Morgunblaðið - 26.10.2002, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 26.10.2002, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Valkostur vandlátra – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflug- velli lagði í fyrrakvöld hald á 1½ kíló af kókaíni sem er mesta magn kók- aíns sem náðst hefur í einu lagi hér á landi. Fíkniefnin fundust á 58 ára gömlum þýskum karlmanni sem kom frá Kaupmannahöfn. Gera má ráð fyrir að söluverðmæti efnanna nemi um 16–65 milljónum króna en verðmætið veltur á því hversu hreint efnið er. Fíkniefnadeild lög- reglunnar í Reykjavík hefur tekið við rannsókn málsins og var mað- urinn í gærkvöldi úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeild- ar, vildi ekkert tjá sig um málið í gærkvöldi. Samkvæmt verðkönnunum SÁÁ á þessu ári kostar grammið af kókaíni um 11.000 krónur að meðaltali. Sé kókaínið hreint má á hinn bóginn drýgja það allt að fjórfalt. Því má gera ráð fyrir að söluverðmæti kók- aínsins nemi frá um 16–65 milljón- um króna. Vel gengið frá fíkniefnunum Að sögn Jóhanns R. Benedikts- sonar, sýslumanns á Keflavíkurflug- velli, hafði maðurinn límt kókaínið við báða fótleggi sína og gengið svo vel frá því að ómögulegt hefði verið að koma auga á það og finna, nema við leit á manninum. Lögreglan í Reykjavík vill ekki upplýsa hvort maðurinn hafi bent á samverka- menn hér á landi en fullvíst má telja að hann sé aðeins burðardýr. Þykir nánast útilokað að maður sem enga þekkingu hefur á fíkniefnamarkaðn- um hér á landi, eigi frumkvæði að innflutningi á viðlíka magni. Á tæp- lega tveimur árum hefur tollgæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvað 23 er- lenda ríkisborgara með fíkniefni. Flestir þeirra eru danskir eða tíu, fimm Þjóðverjar, tveir Bretar en sex frá öðrum löndum. Burðardýrin hafa verið afar treg til þess að gefa upp nöfn á samverkamönnum sínum hérlendis og telur lögregla að ástæðan sé m.a. sú að þau óttist hefndaraðgerðir. Þá getur reynst erfitt fyrir lögreglu að sanna að aðr- ir hafi skipulagt innflutninginn ef aðeins liggur fyrir framburður burð- ardýrsins. Jóhann R. Benediktsson sýslu- maður segir að fjölgun erlendra burðardýra bendi greinilega til þess að íslenskir glæpamenn treysti sér illa til að smygla fíkniefnum um Leifsstöð. Þeir geri sér grein fyrir því að tollgæslan þar sé mjög öflug og því taki þeir mikla áhættu með því að smygla efnunum sjálfir. Í staðinn notist þeir við erlend burð- ardýr sem hafi enga þekkingu á að- stæðum hér á landi og sé ekki ljóst að því fylgi meiri áhætta að smygla fíkniefnum með flugi til Íslands en annarra Evrópulanda. „Aðrar álykt- anir er ekki hægt að draga af því að erlend burðardýr skuli vera fengin til að smygla fíkniefnum til landsins í jafnmiklum mæli og raun ber vitni,“ segir hann. Tekinn með 1½ kíló af kók- aíni á Keflavíkurflugvelli Mesta magn sem lagt hefur verið hald á í einu lagi hér á landi KONUR á Akureyri eru í meiri áhættu að fá hjarta- og æða- sjúkdóma en kynsystur þeirra í Hafnarfirði, samkvæmt nið- urstöðum rannsóknar sem kynnt verður á vísindaþingi Félags ís- lenskra heimilislækna í Borgarnesi í dag. Reyndust konur á Akureyri vera að meðaltali tæplega 6 kg þyngri en hafnfirskar konur og var mittisummál kvenna á Akureyri 20 cm meira en hjá þeim hafnfirsku. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma meðal fimmtugra í Hafnarfirði og á Akureyri og enn- fremur kanna áhrif einfaldrar íhlut- unar á þessa áhættuþætti. Öllum einstaklingum sem fæddir eru árið 1950 og áttu lögheimili á upp- tökusvæði Heilsugæslunnar á Sól- vangi í Hafnarfirði og Heilsugæslu- stöðvarinnar á Akureyri var boðið að taka þátt í rannsókninni. Blóð- þrýstingur, kviðarummál, hæð og þyngd voru skráð, hjartalínurit tek- ið sem og blóðprufa þar sem m.a. voru mældar blóðfitur og blóðsykur. Meðalþyngd kvenna á Akureyri var 77 kg en hafnfirskar konur vógu að meðaltali 71,9 kg. Karlar vógu að meðaltali rúm 88 kg bæði á Ak- ureyri og í Hafnarfirði. Reyndist vera talsverður munur á mitt- isummáli kvenna eftir búsetu. Mitt- isummál akureyrskra kvenna reyndist að meðaltali 101 cm en 80 cm í Hafnarfirði. Líkamsþyngd- arstuðull (BMI) var 25,9 í Hafn- arfirði á móti 28,6 á Akureyri. Akureyrskar kyrrsetukonur? Emil Lárus Sigurðsson, yfirlækn- ir heilsugæslunnar á Sólvangi í Hafnarfirði, sem stýrði rannsókn- inni segir að niðurstöðurnar hafi komið verulega á óvart. Fyrst hafi rannsakendur talið að skekkja væri í mælingunum en þær hafi verið vel samræmdar áður en rannsóknin hófst. Þá bendi margar breytur til þess að áhættuþættir séu meiri hjá konum á Akureyri. Mittisummálið sé meira, þyngdin meiri og hærri blóðþrýstingur. Aðspurður hvað gæti skýrt þenn- an mikla mun segir Emil að þátt- tökuhlutfallið hafi verið hærra á Akureyri. Þar tóku 70% þátt en 59% í Hafnarfirði. Mögulegt sé að feit- lagnar konur í Hafnarfirði hafi setið heima meðan þær akureyrsku hafi farið í rannsókn. „Ég held þó að það skýri ekki allt. Hvort konurnar fyrir norðan eru meiri kyrrsetukonur en kynsystur þeirra fyrir sunnan, er ein hugsanleg skýring,“ segir Emil. Ekki reyndist marktækur munur hjá körlum hvað blóðþrýsting, blóð- fitur og blóðsykur varðar. Rúmlega 10% þátttakenda reyndust hafa há- þrýsting og 22% voru með líkams- þyngdarstuðul yfir 30. Emil segir mikilvægt að fólk fylgist reglulega með áhættuþáttum. Því fyrr sem fólk viti af áhættunni og taki á vand- anum, því meiri árangur fái það og auki þannig lífshorfur og lífsgæði. Akureyrskar konur 6 kg þyngri en hafnfirskar Rannsókn á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma ÞEGAR ort er um haustlauf er oft- ar en ekki minnst á feigðina og hversu lífið er hverfult; laufin sem lifna á vorin eru dæmd til að fölna og deyja á haustin. Kannski hefur hugmynd að ódauðlegu harmljóði kviknað hjá starfsmönnum Húsdýragarðsins sem voru í óðaönn að hirða upp fallin haustlauf. Það er þó líklegra að þau hafi viljað skurka verkinu af og komast inn úr nepjunni. Eng- ir hlýir vindar blása um landið og þó að veturinn hefjist formlega í dag er langt síðan hann gerði vart við sig. Höfuðborgarbúar hafa þó minna fundið fyrir honum en Norðlendingar og Austfirðingar sem hafa þurft að vaða snjóinn. Um helgina er spáð norðlægum áttum og snjókomu og éljum á Norður- og Austurlandi en síðan á að snúast í sunnanátt með rigningu og slyddu sunnanlands og vestan. Morgunblaðið/Golli Ljóðrænum haustlauf- um safnað ÞRIÐJA breiðskífa hljómsveitar- innar Sigur Rósar kemur út á mánudag, mánudag, og er plöt- unnar, sem heitir ( ), beðið með eftirvæntingu víða um heim. Fyr- irframpantanir af plötunni eru um 250.000 eintök, en hér á landi hafa 2.000 eintök selst fyrirfram. Sigur Rós er samningsbundin breska fyrirtækinu Fat Cat í Bret- landi, MCA, sem er í eigu stórfyr- irtækisins Universal í Bandaríkj- unum, þýska stórfyrirtækinu BMG í Rússlandi og Avex í Japan, en Fat Cat er síðan með samninga við belgíska fyrirtækið PIAS í öðrum Evrópulöndum og öðrum heims- hlutum en þeim sem taldir eru. Að sögn eigenda Fat Cat eru fyrir- framseld um 100.000 eintök í Bandaríkjunum, um 100.000 eintök í Evrópu og um 50.000 eintök í öðrum heimshlutum. Í Bandaríkj- unum er þetta um fimm sinnum meira en fyrirframpantanir á Ágætis byrjun, en um þrefalt meira en hvað varðaði þá plötu í Evrópu. Smekkleysa gefur plötuna út hér á landi og að sögn Ásmundar Jónssonar, framkvæmdastjóra Smekkleysu, eru fyrirframpöntuð 2.000 eintök, sem er fyrsta upplag plötunnar. Sérstök miðnætursala verður á plötunni í verslun Skíf- unnar á Laugavegi og verslun Tólf tóna á Skólavörðustíg. Verða þess- ar verslanir opnaðar klukkan 12 á miðnætti annað kvöld til að selja plötuna, en hún kemur út um allan heim á mánudag. Hljómsveitin er nú á ferð um heiminn, lauk Evrópuferð sl. fimmtudag og leikur á tónleikum í Kanada næstkomandi miðvikudag. Tvennir tónleikar eru fyrirhugaðir hér á landi, í Háskólabíói 12. og 13. desember. Miðasala hefst á þá tónleika í Háskólabíói 20. nóvember næst- komandi. 250.000 eintök seld fyrirfram  Vonir/62 Ný breiðskífa Sigur Rósar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.