Morgunblaðið - 26.10.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.10.2002, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                         ! "      BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í MORGUNBLAÐINU 23. október 2002 birtist grein frá Ingibjörgu Björnsdóttur og félögum sem nefndist „Bólusetningar – þitt val“. Þar sem í grein- inni er mikið af villandi upplýs- ingum og tilgang- ur hennar auðsjá- anlega að hvetja foreldra til að láta ekki bólu- setja börnin sín, vil ég koma nokkrum upp- lýsingum og leið- réttingum á framfæri. Einkennilegt er að höfundar hafa eingöngu einblínt á umræðuna um skaðsemi bólusetninga og sleppa al- gjörlega að ræða um gagnsemi þeirra. Þótt bólusetningasjúkdómar sjáist ekki lengur hér á landi, eru þeir enn algengir víða um heim. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO) deyja um 2 milljónir barna í heiminum á ári af völdum sjúkdóma sem bólusetn- ingar hefðu getað komið í vega fyrir. Þar af deyja um 700.000 af völdum mislinga. Ávinningur af bólusetningum hér á Íslandi hefur verið eftirfarandi: 1) Heilahimnubólgubakterían hemophilus influenzae b: Almenn bólusetning hófst hér á landi 1989. Fyrir þann tíma greindust um 15–20 tilfelli á ári og voru flest börn undir tveggja ára. Fimm prósent dóu og allt að 30% fengu alvarlegan heila- og heyrnarskaða. Eftir 1989 hefur bakt- erían hins vegar varla greinst hjá nokkrum einstaklingi og má þakka það bólusetningunni. Engar alvar- legar aukaverkanir bólusetningar- innar hafa sést. 2) Mislingar, hettusótt, rauðir hundar, barnaveiki, stífkrampi, löm- unarveiki, kíghósti: Almennar bólu- setningar gegn þessum sjúkdómum hófust hér á landi á tímabilinu 1950 til 1989. Fyrir tíma bólusetninganna greindust fleiri hundruð einstakling- ar á ári með einhverja þessara sýk- inga. Margir dóu og enn fleiri hlutu ýmiss konar örkuml. Flestar þessara sýkinga hafa ekki sést hér á landi sl. 10–40 ár þökk sé bólusetningum. Engar alvarlegar aukaverkanir bólu- setninganna hafa verið tilkynntar. Sumarið 2002 geisaði mislingafar- aldur á Ítalíu vegna lélegrar þátt- töku í mislingabólusetningu. Nokkur þúsund börn veiktust, 13 fengu al- varlega heilabólgu og 3 dóu. Þetta gæti einnig gerst á Íslandi ef almenn þátttaka í mislingabólusetningu minnkaði. 3) Aukaverkanir núverandi ung- barnabóluefna: Allir foreldrar þekkja að bólusetningar geta valdið vægum aukaverkunum eins og roða, þrota og eymslum á stungustað, hita og óværð. Þessar aukaverkanir eru hins vegar vægar og ganga yfir á nokkrum dögum. Alvarlegum auka- verkunum eins og blóðþrýstingsfalli, slappleikaköstum og krömpum hefur verið lýst erlendis eftir eina af nokkr- um milljónum bólusetninga og gæti því gerst hér á landi einu sinni á 40– 50 ára fresti. Ávinningur bólusetn- inganna er hins vegar margfalt meiri eins og að ofan er rakið. Skráningakerfið VAERS (vaccine adverse effect reporting system) í Bandaríkjunum sem höfundar geta um, er kerfi þar sem allir atburðir sem hugsanlega tengjast bólusetn- ingum eru skráðir án þess að um sannað orsakasamhengi sé að ræða. Því er ekki hægt að fullyrða að bólu- setningar valdi 1% dauðsfalla eins og höfundar telja. Skaðabætur þær sem getið er um að greiddar séu í Banda- ríkjunum eru greiddar án þess að um sannað orsakasamband sé að ræða við bólusetninguna. Bótakerfið sjálft sem slíkt er því ekki sönnun á skað- semi bólusetninga. 4) Meningókokka C bólusetning á Íslandi: Bóluefni gegn þessari bakt- eríu kom á markað 1999 og síðan þá hafa Bretar og Írar bólusett yfir 20 milljónir einstaklinga. Þar hefur til- fellum af völdum meningókokka C fækkað um 90% og bólusetningin hefur því bjargað lífi og heilsu hundr- uða barna. Hér á landi má búast við að bólu- setningarherferðin muni koma í veg fyrir um 100–150 tilfelli á næstu 10 árum og muni bjarga um 30–40 börn- um frá dauða eða öðrum alvarlegum afleiðingum. Áframhaldandi ungbarnabólu- setning mun að öllum líkindum út- rýma bakteríunni hér á landi. Rann- sóknir á þessu bóluefni og reynsla af öðrum svipuðum bóluefnum bendir til að vernd muni endast alla ævi en þetta er að sjálfsögðu ekki vitað með vissu. Bretar hafa fylgst mjög vel með öllum hugsanlegum aukaverkunum í uppgjöri þeirra eftir um 15 milljónir bólusetninga var ekki hægt að tengja neina alvarlega aukaverkun bólu- setningunni. Það er því ekki rétt að á Íslandi sé verið að gera tilraunir á börnum. Tími tilrauna er liðinn og tími kom- inn til að bjarga heilsu barnanna okkar. Ég vona að hugur fylgi máli þegar höfundar segja að þeir séu ekki að hræða fólk frá því að láta bólusetja börnin sín. Enginn sem ber um- hyggju fyrir heilsu íslenskra barna getur réttlætt að 1–2 börn deyi ár- lega af völdum meningókokka C þeg- ar öruggt og virkt bóluefni er til. Því hvet ég íslenska foreldra til að láta bólusetja börn sín gegn men- ingókokkum C og halda áfram hinni frábæru þátttöku í almennum ung- barnabólusetningum sem tryggt hef- ur börnunum okkar góða heilsu hing- að til. ÞÓRÓLFUR GUÐNASON, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins. Bólusetningar – verndaðu barnið þitt Eftir Þórólf Guðnason: Þórólfur Guðnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.