og efnið áleitið – hún er vel til þess fallin að opna augu les- enda fyrir því hvernig börn og ung- lingar geta leiðst á glapstigu enda trúverðug frásögn af því hvernig þau falla þrep af þrepi niður þjóðfélags- stigann þar til botninum er náð. Bókinni er skipt í tvo nokkuð ólíka hluta, fyrst er annars vegar frásögn pilts af lífi sínu sem áfengissjúkling- ur frá unga aldri uns honum tekst eftir endurteknar áfengismeðferðir að segja skilið við fyrra líf og hins vegar önnur lengri og ýtarlegri þar sem stúlka rekur kynni sín af eit- urlyfjum sem leiddu til að hún tengdist skelfilegum glæpamálum og endaði niðurbrotin á sál og líkama í gæsluvarðhaldi. Sagan af því hvernig hún frelsaðist er bæði fyllri en samsvarandi kafli sem segir frá piltinum en líka áhugaverðari vegna þess að fyrr í frásögn hennar kemur kafli þar sem hún sækir samkomur og heldur sér edrú en tekur stærstu kollsteypuna áður en saga hennar endar í löngum kafla um endurfæð- ingu í trúnni og von um betri fram- tíð. Leikrit Valgeirs Skagfjörð er að formi til einfalt – saga þessara tveggja ungmenna er rakin sam- hliða, þ.e. skipt er á milli stuttra þátta sem segja frá hvoru um sig. Frásagnaraðferð leiksins er fjöl- breytt, það skiptast á eintöl aðalper- sónanna, einleiksþættir þar sem annar leikaranna leikur jafnt aðal- persónuna sem aukapersónur í lífi hennar og svo sá háttur sem er tíð- ast notaður að annar leikarinn er miðdepillinn í atriðinu en hinn leikur ýmis aukahlutverk. Það er svo ekki fyrr en í stuttu lokaatriði, sem Val- geir prjónar við efni bókarinnar, að pilturinn og stúlkan hittast. Auðvit- að er margt fellt úr, enda tekur að- eins tæpan klukkutíma að flytja verkið, en aðalatriðin skila sér og hvort tveggja stelpur og strákar sem sjá sýninguna ættu að geta séð mögulega framtíð sína í lífi kynbróð- ur síns eða -systur. Það var greinilegt á sýningunni í Foldaskóla 10. október að áhorfend- ur fylgdust vel með, þeir frökkustu létu í sér heyra þegar rætt var um neyslu áfengis- og fíkniefna en það varð vandræðaleg þögn í salnum þegar persónurnar töluðu um lifandi trú á Jesúm Krist. Það er hægt að velta því fyrir sér hvort þessi um- ræða dregur úr áhrifamætti verks- ins vegna fordóma sem ríkjandi eru gegn svokölluðum „sértrúarsöfnuð- um“ en það má benda á að leikritið byggist á bók sem inniheldur sannar frásagnir af raunverulegum atburð- um. Það verður að hrósa Valgeiri Skagfjörð fyrir að draga ekkert und- an heldur vera trúr frumtextanum og þeirri lífssýn sem hann endur- speglar, enda ekki að efa að fjöl- margir þeirra sem átt hafa í stríði við áfengi og fíkniefni hefðu ekki getað losað sig úr viðjum fíknarinnar nema fyrir þá sannfæringu sína að þeim væri það einungis kleift með því að gefa sig æðri máttarvöldum á vald. Verkið speglar því raunveru- leika sem verður sífellt meira áber- andi í þjóðfélagi voru. Það eru átta ár liðin frá því bókin kom út en sýningin tekur mið af háttalagi unglinga nútímans. Um- hverfi það sem bókin lýsir hefur í raun tekið sáralitlum breytingum þó að ný fíkniefni ryðji sér til rúms. Eggert Kaaber og Brynja Valdís Gísladóttir voru bæði trúverðug í hlutverkum sínum; Eggert náði vel að túlka bælinguna og togstreituna sem setja svo sterkan svip á persónu Gunna og Brynju Valdísi varð ekki skotaskuld úr því að túlka ólíkar hliðar á margbreytilegri persónu Sollu. Þetta leikrit fellur að sjálf- sögðu undir áróður gegn áfengis- og eiturlyfjaneyslu en Valgeiri hefur tekist að sníða mörgum þeirra flóknu atriða sem frá er sagt í bók- inni leikrænan búning sem auðveld- ar nýrri kynslóð að tileinka sér boð- skap sem hún hefur fram að færa. Rétt eins og frásagnarmáti bókar- innar er leikstíllinn blátt áfram og í báðum tilfellum miðla skýrt mótaðar persónur sárri reynslu til jafningja sinna. LEIKLIST Stoppleikhópurinn Höfundur: Valgeir Skagfjörð, byggt á samnefndri bók eftir Thollý Rósmunds- dóttur og Ísak Harðarson. Leikmynd og búningar: Hópurinn. Val á tónlist: Valgeir Skagfjörð og Brynja Valdís Gísladóttir. Hljóðvinnsla: Hjörtur Howser. Leikarar: Brynja Valdís Gísladóttir og Eggert Kaab- er. Fimmtudagur 10. október. Í GEGNUM ELDINN Að miðla sárri reynslu Morgunblaðið/Kristinn „Stelpur og strákar sem sjá sýninguna ættu að geta séð mögulega framtíð sína í lífi kynbróður síns eða -systur,“ segir m.a. í umsögninni. Sveinn Haraldsson ANNA Þóra Karlsdóttir opnar sýninguna Rjóð- ur/Clear-cuts, í Listasafni ASÍ við Freyjugötu í dag, laugardag, kl. 14. Á sýningunni eru flókaskúlptúrar og flókalág- myndir þar sem hún vinnur með hugmyndir um skilin milli nýtingar og rányrkju eða notkunar og misnotkunar í víðu samhengi. Þetta er fimmta einkasýning Önnu Þóru, en hún hefur einnig tekið þátt í samsýningum hér heima og víða erlendis. Anna Þóra vann að verk- unum á sýningunni að hluta til í Kanada 2001 og tengjast hugmyndir að þeim veru hennar þar. Guðlaugur Valgarðsson segir m.a. í sýning- arskrá: „Fyrir augum manns svífa voðir en værðin sem frá þeim stafar á sér einnig aðra hlið. Líkt og gæran á sér bæði holdrosa og feld hefur værðin tvær hliðar. Til að njóta hennar er miklu kostað til og jafnvel fórnað.“ Þá segir: „Verk Önnu Þóru eru mörg hver ekki aðeins að formi til sem lönd, höf eða húðflipar af okkur sjálfum, rifnum af sameiginlegum líkama okkar allra, heldur að efni og innihaldi einnig tilraun til að fylla upp í þá eyðu, líkamlega og andlega eyðu sem við höfum skapað okkur, bæði leynt og ljóst, áþreifanlega sem ekki. Þau eru eins konar plástur á sárin; löngun til að gera vöntun okkar og ófullkomleika sýnilega og bætanlega í senn; löngun til að gera okkur heil.“ Sýningin verður opin daglega frá kl. 14-18, nema mánudaga, og lýkur sunnudaginn 17. nóv- ember. Einn flókaskúlptúra Önnu Þóru Karlsdóttur. Flókaskúlptúr- ar Önnu Þóru F yrir 40 árum beið heimsbyggðin á milli vonar og ótta vegna yfirvofandi kjarn- orkustríðs. Sovét- menn höfðu komið fyrir kjarn- orkueldflaugum á Kúbu og Bandaríkjamenn hótuðu árásum á landið ef þær yrðu ekki fjarlægðar. Heimsbyggðin varpaði öndinni léttar 28. október 1962 þegar Sov- étmenn tilkynntu að þeir myndu flytja eldflaugarnar frá Kúbu. Almennt hefur verið litið svo á að John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, hafi sýnt mikla staðfestu og dirfsku í þessu máli. Nikita Khrushchev, aðalritari sov- éska komm- únistaflokks- ins, hafi talið að Kennedy væri svo ungur og óreyndur að hann kæmist upp með að staðsetja eldflaugarnar á Kúbu, en annað hafi komið á daginn. Ted Sorensen, aðalræðuritari Kennedys, segir í bók sinni „Kenn- edy“ sem út kom 1965: „Robert Kennedy [dómsmálaráðherra] fór að beiðni forsetans með bréf til sovéska sendiherrans sem innihélt skýr skilaboð. Stigmögnun væri í gangi. Bandaríkin gætu haldið áfram í átt að friði og afvopnun, eða, eins og dómsmálaráðherrann útskýrði, „við gætum gripið til sterkra og afgerandi gagn- aðgerða…nema forsetinn fengi þegar í stað skilaboð um að eld- flaugarnar yrðu teknar niður.“ Gengið var að skilyrðum Kenn- edys. … Ég átti erfitt með að trúa því,“ sagði Sorensen í bók sinni og bætti við að með framgöngu sinni hafi Kennedy forseti unnið sér var- anlegan sess í sögunni. Sagan á bak við kjarn- orkueldflaugarnar á Kúbu er hins vegar mun flóknari en Sorensen og ýmsir fleiri aðstoðarmenn Kenn- edys hafa viljað vera láta. Fyrstu árin á eftir unnu þeir beinlínis að því að fela það sem raunverulega gerðist á bak við tjöldin. Í nýlegri bók eftir bandaríska blaðamanninn Seymour Hersh „The dark side of Camelot“, er saga Kennedys rakin með þeim hætti að óhjákvæmilegt er að les- andinn verður að endurskoða af- stöðu sína til Kennedys og þeirrar glansmyndar sem oft hefur verið dregin upp af honum. Í bókinni kemur fram að eftir hina mis- heppnuðu Svínaflóainnrás vorið 1961 settu bandarísk stjórnvöld af stað leynilega aðgerð sem miðaði að því að myrða Fidel Castro, for- seta Kúbu. CIA var falið þetta verkefni og samkvæmt því sem Hersh segir var Róbert Kennedy svo áhugasamur um að Castro yrði myrtur að hann hringdi nær dag- lega í CIA til að þrýsta á um að- gerðir. Ekki nóg með það heldur fullyrðir Hersh að Kennedybræð- ur hafi leynilega samið við tvo af leiðtogum mafíunnar í Bandaríkj- unum, Sam Giancana og Johnny Rosselli, um að myrða Castro. Hersh byggir fullyrðingar m.a. á viðtölum við Judith Campbell Exner sem var ástkona Kennedys og Giancana. Minnst var á tengsl hennar við Kennedy og Giancana í skýrslu sem gefin var út í nóv- ember 1975 af svokallaðri Church- nefnd sem rannsakaði meint morð- tilræði CIA við erlenda leiðtoga. Alexander Haig, fyrrverandi ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði frá því í sjónvarpsþætti sem sýndur var hér á landi fyrir nokkr- um misserum, að Lyndon B. John- son, eftirmaður Kennedys, hefði trúað því að Castro, sem vissi vel hvað CIA og Kennedybræður voru að bralla, hefði verið orðinn svo þreyttur á morðtilraunum Kenn- edybræðra við sig að hann hefði á endanum fyrirskipað að John F. Kennedy skyldi myrtur. Hersh heldur því ekki fram að samhengi sé milli þessara áforma um að myrða Castro og Kúbudeil- unnar í október 1962, en það er a.m.k. ljóst að bæði Kúbumenn og Sovétmenn höfðu fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af öryggi Kúbu. Áður en Sovétmenn fjarlægðu eldflaugar sínar frá Kúbu höfðu bandarísk stjórnvöld heitið því að ráðast ekki á landið eða hvetja til að það yrði gert. Opinberlega voru þetta einu skilyrðin sem Sovét- menn settu fyrir því að taka flaug- arnar niður. Löngu síðar kom hins vegar fram að stjórn Kennedys féllst á annað skilyrði sem Sovét- menn settu fyrir því að fjarlægja flaugarnar og það var að kjarn- orkueldflaugar Nató í Tyrklandi yrðu fjarlægðar. Róbert Kennedy samdi um þetta við Anatoly Dobr- ynin, sendiherra Sovétríkjanna í Bandaríkjunum. Skiptar skoðanir voru innan Bandaríkjastjórnar um hvort ætti að semja við Sovétmenn á þessum nótum. Margir álitu það veikleikamerki ef Bandaríkjamenn færu að semja sig frá vandanum á Kúbu með því að veikja varnir bandalagsríkis þeirra í Evrópu. Sumir af aðstoðarmönnum Kenn- edys óttuðust að stjórn hans yrði rúin öllum trúverðugleika og trausti ef gengist yrði inn á slíka samninga. Niðurstaðan varð því sú að gera leynilega samninga við Sovétmenn um að Jupiter- flaugarnar í Tyrklandi yrðu fjar- lægðar, en þessar flaugar voru orðnar gamlar og úreltar. Op- inberlega var því alltaf neitað að slíkur leynisamningur hefði verið gerður og aðstoðarmenn Kenne- dys, eins og Ted Sorensen og Arth- ur Schlesinger, nefndu þær ekki á nafn þegar þeir skrifuðu ítarlegar bækur um stjórnarár Kennedys. Sem betur fer sigraði skynsemin á þessum viðkvæmu haustdögum 1962. „Skynsemi“ fólst í því að eina leiðin til að koma í veg fyrir kjarn- orkustríð var sú að Kennedy og Khrushchev næðu samningum um að taka niður úreltar eldflaugar í Tyrklandi en samkomulagið var háð því að heimurinn frétti ekki af því. Svona var nú heimurinn skrít- inn á dögum kalda stríðsins. 40 ára af- mæli Kúbu- deilunnar VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Eina leiðin til að koma í veg fyrir kjarnorkustríð var sú að Kennedy og Khrushchev næðu samningum um að taka niður úreltar eldflaugar í Tyrklandi en samkomulagið var háð því að heimurinn frétti ekki af því.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.