Morgunblaðið - 26.10.2002, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 26.10.2002, Qupperneq 60
KVIKMYNDIR 60 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ KULDINN nístir merg og bein undir nýju myndinni hans Sams Mendes. Hann fylgir American Beauty, óvenju glæsilegu byrjenda- verki, að mörgu leyti vel eftir. Þó er það vafamál hvort hann hefur gert sér grein fyrir þeim lamandi áhrifum sem Road to Perdition hefur á áhorfand- ann, þau eru yfirmáta óþægileg. Það er ekki aðeins hryssingslegt um að lítast í úrsvölum vetrargráma Chicago á öndverðum fjórða áratugn- um, heldur er kreppan og neyðin í al- gleymingi og þeir sem komast af eru menn ekki vandir að meðulum. Þar liggja meginupptök kaldranaleika Road to Perdition; sögupersónurnar eru nánast allar illar, misjafnlega ill- ar. Misindismenn og morðingjar. Jök- ulköld kvikmyndataka meistara Con- rads L. Hall fangar hráslagann, fullkomnar biturt andrúmið. Michael Sullivan (Tom Hanks), er hægri hönd glæpaforingjans Johns Rooney (Paul Newman), umsvifamik- ils leiðtoga írsku mafíunnar í borg- inni. Rooney hefur tekið Michael uppá arma sína og lítur á hann sem eigin son. Fært Michael, Annie konu hans (Jennifer Jason Leigh) og son- um þeirra, Michael yngri (Tyler Hoechlin) og Peter (Liam Aiken), þak yfir höfuðið og nóg að bíta og brenna. Gjaldið er hátt. Sullivan gerir einfald- lega það sem Rooney skipar honum, svo mikið er víst að í miðri lögleysu bannáranna eru það engin góðverk. Ógæfa Sullivanfjölskyldunnar eykst þegar Michael kemst að því að John (Daniel Craig), samstarfsmaður hans og sonur Rooneys, dregur sér fé frá föður sínum. Michael tekur sig knúinn til að segja gamla manninum frá uppgötvun sinni við litla hrifningu. Það sem verra er, synina ungu, langar að vita hvað pabbi þeirra gerir í vinnunni, forvitnin á eftir að draga dilk á eftir sér. Michael felur sig í bíln- um og verður vitni að morði. Meðlimir gengisins sjá til drengsins og Michael eldri verður að grípa til örþrifaráða. Vill fyrirbyggja að sonurinn lendi í sömu vítisgröf og hann. Road to Perdition fjallar um dæmda menn sem hafa selt sálu sína hinu illa sem sleppir ekki takinu á fórnarlömbum sínum svo glatt. Þeir eru ekki endilega forhertir menn að upplagi heldur mótaðir af hörmuleg- um aðstæðum Kreppunnar miklu. Sullivan lítur lengi vel ekki háalvar- lega á málin. Hann er að framfleyta fjölskyldu sinni fyrir Rooney vel- unnara sinn og heimilisvin. Það er ekki fyrr en Rooney bendir honum vinsamlegast á að hann er einn af morðingjunum og þeir eigi ekkert annað víst í framtíðinni en Helvíti og kvalirnar, að þessi afvegaleiddi fjöl- skyldufaðir fer að ókyrrast. Sullivan flýr ekki örlög sín frekar en aðrir heldur uppsker eins og hann sáir. Líf Sullivanfjölskyldunnar lendir í upp- námi, verður langur og tvísýnn flótti þar sem feðgarnir reyna að hrista af sér útsmoginn leigumorðingja (Jude Law). Það er sama hvar litið er, hvert smáatriði í búningamyndinni er gjör- samlega hnökralaust. Sagan er hrika- leg og átakanleg og Paul Newman sýnir enn einn stórleikinn á löngum og ótrúlega farsælum ferli. Hanks er einsog nýsmurð vél, líkt og fyrri dag- inn. Reyndar nýnæmi að sjá hann í skúrkshlutverkinu. Hann á jafnauð- velt með að leika spilltan heimilisföð- ur og hvað annað. Aukaleikarahópur- inn er athyglisverður, allt frá írsku þrjótunum í glæpagenginu til Hoechl- in hins unga. Gallinn er hinsvegar sá að útlitið er yfirunnið og ofpússað; myndin lítur nánast út eins og flett sé teiknimyndasögunni. Hvert smáatriði endurskapað af Dennis Gassner, hin- um dverghaga útlitshönnuði sem kunnastur er fyrir augnakonfekt á borð við The Man Who Wasn’t There, The Truman Show og Bugsy. Á þátt Halls var minnst hér að framan. Heildaráhrifin eru því blendin. Efnið grimmt, ljótt, virkilega ónota- legt, en útlitið allt yfirmáta fullkomið fyrir augað. En því miður að hætti glansmynda á borð við Mulholland Falls frekar en listaverka einsog God- father. Mendes tekst að skapa athygl- isverða og sláandi kafla og nýtur að- stoðar úrvalsfólks hvert sem litið er. Maður nánast sér Newman og Gassn- er fyrir sér með Óskar frænda í hendi en það nægir ekki til að deyfa tóma- hljóðið undir lýtalausu yfirborði sem nánast ber annað ofurliði. Paul Newman sýnir enn einn „stórleikinn“ og Tom Hanks er einsog „nýsmurð vél“ í The Road To Perdition. Syndir föðurins KVIKMYNDIR Smárabíó Leikstjóri: Sam Mendes. Handrit: David Self, byggt á myndasögu e. Max Allan Collins og Richard Piers Rayner. Kvik- myndatökustjóri: Conrad L. Hall. Tónlist: Thomas Newman og John M. Williams. Útlitshönnun: Dennis Gassner. Aðalleik- endur: Tom Hanks, Paul Newman, Jude Law, Jennifer Jason Leigh, Stanley Tucci, Daniel Craig, Tyler Hoechlin, Liam Aiken, Ciarán Hinds, Dylan Baker. Sýningartími 116 mín. 20th Century Fox/Dream- Works. Bandaríkin 2002. ROAD TO PERDITION (LEIÐIN TIL GLÖTUNAR)  Sæbjörn Valdimarsson Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Sun 27/10 kl. 21 Uppselt Fös 1/11 kl. 21 Uppselt Fös 1/11 kl. 23 Uppselt Lau 2/11 kl. 21 Uppselt Lau 2/11 kl. 23 Aukasýning Uppselt Fös 8/11 kl. 21 Uppselt Fös 8/11 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti Lau 9/11 kl. 21 Uppselt Lau 9/11 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti Fim 14/11 kl. 21 Örfá sæti Fös 15/11 kl. 21 Uppselt Lau 16/11 kl. 21 Uppselt Lau 16/11 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti Fim 21/11 kl. 21 Fös 22/11 kl. 21 Uppselt Lau 23/11 kl. 21 Nokkur sæti Lau 23/11 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti Fös 29/11 kl. 21 Örfá sæti Lau 30/11 kl. 21 Lau 30/11 kl. 23 Stóra svið SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller 2. sýn Gul kort - su 27/10 kl 20 3. sýn Rauð kort - fö 1/11 kl 20 4. sýn Græn kort - su 3/11 kl 20 HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 27. okt kl 14, Su 3/11 kl. 14 MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fi 31. okt kl 20 - UPPSELT Lau 9. nóv kl 20 - 60. sýning - AUKASÝNING Lau 16. nóv kl 20 - AUKASÝNING Fim 21. nóv kl 20 - AUKASÝNING JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Í kvöld kl 20, Fö 1/11 kl 20 UPPSELT, Lau 2/11 kl 20 AND BJÖRK, OF COURSE .. e. Þorvald Þorsteinsson Fi 31. okt kl 20 - AUKASÝNING Allra síðasta sýning 15:15 TÓNLEIKAR Í dag kl 15:15 Anna Sigr. Helgadóttir - Ferðalög Málþing Amnesty International Mán. 28. okt kl 20 Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn Nýja sviðið Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Í kvöld kl 20, Lau 2. nóv kl 20, Fi 7. nóv kl 20 ATH: Fáar sýningar eftir 3. sýn sun 27 okt. kl. 14 örfá sæti 4. sýn. sun 27. okt. kl. 17 laus sæti 5. sýn. sun. 3. nóv. kl. 14 laus sæti 6. sýn. sun 10. nóv. kl. 14 laus sæti 7. sýn. sun 17. nóv kl. 14 laus sæti Leikbrúðuland sýnir í Gerðubergi Fjörðin sem varð að fimm hænum og Ævintýrið um Stein Bollason Leikgerð Örn Árnason og Leikbrúðuland Lau. 26. okt. kl.14 sun. 27. okt. kl. 14 Miðasala í síma 895 6151 og 898 9809 Vesturgötu 3 Í HLAÐVARPANUM Myrkar rósir Valgerður Guðnad., Inga Stefánsd. söngkonur og Anna R. Atlad. píanóleikari, ásamt strengjakvartett leika lög úr kvikmyndum. „Er flutningur á James Bond lögum með þeim hætti að aldrei hef ég betur heyrt". IM, Vesturbæjarblaðið. í kvöld lau. kl. 21.00 - örfá sæti laus fös. 1. nóv. kl. 21.00 lau. 2. nóv. kl. 21.00 fös. 8. nóv. kl. 21.00 lau. 9. nóv. kl. 21.00 Ljúffengur málsverður fyrir alla kvöldviðburði MIÐASALA: 551 9030 kl. 10-16 má.-fö. Símsvari á öðrum tímum. Leikhópurinn Á senunni sýnir: brjálaðan gamanleik eftir Steven Berkoff Vesturporti, Vesturgötu 18 sunnudagur 27. okt. kl. 21 föstudagur 1. nóv. kl. 21 Miðasala í síma 552 3000 www.senan.is HEIÐARSNÆLDA Nýtt leikrit fyrir yngstu börnin Sun. 27. okt. kl. 14 Mán. 28. okt. kl. 11 uppselt Sun. 3. nóv. kl. 14 SNUÐRA OG TUÐRA eftir Iðunni Steinsdóttur lau. 26. okt. kl. 14 sun. 3. nóv. kl. 16 PRUMPUHÓLLINN eftir Þorvald Þorsteinsson Sun. 10. nóv. kl. 14 JÓLARÓSIR SNUÐRU OG TUÐRU eftir Iðunni Steinsdóttur sun. 1. des. kl. 14.00 HVAR ER STEKKJASTAUR? eftir Pétur Eggerz sun. 24. nóv. kl. 16.00 Miðaverð kr. 1.100. Netfang: ml@islandia.is www.islandia.is/ml Hamlet eftir William Shakespeare. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. sýn í kvöld kl. 19 örfá sæti sýn. fös. 1. nóv. kl. 20 laus sæti sýn. lau. 2. nóv. kl. 19 uppselt sýn. lau. 9. nóv. kl. 19 uppselt síðasta sýning Vörðufélagar Landsbanka Íslands fá 25% afslátt gegn framvísun gulldebetkorts Miðasölusími sími 462 1400 www.leikfelag.is „Grettissaga Hilmars Jónssonar er vel heppnuð sviðsetn- ing á perlu úr okkar forna bókmenntaarfi.“ H.F. DV. Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu lau 26. okt kl. 20, nokkur sæti, fim 31. nóv kl. 20, uppselt, fös 1. nóv. kl. 20, nokkur sæti, lau 2. nóv kl. 20, nokkur sæti, föst 8.nóv. kl. 20, lau 9. nóv kl. 20, lau 16. nóv kl. 20 Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur sun 27. okt, uppselt, þri 29. okt, uppselt, mið 30. okt, uppselt, sun. 3. nóv, uppselt, mið 6. nóv, uppselt, sun 10. nóv, uppselt, þri 12. nóv, uppselt, mið 13, nóv, uppselt, sun 17. nóv, uppselt, þri. 19. nóv, nokkur sæti, mið 20. nóv. nokkur sæti SKÝFALL eftir Sergi Belbel Í kvöld 26. okt. kl. 20 Fim. 31. okt. kl. 20 Fös. 1. nóv. kl. 20 Takmarkaður sýningafjöldi! 552 1971, nemendaleikhus@lhi.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.