Morgunblaðið - 26.10.2002, Page 55

Morgunblaðið - 26.10.2002, Page 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 55 ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Gnýr stóð fyrir maraþon-boccia laugardag- inn 19. október sl. Þá spiluðu fé- lagar í íþróttafélaginu boccia í heilan sólarhring til að safna áheitum vegna keppnisferðar á Ís- landsmót fatlaðra sem nú stendur yfir Akranesi. Sendur var 18 manna hópur keppenda á mótið sem nú stendur yfir. Kostnaður við ferðir sem þessar er mjög mikill og verður fé- lagið að standa fyrir fjáröflunum til að ná upp í kostnað. Í maraþon- inu söfnuðust um 330.000 krónur og stendur sú upphæð fyrir kostn- aði vegna ferðar á Íslandsmeist- aramót, segir í fréttatilkynningu og þakkar félagið þeim fjölmörgu sem lögðu fram skerf í söfnunina. Söfnuðu fyrir þátttöku í Íslandsmóti í boccia BYGGÐASAFNINU í Skógum verður í dag afhent líkan af vél- skipinu Skaftfellingi VE 33, sem Grímur Karlsson skipstjóri hef- ur smíðað. Synir hjónanna Guð- rúnar Stefánsdóttur og Helga Benediktssonar frá Vestmanna- eyjum; Sigtryggur, Páll, Arn- þór og Gísli Helgasynir, af- henda líkanið. Við sama tækifæri verða af- hent 1.000 eintök af riti sem þeir bræður, Arnþór og Sigtryggur, hafa tekið saman um sögu skipsins. Þar er sagt í máli og myndum frá ýmsu sem snertir sögu Skaftfellings sem vöru- flutninga- og fiskveiðiskips. Skaftfellingur var smíðaður í Troense í Danmörku árið 1918. Hann hélt uppi samgöngum milli Reykjavíkur, Vestmanna- eyja, Víkur í Mýrdal og ýmissa staða við sanda Vestur- og Austur-Skaftafellssýslu til árs- ins 1939, en árið 1940 keypti Helgi Benediktsson skipið. Skaftfellingur var á meðal þeirra íslensku skipa sem fóru einna flestar ferðir milli Bret- lands og Vestmannaeyja á stríðsárunum. Hann var tekinn af skipaskrá árið 1974 og fyrir tveimur árum lét Sigrún Jóns- dóttir kirkjulistakona flytja hann austur í Vík í Mýrdal. Líkan af Skaftfell- ingi afhent EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Vátryggingafélagi Íslands, VÍS: „Vegna fréttaflutnings af dómi Hæstaréttar vegna greiðslu dánar- bóta vill VÍS árétta eftirfarandi: Rétt er að árétta að VÍS véfengdi ekki að félaginu bæri að greiða tjóna- bætur og ekki var deilt um fjárhæð þeirra. Deilt var um hvort rétthafi bótanna væri sambúðaraðili eða börn hins látna. Málið snérist því í raun um túlkun á hverjir falli undir skil- greininguna „nánasti vandamaður“. Hæstiréttur hefur með dómi sín- um skorið úr um hver sé rétthafi bóta og þar eytt þeirri óvissu hverjum VÍS beri að greiða bæturnar.“ Yfirlýsing frá VÍS Tíska í Smáralind Tískusýningar verða haldnar í Vetrargarðinum í Smáralind í dag, laugardaginn 26. október og á morgun, sunnudaginn 27. október, kl. 14–17.30 báða dag- ana. Sýndur verður fatnaður og fylgihlutir frá verslunum í Smára- lind. Eftirtaldar verslanir sýna: Int- ersport, Vokal / Body Shop, Top- shop, Miss Selfridge, Útilíf, Deben- hams, ISIS / Bianco og Benetton / Sisley. Kynnir er Þórunn Lárus- dóttir leikkona. Upplestur og tónlist í Bókabúð Máls og menningar Í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg verður sögustund fyrir börnin kl. 11 í dag, laugardaginn 26. október. Einnig les Helga Vala Helgadóttir úr bókum Astrid Lindgren og Páll Óskar Hjálmtýsson les úr bókinni um Línu Langsokk. Hraðskákmót verður á vegum Eddu og Hróksins kl. 14, þar sem Guðmundur Kjart- ansson teflir fjöltefli við börn og unglinga. Allir eru velkomnir og fimmtíu þátttakendur fá eintak af bókinni Skák og mát. Sögustundin og hraðskákin fara fram í barnadeild í Kjallara. Aðalfundur Sögufélags Aðal- fundur Sögufélags verður haldinn laugard. 26. október í húsi félagsins, Fischersundi 3, kl. 14. Venjuleg að- alfundarstörf. Helgi Skúli Kjartans- son sagnfræðingur flytur erindið: Glímt við Ísland á 20. öld. Höfund- arvandinn við yfirlitsritun um sam- tímasögu. Fjölskyldan saman „Fjölskyldan saman, gaman!“ er heiti á heilsu- ræktarverkefni sem nokkrir nem- endur í fjarnámi við Kennaraháskóla Íslands eru að hrinda af stað og standa mun næstu fjóra laugardaga. Sérstaklega verður höfðað til barna á skólaaldri og foreldra þeirra. Boð- ið verður upp á ýmiss konar hreyf- ingu, fræðslu og uppákomur fyrir fjölskylduna í heild. Að verkefninu standa fimm íþróttakennarar, þrír Akureyringar, einn Hornfirðingur og einn Hafnfirðingur, sem allir stunda fjarnám í íþróttafræðum og heilsuþjálfun við Kennaraháskóla Íslands og er verkefnið hluti af námi þeirra. Markmið verkefnisins er margþætt og snýr jafnt að þátttak- endunum, þ.e. einstaklingum, sveit- arfélaginu, íþróttafélögunum og öðr- um sem að heilsurækt koma á einn eða annan hátt. Á Hornafirði tekur verkefnið yfir fjóra næstu laugardaga í samvinnu við grunnskólana á staðnum, Heil- brigðisstofnun Suðausturlands og aðra aðila sem vinna að heilsuvernd á ýmsum sviðum. Meðal þess sem boðið verður upp á laugardagana 26. október og 2., 9. og 16. nóvember eru knattspyrna, blak, ganga o.fl. Skát- arnir, dansklúbburinn Taktur og fimleikadeild Sindra kynna sína starfsemi. Heilbrigðisstofnun Suð- austurlands mun standa fyrir ýmiss konar heilsufarsmælingum og fræðslu. Á heimasíðu verkefnisins er hægt að nálgast frekari upplýsingar. Slóðin er http://www.hornafjordur.is/ fjolskyldan Klifurmót í Klifurhúsinu Klifurmót verður haldið laugardaginn 26. októ- ber í Klifurhúsinu í Skútuvogi 1G (gengið inn Barkarvogsmegin). Að- gangur er ókeypis og veitingar á efri hæð. Húsið verður opnað kl. 12. Undanriðill drengja 16 ára og yngri kl. 13–14, úrslit kvennaflokkur og flokkur öldunga (40 og eldri) kl. 14– 15, úrslit drengja 16 ára og yngri: 15–16 og úrslit karla 17 ára og eldri kl. 16–17. Vegna mikillar þátttöku í drengjaflokki verður keppt í und- anriðli í þeim flokki en farið beint í úrslit í hinum flokkunum. Nánari upplýsingar er að finna á vef Klifur- hússins: http://www.klifurhusid.is Upplýsinga- og baráttufundur um virkjanaáform Fimmti upplýsinga- og baráttufundurinn um virkjana- áform á hálendi Íslands verður hald- inn á efri hæð Grand Rokk, Smiðju- stíg 6, í dag, laugardag, kl. 14. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir og Sigur- steinn Baldursson flytja erindi og fram koma einnig Áshildur Haralds- dóttir flautuleikari, Kristinn Árna- son gítarleikari og fleiri. Í DAG Safnaramarkaður Safnaramark- aður verður haldinn í Félagsheimili Félags frímerkjasafnara í Síðumúla 17, 2. hæð, sunnudaginn 27. október kl. 13–17. Þar verða til sölu og til skipta frímerki, umslög og ýmislegt annað sem tengist frímerkjasöfnun. Einnig verður mynt, íslenskir og er- lendir seðlar, minnispeningar, barm- merki, pennar o.fl. Myntsafnarafélag Íslands og Félag frímerkjasafnara standa að mark- aðnum. Á MORGUN Nám í Trigger-punktum Verklegt Trigger-punktanámskeið verður haldið dagana 16. og 17. nóvember nk. TP er mjög viðkvæmur staður í vöðva eða nærliggjandi vöðva- samsetningu. Meginmarkmið nám- skeiðsins er að gera nemendur hæfa til að leita að, staðsetja og meðhöndla viðbragðspunkta í vöðvum (TP), t.d. höfuðverki, axlaverki o.fl. Kennari er Ríkharður Mar Jósafatsson sem er menntaður í austurlenskum lækn- ingum. Æskilegt er að fólk sem sæk- ir námskeiðið hafi góða þekkingu á vöðvafræði, segir í fréttatilkynningu. Skráning og nánari upplýsingar: Nálastungur Íslands, Fellsmúla 24 Reykjavík. Að lifa með flogaveiki Lauf, félag flogaveikra, stendur fyrir námskeiði fyrir ungt fólk með flogaveiki. Fjallað verður um þætti sem tengj- ast því að lifa með langvinnan sjúk- dóm. Rætt verður um sálfélagslegar afleiðingar flogaveiki og áhrif hennar á daglegt líf. Þátttakendur hittast einu sinni í viku í 7 vikur og er nám- skeiðið þeim að kostnaðarlausu. Leiðbeinandi er Jónína Björg Guð- mundsdóttir félagsráðgjafi. Skrán- ing er á skrifstofu félagsins. Hjartafræðsludagur Hjarta- fræðsludagur verður haldinn fimmtudaginn 7. nóvember kl. 8.10 – 16.30 á Hótel Loftleiðum, fyrirlestr- arsal á 1. hæð. Fjöldi fyrirlestra verður og kynnt verður starfsemi hjartadeilda á LSH. Tilefni fræðslu- dagsins er sameining hjartalækninga 11. nóvember á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut. Dagskrá fræðsludagsins er öllum opin. Hún er birt á upplýsingavef Landspítala – háskólasjúkrahúss www.landspitali.is. Skráning hjá Sig- ríði Ástvaldsdóttur á skrifstofu starfsmannamála fyrir 1. nóvember í síma eða á netfangi, sigridas- @landspitali.is. Foreldrafélag MR fundar Foreldra- félag Menntaskólans í Reykjavík boðar til foreldrafundar 29. október kl. 20–21.30 í Casa Nova. „Foreldra- félag Menntaskólans í Reykjavík var stofnað á síðasta ári og er því ungt að árum. Tilgangur þess er fyrst og fremst að leitast við að bæta skilyrði og aðstæður nemenda við Mennta- skólann í Reykjavík til menntunar og þroska svo skólastarf geti orðið sem farsælast. Rektor, Inspector scholae og formaður Framtíðarinnar mæta á fundinn,“ segir í fréttatilkynningu. Á NÆSTUNNI Jakob Frímann opnar heimasíðu Jakob Frímann Magnússon tónlist- armaður og varaþingmaður mun í dag, laugardag, kl. 15 opna formlega heimasíðu sína í tilefni af framboði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem fram fer 9. nóvem- ber. Slóðinn á síðuna er www.jakob- frimann.is. Tölvupóstfang er xjakob- @jakobfrimann.is. Á síðunni er að finna upplýsingar um helstu stefnu- mál Jakobs, greinar eftir frambjóð- andann og annað efni. Samfylkingin hefur hafið utan- kjörstaðaatkvæðagreiðslu vegna prófkjörs flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Hún fer fram á skrifstofu Samfylk- ingarinnar í Austurstræti 14 og verður þar alla virka daga frá klukk- an 13 til 17. Síðustu vikuna fyrir kjördag verður þó opið til kl. 20. Alls hafa þrettán gefið kost á sér í próf- kjörinu. Í DAG STJÓRNMÁL SIÐMENNT hefur birt stefnu- skrá samtakanna og segir þar meðal annars að félagið líti svo á að trúfrelsi teljist til al- mennra lýðréttinda. Í stefnuskránni er bent á það helsta sem betur má fara í ís- lensku samfélagi til að tryggja umburðarlyndi og raunveru- legt trúfrelsi, segir í fréttatil- kynningu. Stefnuskrá Siðmenntar í trú- frelsismálum má lesa á vefsíðu félagsins eða á vefslóðinni: www.sidmennt.is/trufrelsi Stefna Sið- menntar í trú- frelsismálum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.