Morgunblaðið - 26.10.2002, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 26.10.2002, Qupperneq 63
STÆRSTI viðburðurinn á Fairwaves- tónlistarhátíðinni verður efalaust í kvöld í gamla Austurbæjarbíói þegar rokksveitirnar Clickhaze og Krít stíga á svið ásamt óvæntum gestum. Báðar eru þær rokkkyns; Krít spilar bylmingsþunga og hraða tónlist á meðan Click- haze leikur framsækið og melódískt rokk, með blöndu af raftónlist og færeyskri alþýðutónlist. Ekki má heldur gleyma söngkonunni frábæru Eivöru Pálsdóttur sem ljær lögunum rödd sína. Téð Clickhaze þykir vera það fram- bærilegasta í færeyskri rokktónlist um þessar mundir og hefur lagið „Daylight“ verið spilað nokkuð á Rás 2 að undanförnu. Blaðamaður settist niður með hljómsveitinni og spurði hvernig Ísland hefði leikið við Fær- eyinga þennan tíma sem Fairwaves hefur stað- ið yfir en hátíðin hófst 16. október síðastliðinn. „Þetta er búið að vera mjög gott og gagn- legt,“ segir Jón Tyril, gítarleikari. Liðna mán- uði hefur færeysk tónlist orðið heldur meira áberandi í íslenskri fjölmiðlaumræðu en áður hefur verið. Meðlimir Clickhaze segja að Fær- eyingar hafi ávallt horft mikið til Íslands og fylgst með dægurtónlistinni hér á landi. Þeim hafi hins vegar ekki fundist það gagnkvæmt en nú sé eins og straumarnir séu farnir að liggja í báðar áttir. Hafnfirska sveitin Úlpa fór til dæmis í góða heimsókn til Færeyja á dögunum og stefnt er að frekari innflutningi íslenskra sveita þangað. Clickhaze-liðar eru flestir harðir aðskiln- aðarsinnar en ungt fólk í Færeyjum er í sífellt meiri mæli farið að krefjast fullkomins aðskiln- aðar frá Danmörku. Er svo komið að þjóðfé- lagið er í hálfgerðri pattstöðu, helmingur vill frelsi en hinn helmingurinn ekki. Petur Pólson, söngvari og textahöfundur, hefur þetta um málið að segja: „Þegar kreppan mikla skall á í Færeyjum fyrir tíu árum stóðum við allt í einu uppi ein og öryggislaus. Við þurftum að fara að byggja upp sjálf. Í rauninni er kreppan það besta sem hefur komið fyrir Færeyjar því að í kjölfarið var eins og þjóðin vaknaði til lífsins. Þar á með- al fór listalífið að blómstra og gaf af sér fallega tónlist, falleg ljóð o.s.frv.“ Clickhaze lýkur með þessum tónleikum fjög- urra mánaða törn og hyggjast sveitarliðar leggja höfuðið í bleyti í kjölfarið og ákvarða framtíðarstefnuna. Þau segjast ekki viss um hvað skuli gera, vonandi fari þau að fást við nýtt efni en allt sé fremur óráðið. „Við þurfum að fara í burtu um stund og dreyma hlutina upp á nýtt,“ segir Petur að lok- um og vísar þar með í fleyg orð Bono, söngvara U2, sem hann viðhafði í lok Joshua Tree tón- leikaferðalagsins á gamlárskvöld 1989. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 21 og er að- gangseyrir 1.500 kr. Fairwaves 2002 slitið með tónleikum Clickhaze og Krítar Morgunblaðið/Árni Sæberg Hluti Clickhaze stillir sér upp fyrir framan veitingahúsið Sirkus ásamt vinum. Gott og gagnlegt arnart@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 63 www.regnboginn.is Sýnd kl. 8. B.i. 14. Hverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 5.40. 1/2HL MBL SG DV ÓHT Rás2 „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“  HK DV Sýnd kl. 5 og 10.30. Sýnd kl. 5.20, 7.40 og 10. B. i. 16. Gott popp styrkir gott málefni Frá leikstjóra American Beauty. Eitt mesta meistaraverk sem þú munt nokkurn tíman sjá. Sýnd kl. 7 og 10. B.i. 16. Sannsöguleg stórmynd um mögnuð stríðsátök. Missið ekki af þessari! Frábær spennutryllir með Heather Graham úr Boogie Nights og Joseph Fiennes úr Enemy at the Gates. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. . www.laugarasbio.is Sýnd kl. 2, 8 og 10. Sýnd kl. 2, 4 og 6 með ísl. tali. SK. RADIO-X SV Mbl FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER FRUMSÝNING anthony HOPKINS edward NORTON ralph FIENNES harvey KEITEL emily WATSON mary-louise PARKER philip seymour HOFFMAN BEINT Á TOP PINN Á ÍSL ANDI 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  HK DV  SK RadíóX  SV Mbl  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.