Morgunblaðið - 26.10.2002, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 26.10.2002, Qupperneq 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 43 SÍÐASTA aldarfjórðung hefur notkun á náttúruefnum úr jurtum vaxið mjög hratt og hafa náttúru- efnin þá oft verið notuð í stað lyfja. Á síðari árum hefur notkun á nátt- úruefnum ásamt með lyfjum aukist víða um heim og hefur það vakið spurningar um hugsanleg áhrif náttúruefna á virkni lyfja. Það er hins vegar vel þekkt að vissar fæðu- tegundir geta haft áhrif á virkni lyfja. Greipaldinsafi og lyf Fyrir um 10 árum uppgötvaðist af tilviljun að greipaldinsafi hafði veruleg áhrif á frásog eða upptöku ákveðinna lyfja sem notuð eru við háum blóðþrýstingi. Rannsóknin beindist að áhrifum alkóhóls á lyfja- notkunina en alkóhól veldur auka- verkunum þegar lyfið er notað. Lyf- leysa var notuð við þessa rannsókn og var greipsafi notaður sem lyf- leysa. Í ljós kom að styrkur lyfsins í blóði var allt að þrisvar sinnum hærri hjá þeim sem drukku greip- safann en hjá þeim sem drukku vatn. Appelsínusafi hafði ekki slík áhrif og benti það til þess að eitt- hvert efni væri í greipsafanum sem gæti valdið þessu. Í ljós hefur komið að greipsafi hefur svipuð áhrif á fjölda annarra lyfja, t.d. á fleiri lyf sem lækka blóð- þrýsting en einnig á lyf við þung- lyndi og lyf við ofnæmi. Það er til- tekið efni í greipsafanum sem veldur hindrun eða hemlun á nið- urbroti lyfjanna og fer því meira magn af lyfinu út í blóðið en ráð var fyrir gert. Þessi áhrif greipsafans væri hægt að nota til að draga úr lyfjaskammtinum og lækka lyfja- kostnaðinn. Nú er talið að efnið í greipsafanum sem veldur mestu um þessi áhrif sé bergamottin sem er einnig að finna í bergamot olíu en hún er ilm- og bragðefni í Earl Gray tei. Sýklalyf og mjólk Áhrif mjólkur á lyf hafa verið þekkt frá 1976 þegar rannsóknir sýndu að mjólkurneysla með lyfja- töku gat hindrað upptöku eða frá- sog á sýklalyfinu tetracycline (50– 90% hindrun). Ástæðan er sú að lyf- ið bindur kalk (Ca ++) í mjólkinni o.fl. efni sem hindra síðan upptöku lyfsins. Ýmis fæðubótarefni sem innihalda kalk, járn (Fe++), zink (Zn++) o.fl. geta haft svipuð áhrif á þessa tegund lyfja (m.a. kanamyc- in og neomycin) og á hið sama við ýmsar fæðutegundir, svo sem rús- ínur sem hafa mikið járn. Þetta vandamál má forðast með því að láta 1–1½ klukkutíma líða milli lyfjatöku og neyslu á mjólk og mjólkurafurðum. Blóðþynningarefni og grænmeti Sjúklingar sem fengið hafa kransæðastíflu eða slag fá gjarnan blóðþynningarefni. Þessi efni þynna ekki blóðið heldur draga úr hættu á að blóðflögur myndi klumpa og blóðtappa. Komið hefur í ljós að grænmeti (t.d. brokkólí, spínat, hvítkál og gúrkur) getur haft áhrif á þessa lyfjameðferð. Það er vítam- ín K í grænmetinu sem hefur þessi áhrif en það eykur blóðstorknunar- eiginleika og virkar gegn lyfinu. Er því mikilvægt að forðast að breyta mikið neyslu á þessu grænmeti meðan á lyfjameðferð stendur. Te og aðrar náttúruafurðir sem hafa lítið af laufum innihalda ekki eða mjög lítið af K vítamíni og koma hér ekki við sögu. Steroidar og kínverskar lækningajurtir Margar kínverskar jurtir eru taldar gagnlegar við sjálfsofnæmis- sjúkdómum. Ein ástæðan er talin vera sú að þær auki styrk steroid- hormóna með því að hægja á efna- skiptum þeirra og niðurbroti. Ef einstaklingurinn er á hormónalyfi þá gæti slík jurtaafurð aukið enn frekar styrk lyfsins í blóði. Ynging- aráhrif kínverskra jurtaafurða eru einnig talin felast í því að auka styrk kynhormóna í blóði. Lokaorð Áhrif fæðu og náttúruefna á virkni lyfja eru þekkt en fremur fá- tíð miðað við fjölda fæðutegunda og náttúruefna sem eru á boðstólum. Hafa ber í huga að fæðan og nátt- úruefni geta hugsanlega haft áhrif á lyf sem verið er að taka. Áhrifin geta verið jákvæð eða neikvæð og fer það eftir magni þeirra efna sem verið er að neyta og tegund. Oft geta áhrif náttúruefna falist í því að draga úr aukaverkunum lyfja, í öðr- um tilvikum geta þau aukið áhrif lyfjanna eða dregið úr þeim. Not- endum er því ráðlagt að taka ekki lyf og náttúruefni samtímis en láta eina til eina og hálfa klukkustund líða milli lyfjatöku og neyslu nátt- úruefna. Þessi tími dugir oftast til að koma í veg fyrir hugsanlega víxl- verkun lyfja og náttúruefna. Heimildir: http:/www.itmonline.org/arts/ herdrug.htm Áhrif fæðu og náttúru- efna á virkni lyfja Eftir Sigmund Guðbjarnason „Notendum er því ráð- lagt að taka ekki lyf og náttúruefni samtímis en láta eina til eina og hálfa klukku- stund líða milli lyfjatöku og neyslu náttúruefna.“ Höfundur er prófessor emeritus. Fundarherbergi JARÐVATNSBARKAR Stærðir 50—100 mm Lengd rúllu 50 m Tilvalið þar sem ræsa þarf fram land. Vara sem vinnur með þér, auðveld í meðhöndlun. Ármúla 21, sími 533 2020 Stærðir 50—80 og 100 mm. Lengd rúllu 50 mtr. Tilvalið þar sem ræsa þarf fram land. Vara sem vinnur með þér, auðveld í meðhöndlun. IS200 LEXUS STYRKIR SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S TO Y 19 07 6 1 0/ 20 02 LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS Ef til vill finnst flér tvisvar á dag ekki nóg. A› minnsta kosti ekki flegar upplifun í IS200 er annars vegar. fia› ver›ur nánast vanabindandi a› finna spennuna, sem fylgir flví a› snúa lyklinum, a› skynja afli› og fjöri›. Stíll og fágun au›kenna sérhvert smáatri›i. Glæsileg innrétting og sjálfvirk loftræsting ver›a til fless a› ökumanni og farflegum lí›ur betur en í nokkrum ö›rum bíl. 6 diska geisla- spilari er felldur inn í mælabor›i›. fiú hlustar á uppáhaldstónlistina flína og ert í sjöunda himni frá flví a› lagt er af sta› og flar til slökkt er á bílnum. Sérkenni Lexusbíla, hva› fleir láta vel a› stjórn og eru gæddir frábærum aksturseiginleikum, gera fla› enn ánægjulegra a› aka IS200. En fyrst og fremst er léttir til fless a› vita a› flví eru engin takmörk sett hversu oft á dag má njóta fless a› aka IS200. En hér er gó› vi›mi›unarregla: fieim mun oftar, fleim mun skemmtilegra. Rá›lag›ur dagskammtur: a.m.k. tvisvar N Á N A R I U P P L † S I N G A R U M I S 2 0 0 O G U M A L L A R A ‹ R A R G E R ‹ I R A F L E X U S M Á F Á H J Á S Ö L U D E I L D L E X U S Í S Í M A 5 7 0 5 4 0 0 E ‹ A Á W W W . L E X U S . I S
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.