Morgunblaðið - 26.10.2002, Page 44
MARGT hefur undanfarið verið
rætt og ritað um Landspítala – há-
skólasjúkrahús og stjórnarnefnd
þess, flest ágætt en þó misgott. Þó
virðist einsýn á það meginsjónarmið
sem fylgt er í rekstri LSH að á spít-
alanum beri að lækna fólk, helst var-
anlega svo að það komi þangað aldr-
ei aftur. Þetta á að gerast á sem
skemmstum tíma svo að viðkomandi
sjúklingur komist sem fyrst til heilsu
og vinnu. Reyndar ríkir ekki einhug-
ur um hvernig ná eigi markmiðinu.
Fullyrða má að svar spítalans við
gagnrýni geti í reynd aðeins verið;
að gera betur á sem flestan hátt.
Ég staðhæfi að stjórnarnefndin sé
ekki óvinveitt sjúklingum, þótt svo
kunni að virðast og augljóst sé að
þeir séu orsök vandræðanna, því án
sjúklinga kæmi stofnunin mjög vel
út fjárhagslega, sem er býsna al-
gengur mælikvarði. Jafnframt vil ég
leyfa mér að fullyrða að það sé ekki
sérstakt markmið stjórnarnefndar
að sjúklingar skuli liggja á göngum,
komist þeir þá á annað borð inn á
spítalann, þ.e. læsist ekki á biðlista.
Ég held að með nokkrum rétti mætti
segja að nefndin sé beinlínis hliðholl
sjúkum sem þurfa á þjónustu spít-
alans að halda, sem endurspeglast
m.a. í fjárhagsstöðunni.
Þessi mál eru reyndar aðeins að
takmörkuðu leyti á valdi stjórnar-
nefndar, kannski því miður.
Hér verður fjárveiting til stofnun-
arinnar, þ.e. upphæð hennar sem
slík ekki rædd, heldur fremur til
hvers ætlast er af spítalanum og á
hvaða fjárhagslegum forsendum. Þó
er rétt að fram komi að kostnað-
arfrávik í rekstri á þessu ári stefna í
um 4%, sem vissulega er há upphæð,
en þó tæpast óeðlileg þegar þess er
gætt að reksturinn, líkt og flest ann-
að, er bundinn óvissu. Jafnframt ber
í þessu sambandi að hafa í huga að
sjálfur ríkissjóður er rekinn með
mun meira hlutfallslegu fráviki
(halla) frá áætlunum.
Spítalinn starfar samkvæmt fjár-
lögum, þ.e.a.s. stofnuninni er ætluð
tiltekin upphæð á ári hverju til þess
að sinna hlutverki sínu hvað sem á
dynur, óháð öllu, aðstæðum og eðli-
legum óvissumörkum
Svo háttar til að fjárveitingar til
spítalans hafa staðið í stað undanfar-
in ár þrátt fyrir ýmsar ytri breyt-
ingar svo sem; fjölgun koma á spít-
alann, fjölgun aðgerða, fólksfjölgun
á svæðinu, hækkun meðalaldurs,
raunhækkun verðlags og breytta
heilsugæslu. Það ætti að liggja í aug-
um uppi að slíkt, það að hækka ekki
raunfjárframlög, stenst ekki jafnvel
þótt gerðar séu kröfur um hagræð-
ingu í rekstri.
Ekki er einfalt af fastri tiltekinni
árlegri upphæð að lækna alla sjúk-
linga sem koma á spítalann í heimi
aukins kostnaðar, því samtímis verð-
ur að bæta þjónustu, auka þekkingu,
kaupa ný tæki. Jafnframt er spít-
alanum ætlað veigamikið hlutverk í
menntun heilbrigðisstétta þótt ekki
sé sérstaklega gert ráð fyrir slíku í
fjárlögum.
Það hlýtur að vera augljóst sið-
fræðilegt jafnt sem þjóðhagslegt
markmið heilbrigðisþjónustunnar að
sjúklingar nái sem hraðast sem
mestum og bestum bata. Jafnaug-
ljóst er að spítalinn er ekki rekinn
með aðra hagnaðarvon eða umbun
en þá gleði sem fylgir því að sjúk-
lingunum batni sem hraðast.
Núgildandi fyrirkomulag; að
leggja fram til spítalareksturs fasta
upphæð árlega, óháð því sem unnið
er, rannsakað og læknað er óheppi-
leg aðferð. Innan LSH er unnið að
nákvæmri kostnaðargreiningu nán-
ast alls sem gert er á nokkrum svið-
um svo auðveldara verði að taka upp
annað og vitrænna greiðslukerfi.
Einn þeirra rekstrarþátta spítal-
ans sem sífellt fer fram úr framlög-
um er kostnaður við svonefnd S-
merkt lyf sem aðeins eru gefin að til-
hlutan spítalans, hlutfallslega dýr,
Til varnar Landspítala
og stjórnarnefnd
Eftir Pálma R.
Pálmason
„Sífelldar og
óeðlilegar
kröfur um
niðurskurð í
rekstri án
samdráttar dregur úr
starfsorku og æskilegri
starfsgleði.“
Höfundur á sæti í stjórnarnefnd
LSH.
ný á markaðnum og áhrifarík. Og ár-
angur eftir því. Slík lyf eru oft lykill-
inn að lækningu. Það kostar vissu-
lega að ná þeim árangri í lækningum
ýmissa krabbameina sem aðeins
verður jafnað til hins besta úti í
heimi, og í sumu erum við Íslend-
ingar fremstir, í samræmi við yfir-
lýsta stefnu ríkisstjórnarinnar.
Undir heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneyti heyra fjórar stofn-
anir; heilsugæslan, Landlæknis-
embættið, Landspítali – háskóla-
sjúkrahús og Tryggingastofnun.
Rekstri þessara stofnana ber að
haga til þjóðhagslegrar bestunar,
þ.e. vega saman kostnað og ávinn-
ing.
Síst skal staðhæft að allt í rekstri
LSH sé eins og best verður þótt sú
sé stefna stjórnenda. Þannig má
telja að sameining stóru spítalanna
tveggja leiði til sparnaðar og heppi-
legra umhverfis fyrir sjúklinga og
starfsfólk. Þá er æskilegt að ung-
læknar stundi hér framhaldsnám,
a.m.k. í nokkrum greinum og að sér-
fræðingar fái aðstöðu og þjónustu
innan spítalans til þess að taka á
móti „eigin“ sjúklingum.
Loks má benda á þann nauðsyn-
lega þátt í góðum árangri spítalans
að innan hans er unnið mikið rann-
sókna- og vísindastarf, ýmist ein-
göngu innan spítalans eða í sam-
vinnu við aðrar stofnanir.
Að öllu samanlögðu álít ég að
rekstur sé LSH vel viðunandi og að
innan stofnunarinnar búi sá metn-
aður sem nauðsynlegur er til þess að
þjónusta við sjúklinga verði mjög
góð, að þar ríki góður og hvetjandi
starfsandi, eins og vilji okkar Íslend-
inga stendur til. Sífelldar og óeðli-
legar kröfur um niðurskurð í rekstri
án samdráttar dregur úr starfsorku
og æskilegri starfsgleði.
UMRÆÐAN
44 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐVANDI villta laxins í Ell-
iðaánum er raforkuverið með rennsl-
isbreytingum, breyttum farvegum,
óvirkum búsvæðum og stíflum sem
hamla bitmýsframleiðslu.
Ef vilji er fyrir hendi er einfald-
asta og án efa áhrifaríkasta leiðin til
að endurreisa laxastofninn að hætta
raforkuframleiðslu og endurheimta
náttúrulegt rennsli. Þegar raforku-
framleiðslunni verður loks hætt tek-
ur mörg ár að sjá raunhæfan bata.
Í Morgunblaðinu 11. maí síðastlið-
inn sagði Gísli Már Gíslason, pró-
fessor í líffræði við HÍ, að það væri
alvarlegt hvað laxastofninum hefði
hrakað, veiðar væru einungis brot af
því sem þær hefðu verið fyrir 100 ár-
um.
Á grein Magnúsar Sigurðssonar,
veiðivarðar við Elliðaárnar, í Morg-
unblaðinu 22. október má skilja að
laxastofninn hafi verið illa farinn, en
sé farinn að rétta úr kútnum. Í sum-
ar veiddust ívið fleiri laxar í ám sem
renna í Faxaflóa. Elliðaárnar voru
ekki undantekning, það er því óvar-
legt að ætla að smávægileg upp-
sveifla í Elliðaánum sé vegna þeirra
aðgerða sem hann bendir á. Það er
alrangt hjá Magnúsi í sömu Morg-
unblaðsgrein að gefa í skyn að á
nokkrum mánuðum hafi ástandið
gerbreyst með lítilfjörlegum lagfær-
ingum við ána.
Brátt kemur að því að Orkuveita
Reykjavíkur verður ein eftir til að
viðurkenna að í óefni er komið. Tólf
ára rannsóknir á aukaatriðum hafa
ekki megnað að finna skaðvald á
borð við raforkuvinnsluna. Niður-
stöður rannsókna benda til að önnur
áhrif séu minniháttar og tólf ára bið
hafi aðeins tafið fyrir raunveruleg-
um aðgerðum og ímynd Elliðaánna
beðið hnekki.
Laxar
og raf-
orkuver
Eftir Orra
Vigfússon
Höfundur er formaður NASF,
verndarsjóðs villtra laxastofna.
„Brátt kem-
ur að því að
Orkuveita
Reykjavíkur
verður ein
eftir til að viðurkenna
að í óefni er komið.“
ÉG eins og aðrir framsóknarmenn
í Reykjavík fagna mjög komu Hall-
dórs Ásgrímssonar til Reykjavíkur.
Var ég með þeim fyrstu sem opin-
beraði þá skoðun um mikilvægi þess
í pistli mínum á Hriflunni fyrir um
einu og hálfu ári.
Það er því með þungum trega sem
ég ákveð að skrifa þessa grein, því
hún á sér rætur allt að ár aftur í tím-
ann. Ég hef óttast að þessi grein
skaði flokkinn en hef komist að
þeirri niðurstöðu að umræðan um
vinnubrögð innan flokksins í
Reykjavík skaði ekki flokkinn held-
ur vinnubrögðin sem viðhöfð hafa
verið.
Upptök átakanna áttu sér stað
fyrir um ári þar sem ég opnaði á það
í tvígang í ljósvakamiðli að mér
hugnaðist ætíð prófkjörsleið flokks-
bundinna framsóknarmanna við val
á lista. Gilti einu hvort velja ætti til
Alþingis eða borgarstjórnar.
Þung undiralda fór af stað sem
endaði á fundi þar sem mér var hót-
að. Mér var gert ljóst af formanni
kjördæmafélagsins í Reykjavík-suð-
ur (KFRS), Guðjóni Ólafi Jónssyni,
að héldi ég uppteknum hætti myndi
hann sjá til þess að ég hlyti ekki
stuðning í nokkurt embætti innan
raða Framsóknarflokksins í Reykja-
vík. Ég myndi ekki einu sinni fá
brautargengi inn í miðstjórn flokks-
ins gegnum kjördæmaþing. Ég dró
mig í hlé eftir þessar árásir en
stjórnin hélt áfram áætlun sinni að
hafa valið afar þröngt. Tekið var til á
kjördæmalistunum og öflugu,
áhugasömu framsóknarfólki ýtt út
fyrir já-fólk og fjölskyldumeðlimi.
Eftir þessum listum var síðan haldið
kjördæmisþing þar sem tillaga
stjórnar um að einfalt kjördæma-
þing ætti að velja á listann var að
„sjálfsögðu“ samþykkt.
Í millitíðinni var stjórn ungra
framsóknarmanna í Reykjavík (Fuf)
beitt miklu harðræði með val sitt á
fulltrúum á listann og á endanum
lenti allt í kærumálum, og einn fram-
bjóðandi dró framboð sitt til baka.
Nú er komið haust og Alþingis-
kosningar í nánd. Ég ásamt fjöl-
mörgum framsóknarmönnum hef
enn sömu skoðunina á leið við val á
listann. Vinnubrögð formanns
KFRS láta ekki á sér standa. Hon-
um er að takast ætlunarverk sitt í
annað sinn á einu ári. Á vel sóttum
aðalfundi Framsóknarfélags
Reykjavíkur, (FR) þar sem hann var
fundarstjóri beitti hann fundarmenn
miklu ofbeldi. Lét hann afgreiða all-
ar tillögur og ályktanir til stjórnar,
sem er fáheyrt. Meðal annars var
aldrei kosið um þá aðila sem eiga að
sitja næsta kjördæmisþing, en það
er stærsta verk aðalfundarins. Mikil
frammíköll og óánægja voru með
störf hans á fundinum. Héldu nú
flestir að hann myndi draga sig í hlé
og láta þar við sitja, því sannarlega
var hann búinn að koma fundinum í
þá aðstöðu að hafa engin áhrif á
hvaða aðilar sitja kjördæmisþingið,
heldur verður það geðþóttaákvörðun
eins og í fyrra skiptið hverjir verða
þar.
Adam var ekki lengi í paradís.
Næstu skref voru einkennileg. Hann
afskráir sig úr FR og gengur í Fuf
daginn eftir aðalfund FR. Þar mætir
hann með hóp af gestum og tekur yf-
ir fundinn og ræðst illilega að ung-
liðunum sem erfa eiga flokkinn.
Hann gerir lítið úr störfum stjórn-
arinnar og lætur fella út af kjör-
dæmalistanum virka einstaklinga og
kemur sínum gestum að. Þrátt fyrir
ítrekaðar óskir formanns Fuf að
vera í samráði við hann um val á
listann. Honum yfirsást að vísu að
fólk þarf að vera í félaginu í sjö daga
til að mega taka fullan þátt í störfum
á aðalfundi félagsins, og vera kosið
til embætta. Það hefur komið í ljós
að bæði Guðjón Ólafur og gestirnir
hans voru ólögleg á fundinum og
uppfylla ekki þessi skilyrði. Það
ræðst næstu daga í hvaða farveg
þetta mál fer. Í versta falli þarf að
fresta kjördæmisþinginu vegna
lagaákvæða um tímasetningu aðal-
funda félaganna, þ.e.a.s. ef boða þarf
til nýs aðalfundar Fuf.
Það er óhætt að segja að sér-
kennileg staða sé komin upp, sér-
staklega í ljósi þess hver það er sem
stendur í brúnni. Það er ekki hægt
að segja að formaður KFRS hafi
verið samnefnari og sáttasemjari fé-
laganna í Reykjavík eins og hann
var kosinn til og hans hlutverk er í
raun og veru. Öðru nær.
Nú bíð ég spennt eftir að komast á
kjördæmisþingið, hvenær sem það
verður haldið, til að sjá hvort staðið
verður við stóru orðin. Hvort mér
verði hent út úr miðstjórn flokksins,
konu sem varð efst í miðstjórnar-
kjöri á Flokksþingi áður en lögunum
var breytt og kjörið flutt inn á kjör-
dæmisþingin. Konu sem var kosin á
miðstjórnarfundi inn í málefnanefnd
Framsóknarflokksins og hefur sinnt
óteljandi trúnaðarstörfum fyrir
flokkinn. Það kemur í ljós.
Eftir Vigdísi
Hauksdóttur
„Nú bíð ég
spennt eftir
að komast á
kjördæm-
isþingið.“
Höfundur er varaþingmaður
Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Nú er mælirinn fullur
lærir best þegar fleiri en eitt skilning-
arvit er notað á sama tíma. Tungu-
málanám felur alltaf í sér hlustun,
lestur, skrift, og tal. Með því að nota
fleiri skynfæri fer maður að tileinka
sér efnið fljótar og betur. Það skiptir
mjög miklu máli að geta séð hvernig
orðin líta út á meðan maður heyrir
þau. Það er lykillinn að góðum ár-
angri ef maður ætlar að vera læs og
skrifandi. Það er ekki nóg að skilja
orð sem þú heyrir heldur er líka nauð-
synlegt að geta lesið skrifað mál t.d. í
blöðum og bréfum.
Töluverður hópur útlendinga býr
úti á landi þar sem sums staðar eru
engin íslenskunámskeið á boðstólum
og þeir fá þess vegna ekki tækifæri til
að læra íslenskt tungumál. Ef meira
innlent efni væri textað myndu fleiri
útlendingar fá hlustunaræfingu á
sama tíma og lestraræfingu í málinu.
Þetta myndi augljóslega efla kunn-
áttu þeirra, renna stoðum undir það
að þau næðu betri tökum á tungumál-
inu og á sama tíma, hjálpa þeim að
Það vantar
texta!
Eftir Hope Knútsson
og Noru Kornblueh „Ef meira innlent efni
væri textað myndu fleiri
útlendingar fá
hlustunaræfingu …“.
Höfundar eiga sæti í
fjölmenningarráði.
Hope Nora
fylgjast með hvað er að gerast hér á
landi.
Við útlendingar tökum höndum
saman með heyrnarlausu og heyrn-
arskertu fólki, öldruðum, og börnum,
sem eru að byrja að læra að lesa og
skrifa. Sá hópur, sem myndi hafa
mikið gagn af meiri textun á íslensku
sjónvarpsefni, er mjög stór. Við skor-
um á menntamálayfirvöld og sjón-
varpsstjórnendur að íhuga þetta mál
og hrinda textun á íslensku sjón-
varpsefni í framkvæmd sem fyrst. Við
hvetjum alla til að mæta á textaþingið
um þetta brýna mál, 2. nóvember,
sem verður haldið á Grand hótel
Reykjavíkur í Sigtúni kl. 13. Erlendir
sérfræðingar frá BBC í Englandi og
frá Noregi munu segja frá árangri
sem hefur náðst í þeirra heimalönd-
um og sýna fram á að kostnaður við
slíkt er ekki óyfirstíganlegur með nú-
tíma tækni.
FLESTIR eru sammála um mik-
ilvægi þess fyrir fólk sem flytur í nýtt
land að það læri tungumálið í því landi
sem það flytur til. Langflestir útlend-
ingar hér á landi vilja læra íslensku
og allt sem hjálpar til við að flýta
þessu ferli er mjög æskilegt. Hér á
landi búa u.þ.b. 9.800 erlendir ríkis-
borgarar. Það myndi bæta talsvert
aðstæður útlendinga sem eru að
reyna að læra íslensku ef meira, ef
ekki flest, innlent efni í sjónvarpi (til
dæmis fréttir) væri textað á íslensku.
Rannsóknir benda til að maður