Morgunblaðið - 26.10.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 26.10.2002, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 59 DAGBÓK Arnbjörg Finnbogadóttir 896 4655 Svæðanudd - unaður fyrir fætur Kæri viðskiptavinur Ég mun hefja störf aftur á Hárgreiðslustofunni Scala eftir barnseignafrí laugardaginn 2. nóvember nk. Allir velkomnir. Kveðja, Kristín. Lágmúla 5, sími 553 1033 Kringlunni, sími 553 2888 Glæsilet úrval af fallegum skóm á alla fjölskylduna Láttu drauma þína rætast Námskeið 8.-10. nóvember - 4 kvöld Er það draumur þinn að lifa innihalds- og tilgangs- ríku lífi og að vinna það starf sem þú ert fædd/ur til? Á þessu námskeiði muntu uppgötva lífsstarf þitt og læra lykilinn að velgengni. Gitte Larsen, sími 861 3174 Helgarnámskeið fyrir mæðgur 2.-3. nóvember Tími til að næra samskiptin og vera saman á skapandi hátt. Tæki til að auka nánd í samskiptum og undirbúa unglingsárin. Jóga, sköpun, leikur, gleði. gud.run@mmedia.is Mæður og dætur Guðrún Arnalds, símar 896 2396 og 561 0151 STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú ert skapandi ein- staklingur en átt ekki auð- velt með að nálgast aðra. Og þótt þú virðist öruggur með þig er sjálfsgagnrýnin sjald- an langt undan. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það þýðir ekkert að sitja með hendur í skauti og bíða þess að aðrir geri hlutina fyrir mann. Leggðu málin vel niður fyrir þér áður en þú ákveður þig. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú mátt ekki hunsa góðar tillögur, þótt þær komi frá öðrum og þá stundum mönn- um sem þér er lítið um. Láttu ekki erfiðar minning- ar úr fortíðinni standa í vegi fyrir þér, þegar þú hefst nú handa á nýrri öld. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur á tilfinningunni að fólk efist um hæfileika þína. Það stefnir í átök með þér og samstarfsmanni þínum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Nú er rétti tíminn til þess að gera vel við sjálfan sig og næra líkama og sál. Hlátur- inn lengir lífið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Slæm sambönd geta eyðilagt margan góðan hlutinn svo þú skalt umfram allt kapp- kosta að halda samskipta- leiðunum opnum. Forgangs- röðun er lausnin. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það jafnast fátt á við skemmtilegar samræður, sérstaklega þegar góður vin- ur er viðmælandinn. Þá má líka heilmikið af því læra. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Veldu þér trúnaðarvini til þess að ræða við þau mál sem þér finnst erfitt að glíma við einn. Láttu ekkert verða til að egna þig upp. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Reyndu að halda einkalífi þínu og starfi aðskildu. Slak- aðu á en þó ekki of lengi því alltaf koma ný og ný verk- efni. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú þarft aldeilis að taka þér tak, ef þú vilt ekki missa allt út úr höndunum. Vinnusemi er nauðsynleg Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það fara fáir í fötin þín þessa dagana. Þótt engar breyt- ingar séu fyrirsjáanlegar er gott að vera viðbúinn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Láttu ekki hugfallast þótt eitthvað sé á móti þér. Þú átt hauk í horni, sem getur aðstoðað þig í vandasömu máli. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast þótt eitt- hvað kunni að blása á móti um stundarsakir. Vilji er allt sem þarf og hálfnað er verk þá hafið er. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 60 ÁRA afmæli. 24.október sl. varð sex- tugur Garðar Steinþórsson, sölumaður, Kothúsvegi 10, Garði. Eiginkona Garðars er Ólafía Helga Stígsdóttir. Garðar og Helga taka á móti ættingjum og vinum í dag, laugardaginn 26. októ- ber, í samkomuhúsinu Garði milli kl. 17–20. LJÓÐABROT BÓKIN MÍN Ég fékk þig svo ungur á fjarlægri strönd og fyrr en ég kynni að lifa; og á þér var hvarvetna annarra hönd – því óvitar kunna ekki að skrifa. En oft hef ég hugsað um ógæfu þína og alla, sem skrifuðu í bókina mína. Þú skyldir mín lífsbók og leiðtogi sá, er leiddi frá myrkrum og draugum, því mændi ég til þín, er mest reyndi á, en mætti þar steinblindum augum; því varð ég svo oft, þegar versnaði að rata, að velja þá fylgd, er þú bauðst mér að hata. Þorsteinn Erlingsson 1. d4 d5 2. Rf3 c6 3. c4 e6 4. e3 Bd6 5. Rc3 f5 6. Be2 Rf6 7. O-O O-O 8. Re1 b6 9. f4 Bb7 10. cxd5 exd5 11. Rd3 c5 12. Re5 Rc6 13. Bf3 cxd4 14. Rxc6 Bxc6 15. exd4 Kh8 16. Db3 Be7 17. a4 Dd7 18. Bd2 Hfd8 19. Hfd1 Hac8 20. Hac1 Db7 21. Be3 h6 22. h3 Dd7 23. Be2 Re4 24. Ba6 Hb8 25. Bb5 Bxb5 26. axb5 Rf6 27. Re2 Hbc8 28. Hxc8 Hxc8 29. Hc1 He8 30. Hc6 Bd8 31. Rg3 a6 32. Bf2 axb5 33. Dc2 Re4 34. Rxe4 dxe4 35. Be3 Bf6 36. Dc3 b4 37. Dc4 Hd8 38. Hc7 b5 39. Dc2 b3 40. Dc1 Dd6 41. Hc6 De7 42. Hc7 Df8 43. Dc3 Dd6 44. Hc8 Kh7 45. Hxd8 Dxd8 46. Dc5 Dd7 47. Kf2 Kg6 48. Ke2 h5 49. Kf2 h4 50. Ke2 Db7 51. Kf2 Da6 52. g4 hxg3+ 53. Kxg3 Da1 54. Dxb5 Staðan kom upp í Meist- araflokki Mjólkurskákmóts- ins sem lauk fyrir skömmu á Hótel Selfossi. Pavel Treg- ubov (2594) hafði svart gegn Braga Þorfinnssyni (2357). 54...Bh4+! 55. Kg2 Dxb2+ 56. Kh1 Db1+ 57. Bg1 Dd1 og hvítur gafst upp. Undan- rásir Íslandsmótsins í at- skák hefjast kl. 13.00 í dag, 26. október, í Faxafeni 12 og verður framhaldið á morgun á sama tíma og stað. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Ljósmyndastofa Erlings BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júlí sl. í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði af sr. Sig- ríði Kristínu Helgadóttur þau Anna Sigríður Árna- dóttir og Jón Þ. Björgvins- son. Heimili þeirra er í Þrastarási 47. Ljósmyndastofa Erlings BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júlí sl. í Grafar- vogskirkju af sr. Önnu Sig- ríði Pálsdóttur þau Guðríð- ur Emmý Bang og Sigurður Már Ágústsson. Heimili þeirra er í Grenibyggð 38, Mosfellssveit. Í ÞRAUT dagsins blasir við að sagnhafi á nægan efnivið til að standa við gerðan samning, en skortir greiðan aðgang að blindum til að nýta hráefnið til fulls. Norður ♠ G105 ♥ G10985 ♦ 543 ♣32 Vestur Austur ♠ 943 ♠ 2 ♥ 32 ♥ 764 ♦ KG92 ♦ 76 ♣KD98 ♣ÁG107654 Suður ♠ ÁKD876 ♥ ÁKD ♦ ÁD108 ♣ -- Suður spilar sex spaða og fær út laufkóng. Hvernig á að tryggja tólf slagi í þessari legu? Greining: Stíflan í hjartalitnum skapar vand- ræði, en hins vegar er já- kvætt að eiga þó innkomu í borð á tromp. Mjög eðlileg spilamennska væri að taka ÁK í trompi og síðan þrjá efstu í hjarta. Það dugir til vinnings: (1) ef trompið fellur 2-2; (2) ef sami mót- herji á lengdina í trompi og hjarta; (3) eða ef tígul- kóngur liggur rétt. Ekkert gengur upp í þessari legu. Lausn: Fyrsti slagurinn ræður úrslitum. Í stað þess að trompa, hendir suður hjarta í laufkónginn! Hann trompar næsta slag, tekur ÁK í spaða, síðan ÁK í hjarta og læðist inn í borð á trompgosa til að taka þrjá fríslagi á hjarta. Það gerir tólf í allt. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu í Hveragerði og söfnuðu 5.628 kr. til styrktar Rauðakross-söfnuninni „Göngum til góðs“. Þær eru Ásdís Erla Þorsteinsdóttir, Brynja Benediktsdóttir, Bylgja Jónsdóttir og Jenný Harð- ardóttir. Hlutavelta MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík FRÉTTIR Á ÞESSU hausti eru liðin 15 ár frá stofnun Tónlistarskóla Bessastaða- hrepps. Haldnir verða afmælistón- leikar í dag, 26. október, þar sem nemendur skólans leika. Einnig verður frumflutt tónverk sem er af- rakstur af tónsmíðanámskeiði í skól- anum undanfarnar vikur. Tryggvi M. Baldvinsson tónskáld er leiðbeinandi á námskeiðinu og er tónverkið sem flutt verður unnið sameiginlega af nemendum og tón- skáldinu. Er þetta í þriðja skipti sem Tónlistarskólinn fær tónskáld til að semja verk fyrir nemendur. Tónleikarnir verða haldnir í hátíð- arsalnum og hefjast kl. 14. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Tónlistarskóli Bessa- staðahrepps 15 ára Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá æfingu hljómsveitar skólans fyrir tónleikana í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.