Morgunblaðið - 26.10.2002, Side 48
MINNINGAR
48 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Innsti bærinn í Hvolhreppi kúrir
uppí brekku, lágreistur en fallegur.
Þar hefur ys og þys nýtímans sjaldn-
ast haft mikil áhrif á það góða fólk
sem þar hefur dvalið nær allan sinn
aldur. Þar hafa þrjár kynslóðir sömu
ættar búið í sátt við lífið og tilveruna,
nú síðast bræðurnir Jón Ólafur, Guð-
mundur Óskar og Elías, sem allir eru
fæddir á Uppsölum. Á undan þeim
bjuggu foreldrar þeirra, Tómas Tóm-
asson og Guðrún Jónsdóttir, og á und-
an þeim foreldrar Guðrúnar. Það er
því ekki óeðlilegt þótt þeir bræður
hafi sterkar tilfinningar til þessa stað-
ar. Faðir minn, sem var tíður gestur á
Uppsölum, orti m.a. einu sinni um
hughrif sín þar á bæ:
Baðstofuklukkan ljúfum slætti lýkur
loftið er bjart, úr eldhússtrompi rýkur.
Gesti er fagnað hlýtt og vel að vanda,
velkominn segir ylur traustra handa.
Í dag kveðjum við með trega og
virðingu Elías Tómasson, en hann
lést eftir langa baráttu við illvígan
sjúkdóm miðvikudaginn 16. október
sl. Frá því að ég man fyrst eftir mér
hefur verið mikill samgangur og
traust vinátta foreldra minna og
bræðranna frá Uppsölum, vináttu
þeirra og tryggðar hef ég einnig not-
ið. Traustari, hreinskiptnari og
óspilltari menn er vart hægt að finna.
Djúpstæð vinátta þeirra við næstu
nágranna var einstök og varir svo
sannarlega enn, gagnkvæm hjálp-
semi var þessu góða fólki í blóð borin.
Elías var einstaklega vel gefinn
maður, afburðanámsmaður og allir
hlutir léku í höndum hans. Þegar El-
ías var í Hvolsskóla, sem lítill dreng-
ur, skaraði hann fram úr öðrum nem-
endum. Hann las alla tíð mikið og var
vel heima í öllu því sem hann las. Þeg-
ar þjóðfélagsmálin voru rædd var
ljóst að hann fylgdist einstaklega vel
með atburðum bæði innanlands sem
og utan. Í þjóðfélagi nútímans og
tækifæranna hefðu allar dyr staðið
opnar fyrir Elías til náms og starfa.
Fæstir af hans kynslóð áttu kost á
langskólanámi enda var slíkt fátítt í
þá daga. Lengi vann Elías við smíðar
og unnu þeir oft saman, afi minn, Ís-
leifur Sveinsson, og Elías og fór ákaf-
lega vel á með þeim. Þeir unnu að
byggingu margra húsa á Hvolsvelli
og nágrenni, m.a. að byggingu félags-
heimilisins Hvols. Skemmtilegt
minnismerki um lagtækni þeirra og
útsjónarsemi er húsið sem þeir smíð-
ELÍAS
TÓMASSON
✝ Elías Tómassonfæddist á Uppsöl-
um í Hvolhreppi 14.
mars 1922. Hann lést
á Sjúkrahúsi Suður-
lands 16. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Tómas
Tómasson og Guðrún
Jónsdóttir er lengi
bjuggu að Uppsölum
og eignuðust þrjá
syni, Jón Ólaf, f. 24.
maí 1918, Elías, sem
hér er kvaddur og
Guðmund Óskar, f.
12. september 1920.
Elías vann lengst af við húsasmíð-
ar og rafvirkjun bæði á eigin veg-
um og hjá Kaupfélagi Rangæinga
á Hvolsvelli. Auk þess tók Elías
þátt í búskap með foreldrum sín-
um og síðar með bræðrum sínum.
Útför Elíasar verður gerð frá
Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð
og hefst athöfnin klukkan 14.
uðu á gamla Willysinn
hans Elíasar, af 1946-
árgerðinni, sem hefur
einkennisnúmerið L
144, en bíllinn, sem er
enn þann dag í dag í af-
ar góðu standi, ber vott
um það hve vel hann fór
með þau tæki sem hann
átti. Sigursteinn vinur
hans frá Núpi fer nú
mjúkum höndum um
bílinn. Síðar lagði Elías
fyrir sig rafvirkjun en
sá undraheimur lá op-
inn fyrir honum eins og
annað sem hann tók sér
fyrir hendur. Hann gat oft gert við
tæki og tól sem fagmenn höfðu gefist
upp við að lagfæra. Hann vann lengi
við rafvirkjun á rafmagnsverkstæði
Kaupfélags Rangæinga. Hvarvetna
var völundurinn Elías eftirsóttur í
vinnu og margan greiðann gerði hann
fólki þegar hann gerði við ýmsa hluti
sem aflaga fóru. Aldrei tók hann pen-
inga fyrir greiðann. Hann ferðaðist
um Rangárvalla- og Vestur-Skafta-
fellssýslu og lagði rafmagn í hús og
byggingar. Það lýsir vel lagtækni
Elíasar að hann var einstakur snill-
ingur að gera við gamlar klukkur.
Þannig var hann með gangverkið úr
gamalli stórri klukku við rúmið sitt
fyrir fáeinum vikum, sú klukka fékk
nýtt líf og prýðir nú stofu góðbænda í
Fljótshlíðinni og sláttur hennar minn-
ir á handverk þessa snillings.
Á Uppsölum var farsæll búskapur
og afurðir búsins eftirsóttar. Þar var
snyrtimennska í hávegum höfð. Það
var ógleymanleg stund þegar ég sótti
fyrir Elías nýjan jeppa nú skömmu
eftir áramótin. Hann hafði kynnt sér
alla kosti bílsins og vissi nákvæmlega
hvað hann vildi í þeim efnum sem öðr-
um. Ekkert fékk haggað honum eftir
að ákvörðun hafði verið tekin. Þannig
maður var Elías.
Bræðurnir bjuggu saman allt sitt
líf. Elías er sá fyrsti sem kveðjur.
Sláttur lífsklukku hans er hljóðnaður.
Ég þakka Elíasi fyrir samfylgdina,
traustið og tryggðina sem hann hefur
sýnt mér og fjölskyldu minni. Við
Steinunn og fjölskylda vottum vinum
okkar, Jóni og Guðmundi, okkar
dýpstu samúð. Minningin um völund-
inn Elías Tómasson lifir.
Ísólfur Gylfi Pálmason.
Austasta ábýlisjörðin í Hvolhreppi
heitir Uppsalir. Bæjarhúsin standa
hátt efst í túninu og vísa til suðurs, og
horfa vel við sól. Af heimahlaði er út-
sýni fagurt yfir grænar sléttur og
gróin lönd. Það glampar á Þverá og
hvíta brimströndina við sandana,
Vestmannaeyjar breiða úr sér í úthaf-
inu með tignarsvip, síbreytilegri feg-
urð og litbrigðum, en Seljalandsmúli
lokar sýn til austurs. Að Uppsölum
bjó Tómas Tómasson frá Arnarhóli í
Vestur-Landeyjahreppi með konu
sinni, Guðrúnu Jónsdóttur, sem ætt-
uð var frá Uppsölum, á árabilinu frá
1916 til ársins 1947. Heimili þeirra
heiðurshjóna var traust og gott, þar
réðu ríkjum fornar dyggðir, ráðdeild,
iðjusemi og heiðarleiki. Staðið í skil-
um við alla og hvers manns bón leyst
með gleði. Allur búsmali var vel fóðr-
aður og fallegur svo sem títt er á bæj-
um dýravina. Hjónunum á Uppsölum
varð þriggja sona auðið, Jóns Ólafs,
sem er elstur, næstur er Guðmundur
Óskar og yngstur var Elías, sem stóð
á áttræðu er hann andaðist. Allir
þessir bræður eru menn velgefnir og
verklagnir í besta lagi og tóku við
búsforráðum eftir foreldra sína. Þeg-
ar í barnaskóla varð ljóst, að Elías var
skýr og flugnæmur og hefði lang-
skólanám legið vel fyrir honum, en
það átti ekki fyrir honum að liggja
fremur en svo mörgum af hans kyn-
slóð. En það kom líka fljótt í ljós, að
hann var ekki einungis góður á bók-
ina, allt lék í höndum hans, gamlar
klukkur fóru aftur að tifa og slá hægt
og hljómfagurt, stundum smíðaði
hann í þær hluti, sem hættir voru að
virka, örsmáa, nánast dvergsmíð,
saumavélar fengu falleg spor og
gang, alls staðar sagði eðlisgreindin
til sín. Hverskyns önnur rafmagns-
tæki fóru að þjóna hlutverki sínu á ný
eftir að Elías hafði farið um þau hög-
um höndum. Allt var unnið af vand-
virkni. Snillingurinn lítillátur um verk
sín og vildi ekkert um þau tala, hvað
þá að hann miklaðist af þeim.
Eins og algengt var með unga
menn á fyrri hluta liðinnar aldar fóru
bræðurnir frá Uppsölum, Guðmund-
ur og Elías, nokkrum sinnum á vertíð
til Vestmannaeyja og unnu hjá stál-
ábyggilegu fyrirtæki, Gunnari Ólafs-
syni á Tanganum, sem þá stjórnaði
einu af myndarlegustu útgerðarfélög-
um í Eyjum. Þar sem annarstaðar
komu þeir bræður sér vel sakir verk-
lagni og dugnaðar. Það er gömul og
ný saga að traustir og ábyggilegir
menn eru eftirsóttir til starfa. Upp úr
1940 fór Elías að vinna með Guð-
mundi Þórðarsyni trésmíðameistara
frá Lambalæk í Fljótshlíð og byggðu
þeir félagarnir saman mörg íbúðar-
hús og útihús í Rangárþingi eystra og
lagfærðu og endurbættu nokkrar
kirkjur í héraði, þar á meðal Stórólfs-
hvolskirkju í Hvolhreppi en í henni
má sjá hreint listaverk eftir Elías, það
eru bríkurnar framan við söngloftið,
sem hann skar út með vasahnífnum
sínum. Þessa listasmíð máluðu svo
Jón og Gréta Björnsson af smekkvísi,
en þau hjónin gerðu svo margar litlar
sveitakirkjur hátíðlegar með lista-
mannssmekk sínum og litavali.
Nokkru áður en hér var komið sögu
höfðu þeir Guðmundur og Elías eign-
ast Willy’s-jeppa, sem var meðal
þeirra fyrstu, sem kom í Rangárþing,
og létti þeim ferðalögin milli vinnu-
staða.
Um 1960 breytti Elías til, hætti við
húsasmíðarnar, utan að hjálpa vinum
sínum við að koma þaki yfir sig, setja í
hurðir, koma fyrir eldhúsinnrétting-
um og parketleggja í frítímum sínum.
Það lækkaði lítið í buddunni hjá hús-
eigendunum, en verkin fáguð og fal-
lega unnin. Það var rétt fyrir miðja
liðna öld, sem dýrðartími var upp-
runninn Rangárþingi þegar Sogsraf-
magnið var leitt vítt og breytt um hér-
aðið. Í Hvolsvallarkauptún kom
Sogsrafmagnið síðsumars árið 1948.
Kaupfélag Rangæinga rak um þær
mundir myndarlegt rafmagnsverk-
stæði undir verkstjórn Einars Árna-
sonar og á verkstæðið réðst Elías og
vann við raflagnir í hús og viðgerðir á
rafmagnstækjum í áraraðir. Það fór
vel á með Einari og Elíasi og þegar
rafvæðingunni í Rangárvallasýslu var
lokið, fór harðduglegur flokkur raf-
virkja frá Hvolsvelli til starfa austur í
Vestur-Skaftafellssýslu og vann þar
vikum og mánuðum saman við raf-
lagnir. Elías átti góðar minningar um
ferðirnar austur, um vinnufélaga sína
og af fólkinu, sem hann vann hjá og
kynntist í Vestur-Skaftafellssýslu.
Fyrir fáum árum hættu bræðurnir
búskap og fluttust að Kirkjuhvoli,
sem er dvalarheimili aldraðra í Rang-
árþingi eystra. Í Kirkjuhvoli fengu
þeir bræður góða íbúð. Þangað er
gott að koma eins var í gamla bæinn á
Uppsölum, sem var fullur af friði og
ró. Og svo er ætíð gott að blanda geði
við fólk, sem fallega hugsar. Í Kirkju-
hvoli er einstaklega ljúft starfsfólk
sem leggur sig fram um, að láta heim-
ilisfólkinu líða sem best. Umhyggju-
semina og alúðina kunna Uppsala-
bræður vel að meta. Elías Tómasson
hafði um áraskeið ekki gengið heill til
skógar. Hinn skæði sjúkdómur, sem
svo marga leggur að velli, hefur nú
sigrað.
Í orðskviðum Salómons er skráð:
Gott mannorð er betra en mikill auð-
ur, vinsæld er betri en silfur og gull.
Með þeim orðum vilja ég og fólkið
mitt kveðja heiðursmann.
Pálmi Eyjólfsson.
Ástkær sambýlismaður minn og faðir okkar,
JÓHANNES B. SVEINBJÖRNSSON,
Sæviðarsundi 35,
Reykjavík,
lést á San Jaime sjúkrahúsinu á Spáni
miðvikudaginn 23. október.
Halla Hjálmarsdóttir,
Margrét J. S. Jóhannesdóttir,
Ólafur Daði Jóhannesson.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐNÝ G. SIGURRÓS GUÐMUNDSDÓTTIR
(Rósa),
Neðstaleiti 13A,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánu-
daginn 28. október kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Svanfríður S. Óskarsdóttir.
HELGI JÓNSSON,
Eiðismýri 22,
Seltjarnarnesi,
varð bráðkvaddur á heimili sínu þriðjudaginn
22. október.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 29. október kl. 15.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem
vilja minnast hans, er bent á líknarsamtök.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og systkini hins látna.
Systir okkar,
GUÐLAUG ÖGMUNDSDÓTTIR
frá Flatey,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtu-
daginn 24. október.
Birna Ögmundsdóttir,
Guðmunda Ögmundsdóttir.
Eiginmaður minn,
MAGNÚS THORVALDSSON
blikksmíðameistari,
Kaplaskjólsvegi 39,
Reykjavík,
andaðist á Landspítala Fossvogi fimmtudag-
inn 24. október.
Anna Gestsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
SOFFÍA SIGURÐARDÓTTIR,
frá Njálsstöðum,
lést á Sjúkrahúsinu á Blönduósi fimmtudaginn
24. október.
Guðrún Hafsteinsdóttir, Páll Aðalsteinsson,
Jósefína Hafsteinsdóttir, Jóhannes Albertsson,
Sigurbjörg Hafsteinsdóttir, Runólfur Aðalbjörnsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR LÁRUSSON
frá Skagaströnd,
Klukkurima 4,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn
15. október sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför hans. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks deildar 5-A á
Landspítalanum í Fossvogi.
Erla Valdimarsdóttir,
Sigríður Þórunn, Lára Bylgja,
Guðmundur Viðar, Valdimar Lárus,
Kristinn Reynir, Sigurður Brynjar,
Þórdís Elva, Hjörtur Sævar,
Soffía Kristbjörg, Sigurbjörg Stella,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.